Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 33

Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 Óskarsverðlaunahátíðarinnar árið 2017 verður fyrst og fremst minnst fyrir þau vandræðalegu mistök sem gerð voru undir lok hennar, líklega þau verstu í sögu verðlaunanna. Leik- konan Faye Dunaway og leikarinn Warren Beatty, sem léku bankaræn- ingjaparið Bonnie og Clyde í sam- nefndri kvikmynd fyrir 50 árum, fengu það hlutverk að tilkynna hvaða kvik- mynd hlyti verðlaun sem sú besta frá árinu 2016, aðalverðlaun hátíðarinnar. Beatty opnaði umslagið og virtist ekki vita hvað hann ætti til bragðs að taka þegar hann las á spjaldið og rétti Du- naway það eftir nokkurt hik. Leik- konan hélt að hann væri að spauga, hló að honum og tilkynnti að La La Land hlyti verðlaunin, við mikinn fögnuð gesta. Aðstandendur kvikmyndarinnar þustu upp á svið, fengu verðlauna- styttur í hendur og framleiðandi kvik- myndarinnar, Jordan Horowitz, hélt þakkarræðu og tveir aðrir í kjölfarið. Hið rétta kom í ljós rúmum tveimur mínútum eftir að tilkynnt hafði verið um verðlaunin, þ.e. að Moonlight hefði hlotið verðlaunin en ekki La La Land. Horowitz tók að sér að leiðrétta mis- tökin. Nokkru síðar kom í ljós að Beatty og Dunaway höfðu fengið rangt spjald í hendur, spjald sem á stóð hvaða leikkona hlyti verðlaun sem sú besta í aðalhlutverki en það var Emma Stone fyrir leik sinn í La La Land. Horowitz hrifsaði rétta spjaldið úr hendi Beatty, sem var hinn vand- ræðalegasti, og sýndi gestum, verð- laununum til sönnunar. Beatty út- skýrði svo hvað hefði gerst, sagðist ekki hafa verið að reyna að vera fynd- inn og hló að þessu sögulega klúðri við litlar undirtektir gesta. Danska dag- blaðið Politiken átti í gær eina bestu fyrirsögnina um þetta undarlega mál: „Síðasta rán Bonnie og Clyde“. Uppákoman þykir hin undarlegasta og mistökin illskiljanleg, bæði mistök Beatty og Dunaway og mistök endur- skoðunarfyrirtækisins PriceWater- houseCoopers (PWC) sem sá um að telja atkvæðin og bar ábyrgð á spjöld- unum. Fyrirtækið sendi í gær frá sér tilkynningu og baðst afsökunar á mis- tökunum en tveir fulltrúar þess fóru upp á svið með rétta spjaldið. PWC segist nú vera að kanna hvað fór úr- skeiðis. Farhadi mætti ekki Að öðru leyti gekk verðlaunaaf- hendingin tiltölulega vandræðalaust fyrir sig og forseti Bandaríkjanna, Do- nald Trump, þykir hafa sloppið vel við gagnrýni en búist var við að hann fengi það óþvegið í þakkarræðum. Harðasti gagnrýnandi hans var ír- anski leikstjórinn Asghar Farhadi sem hlaut verðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina, Forushande eða Sölu- manninn. Hann mætti ekki til að taka við verðlaununum í mótmælaskyni við þá tilskipun Trump að meina fólki frá sjö löndum að koma til Bandaríkjanna. Í hans stað tók Anousheh Ansari, bandarískur geimfari fæddur í Íran, við verðlaununum og las upp yfirlýs- ingu frá Farhadi. „Fjarvera mín er virðingarvottur við fólk frá heimalandi mínu og hinum löndunum sex sem hafa verið vanvirt með þessum ómann- úðlegu lögum,“ sagði m.a. í henni. La La Land hlaut flest verðlaun Kvikmyndin La La Land hlaut flestar tilnefningar til Óskars- verðlauna í ár, 14 alls og flest verðlaun, sex talsins. Hún hlaut m.a. verðlaun fyrir bestu leikstjórn (Damien Cha- zelle), bestu leikkonu í aðalhlutverki (Emma Stone) og bestu kvikmynda- töku (Linus Sandgren). Casey Affleck fékk verðlaun sem besti leikari í aðal- hlutverki fyrir Manchester by the Sea, Viola Davis sem besta leikkona í auka- hlutverki fyrir Fences og Mahershala Ali sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Moonlight. Verðlaun fyrir besta frumsamda handrit hlaut Kenneth Lonergan fyrir Manchester by the Sea og verðlaun fyrir besta handrit byggt á áður út- gefnu efni hlutu Barry Jenkins og Ta- rell Alvin McCraney fyrir Moonlight. Besta heimildarmyndin þótti OJ: Made in America eftir Ezra Edelman og besta teiknimyndin í fullri lengd Zootopia í leikstjórn Byron Howard, Rich Moore og Jared Bush. Heildarlista yfir verðlaunahafa má finna á mbl.is. helgisnaer@mbl.is AFP Bestu leikararnir Mahershala Ali, Emma Stone, Viola Davis og Casey Affleck stilltu sér upp að lokinni verðlaunaafhendingu í Los Angeles. AFP Vandræðalegt Framleiðandinn Jordan Horowitz stöðvar verðlaunaafhendinguna og greinir frá mistökunum, að La La Land hafi ekki hlotið verðlaunin sem besta kvikmyndin heldur Moonlight. Viðstaddir voru furðu lostnir. Sögulegt klúður  Moonlight hlaut verðlaun sem besta kvikmyndin á Ósk- arnum  Röng kvikmynd, La La Land, var nefnd fyrst Best Barry Jenkins, leikstjóri Moonlight, með Óskarsstyttuna. Draumur Damien Chazelle hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 5.30, 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 5% SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 5.40 SÝND KL. 5.40 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.