Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 44
áframhaldandi sókn í kortunum. „Við erum þegar komin á þann stað sem við stefndum á og nú setjum við markið bara ennþá hærra. Við erum hæstánægð með þessar undirtektir.“ Á árinu 2016 voru heildarpantanir í Premium 9,1 milljón og þar af ein milljón bara í desember. 6.000 klukkustundir af efni Pálmi segir aðgang að heilum þátta- röðum njóta vaxandi vinsælda. Jafnt og þétt hefur verið bætt við efnis- valið og aðgengilegt efni í Premium hefur vaxið úr 2.400 klukkustundum í 6.000 klukkustundir á rúmu ári. Þess má geta að allt erlent efni er með íslenskum texta. „Við höfum bætt í innkaupin og samstarfsaðilar okkar hafa verið að standa sig gríð- arlega vel.“ Þá er sífellt meiri áhersla lögð á ís- lenskt efni og í haust verður íslenskur þáttur í fyrsta sinn settur inn á efn- isveitu í heilu lagi þegar Stella Blom- kvist drepur niður fæti í Sjónvarpi Símans Premium. Alls sex þættir. Haustið 2018 frumsýnir veitan svo glæpaþætti byggða á bókum Yrsu Sigurðardóttur, sem Baltasar Kor- mákur framleiðir, og haustið 2019 er röðin komin að spennuþættinum Ferðalaginu í leikstjórn Baldvins Z. Sama máli gegnir um alla þessa þætti, þeir verða aðgengilegir í heilu lagi. Þáttaskil urðu í íslenskri sjón-varpssögu þegar efnisveitaSímans, Sjónvarp Símans Premium, hóf göngu sína haustið 2015 í umfangi og af stærð sem ekki hefur þekkst áður. Í Sjónvarpi Sím- ans Premium horfir fólk bara þegar því hentar og getur fengið aðgang að heilum þáttaröðum í einu; þarf með öðrum orðum ekki að bíða í heila viku eftir næsta þætti. Á sama tíma opnaði Sjónvarp Símans (SkjárEinn eins og það hét þá) fyrir dagskrá sína eftir að hafa verið áskriftarstöð um nokkurra ára skeið. Markaður fyrir heimilis- pakka með afþreyingu Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður hjá Símanum, segir fyrirtækið vissu- lega hafa tekið áhættu með því að opna dagskrána með þessum hætti og setja efnisveituna á laggirnar. „Síminn mat það svo að markaður væri fyrir heimilispakka með af- þreyingu og það hefur sannarlega komið á daginn. 28 þúsund heimili eru nú með Sjónvarp Símans Premi- um og fjölgaði þeim um ríflega helm- ing á síðasta ári. Það þýðir að ekki er lengur marktækur munur á fjölda áskrifenda að Sjónvarpi Símans Premium, Netflix Íslandi og Stöð 2,“ segir Pálmi. Hann segir að ekki sé annað en Pálmi Guðmundsson, forstöðu- maður hjá Símanum, segir spennandi tíma framundan í miðlun sjónvarpsefnis. Morgunblaðið/Eggert Framtíðin er gengin í garð! Miklar breytingar hafa orðið á neysluvenjum sjónvarpsáhorfenda undanfarin misseri; línuleg dagskrá og áskriftarsjónvarp, eins og við þekktum það, er á niðurleið en efnisveitur á uppleið í staðinn. Ein slík, Sjónvarp Símans Premium, næst nú á 28 þúsund heimilum sem er ríflega tvöfalt meira en fyrir ári. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 LESBÓK Pálmi segir Símann hvergi smeykan við samkeppni við Netflix og aðrar stórar er- lendar efnisveitur. „Það er eðlismunur á Sjón- varpi Símans Premium og Netflix; þeir eru aðallega að endursýna efni meðan við er- um að frumsýna það. Þeir framleiða efnið ekki heldur sjálfir, stóru kvikmyndaverin í Bandaríkjunum gera það. Við óttumst ekki samkeppni, hvorki innanlands né utan; við höfum fundið okkar takt. Um tíma var íslenskt sjónvarp í mikilli vörn en það er nú liðin tíð – og það er alltaf skemmtilegra að vera í sókn en vörn!