Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Page 29
29.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Fyrir 9-12 mánaða Gerir 2-3 skammta 20 g lambakjöt, kjúklingur eða fiskur 2 sveppir 1 sproti spergilkál (brokkolí) fjórðungur gulrót (eða sæt/venjuleg kartafla) 10 g ostur 10 g frosnar, grænar baunir 2 egg, hrærð lítillega smá klípa basil smá klípa karrí 1 msk kókosolía (eða ósaltað smjör) Matreiðið kjötið þannig að það sé örugglega eldað í gegn. Skerið í mjög litla bita (eins og t.d. nögl á löngutöng barnsins að stærð eða stærri bita ef barnið ræður við þá). Saxið sveppina mjög smátt. Skolið spergilkálið og skerið einn sprota af. Skrælið gulrótina og skerið í bita. Gufusjóðið gulrótina og sperg- ilkálið í um 10-12 mínútur eða þangað til nokkuð mjúkt. Saxið gulrótina smátt og skerið sperg- ilkálið í pínulitla sprota. Saxið ostinn smátt eða rífið fínt á rifjárni. Setjið eggin í litla skál. Bætið karríi og basil út í og hrærið að- eins. Setjið sveppi, kjöt, spergilkál, gulrót og ost í stóra skál. Hellið eggjablöndunni út í og hrærið vel. Hitið litla pönnu á frekar háum hita og setjið kókosolíuna á pönn- una. Hellið eggjablöndunni út á pönnuna og hitið eggjakökuna í gegn (gæti tekið um 20 mínútur). Þegar eggjakakan er orðin eld- uð (nokkuð þétt viðkomu) að neðan skuluð þið setja disk ofan á hana og snúa pönnunni við þannig að eggjakakan fari yfir á diskinn. Rennið minna eldaðri hliðinni svo yfir á pönnuna og hitið í um 10 mínútur eða þangað til eggjakak- an er örugglega hituð 100% í gegn. Skerið út kökur með glasi eða kökuskurðarmóti eða skerið eggjakökuna bara í litla bita. GÓÐ RÁÐ SIGRÚNAR: Mauka má sætar kartöflur með eggjakökunum og hræra saman við, eða bera fram til hliðar og leyfa börnunum að dýfa eggjaköku- bitunum út í. Þessi uppskrift hentar einnig mun eldri börnum og má þá hafa hrá- efnið allt grófara. Þessi eggjakaka er sniðug fyrir litlu krílin (svo lengi sem ekkert staðfest ofnæmi er til staðar) því hún er holl og bragðmild og það má nota alls kyns grænmetis-, kjöt- eða fiskafganga í eggjakökuna. Hún fer líka vel í magann, er fljótleg og einkar saðsöm. Svo finnst börnum líka yfirleitt gott bragð af eggjum. Gætið þess bara að egg- in séu alveg 100% hituð í gegn. Uppskriftin hentar þeim börnum sem farin eru að borða egg og litla kjötbita (upp úr 10 mánaða). Þegar börnin eru farin að mata sig sjálf má skera eggjakökuna í pínulitla bita og leyfa þeim að raða upp í sig en einnig má bæta t.d. maukuðum sætum kartöflum saman við sem eins konar sósu. Fyrsta eggjakakan Ljósmyndir/Sigrún Blómkáls- og steinseljurótarmauk Gerir 10 skammta 250 gr steinseljurót 250 gr blómkál (fyrir snyrtingu) 1 tsk kókosolía/ólífuolía/smjör Afhýðið rótina og skerið í grófa bita. Snyrtið blómkálið og skerið í litla sprota. Gufusjóðið þangað til mjúkt. Setjið bitana í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið vel. Bætið nokkrum matskeiðum af soðvatninu saman við ef þarf. Maukið mjög vel eða þangað til enginn biti er eftir. Gott er líka að nota sigti eða síu. Blandið fitunni saman við og látið kólna þangað til maukið er orðið ylvolgt. Maukið má frysta. GÓÐ RÁÐ SIGRÚNAR: Nota má spergilkál eða spínat með maukinu. Blanda má sætum kartöflum eða venjulegum kartöflum saman við maukið. Til tilbreytingar er einnig gott að setja maukað epli, peru eða ban- ana út í maukið. Gott er að frysta í klakaboxi og setja molana svo í góða frystipoka. Merkið pokana með innihaldi og dagsetningu. Börn eiga misjafnlega auðvelt með að kyngja mat svo bætið við meira af soðinu ef ykkur finnst það henta. Gott getur verið að bæta við af móðurmjólk/stoðmjólk/þurrmjólk út í maukið í fyrstu skiptin. Gott er að blanda smávegis af hrísmjöli eða öðru mjöli saman við grautinn til að auka fjölbreytni. Ef barnið er farið að borða kjöt, hentar maukið vel með lamba- kjöti, fiski og kjúklingi. Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining áhitabreytist eftir aldri? ThermoScan7eyrnahita- mælirinnminnveit það.“ BraunThermoScan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.