Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Rúmábreiður
fyrir hótel, gistiheimili,
dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur,
heilsugæslustofnanir o.fl.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.
Tugi milljóna kostar að ryðja honum
úr vegi og það útheimtir vinnu meira
en tvö hundruð starfsmanna sem
vinna á 142 vélum, gröfum og bílum.
Hér er verið að tala um snjóinn
sem féll á höfuðborgarsvæðið aðfara-
nótt sunnudagsins. Hann er sumum
til gleði, öðrum til mikillar armæðu –
en eitt er víst; hann kostar sveitar-
félögin svo sannarlega skildinginn.
Hafist var handa við snjóruðning
snemma aðfaranætur sunnudagsins í
öllum sveitarfélögunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Í gærmorgun var að
mestu búið að ryðja allar götur, einn-
ig húsagötur, nema í Reykjavík, enda
er það stærsta sveitarfélagið með
flestar göturnar.
Ruðningsleiðir í Reykjavík, sem er
skilgreining á þeirri vegalengd sem
er rudd þegar snjóar og nær bæði yf-
ir götur og gangstíga, eru samtals
2,025 kílómetrar. Í Kópavogi eru
ruddir 378 kílómetrar, á Seltjarn-
arnesi á milli 20 og 30 km og í Mos-
fellsbæ er þessi ruðningsvegalengd
um 80 km. Í Hafnarfirði eru ruddir
380 kílómetar og í Garðabæ um 360
km, auk þess sem ryðja þarf þar
52.000 fermetra á bílaplönum við op-
inberar byggingar bæjarins. Þetta
eru samtals 3.253 kílómetrar og jafn-
gildir því að aka þjóðveg 1, hringveg-
inn, sem er 1.332 km, tvisvar og hálfu
sinni sé miðað við að hver gata sé
rudd einu sinni. Reyndar er það
sjaldan raunin, því yfirleitt er farið
oftar en einu sinni yfir hverja götu,
misoft eftir því hvort um er að ræða
safngötur, tengibrautir eða húsa-
götur.
A.m.k. 80 milljónir
Til að ryðja þessar vegalengdir
þurfti samtals 142 tæki og bíla af
ýmsum stærðum og gerðum. Í
Reykjavík voru 68 vélar, gröfur og
bílar að störfum við ruðning og
mokstur í gær, Í Kópavogi voru tæk-
in 25 talsins, á Seltjarnarnesi voru
þau þrjú og í Hafnarfirði voru þau
alltað 20. Í Garðabæ voru 14 tæki og í
Mosfellsbæ voru 12 tæki. Og á þess-
um tækjum og bílum vinna samanlagt
223 starfsmenn, en samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurborg sinntu
um 130 starfsmenn snjóruðningi og
því sem honum fylgir í gær og fyrra-
dag, um 25 starfsmenn í Kópavogi
voru við þessi störf, um fjórir á Sel-
tjarnarnesi, 19 manns í Garðabæ, 20 í
Mosfellsbæ og um 25 í Hafnarfirði.
Þegar allur ruðningur í gær og
fyrradag hefur verið tekinn með í
reikninginn, bæði götur og gang-
stígar, er áætlað að kostnaðurinn í
Kópavogi nemi um 14 milljónum, í
Reykjavík er hann áætlaður a.m.k.
36-42 milljónir og í Garðabæ er áætl-
að að kostnaðurinn nemi um 20 millj-
ónum. Áætlað var að kostnaður við
snjóruðning í Hafnarfirði þessa tvo
daga yrði a.m.k. 5-6 milljónir. Óveru-
legur aukakostnaður er talinn verða
af snjóruðningi í Seltjarnarnesbæ.
Samtals eru þetta um 82 milljónir, en
allt eru þetta áætlanir, endanlegar
tölur liggja ekki fyrir og í gær var
ekki búið að áætla kostnað við snjó-
mokstur í Mosfellsbæ.
„Magnið er svo mikið, að við þurf-
um að flytja snjóinn í burtu á vörubíl-
um,“ sagði Jón Halldór Jónasson,
upplýsingafulltrúi hjá Reykjavík-
urborg, í gær. „Við höfum svo sem
þurft að gera það áður. Því fylgir tals-
verður aukakostnaður,“ bætti hann
við og sagði að í dag yrði tekin
ákvörðun um hvert snjórinn yrði
fluttur. Frá Kópavogsbæ fengust
þær upplýsingar að verið væri að
kanna hvort og hvernig hægt væri að
fjarlægja snjóinn til að rýmka betur í
götum og verið er að kanna það sama
hjá Hafnarfjarðarbæ.
