Morgunblaðið - 28.02.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 28.02.2017, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 ✝ Rafn HalldórGíslason fædd- ist 2. október 1938 í Ásgarði í Hrísey. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 14. febrúar 2017. Rafn Halldór var sonur Helgu Guð- rúnar Schiöth og Gísla Vigfússonar. Faðir Rafns lést þegar hann var rúmlega ársgamall. Stjúpfaðir hans var Sigurður Brynjólfsson. Systkini Rafns sammæðra eru Gísli Sigurðsson, Sigurjóna Sig- urðardóttir og Ásta Schiöth. Axel. 3) Óskírð Rafnsdóttir. 4) Vigdís Lovísa, gift Guð- mundi Inga Geirssyni. Börn þeirra eru a)Alda Ýr, í sambúð með Sigurði Má Harðarsyni, eiga þau tvö börn, Aþenu Vigdísi og lítinn dreng. b) Geir, unnusta hans er Helga Guðrún Egils- dóttir. c) Heiðbjört Anna. 5) Anna Sigrún Rafnsdóttir, í sambúð með Kristjáni Hreins- syni, börn Önnu Sigrúnar eru a) Ásta Guðrún Eydal, b) Ingimar Eydal, c) Halldór Birgir Eydal. Rafn Halldór stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og nam þar bifvélavirkjun. Rafn rak bifreiðaverkstæðið Bláfell sf. um árabil ásamt sam- starfsmanni sínum, Sigurði Stef- ánssyni. Útför Rafns Halldórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 28. febrúar 2017, og hefst athöfnin kl. 13.30. Þann 30. ágúst 1958 kvæntist Rafn Öldu Halldóru Hallgríms- dóttur. Hún lést 3. ágúst 2014. Börn þeirra í ald- ursröð eru: 1) Gísli Rúnar, ógiftur. Börn hans eru a) Rafn Halldór, kvæntur Nichole, b) Gísli Steinn og c) Vildís Hekla. 2) Gunnar Helgi, kvæntur Ernu Björgu Guð- jónsdóttur. Börn þeirra eru a) Theódóra, í sambúð með Tryggva Páli Tryggvasyni, eiga þau eina dóttur, Öldu Þóreyju. b) Ingvar Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Gísli, Gunnar, Vigdís og Anna. Í nokkrum línum langar mig að minnast tengdaforeldra minna. Ég kom inn í fjölskyldu Öldu og Rabba árið 1988. Þau héldu fast utan um alla fjöl- skyldumeðlimi og þurftu alltaf að vita hvað hver og einn var að gera og hvort ekki væri allt í lagi hjá öllum. Þá var sama hvort það tengdist vinnu, íþróttum eða bara hverju sem er. Mörg barnabörnin stunda hinar ýmsu íþróttir og fylgdist afi Rabbi vel með og hafði sterkar skoðanir á ef ekki gekk nógu vel, þá var æði oft við- kvæðið hjá honum að ekki hefði nú þjálfarinn tekið réttar ákvarð- anir nú eða vissir leikmenn hefðu mátt standa sig betur. Hann mætti ekki á leiki en fylgdist því betur með á hinum ýmsu miðlum og vissi alltaf upp á hár ef einhver í fjölskyldunni var að keppa. Rabbi var mjög handlaginn og gerði hlutina alltaf 100% sama hvað það var, jú og ekki vantaði sérviskuna sem allir góðir fag- menn búa yfir. Mikið var hann bú- inn að hjálpa okkur í hinum ýmsu breytingum og lagfæringum á húsnæði sem við bjuggum í og reyndum við að hjálpa í staðinn og voru það oft skemmtilegir bras- dagar sem við áttum saman. Ekki alltaf sammála en báðir sáttir þeg- ar verkið var búið. Mikið saknaði ég þess að geta ekki hringt í tengdamömmu og fengið góð ráð, sama hvort það var hvað mætti fara saman í þvottavélina eða upp- lýsingar um matseld sem hún var mikill snillingur í og nýtti hún mat vel og fylgdu yfirleitt upplýsingar um hvernig mætti nýta afganga daginn eftir. Þegar við bjuggum fyrir austan voru þau mjög dugleg að koma um helgar og gistu þá iðulega hjá okkur og tengdumst við sterkum böndum við þau sem héldust alla tíð. Farið í friði, elsku tengdaforeldrar, sem reyndust okkur öllum vel. Guðmundur I. Geirsson. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu. Ég var svo heppin að hafa ykkur hjá mér fram á fullorðins- ár og alltaf stóðu dyrnar opnar fyrir mig. Eftir sitja minningar og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum. Afi og amma voru einstaklega samheldin og héldu vel utan um hópinn sinn. Þegar ég var yngri var ómissandi að fara í útilegur með þeim og afi hafði einstaklega gaman af því að rifja upp litlu stelpuna sem var hrædd við punt- stráin eins og hann orðaði það. Afa var margt til lista lagt, hvort sem það var að rækta rósir, sauma út myndir eða útskurður. Mér þótti alltaf jafn gaman að segja frá því að afi minn hefði saumað myndina í herberginu mínu. Það hafa verið margar fjöl- skyldumáltíðir í gegnum árin en gamlárskvöld standa alltaf upp úr með góðum mat, félagsskap, flugeldum og ræðum frá afa. Mér þótti alltaf jafn gaman að koma í vinnuna til pabba því þá hitti ég afa líka og fékk að eyða tíma á verkstæðinu með þeim. Best þótti mér þó að sitja við eldhúsborðið og spjalla um gamla tíma með afa og ömmu. Ég átti einmitt slíka gæðastund með afa í síðasta skiptið sem ég hitti hann með litlu langafastelpunni hans. Nú skilur leiðir og þið amma fylg- ist með hópnum ykkar að handan stækka og dafna. Theódóra Gunnarsdóttir. Áður fyrr var afi Rabbi einn öfl- ugasti berjatínslumaður þótt víða væri leitað. Keppnisskapið í hon- um varð til þess að hann eyddi heilu dögunum úti í móa, skrapp rétt heim í kaffi og til að ná í nýjar fötur. Hann fyllti frystikistur sinna nánustu með berjum því ekki var hann jafn mikið fyrir að Rafn Halldór Gíslason HINSTA KVEÐJA Því enn eru svo margir hlutir sem ég hef aldrei séð, í hverjum skógi og hverjum læk er svo margt sem er sjaldséð. Ég sit við eldinn og hugsa um fólk sem farið er, fólk sem mun sjá heim ókunnug- an mér. En allan tímann sit ég og hugsa um liðna tíma, ég hlusta eftir fótataki og röddum við dyrnar. (J.R.R. Tolkien. Þýð: Halldór Birgir Eydal) Hér við ferðalok ég ligg í dimmu grafinn djúpt, handan turna sterkra og hárra handan brattra fjalla, fyrir ofan alla skugga situr sólin þar sem stjörnur að eilífu dvelja. Ég segi ei að dagurinn sé liðinn, né stjörnurnar hafi kvatt. (J.R.R. Tolkien. Þýð: Halldór Birgir Eydal) Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt. Ingimar Baddi Eydal og Halldór Birgir Eydal. ✝ Stefán JóhannKristinsson fæddist á Lofts- stöðum í Keflavík 14. maí 1933. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Hrafn- istu, Nesvöllum í Reykjanesbæ, 20. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Ragnhildur Stefánsdóttir, f. 4.6. 1896, d. 3.3. 1975, og Guðmundur Kristinn Jónsson, f. 2.3. 1896, d. 29.5. 1964. Systkini Stefáns voru Óli Vilhjálmur, f. 20.1. 1920, d. 1.3. 1937, Loftur Hlöðver, f. 8.1. 1925, d. 30.12. 1935, Jón Baldur, f. 15.7. 1923, d. 28.4. 2005, og Sess- elja, f. 2.1. 1928, d. 30.6. 