Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Dreifingardeild Morgunblaðsins
leitar að fólki 13 ára og eldra,
til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig
aukapening?
28. febrúar 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.33 107.85 107.59
Sterlingspund 133.33 133.97 133.65
Kanadadalur 81.81 82.29 82.05
Dönsk króna 15.281 15.371 15.326
Norsk króna 12.842 12.918 12.88
Sænsk króna 11.894 11.964 11.929
Svissn. franki 106.58 107.18 106.88
Japanskt jen 0.9557 0.9613 0.9585
SDR 145.13 145.99 145.56
Evra 113.6 114.24 113.92
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.5829
Hrávöruverð
Gull 1256.25 ($/únsa)
Ál 1876.0 ($/tonn) LME
Hráolía 56.4 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stjórn Marels
verður óbreytt eftir
komandi aðalfund.
Stjórnarmenn
félagsins, sjö tals-
ins, sóttust allir
eftir endurkjöri og
verða því sjálf-
kjörnir á næsta
aðalfundi vegna
þess að ekki bárust
mótframboð.
Núverandi stjórnarformaður er
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, en hún
situr meðal annars í stjórn Icelandair
Group. Varaformaður stjórnar er Arnar
Þór Másson, skrifstofustjóri hjá
forsætisráðuneytinu. Aðrir í stjórn eru
Ann Elizabeth Savage, sem er í fram-
kvæmdastjórn Bakkavarar, Ástvaldur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá
Valitor, Helgi Magnússon fjárfestir,
Margrét Jónsdóttir, fjármálastjóri Eyris,
stærsta hluthafans, og Ólafur Steinn
Guðmundsson, sem starfað hefur við
rannsóknir og þróun í lyfjaiðnaði.
Óbreytt stjórn hjá Marel
Ásthildur Margrét
Otharsdóttir
STUTT
Ómar upplýsir að félag á vegum
fjárfestahóps sem hann tilheyri
stefni á að eiga 2% hlut fyrir aðalfund
félagsins. Félagið muni heita Trað-
arhyrna eftir fjalli í Bolungarvík, en
ber nú nafnið ELL 320. Samkvæmt
núverandi hluthafalista á félagið
1,4% í félaginu. Hluthafar muni
verða á bilinu 10-15, það muni koma í
ljós von bráðar, og fjárfest sé fyrir
eigið fé. Fram hefur komið að meðal
fjárfesta í hópnum séu viðskipta-
félagarnir Finnur Reyr Stefánsson
og Tómas Kristjánsson, auk Þóris
Kristinssonar, sem starfar hjá hinu
lettneska leiguflugfélagi Smart
Lynx.
Ómar segir að það liggi ekki enn
fyrir hve stóran hlut í Traðarhyrnu
hann muni eiga, það muni ráðast af
endanlegri skipan fjárfestahópsins.
Hann vill ekki upplýsa um hver
óskaði eftir því að hann byði sig fram
í stjórn Icelandair Group.
Kynjakvóti tryggir sæti
Fimm skipa stjórn Icelandair
Group, en sex eru í framboði. Í sam-
ræmi við kynjakvóta liggur fyrir að
Ásthildur Margrét Otharsdóttir,
stjórnarmaður í Marel, og Katrín
Olga Jóhannesdóttir, starfandi
stjórnarformaður Já upplýsinga-
veitna, eru sjálfkjörnar í stjórn
Icelandair. Úlfar Steindórsson, for-
stjóri Toyota og stjórnarmaður í Líf-
eyrissjóði verslunarmanna, býður sig
sömuleiðis aftur fram. Sigurður
Helgason, stjórnarformaður Ice-
landair Group, hyggst láta af störfum
sem og Magnús Magnússon.
Ekki er talið líklegt að Tómas A.
Tómasson, stofnandi Hamborgara-
búllunnar, sem býður sig fram í
fyrsta skipti, hljóti brautargengi.
Eftir því sem Morgunblaðið kemst
næst hefur hann ekki gert víðreist
við að falast eftir stuðningi annarra
hluthafa. Þar sem stjórnarsætin eru
fimm er ljóst að einn af körlunum
mun ekki hafa erindi sem erfiði.
Traðarhyrna stefnir á
að eiga 2% í Icelandair
Morgunblaðið/Ómar
Icelandair Margir hafa vonast eftir breyttri stjórn eftir mótvind í rekstri.
Fatast flugið
» Gengi Icelandair Group hef-
ur lækkað um 60% frá því við
lok apríl á síðasta ári.
» Fyrirtækið gaf út afkomu-
viðvörun um að EBITDA-
hagnaður í ár yrði að líkindum
25%-30% lægri en gert var
ráð fyrir.
» Ástæðuna má m.a. rekja til
aukinnar samkeppni, hækk-
andi olíuverðs og að gjald-
miðlar hafa þróast á óhag-
stæðan máta.
Stefnir fékk Georg Lúðvíksson til að bjóða sig fram í stjórn
FRÉTTASKÝRING
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@gmail.com
Reikna má með að tveir nýir stjórn-
armenn taki sæti í stjórn Icelandair
Group á aðalfundi á föstudaginn.
