Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 50. tölublað 105. árgangur
ÁHUGI Á FJAR-
LÆGUM REIKI-
STJÖRNUM
ÞRÓUN OG
REYNSLU-
AKSTUR
SKAPA FLEIRI
TÆKIFÆRI FYRIR
KONUR Í DJASSI
BÍLAR 24 SÍÐUR FREYJUJAZZ 31VÍSINDI 11
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Snjórinn sem féll á höfuðborgar-
svæðinu aðfaranótt sunnudags og
mældist þá 51 sm að dýpt er sá
næstmesti sem fallið hefur þar síð-
an mælingar hófust. Mestur var
hann í janúar 1937 og þá mældist
dýptin 55 sm. „Endist þessi mikla
snjódýpt fram á miðvikudag fáum
við líka nýtt marsmet,“ segir
Trausti Jónsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, en mesta snjó-
dýpt sem mælst hefur í mars er nú
35 sentimetrar.
Talsverðan mannafla og tækja-
búnað þarf til að moka svo miklum
snjó af götum og gangstígum
þannig að fólk og farartæki komist
leiðar sinnar. Farið var af stað
snemma sunnudagsnætur, gröfur
og snjóruðningstæki voru enn að
störfum fram á kvöld í gær og
vonast var til þess að takast myndi
að ryðja flestar húsagötur.
Alls voru yfir 200 manns að
störfum við snjóruðning í sex
sveitarfélögum á höfuðborgar-
svæðinu, flestir í Reykjavík þar
sem þeir voru 130. Til þessara
starfa þurfti 142 bíla, gröfur og
tæki sem ruddu samtals 3.253 kíló-
metra, samkvæmt upplýsingum
sem fengust frá sveitarfélögunum.
Snjórinn hefur víða safnast upp
og a.m.k. þrjú sveitarfélög hafa nú
til skoðunar að flytja hann þannig
að hægt sé að rýmka til á götum.
„Magnið er svo mikið, að við þurf-
um að flytja snjóinn í burtu á
vörubílum,“ sagði Jón Halldór
Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá
Reykjavíkurborg, í gær. „Því
fylgir talsverður aukakostnaður,“
bætti hann við.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ruddu tvo og hálfan hringveg
Snjóruðningstæki ruddu yfir 3.000 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag Kostnaður
sex sveitarfélaga þessa tvo daga er a.m.k. 80 milljónir Yfir 200 starfsmenn á 142 bílum og tækjum
Fannfergi
» Í Reykjavík voru ruddir um
2.025 kílómetrar.
» Ruddir voru 378 km í Kópa-
vogi og 360 í Garðabæ.
» Þetta segir þó ekki alla sög-
una, því yfirleitt er farið oftar
en einu sinni yfir hverja götu.
MYfir 200 manns ... »4
fuglafræðingur og fuglaljósmynd-
ari, Derek Charles að nafni. Hann
staðfesti að þarna hefðu verið
sandlóur.
Guðmundur sagði að heiðlóurnar
væru í leirnum við Sandgerði að
tína upp í sig sandorma og bursta-
orma. Það væsti ekki um þær. „Ló-
an fer ábyggilega að verða staðfugl
ef áfram verða svona hlýir vetur,“
sagði Guðmundur. gudni@mbl.is
Tíu bústnar heiðlóur í vetrarbúningi
voru að fá sér í gogginn í Sandgerði
á sunnudaginn var.
„Sennilega eru þetta vetursetu-
fuglar,“ sagði Guðmundur Falk,
fuglaljósmyndari í Sandgerði. „Auk
þess voru þarna tvær sandlóur. Það
er mjög sjaldgæft að sjá hér sandló-
ur um miðjan vetur. Þær voru ljón-
styggar og farnar með það sama.“
Í för með Guðmundi var írskur
Tíu vel haldnar
heiðlóur í Sandgerði
Ljósmynd/Guðmundur Falk
Lóur Þær halda sig á leirum og leita þar fanga, enda af nægu að taka.
Einnig sáust þar tvær sandlóur
Margir aðilar koma til greina
þegar mygluskemmdir verða á fast-
eignum. Mygla myndast vegna raka
en orsakir þess að raki myndast
geta verið margar. Rakaskemmdir
og mygla geta verið vegna hönn-
unargalla, byggingaraðili getur
hafa gert mistök eða eigandi hefur
ekki loftað nægilega út. Þá er engin
skylda á Íslandi að láta ástands-
skoða fasteign, eins og annars stað-
ar á Norðurlöndum, sem hluti af
söluferli, segir Kjartan Hallgeirs-
son, formaður Félags fasteignasala.
Á Íslandi er ekki að finna neina sér-
staka tryggingu fyrir fasteignaeig-
endur vegna myglu. »18
Erfitt að finna hver
ber ábyrgð á myglu