2007. arinn Leifur, maki Jessica Topham, hans dóttir er Laufey Dís. b) Svala Sif, eiginmaður Samúel Samúelsson, sonur þeirra Samúel Máni. c) Hlynur Freyr. d) Stefán Kristinn. e) Jór- unn Inga. 2) Ingibjörg Sif, f. 1974, eiginmaður Kjartan Þór Eiríksson. Börn þeirra eru: a) Guðni. b) Kári. c) Hildigunnur. Guðný og Stefán bjuggu lengst af á Baldursgarði 7 í Keflavík. Stefán vann lengst af við af- greiðslustörf hjá Esso á Keflavík- urflugvelli. Áður var hann til sjós og vann um tíma hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur. Stefán var virk- ur félagi í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur. Hann sat í trúnaðarráði og stjórn fé- lagsins og var varaformaður þess um tíma. Einnig var hann heiðursfélagi Verkalýðsfélags- ins. Útför Stefáns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 28. febr- úar 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Stefán kvæntist 14. maí 1966 Guð- nýju Önnu Jón- asdóttur, f. 4.7. 1937, d. 30.10. 2012. Foreldrar hennar voru Jónína Al- bertsdóttir, f. 25.6. 1904, d. 29.1. 1988, og Jónas Kristinn Guðjónsson, f. 16.4. 1906, d. 10.4. 1981. Guðný átti soninn Barða Jónsson, f. 1959, sem Stef- án gekk í föðurstað. Barði er kvæntur Lenu Jonsson. Börn þeirra eru Jonas, Oskar og Elin. Dætur Guðnýjar og Stefáns eru: 1) Ragnhildur, f. 1970, eigin- maður Sigurgeir Steinar Þór- arinsson. Börn þeirra eru: a) Þór- Pabbi var yngsta barn foreldra sinna. Freknóttur, brosmildur, grallaraspói sem naut gæsku móður sinnar og föður til hins ýtrasta. Uppeldi hans litaðist nokkuð af erfiðri raun foreldr- anna, sem misst höfðu tvo unga syni sína með stuttu millibili. Í brjósti foreldranna bjó því óút- leystur kærleikur sem finna þurfti farveg. Og sá farvegur rann til barnanna þriggja sem eftir voru. Já, pabbi var líklegast einn af fáum drengjum sem fengu kókflösku á degi hverjum, svo mikil var blíðan sem móðir hans sýndi honum á sinn hátt. Af æskunni tóku við fjörug unglingsárin sem í pabba tilfelli teygðu sig framyfir þrítugsaldur- inn með tilheyrandi tjútti og tralli. En ástin grípur líka rúm- lega þrítuga unglinga. Pabbi og mamma kynntust á dansleik í höfuðborginni og stigu samstiga sinn dans alla tíð. Saman hófu þau búskap á Tjarnargötunni í Keflavík sem pabbi hafði byggt. Seinna meir þegar börnin voru orðin þrjú tals- ins byggðu þau sér hús í Bald- ursgarðinum þar sem þau bjuggu lengst af. Pabbi hafði sterkar pólitískar skoðanir og rann daglega inn um lúguna blessað Alþýðublaðið sem örverpinu, mér, þótti nú heldur óspennandi lesning þar sem það innihélt engar myndasögur. Hann hafði einnig sterka réttlæt- iskennd og sinnti af heilindum störfum í þágu Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. Pabbi var ljúfur og hlýr mað- ur, alltaf var stutt í brosið og grunnt var á góðlátlegu gríni. Hann var pabbinn sem hafði gaman af því að ærslast með börnum og fór með okkur systk- inin og vini okkar í fjöruferðir þar sem allir máttu rennblotna. Hann keyrði okkur í sleðaferðir og renndi sér með okkur. Pabbi gaf sér tíma með okkur og það er minningin sem stendur upp úr. Pabbi sýndi mér og okkur systkinunum alltaf traust. Traust til að taka ábyrgð á eigin gjörð- um. Hann leyfði okkur að reka okkur á en var alltaf til staðar ef við þurftum á honum að halda. Einhvern tímann á unglingsár- unum fékk örverpið þá hugdettu að skella sér á Laugavatn yfir verslunarmannahelgina. Virtist aldeilis prýðishugmynd hjá okkur vinkonunum. Þegar líða tók á fjör- uga