Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Mats Wibe Lund ljós-myndari á 80 ára af-mæli í dag. Mats
fæddist í Ósló og ólst þar
upp. Hann stundaði nám í
loftljósmyndun í norska flug-
hernum og hjá franska flug-
hernum í Versölum, lauk
sveinsprófi í ljósmyndun í
Köln og öðlaðist meistararétt-
indi í ljósmyndun í Reykjavík
1977.
Mats fékk snemma áhuga á
Íslandi. „Fyrirtæki pabba var
við hliðina á íslensku ræð-
ismannskrifstofunni í miðbæ
Óslóar og þar var ég eins og
grár köttur og las bæklinga
um Ísland. Sumarið 1954 kom
ég hingað fyrst, seldi frí-
merkjasafnið mitt og fjár-
magnaði þannig ferðina með
Heklu. Þegar ég sá jöklana
rísa úr sæ varð ég bergnuminn um leið, áður en ég steig fæti á ís-
lenska jörð.“ Mats hefur síðan þá skrifað á annað þúsund greinar
um íslensk málefni í erlend dagblöð, tímarit og bækur á árunum.
Mats var ljósmyndari og blaðamaður hjá Aftenposten og Norges
Handels og Sjøfartstidende og hefur rekið eigin ljósmyndastofu
frá því að hann fluttist til Íslands 1966. Þá hefur hann starfrækt
ljósmyndasafn frá 1961. Undanfarin 30 ár hefur hann lagt mesta
áherslu á loftmyndir á þéttbýli og dreifbýli og á núorðið myndir
af flestöllum bújörðum á landinu fyrir utan nokkur eyðibýli og
eyðijarðir. Hann átti lengi vel flugvél sem hann notaði við mynda-
tökurnar en í dag leigir hann jafnt flugvélar sem þyrlur. Hann
hefur haldið fjölda einkasýninga á myndum sínum. Mats var vara-
formaður í stjórn Ljósmyndarafélags Íslands 1974-75, var einn af
stofnendum Round Table á Íslandi 1970 og er heiðursfélagi þar,
og sat í stjórn Myndstefs og Myndhöfundasjóðs Íslands.
„Ég hef undanfarið hálft ár unnið að endurminningum mínum
og leiðir tíminn í ljós hvort þær verða einhvern tímann gefnar út
en óneitanlega hef ég haft lúmskt gaman af því að rifja upp
skemmtilegar uppákomur.“
Eiginkona Mats var Arndís Ellertsdóttir geðhjúkrunarfræð-
ingur, en hún lést árið 2015. Börn þeirra eru Margit Johanne,
fjármálafræðingur hjá Virðingu, Anita Björk, tölvunarfræðingur
og verðbréfamiðlari og starfar í Bretlandi, og Carl Mathias Chri-
stopher, ljósmyndari í Reykjavík. Mats á sex barnabörn. Hann
verður heima í dag og á von á kollegum sínum í heimsókn en
heldur síðan upp á afmælið á sunnudaginn með fjölskyldu og vin-
um.
Ljósmyndarinn Mats Wibe Lund.
Hreifst af Íslandi
Mats Wibe Lund er áttræður í dag
M
aría Baldursdóttir
fæddist í Keflavík
28.2. 1947 og ólst
þar upp: „Við átt-
um fyrst heima á
Garðavegi 2 og síðan á Sunnu-
braut 17. En það er óskaplega
langt síðan. Útgerðarbærinn
Keflavík sem þá var að breytast í
Bítlabæ, með Kanann á Vellinum í
næsta nágrenni, var allt annar
heimur en Reykjanesbær er í dag.
Ég veit ekki hvort hann var
betri en mér fannst hann
skemmtilegri enda ung þá og varð
snemma þátttakandi í þeirri tón-
listargrósku sem átti eftir að ein-
kenna bæjarlífið.“
María var í Barnaskóla Kefla-
víkur, lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Keflavíkur og
María Baldursdóttir, hárgreiðslumeistari og söngkona – 70 ára
Fjölskyldan Síðasta fjölskyldumyndin frá því Rúnar var á lífi. Síðan hafa bæst í hópinn þrjár litlar yngismeyjar.
Fegurðardrottning
poppstjörnunnar
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Súperstjörnuparið 1969 María Baldursdóttir, söngkona og nýkrýnd feg-
urðardrottning, og Rúnar Júlíusson, stórpoppari og knattspyrnuhetja.
Sankti-Pétursborg, Rússlandi Nicolai Einar Sigurjónsson fæddist 4. mars
2016 kl. 0.00. Hann vó 3.950 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Katerina
Gerasimova og Sigurjón Bjarnason.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Friðarlilja sem er einnig þekkt sem Heimilisfriður
er ekki einungis falleg pottaplanta því rannsóknir
hafa sýnt að hún býr yfir eiginileikum til að
eyða eða binda algeng eitur og
mengunarefni úr andrúmsloftinu.
Friðarliljan er því ekki einungis
til prýði heldur hefur jákvæð
áhrif á heilsu okkar.
hreinsar loftið
FRIÐARLIJA
2.590kr
3.390 kr
Friðarlilja
17 cm pottur