“ Hann segir hinn alþjóðlega sjónvarpsmarkað raunar á fleygiferð um þessar mundir; um það vitni kaup Kínverja á Paramount-kvikmyndaverinu sem hafi þann tilgang að dreifa framvegis efni sem fell- ur að smekk Kínverja. Pálmi segir vandað íslenskt efni eiga góða möguleika í þessu sambandi enda búum við að því að vor sé í nor- rænni dagskrárgerð fyrir sjón- varp og áhuginn aldrei meiri. „Það er full ástæða til að spenna bogann hátt.“ Óttast ekki erlenda samkeppni MÁLMUR Bandaríska hljómsveitin Stone Sour hefur ausið nýjasta afkvæmi sitt vatni og hlaut það nafnið Hydrograd. Um er að ræða fyrstu plötu sveitarinnar frá tvíplötunni House of Gold and Bones sem kom út 2012 og 2013 og er hennar að vænta í sumar. Corey Taylor, söngvari Stone So- ur, segir að efnið hafi aldrei verið betra og ríkari áhersla sé lögð á hart rokk og jafnvel pönk en málm. Það er einmitt ástæðan fyrir því að Jim Root gítarleikari sagði skilið við bandið fyrir tveimur árum; menn hefðu meiri áhuga á út- varpi og peningum en tónlistinni sjálfri. Merkilegt sjón- armið í ljósi þess að Taylor og Root eru saman í ann- arri hljómsveit, nefnilega Slipknot. Stuð á æfingum þar! Christian Martucci tók við af Root og þreytir nú frumraun sína í hljóðveri. Steinsúr eru berin Corey Taylor KVIKMYNDIR Nú þegar Roman Polanski hefur vikið sæti sem æðstiprestur verð- launahátíðarinnar er hægt að fara að tala um tilnefningar til frönsku kvikmyndaverð- launanna, Césarsins, þetta árið. Tvær myndir bera þar af, þrillerinn Elle eftir hollenska leikstjórann Paul Verhoeven, og Frantz, rómantísk mynd sem François Ozon leik- stýrir. Báðar myndir hlutu ellefu tilnefn- ingar. Slack Bay, gamanmynd með súrreal- ísku ívafi, eftir Bruno Mumont, fær níu tilnefningar. Elle þykir sigurstranglegust en hún hefur verið að gera það gott á hátíðum víða um heim, meðal annars Golden Globe. Elle spáð velgengni á Césarnum Isabelle Huppert í hlutverki sínu í Elle. Naomi Watts á skjánum á sunnudag. Adore RÚV Sunnudagsmyndin er Full- komnar mæður eða Adore. Um er að ræða átakanlega ástarsögu með Naomi Watts og Robin Wright í að- alhlutverkum. Æskuvinkonur á fimmtugsaldri eiga í forboðnum ástarsamböndum sem flækja vin- áttu þeirra. Handritið er byggt á sögu eftir nóbelsverðlaunaskáldið Doris Lessing en leikstjóri er Anne Fontaine. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna en sýning henn- ar hefst kl. 22:55. RÁS 2 Þátturinn Langspil er á dag- skrá í kvöld, sunnudag, kl. 19:20, en hann er tileinkaður ís- lenskri tónlist. Þar er frumflutt ný ís- lensk tónlist, leikin lög af nýútgefnum plötum, spjallað við tónlistarmenn, tónleikaupptökur leiknar og sagt frá því sem er að gerast í tónlistar- lífinu hér á landi. Umsjón hefur Heiða Eiríksdóttir sem lengi hefur fylgst með og verið þátttakandi í ís- lensku tónlistarlífi. Í síðasta þætti var m.a. leikið nýtt efni með Contal- gen Funeral, In the company of men, Kyrrð, Ugglu, Tveimur eins, Helenu Eyjólfs og Soffíu Björgu. Langspil Heiða Eiríksdóttir STÖÐ 2 Six er þáttaröð sem er byggð á raunverulegum verkefnum sérsveitarinnar SEAL Team Six sem er þekktust fyrir að hafa haft uppi á hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden. Í hverjum þætti fær sérsveitin flókin og erfið mál til að leysa úr og sannar sig ítrekað þegar er um líf eða dauða að tefla. Fyrsti þáttur af átta er á dagskrá í kvöld, sunnudag. kl. 23. SEAL Team Six að störfum. Six að byrja

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.