Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Qupperneq 28
Fyrir 6-9 mánaða Gerir 5-6 skammta 1 rófa, afhýdd og söxuð gróft 10 sveskjur, steinalausar 4 msk soðvatn Afhýðið rófuna og saxið gróft. Gufusjóðið rófuna og sveskjurnar í um 20 mínútur eða þangað til rófan er orðin alveg mjúk. Setjið rófu og sveskjur í matvinnsluvél (eða bland- ara) ásamt 4 msk af soðvatni. Blandið í um 3-4 mínútur eða þangað til engir bitar eru eftir og maukið er orðið silkimjúkt. Skafið hliðar matvinnsluvélarinnar, bætið meira vatni eða appels- ínusafa við ef þarf og maukið áfram í nokkrar mín- útur. Fyrir yngri börn skal gæta þess að engir stórir bitar séu eftir en fyrir börn sem eru nær 9 mánaða mega vera litlir bitar í maukinu. Maukið má frysta. Gott er að frysta maukið í ís- molaboxi. Setjið svo molana í góða frystipoka. Merk- ið pokana með innihaldi og dagsetningu. Í góðum frysti geymist frosinn barnamatur í nokkra mánuði. Börn eiga misjafnlega auðvelt með að kyngja mat svo bætið við meira af vatni ef ykkur finnst það henta. Best er að nota einungis lífrænt ræktað hráefni í barnamat og gufusjóða alla ávexti og allt grænmeti. Rófu- og sveskjumauk GÓÐ RÁÐ SIGRÚNAR: Þetta mauk er eins og eftirmatur og ég stalst svo, svo oft í maukið hjá börnunum mínum. Það hent- ar minnsta mannfólkinu sérlega vel, ekki síst ef maginn er eitt- hvað tregur. Börnin mín hrein- lega elskuðu maukið og það má blanda með banana, eplum, avó- kadó, perum, sætum kartöflum eða hverju því sem manni dettur í hug. Ef börnin eru ekki hrifin af sveskjubragðinu (það getur verið svolítið yfirþyrmandi) er gott að byrja á maukuðum banana með smávegis af sveskjumauki út í og svo auka magnið smám saman. Athugið að best er að nota mat- vinnsluvél í þessa uppskrift því töfrasproti vinnur ekki vel á sveskjunum. Blandari gengur líka en oft þarf að nota meira magn af vatni til að koma sveskjunum af stað. Lengi býr að fyrstu gerð Fjölmargir huga að heilsunni í upp- hafi árs og prófa sig áfram í eldhús- inu með því að elda hollan mat úr ferskum hráefnum. En ekki má gleyma yngstu meðlimum fjöl- skyldunnar. Heimatilbúinn barna- matur er næringarríkur, góður og meinhollur. Matgæðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir, hjá cafe- sigrun.com, deilir með lesendum nokkrum uppáhalds uppskriftum fyrir yngstu kynslóðina. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 MATUR Fyrir 12 mánaða + Gerir 1-2 skammta 100 g lax (villtur) 50 g mangó, vel þroskað 50 g avókadó, vel þroskað (mjög mikilvægt að sé mjúkt) 30 g nýrnabaunir úr dós (án sykurs) spergilkál, nokkrir sprotar Beinhreinsið og roðflettið laxinn. Afhýðið avókadó og mangó og saxið smátt. Skerið spergilkálið í nokkra sprota. Gufusjóðið spergilkál og mangó í um 10 mínútur og bætið þá laxinum við. Gufusjóðið áfram í 10 mínútur. Kælið og skerið laxinn í bita. Látið vökvann renna af nýrnabaun- unum. Setjið laxinn á disk ásamt sperg- ilkáli, nýrnabaunum, mangó og avókadó. Rétturinn hentar ekki til frystingar en það má geyma afganginn í kæli þangað til daginn eftir ef skammturinn er ekki kláraður. GÓÐ RÁÐ SIGRÚNAR: Nota má maískorn eða kjúklingabaunir (ef ekki er um ofnæmi að ræða) í stað nýrna- baunanna. Nota má hvaða fisk sem er í staðinn fyrir lax- inn en athugið að laxinn inniheldur omega-3 fitusýrur sem eru sérlega góðar fyrir okkur. Nota má blómkál í staðinn fyrir spergilkál en einnig henta gulrætur og rófur vel. Börnin mín elska þessa samsetningu og hafa gert frá unga aldri. Þessi málsverður er hlað- inn vítamínum, járni, próteini, omega-3 fitu- sýrum og hollri fitu. Ef þið teljið að barnið muni veiða mangóbitana úr (og sleppa fisk- inum) er gott að stappa laxinum svolítið saman við mangóið. Nota má annað græn- meti en spergilkál og t.d. myndi blómkál, gulrætur og rófur passa vel með. Gætið þess að mangóið sé vel þroskað og það sama gild- ir um avókadóið. Gætið þess einnig að engin bein séu í laxabitanum og að börnin hafi ekk- ert fiskiofnæmi. Lax með mango, avókadó, nýrnabaunum og spergilkáli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.