Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 76
Þ jóðverjar hafa gamal­gróinn áhuga á Íslandi, bæði náttúrunni og menningunni að fornu og nýju. Þeir eru ötul­ustu lesendur íslenskra nútímabókmennta, að minnsta kosti utan Norðurlandanna,“ segir Arthúr Björgvin Bollason rithöf­ undur með meiru. „Ég held að engin önnur þjóð í heiminum fylgist jafn vel með því sem er að gerast í íslenskum samtímabókmenntum og Þjóðverjar. Það sýndi sig á stóru bókastefnunni í Frankfurt 2011, þegar við vorum í heiðurssæti, þar kom gríðarlegur áhugi heimamanna fram. Þeir mættu allt að sjö hundruð saman á upplestra hjá Íslendingum. Það er einhver besta kynning sem Ísland hefur fengið fyrr og síðar.“ Sjálfur leggur Arthúr Björgvin sitt af mörkum til bókmenntanna. Nú hefur hann skrifað 430 síðna bók um Ísland sem hefur fengið góðar umsagnir í víðlesnum blöðum í Þýskalandi, svo sem Die Welt, Süd­ deutsche Zeitung og Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung. Bókin heitir einfaldlega Das Island­Lesebuch og höfundurinn segir hana seljast þokkalega. „Hún er auðvitað frekar dýr þessi bók, enda mikill doðrantur. Ekki ætluð fyrir túrista beinlínis, það eru engar lýsingar á gönguleiðum eða slíku heldur er hún nokkurs konar port­ rett af landi og þjóð og krydduð með innskotum úr sagnabrunni Íslendinga.“ Arthúr Björgvin skrifaði bókina á þýsku og segir það vekja athygli ytra. „Mér er sagt að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem skrifar bækur fyrir almenning á þýsku, fyrir utan Nonna sem skrifaði vinsælar barna­ bækur á sínum tíma. Það hjálpar bókinni minni að Þjóðverjum þykir ægilega gaman að einhver útlend­ ingur hafi lært málið þeirra svona vel. Því hefur verið slegið upp úti.“ Hann kveðst víða vera beðinn að lesa upp. „Ég hef verið á töluverðu randi milli borga Þýskalands með bókina og held því áfram langt fram á næsta ár, er bókaður allt fram í október 2018. Las nýlega upp í bæ við Norðursjó, þar er árlega haldin hátíð til að fagna milljónum far­ fugla sem staldra þar við á leið sinni úr norðrinu til heitari landa. Ég las kaflann um farfuglana, meðal ann­ ars um þeirra hlut í ævintýrum og þjóðsögum á Íslandi. Í febrúar ætla ég að lesa upp fyrir 300 manns í kaþ­ ólsku akademíunni í Hamborg. Það er ítarlegur kafli í bókinni minni um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupinn, og siðbreytinguna. Um daginn las ég upp á herrasetri fyrir fullu húsi þar sem íslensk tónlist kom við sögu og íslensk mynd­ list. Ég er búinn að vera á mörgum hátíðum, í sendiráðum og á bóka­ messum,“ segir Arthúr Björgvin. Hann segir MANA forlagið hafa gefið út bækur um nokkur lönd í svipuðu broti og hans, þar á meðal Ástralíu, Nýja­Sjáland og Kanada. „Það eru álíka miklar bækur og fjalla um allar hliðar mannlífsins í viðkomandi löndum. Ég hafði því ákveðið viðmið en að öðru leyti frjálsar hendur um hvernig ég fyllti út í þetta form.“ Ekkert farið eftir stærð landa eða mannfjölda þjóðanna? „Nei, Íslandsbókin er stærri en Ástralíu­ bókin og hún spannar tímabilið frá landnámi til okkar daga. Það er kafli um hrunið og einn nær alveg til ríkisstjórnarmyndunar Bjarna Benediktssonar í fyrra. Í íþróttakafl­ anum segi ég frá íslenskum kempum Íslandssögunnar aftur til Jóhannes­ ar á Borg sem fór á Ólympíuleikana 1908. Ég uppfæri þann kafla þegar næsta útgáfa kemur og segi þar frá landsliðunum okkar sem keppa við stórþjóðir á heimsmeistaramótum.“ Nú var Arthúr Björgvin að ljúka ferð um Ísland með ritstýru Der Tagesspiegel, stærsta dagblaðs Berlínar. Kveðst hafa verið í fjórtán ár kynningarfulltrúi fyrir Icelandair í Þýskalandi og fjölmiðlatengill í hlutastarfi. „Eitt af mínum aðal­ hlutverkum er að koma hingað með fjölmiðlafólk. Ég hef verið viðriðinn milli 15 og 20 sjónvarpsmyndir um Ísland. Það sem einna mest heillar Þjóðverja í vetrarferðum hingað eru norðurljósin, heitu laugarnar og maturinn.“ Hann kveðst skipta sér dálítið milli landanna. „Fjölskyldan bjó í Þýskalandi í tæp 10 ár, svo komum við heim og leyfðum krökkunum að verða Íslendingar. Þau áttu bernsk­ una úti, kynntust svo heimalandinu og eru sátt við það líka, kunna að meta það besta úr báðum heimum.