Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Eggert
mikill vöxtur í ullinni og hún var mjög
falleg og krulluð. Ég gleymi aldrei
þegar ég kom fyrst inn á heimili þess-
arar íslensku konu, fyrir 35 árum, því
hún var með hrosshúð á gólfinu, af ís-
lenskum hesti. Ég var alveg heill-
aður, mér fannst þetta svo fallegt og
hún útvegaði mér íslenska hrosshúð.
Ég bara varð að eignast eina slíka.“
Frank var með 600 kindur til ull-
arframleiðslu um tíma, en það er
mikil vinna að rýja þær. „Sumar
kindurnar voru mjög hræddar í rún-
ingnum og eitt sinn stökk ein þeirra
hyrndu á mig og stangaði mig af svo
miklum krafti í ennið að það sprakk
fyrir. Það blæddi úr mér næstu átta
tímana, meðan ég var að klára að
rýja. Eftir þetta seldi ég þessar kind-
ur,“ segir Frank og hlær.
Faldi geit sem átti að farga
Frank ólst upp á bóndabæ þar
sem foreldrar hans voru með hesta,
geitur og hunda af tegundinni Am-
erican Eskimo. „En ég fékk aldrei að
eiga minn eigin hund, þetta voru allt-
af fjölskylduhundar sem við áttum öll
saman. Ég þráði afar heitt að eignast
minn eigin hund,“ segir Frank og fer
á flug þegar hann rifjar upp æskuár-
in.
„Ég hef verið sjúkur í dýr alveg
frá blautu barnsbeini. Mér er minn-
isstætt atvik úr bernsku minni þegar
hestur á okkar bæ beit annað eyrað
af geit sem við áttum. Þegar ég heyrði
pabba segja að skjóta ætti geitina, þá
faldi ég hana úti í skógi. Faðir minn
skipaði mér að sækja geitina en ég
þvertók fyrir það. Ég faldi hana í heila
viku. Þetta varð henni til lífs og ég
fékk að eiga hana. Allar götur síðan
hef ég átt geitur. Ég flutti að heiman
þegar ég var 16 ára og bjó í kommúnu
með fleira fólki og við héldum 30
mjólkurgeitur. Það var mikil vinna að
mjólka allar þessar geitur,“ segir
Frank en hann var á sínum yngri ár-
um mikill bóhem, lifði hippalífi og lenti
í ýmsum ævintýrum.
Rétti brotna nefið sjálfur
Frank hefur dregið saman seglin
í búskapnum, hann var áður með bú-
skap á fimm jörðum, en núna aðeins á
tveimur. „Ég sendi líka dýrin mín nú-
orðið í fóstur til annarra. Ég er farinn
að gamlast og hef orðið fyrir hnjaski.
Ég hef nefbrotnað fimm sinnum, af
völdum hrossa, nauta og geita; ég
datt niður stiga í hlöðunni og hef ver-
ið haltur síðan. Flest öll mín rifbein
hafa brotnað, oftast af völdum
hrossa. Síðast þegar ég nefbrotnaði
þá dofnaði ég svo mikið að ég fann
ekkert fyrir nefinu og rétti það sjálf-
ur. Eitt sinn sló hryssa mig svo illa í
andlitið að helmingur þess var nánast
ónýtur, ég tví-kjálkabrotnaði, kinn-
beinsbrotnaði og augað sökk svo að
ég sá ekkert með því í fjóra mánuði.
Og ég gat ekki borðað fasta fæðu í
þrjá mánuði. Þar sem blóð rann úr
augum mínum, nefi og munni við
þetta högg hryssunnar, þá var hringt
í neyðarlínuna, en ég vann í hálftíma
eftir að ég raknaði úr rotinu, því ég
þurfti að koma skepnunum mínum
inn í hús áður en ég færi á spítalann.
Öll mín bein hafa alltaf gróið fljótt og
vel og ég þakka það því að ég drekk
gallon af mjólk á hverjum degi,“ segir
Frank sem neitar því að hann sé of-
virkur, hann sé aðeins ástríðufullur
og sprellifandi.
Fallegt Búgarður Franks í Virginiu er umvafinn náttúrufegurð.
Vinir Frank og uppáhaldið, Aska, ásamt
tveimur öðrum hundum.
Heimasíða Franks:
bayshorekennel.com
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi
Íslandsstofu og viðtali við framkvæmdastjórann
Jón Ásbergsson.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• Samstarfsvettvangur
atvinnulífs og stjórnvalda
• Herferðin „Inspired by
Iceland“ árið 2010
• Hlutverk Íslandsstofu og
markaðsstarf erlendis
• Fjárfestingar erlendis frá.
Er slíkt áhugavert?
Heimsókn til
Íslandsstofu
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá
Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld