Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Hundamaður Frank á
Heimsenda hjá Láru,
með tíkinni Silfureld-
ingu, sem er Australi-
an Shepherd, og
ræktuð út frá tveimur
hundum sem Lára
fékk frá Frank á sín-
um tíma. Hinn hund-
urinn er Border Col-
lie.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hundar eru aðalmálið íræktuninni hjá Frank,þar er hann risi og mjögþekktur. Hann hefur
m.a. hlotið viðurkenningu fyrir rækt-
un hjá Ameríska Kennel-klúbbnum,
AKC. Sumir hafi þetta í sér, líkt og
hæfileika eða „magic touch“, og
Frank er einn af þeim. Hann horfir á
hund, hest eða annað dýr og sér hvað
býr í skepnunni,“ segir Lára Birg-
isdóttir hjá Heimsendahundum, en
Frank Baylis hundaræktandi, vinur
hennar frá Bandaríkjunum, var í
heimsókn nýlega hjá henni og Birni,
ábúendum á Heimsenda, til að dæma
hunda frá þeirra ræktun.
Frank ræktar ekki aðeins
hunda, heldur ýmis önnur dýr, og
hann segir gríðarlega vinnu liggja að
baki þeim árangri sem hann hefur
náð í ræktun sinni. „Og líka eitthvað
af heppni. En fyrst og fremst snýst
þetta um að þekkja dýrin. Og það er
gaman að sjá árangur erfiðis síns, ég
játa að ég var harla ánægður þegar
mér var eitt sinn hrósað fyrir rækt-
unarstarf mitt með þeim orðum að
allt sem ég snerti yrði að gulli,“ segir
Frank og hlær, en hann er ein-
staklega glaðvær maður með kraft-
mikla nærveru.
Ég elska hana meira en allt
Frank ræktar Border Collie og
Australian Shepherd sem og fleiri
hundategundir, m.a. íslenskan fjár-
hund.
„Hún Lára er svo hrifin af Aust-
ralian Shepherd-hundum og hennar
fyrsti slíkur kom auðvitað frá mér.
Við Lára hittumst í fyrsta sinn á
Englandi fyrir rúmum tuttugu árum,
í gegnum sameiginlegan hundavin,
og við höfum verið vinir allar götur
síðan. Ég hef komið margoft hingað
til Íslands, til að dæma hunda úr
ræktun Heimsendahunda, og hún
hefur líka komið nokkrum sinnum út
til mín til Bandaríkjanna.“
Og auðvitað eignaðist Frank
sinn fyrsta íslenska fjárhund í gegn-
um Láru vinkonu sína.
„Ég hef átt marga íslenska
fjárhunda, tveir þeirra unnu til
fremstu verðlauna í alþjóðlegum
keppnum í Bandaríkjunum. Og
uppáhaldshundurinn sem ég á í dag
er íslenskur fjárhundur, sá fyrsti
sem ég eignaðist. Þetta er tík sem
heitir Aska og hún er dekruð, hún
fær að sofa í svefnherberginu mínu.
Hún fylgir mér eins og skuggi og ég
elska hana meira en allt annað. Hún
er einstaklega vingjarnleg og slæst
aldrei. En hún er orðin nokkuð
gömul, sautján ára. Þegar hún var
hvolpur þá nagaði hún og skemmdi
reiðstígvélin mín, en ég fyrirgaf
henni alltaf. Hún átti það líka til að
sleikja tímunum saman tærnar á
þáverandi sambýlismanni mínum,
en ég leyfði henni aldrei að sleikja
mínar tær,“ segir Frank og skelli-
hlær.
Þegar Frank er spurður að því
að hvaða leyti íslenski fjárhundurinn
sé ólíkur öðrum hundum sem hann
hefur ræktað, nefnir hann strax að sá
íslenski gelti, mikið og hátt. „Reynd-
ar hafa þeir íslensku fjárhundar sem
ég hef átt ekki verið miklir gjamm-
arar, nema reyndar ein tík, hún Ál-
fadís, sem var nokkuð geltin en dýra-
læknar héldu að hún væri með
túrett-sjúkdóminn.“
Íslensk kona handvaldi geitur
En Frank ræktar ekki aðeins
hunda, hann er með heilmikinn bú-
skap á búgarði sínum í Virginiu og
hann er sérstaklega áhugasamur um
óvenjuleg dýr og sjaldgæf.