sumarnóttina leist okkur ekk- ert á blikuna og ástandið á svæð- inu. Þá var hringt í pabba. Hann var mættur á svæðið innan skamms að ná í stelpuna sína. Engar skammir og engir fyrir- lestrar. En þarna lærði ég af eigin raun að þetta átti ekki við mig. Eftir því sem árin liðu voru pabbi og mamma alltaf stór hluti af mínu lífi. Þau voru tíðir gestir á heimili okkar Kjartans og lifðu sig af einlægni inn í verkefni og áskoranir unga parsins, sem síð- ar urðu hjón. Sömu hlýjunnar fengu börnin mín að njóta. Afi Stebbi hafði óbilandi trú á þeim og fylgdist með þeim þroskast og dafna. Þegar heilsan var farin að gefa sig hjá pabba var spurningin samt ávallt þessi: Hvernig hafa krakkarnir það? Nú skilur leiðir í bili. Sumar- landið varð ríkara í liðinni viku. Því þá steig þar inn á grænar grundir yndislegi pabbi minn sem faðmar mömmu fast á ný, eins og við systkinin ólumst upp við að væri svo eðlilegt að sjá. Stefán Jóhann Kristinsson Eiginmaður minn, faðir og afi, HELGI PÉTURSSON, Snorrabraut 56b, Reykjavík, lést á Landspítala, Fosssvogi, 16. febrúar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. mars klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast Helga er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Anna Sigríður Einarsdóttir Kristín Jóhanna Helgadóttir Jóhanna Bettý Durhuus Guðmundur Bergsson Helgi Durhuus Andrea Björk Guðnýjardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR HREGGVIÐUR STEFÁNSSON skipstjóri, Bárugötu 10, Dalvík, lést á dvalarheimilinu Dalbæ sunnudaginn 19. febrúar. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 3. mars klukkan 13.30. Hildur Hansen Þórhildur Arna Þórisdóttir Ingvar Páll Jóhannsson Katrín Sif Ingvarsdóttir Snævar Örn Ólafsson Þórir Ingvarsson Hrafnar Logi Snævarsson Elskuleg sambýliskona mín, dóttir, tengdadóttir, systir, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRHILDUR S. ÞORGRÍMSDÓTTIR, Bóndhól, Borgarbyggð, er lést fimmtudaginn 23. febrúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. mars klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Að ósk Þórhildar er þeim sem vilja minnast hennar bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna, r. nr. 301-26-545, kt. 630591-1129. Fyrir hönd aðstandenda, Kristbjörn Jónsson Ástkær móðir okkar og amma, INGA BJARNASON CLEAVER, fyrrv. deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 25. febrúar. Útförin auglýst síðar. Magnús Bjarni Baldursson Guðrún Edda Baldursdóttir Sigríður Erla Baldursdóttir Baldur Karl, Elín Inga og Edda Sólveig Ástkær móðir mín og systir okkar, GUÐRÚN KATRÍN DAGBJARTSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 17. febrúar. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu 27. febrúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lars Kjartan Persson Guðni, Gísli, Sigurður, Baldur og Gunnar Dagbjartssynir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÞÓRIR GUÐJÓNSSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri, lést á Landspítalanum 11. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Dalrós Ragnarsdóttir Magnea Ólafsdóttir Patrice Montaut Friðrik Ólafsson Valdís Guðmundsdóttir Guðlaug Brynja Ólafsdóttir Níels Bjarki Finsen og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.