Febrúarmetið slegið
Fram hefur komið að dýpt snjósins
sem féll aðfaranótt sunnudags mæld-
ist 51 sentimetri, sem er nýtt febr-
úarmet í snjódýpt á höfuðborgar-
svæðinu. Eins og sjá má af
meðfylgjandi töflu hefur aðeins einu
sinni mælst dýpri snjór á höfuðborg-
arsvæðinu. Það var í janúar 1937 þeg-
ar dýptin mældist 55 sm. Hún er
þannig mæld, að mælistöng er stung-
ið í snjóinn á nokkrum stöðum í mæli-
reit á lóð Veðurstofu Íslands við Bú-
staðaveg. Meðaltal þeirra mælinga
ákvarðar síðan snjódýptina sem gildir
fyrir allt höfuðborgarsvæðið, að sögn
Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings á
Veðurstofu. „Talan sem kemur fram
þarna er opinbera talan fyrir höf-
uðborgarsvæðið, þetta er eini stað-
urinn á því svæði þar sem snjódýpt er
mæld,“ segir Óli Þór og bætir við að
mannvirki og gróður geti haft áhrif á
dýpt snjós. „Þetta er opið og óvarið
svæði og ætti því að gefa nokkuð
rétta mynd af snjódýpt.“
Hvíta gullið
„Þetta eru uppgrip, enda er snjór-
inn stundum kallaður hvíta gullið,“
sagði Guðmundur Bergmann Jó-
hannsson hjá GO-verki, sem í gær
ruddi bílaplan olíubirgðastöðvarinnar
við Örfirisey. Þá hafði hann verið að
störfum við snjóruðning síðan
snemma morguns og hafði lítið hvílst
frá því á sunnudagsmorgni. „Ég setti
vélina í gang klukkan tíu í gærmorg-
un [í fyrradagsmorgun] og á von á að
vera að fram á kvöld,“ sagði Guð-
mundur um miðjan dag í gær.
Snjódýpt á Íslandi Mesta snjódýpt sem
mælst hefur á Íslandi
Mesta snjódýpt í einstökum
mánuðum í Reykjavík:
H
ei
m
ild
:T
ra
us
ti
Jó
ns
so
n,
ve
ðu
rf
ræ
ði
ng
ur
á
Ve
ðu
rs
to
fu
Ís
la
nd
s.
18
.1.
19
73
26
.2
.2
01
7
1.3
.1
94
9
1.4
.1
98
9
1.5
.1
98
7
30
.9
.1
96
9
8.
10
.2
01
3
24
.11
.1
97
8
4.
12
.2
01
5
55 cm
51 cm
35 cm
32 cm
17 cm
8 cm
13 cm
38 cm
44 cm
279 cm
230 cm
220 cm 218 cm
19
.m
ar
s1
99
5
–
Sk
ei
ðs
fo
ss
vi
rk
ju
n
18
.m
ar
s1
99
5
–
Hv
an
ns
tó
ð
á
Bo
rg
ar
fir
ði
ey
st
ri
21
.f
eb
rú
ar
19
95
–
Ká
lfs
ár
ko
ti
íÓ
la
fs
fir
ði
20
.j
an
úa
r1
97
4
–
Ho
rn
bj
ar
gs
vi
ta
Yfir 200 manns ruddu 3.253 kílómetra
Áætlað er að það kosti a.m.k. 80 milljónir að hreinsa götur höfuðborgarsvæðisins af snjófergi
142 bílar, gröfur og vélar ruddu brautir fyrir höfuðborgarbúa Tveir og hálfur hringvegur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snjóruðningur Guðmundur Bergmann Jóhannsson var við snjóruðning við Örfirisey í gær.
Hann hafði lítið hvílst síðan snjórinn féll og átti von á að vera að störfum fram á kvöld.
Morgunblaðið/Eggert
Snjóhengjur Beint var tilmælum til húseigenda á höfuðborgarsvæðinu í gær að huga að grýlu-
kertum og snjóhengjum sem lafa fram af húsþökum. Alþingi tók það til sín og lét hreinsa þakið.
Þessi mikla snjókoma hefur
valdið því að aðgengi að húsum
er víðast hvar takmarkað. Með-
al þeirra sem þurfa að komast
að húsum eru blaðberar, sem
gjarnan eru á ferð árla dags.
Örn Þórisson, dreifingarstjóri
Morgunblaðsins, segir að blað-
berar blaðsins hafi þó ekki lent
í teljandi vandræðum í gær.
„Snjórinn þyngir og tefur og
fólk er lengur að bera út í
svona færð,“ segir Örn. „Blað-
berar sem eru vanir að nota
bíla í vinnu sinni gátu ekki gert
það eins og þeir eru vanir og
erfiðara og seinlegra er að not-
ast við blaðburðarkerrur. Ein-
hverjir fengu því líklega blaðið
sitt seinna í gærmorgun en þeir
eru vanir, en á heildina litið
gekk þetta einstaklega vel, mið-
að við aðstæður.“
Ýmis áhrif
snjósins
AÐGENGI AÐ HÚSUM