„Ég er sá eini í Bandaríkjunum
sem ræktar enska nautgripi með afar
stór horn, svokallaða „English Long-
horn “. Ég rækta líka hárlausa
hunda, ketti, enska Dartmoor-
smáhesta og norska Fjord-hesta,
Blueface Hexham Leicester-kindur,
Karakul-kindur, West African-
ullarkindur, Yokohama-hænur og
White African-gæsir. Geitur rækta
ég af ýmsum stofnum, þar á meðal
geitur sem líður yfir í örskotsstund ef
þeim bregður eða þær verða hrædd-
ar. Ég þróaði nýtt geitakyn úr þess-
um yfirliðs-stofni, sem eru smáar
silki-geitur með einstaklega mikla
ull. Hér áður fyrr ræktaði ég angóru-
geitur, og íslensk kona sem bjó í
Bandaríkjunum keypti mikið af slíkri
ull af mér. Hún var heimsfræg fyrir
að búa til hár á brúður úr þessari gei-
taull. Ég var með þrjúhundruð an-
górageitur á þessum tíma og hún
handvaldi þær geitur sem hún vildi fá
ull af í brúðuhárgerð sína. Ég gat rú-
ið þessar geitur tvisvar á ári, það var
Uppáhaldið er Aska,
íslenskur fjárhundur
Frank Baylis hefur verið með fjölbreyttan búskap í áraraðir á búgarði sínum í
Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er sérstaklega áhugasamur um ræktun óvenju-
legra dýra og sjaldgæfra. Hann hefur náð gríðarlega góðum árangri í ræktun
sinni og hlotið fremstu verðlaun. Hann hefur nefbrotnað fimm sinnum og brotið í
sér flest rifbein, af völdum hrossa, nauta og geita. En heldur ótrauður áfram.
Sigur Frank verðlaunar tíkina Heimsenda Silfur Skottu, „best in show“.
Eigendur Edward Birkir, sem sýndi Skottu, og móðir hans Sigríður Björk.
Listin að lifa sam-
an er yfirskrift
fyrirlesturs Önnu
Láru Steindal
heimspekings hjá
U3A, Háskóla
þriðja æviskeiðs-
ins, Hæðargarði
31, kl. 17.15-18.30
í dag, þriðjudag.
Anna Lára hef-
ur um árabil starf-
að með innflytjendum, flóttafólki og
hælisleitendum á Íslandi og víðar.
Í fyrirlestri sínum fjallar hún um þá
íslensku tilveru þar sem alls konar
ólíkir einstaklingar hefja samstarf og
einlæga samræðu um hvernig við
getum öll búið í sem mestri sátt og
borið virðingu hvert fyrir öðru.
Háskóli þriðja æviskeiðsins
Anna Lára
Steindal
Listin að lifa
saman
Í dag er síðasta tækifæri til að sjá
sýninguna Inn á græna skóga á
Ljóðatorgi í Borgarbókasafninu Gróf-
inni. Sýningin hverfist um ljóð Snorra
Hjartarsonar og muni sem tengdust
starfi hans og er að hluta til framhald
samnefndrar sýningar sem opnuð var
í Þjóðarbókhlöðunni í apríl síðast-
liðnum.
Á sýningunni má lesa og heyra les-
in ljóð Snorra sem birtust í bókum
hans Kvæði, Á Gnitaheiði, Lauf og
stjörnur og Hauströkkrið yfir mér,
auk ljóða sem Snorri orti eftir útgáfu
Hauströkkursins og hann lét eftir sig
óprentuð.
Borgarbókasafnið Grófinni
Síðasti dagur
ljóðasýningar
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Rithöfundur og ljóðskáld Snorri
Hjartarson (1906 - 1986).
Viltu að gömlu fötin þín, bækur, raf-
tæki eða ferðagræjur gangi í endur-
nýjun lífdaga? Og finna kannski í
leiðinni alls konar gagnlega hluti fyrir
sjálfa/n þig? Þá er lag að koma við á
skiptimarkaðnum Swap ’til You Drop,
sem Grænu sendiboðarnir standa
fyrir í Loft Hostel, farfuglaheimilinu,
Bankastræti 7, milli kl. 16.30 - 19.30 í
dag, þriðjudaginn 28. febrúar.
Reglurnar eru sáraeinfaldar:
Afhentu Grænu sendiboðunum
bækur, skó, fatnað eða ferðaútbúnað,
sem þú notar ekki lengur.
Ef þér líst á eitthvað sem aðrir
hafa komið með, þá gjörðu svo vel –
hluturinn er þinn.
Á skiptimarkaðnum hittirðu efalít-
ið fyrir fólk sem hugsar á svipuðum
nótum og þú hvað endurnýtingu hlut-
anna áhrærir. Þátttakendur geta líka
verið nokkuð vissir um að gömlu
hlutirnir gagnast öðrum sem koma í
sömu erindagjörðum eða Rauða
krossinum.
Grænu sendiboðarnir taka vel á
móti öllu og öllum, veita upplýsingar
og aðstoða eftir bestu getu.
Skiptimarkaðurinn Swap ’til You Drop í Loft Hostel
Gömul föt, bækur og alls konar
hlutir skipta um eigendur
Umhverfisvernd Ekki gleyma að taka með ykkur endurnýtanlega poka.
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is