Annars vegar er um að ræða Ómar
Benediktsson, fyrrverandi forstjóra
Atlanta. Hann er meðal hluthafa, sem
vera munu 10-15, í félagi sem hyggst
eiga 2% hlut í Icelandair Group fyrir
fundinn. Markaðsvirði slíks hlutar er
um 1,5 milljarðar króna. Hins vegar
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Fjárfestar föluðust eftir því að þeir
færu í stjórnarframboð vegna starfs-
reynslu sinnar. Viðmælendur Morg-
unblaðsins á fjármálamarkaði fagna
því að breytingar verði gerðar á
stjórn félagsins, sem hafi fatast flugið
að undanförnu meðal annars vegna
aukinnar samkeppni og hækkandi ol-
íuverðs.
Heimildir herma að sjóðstýringar-
fyrirtækið Stefnir hafi falast eftir því
að Georg byði sig fram í stjórn
Icelandair Group.Viðmælendur á
fjármálamarkaði benda á að hann sé
vel menntaður með MBA gráðu frá
Harvard, og státi af reynslu við að
hjálpa frekar íhaldssömum stofnun-
unum, þ.e. bönkum, við að nýta nýj-
ustu tækni til að þjónusta viðskipta-
vini vel. Sú reynsla muni koma
Icelandair til góða. Aðrir viðmælend-
ur segja, að Icelandair standi aftar en
keppinautar í tæknilegum lausnum
og standa vonir til að Georg geti að-
stoðað við tæknimálin.
Þekkir flugrekstur
Ómar Benediktsson segist í sam-
tali við Morgunblaðið hafa áhuga á að
leggja Icelandair Group lið og vilji því
bjóða fram sína starfskrafta. Viðmæl-
endur Morgunblaðsins benda á að
Sigurður Helgason, núverandi
stjórnarformaður Icelandair Group,
hyggist setjast í helgan stein og því
sé æskilegt að fá vanan flugrekstrar-
mann í stjórn félagsins. Enn fremur
sé Ómari talið til tekna að vera nokk-
uð stór hluthafi í flugfélaginu. Rétt er
að vekja athygli á að hlutafjáreign
Sigurðar í Icelandair Group nemur
um 200 milljónum króna miðað við
núverandi gengi.
Ómar stýrði á árum áður Íslands-
flugi og Air Atlanta. Þá var hann
varaformaður stjórnar Icelandair
Group frá árinu 2006 í tæp tvö ár.
greindra viðskiptamanna meðan á
athugun eftirlitsins stóð. FME hef-
ur krafist þess að Borgun bindi án
tafar enda á viðskiptasamband við
þá tíu viðskiptamenn sem fyrir-
tækið er enn í viðskiptasambandi
við, enda hafi verið verulegir ann-
markar á könnun Borgunar á áreið-
anleika upplýsinga um þá.
Þá gerði FME athugasemd við að
í tilviki 5 viðskiptavina af 16 hefði
Borgun ekki greitt fyrstu greiðslu á
grundvelli samnings um færsluhirð-
ingu inn á reikning viðskiptamanns,
þótt þeir væru erlendir og ekki á
staðnum til að sanna deili á sér við
upphaf viðskipta.
Í tilkynningu frá Borgun vegna
Fjármálaeftirlitið hefur gert at-
hugasemdir við framfylgni Borgun-
ar á lögum um eftirlit með pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka gagnvart viðskipavinum
félagsins. Í úrtaki 16 viðskipta-
manna alþjóðasviðs Borgunar
reyndist í 13 tilvikum ekki fram-
kvæmd könnun á áreiðanleika upp-
lýsinga um viðskiptavinina með full-
nægjandi hætti áður en samnings-
sambandi var komið á. Þetta kemur
fram í niðurstöðu athugunar sem
Fjármálaeftirlitið hefur sett á vef
sinn.
Í niðurstöðu FME kemur jafn-
framt fram að Borgun hafi slitið
viðskiptasambandi við þrjá fyrr-
málsins kemur fram hjá Hauki
Oddssyni forstjóra að hvorki sé um
að ræða grun um peningaþvætti né
fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæk-
ið hafi þegar hafist handa við að
uppfylla kröfur FME og stefnt sé
að því að úrbótum verði lokið innan
tveggja mánaða.
Morgunblaðið/Eggert
Athugasemdir Borgun hyggst
ljúka úrbótum innan 2ja mánaða.
Borgun fær athuga-
semd frá FME
Vörnum gegn peningaþvætti ábótavant
● Í umræðum á Alþingi í gær greindi Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, frá því að erindi hefði borst ráðuneyti hans og Seðlabankanum frá
nokkrum eigendum eignarhaldsfélagsins Kaupþings vegna hugsanlegra kaupa á
hlut í Arion banka á verði sem væri hærra en 0,8 sinnum bókfært eigið fé bankans.
Kom þetta fram í svari við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur um sölu á Arion banka í
óundirbúnum fyrirspurnartíma.
Um helgina greindi Seðlabankinn frá því að bankinn teldi nú forsendur til þess að
veita undanþágur fyrir afleiðuviðskipti til áhættuvarna sem m.a. gætu dregið úr
gjaldeyrisáhættu fjárfestinga erlendra aðila hér á landi. Tekið var fram að leitast
yrði við að tryggja að afleiðuviðskiptin væru gerð í þeim tilgangi að verjast
gjaldeyrisójafnvægi yfir lengri tíma en ekki til stöðutöku með eða á móti krónunni.
Kaup vogunarsjóða í Arion banka verða greiðari