“ Fagnaði milljónum farfugla með upplestri Das Island-Lesebuch er bók um náttúru Íslands og sögu sem Arthúr Björgvin Bollason skrifaði á þýsku og MANA forlagið í Berlín hefur gefið út. Hún vekur athygli og fær lofsamlega dóma í stórblöðum Þýskalands. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Mér er sAgt Að ég sé fyrstI ÍsLeNDINgur- INN seM skrIfAr Bækur fyrIr ALMeNNINg á Þýsku, fyrIr utAN NoNNA seM skrIfAðI vINsæLAr BArNABækur á sÍNuM tÍMA. Arthúr Björgvin býr í Þýskalandi en kemur oft til Íslands og fylgist vel með þjóðlífi beggja landanna. FréttABlAðið/SteFán Bækur Sólhvörf HHHHH Emil Hjörvar Petersen Útgefandi: Veröld Prentun: Finnland Síðufjöldi: 354 bls. Kápuhönnun: Jón Ásgeir Glæpasögur og furðusögur eru mest seldu skáldverk heims í dag og það er því vel til fundið að blanda þessum tveimur bókmennta­ greinum saman. Það tekst Emil Hjörvari Petersen einkar vel eins og sást í fyrra á bókinni Víghólar og nú aftur í skáldsögunni Sól­ hvörf. Í þeirri síðarnefndu höldum við áfram að flakka á milli vitunda mæðgnanna Bergrúnar og Brár sem skipta á milli sín stöðu fyrstu per­ sónu sögukonu. Sagan hefst nokkr­ um mánuðum eftir að Víghólum lýkur, nánar tiltekið á jólunum sem huldumiðillinn Bergrún ver í að rannsaka óhugnanlegt sakamál ásamt sérdeild lögreglunnar í yfir­ náttúru þar sem börn hverfa spor­ laust af heimilum sínum. Brá dóttir hennar er einnig ýmsum hæfileik­ um gædd og þær mæðgur leggja ásamt ýmsum vættum, verum og sjáendum í ferðalag milli heima til að leita barnanna sem kemur í ljós að var rænt með skelfilegt mark­ mið í hyggju sem gæti kollvarpað heimsmynd og öryggi allra, sér­ staklega þó barna á Íslandi. Best er að segja sem minnst til að skemma ekki ánægjuna fyrir væntanlegum lesendum en þó verður að hrósa höfundi fyrir einstaklega skemmti­ lega notkun á íslenska þjóðsagna­ arfinum sem er auðugur brunnur að sækja í á þessum árstíma. Í furðu­ og fantasíusögum er gjarna flakkað á milli þess heims sem við þekkjum og heima sem liggja samsíða en eru ýmist svip­ aðir eða gerólíkir. Í þessari bók er hulduheimurinn heimur þjóð­ sagnanna þar sem tröll og dvergar búa í stokkum og steinum og álfar flytja búferlum á jólum og áramótum og manneskjur með einhvers konar næmi eða miðils­ hæfileika ýmist sjá milli heima eða geta farið þar um. Höfundur leggur sig í líma við að útskýra nákvæmlega lög­ mál heima sinna sem er gott en verður stundum f u l l n á k v æ m t . Það er reyndar e i n k e n n i á mörgum furðu­ sögum að þær verða stundum eins og hlutverkaspil, þannig er bæði umhverfi og bardögum lýst eins og leikstjórnandi í slíkum leik myndi gera. Sem er mjög áhugavert en getur orðið leiðigjarnt þegar s p e n n a n í sögunni er á suðu­ punkti og lesandann langar lang­ m e s t a ð vi t a hva ð gerist næst. E n þ e s s i n á k v æ m n i gerir það líka að verkum að í sögunni eru fá göt, ef nokkur, þar sem atburða­ r á s i n l ý t u r l ö g m á l u m sem hafa verið útskýrð vand­ lega. Sólhvörf er vel skrifuð furðusaga sem grípur lesandann frá fyrstu mínútu. Sagan sver sig meira í ætt furðusagna eða fantasía en glæpa­ sagna enda forsendur þess að þær mæðgur dragist inn í rannsóknir lögreglunnar að eitthvað yfirnátt­ úrulegt sé á seyði. Eins og í öllum góðum glæpasögum snýst sagan þó ekki síður um rannsakandann, persónu hans og hagi en málið sem þarf að leysa og þannig er samband mæðgnanna Bergrúnar og Brár í forgrunni en það er flókið vegna þeirra áhrifa sem dulrænir hæfi­ leikar móðurinnar hafa haft á líf hennar og þar með á æsku og upp­ vöxt dótturinnar. Aðrar persónur verða sjálfkrafa frekar dæmigerðar fyrir þau hlutverk sem þær gegna í sögunni en það er ekkert til vansa. Bókin er þrælspennandi og heldur lesandanum við efnið. Aðdá­ endur jólasveinanna gætu þó þurft að tæma hugann nokkrum sinnum á meðan á lestrinum stendur. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStaða: Vel skrifuð og spennandi glæpafurðusaga sem vinnur með þjóðsagnaarfinn á áhugaverðan og skapandi hátt. Jólasveinar ganga um gátt 2 4 . N ó v E m B E r 2 0 1 7 F Ö S t u D a G u r58 m E N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 0 -D 7 F 0 1 E 5 0 -D 6 B 4 1 E 5 0 -D 5 7 8 1 E 5 0 -D 4 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.