Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Page 33
Just Female 13.300 kr. Notalegur náttsloppur. Snúran 2.760 kr. Fallegur eyrna- lokkur frá Louise Kragh. Zara 7.995 kr. Þægilegir hversdags- skór frá Zöru sem passa við allt. Net-a-porter.com 26.450 kr. Geggjaður stutt- ermabolur frá MSGM. Geysir 22.800 kr. Étroit Court galla- buxur frá A.P.C. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Þá fer janúar brátt að klárast. Helst væri ég til í að leggjast nánast í dvala í þessum kalda og dimma mánuði, klæðast dásamlega sloppnum frá Just Female og dekra við sjálfa mig. Þá eru vef- verslanir þægilegar í kuldanum og gaman (og þó stundum hættulegt) að kaupa falleg föt á netinu eins og glæsilega stuttermabolinn frá MSGM. Angan 6.900 kr. Baðvörurnar frá Angan eru dásamlegar á líkamann auk þess sem þær fegra baðher- bergið mitt með fallegri umbúðahönnun. Net-a-porter.com 8.000 kr. Gyllti hárburstinn frá AERIN er á óskalistanum. 29.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Ritstjóri bresku útgáfu Vogue, Alexandra Shulman, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 25 ár. Shulman mun hætta í sumar en ekki er enn ljóst hver mun taka við keflinu. Í yfirlýsingu segist Shulman erfitt að nefna skynsamlega ástæðu til þess að fara aðra en þá að hana langaði að upplifa ann- arskonar lífsstíl. Nicholas Coleridge, framkvæmdastjóri forlags tímaritsins, Condé Nast, sagði Alex- öndru Shulman hafa starfað lengst og verið far- sælasta ritstjóra Vogue í 100 ára sögu tímaritsins. HÆTTIR HJÁ VOGUE EFTIR 25 ÁR Ritstjórinn kveður Alexandra Shulman á 25 ára feril að baki. AFP Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel, sýndi glæsilega línu á tískuvikunni. Litapallettan einkenndist af ljósum pastellitum ásamt því að sniðin voru fáguð og kvenleg með áherslu á mitti. Fyrsta hátískulína Mariu Grazia Chiuri fyrir Christian Dior vakti athygli. Hönnuðurinn sýndi fágaðar flíkur og minntu fyrirsæturnar oft á verur úr ævintýraheimi. Hátískulína Giambattista Valli minnti mikið á sjöunda ára- tuginn í sniðum. Línan var að sama skapi afar fjölbreytt þar sem hönnuðurinn blandaði saman ólíkum stílum og fáguðum útsaum. Hátískan Sýning tískuhússins Maison Margiela var rosaleg. John Galliano yfirhönnuður hússins vann með einstaklega áhugaverð og spennandi snið, efni og sterka liti. Förð- unin á sýningunni vakti jafnframt mikla athygli en það var förðurnarfræðingurinn Pat McGrath sem sá um hana svo úr varð fullkomið samspil. Hátískulína tískuhússins Elie Saab einkenndist af egypskum glæsi- leika þar sem hönnuðurinn sótti innblástur til hinna „gömlu góðu“ daga Egyptalands. Út- saumur og dásamleg smáat- riði í textíl voru áberandi ásamt fáguðum fylgihlutum sem ýttu undir karakt- er línunnar. AFP Í París stendur nú yfir hátískuvika tískuhúsanna fyrir sumarið 2017. Þar sýna nokkur af stærstu tískuhúsum heims svokallaðan Haute Couture eða hátískufatnað sem merkir það að mun meira er lagt í handgerðan glæsifatnað. Að hátískuviku lokinni tekur við hin hefðbundna tískuvika sem sýnir þær stefnur og strauma sem verða ráðandi næsta vetur. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.