Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 18

Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþekkt er aðvitnisburðirfjölda manna um sama at- burðinn, sem allir voru samtímis vitni að, eru oft harla ólíkir og líkastir því að hvert vitni hafi verið í sínum bæjar- hluta. Mannlegi þátturinn er sagður ráða mestu um athyglina. Hver og einn sjái það sem að öðru jöfnu snerti hann mest. Sumir fundu ógleymanlega lykt, aðrir heyrðu sérkennileg hljóð og svo eru það þeir sem sjá, en hvorki heyrðu eða fundu lykt. Eitthvað yfirþyrmandi getur náð að fanga athygli hópsins, en jafnvel í slíkum tilvikum birtast viðstöddum ólíkar myndir. Þeir segja frá henni og það skrítna er að hver og einn er að segja rétt og satt frá. Litlu augljósu dæmin eru um ömmu og afa sem mæta á skóla- skemmtunina og sjá tólf stúlkur dansa. Ein þeirra er barnabarnið þeirra. Ömmu og afa er eiður sær að hún var nettust og takt- föstust í dansinum. Ef nánar væri spurt kynni að koma í ljós að þau sáu varla nokkurt annað barn á sviðinu. Ekki af því að stúlkan þeirra bar svona af, heldur af því að þau eru amma og afi og svona eru amma og afi. Það væri mikil afturför ef þau yrðu einhvern veginn öðruvísi. Í hörðum heimi þurfa litlir fætur að eiga örfáa blinda bandamenn og óskeikula aðdáendur. En jafnvel þar sem ást og að- dáun koma ekki við sögu er myndin sem vitnin upplifa furðu ólík. En vandinn eykst, því að hún getur tekið breytingum. Því lengra sem liðið er frá atvikum því betur muna sumir viðstaddra eftir þeim! Stundum gerist það vegna þess að búið er að fara yfir það sem aðrir sáu, heyrðu eða fundu lykt af. Það er búið að fara yfir það af kunnáttumönnum hvað sé líklegast til að hafa gerst, og það er búið að gera grein fyrir því hverju aðrir, vandaðir og athugulir, tóku helst eftir. Í öðrum tilvikum verður myndin ljósari þegar sjónarvott- arnir taka að draga dám af „um- ræðunni,“ umfjöllun náungans, „samfélagsmiðla“ eða fjölmiðla. Þeir sem ekkert sáu, heyrðu eða fundu eru orðnir virkur hluti af „sjónarvottunum“. Þekkt þjóð- félagsmál kunna að hafa lotið slíkum lögmálum. Þar sem kviðdómar tíðkast er oft reynt að einangra þá frá þjóð- félaginu á meðan þekkt mál eru til meðferðar, eða fá þá til að setjast í dóm sem hafa aldrei heyrt um mál sem notið hefur þjóðarathygli mánuðum saman. Hvers konar eintök eru það? Þetta er gert til að reyna að tryggja að aðeins það sem gerist í dómsalnum ráði niðurstöðu kviðdómsins. En útgáfan af öll- um þessum veru- leika kemur upp í hverju þjóðfélagi daglega. Stundum litar skoðun, jafnvel svo áköf skoðun að teljast næsti bær við ofurtrú, það sem helstu „umræðustjórarnir“ sjá og heyra. Þeir sjá flestir og heyra það eitt sem þeir þrá að sjá og heyra. Og af því að þeir eru „umræðustjórar“ verður drjúgur hópur smám saman sannfærður um „sannleikann“ þann. Sem betur fer snýst slík skoð- anamyndun oft um það sem litlu máli skiptir í raun. Dæmi af þessu tagi tengdust því þegar fólk í kvikmyndabransa Holly- wood hélt sína uppskeruhátíð á dögunum. Þeir kalla það Óskar- inn. Hingað til hefur mesti spenningurinn snúist um kjóla og skart úr gulli og demöntum. Hversu gapandi þeir fyrrnefndu hafa verið og hversu margar milljónir dollara hitt kostaði. Ekki er tekið tillit til jafnréttis- sjónarmiða, því karlpeningurinn er allur klæddur eins og þjón- arnir og aðeins þeir heimfræg- ustu þekkjast úr. Fréttamenn með Donald Trump á heilanum töldu að nú myndi þetta bíórall snúast mest um hann. Talið væri víst að mörg frægustu nöfnin myndu ekki gleyma að minna umheiminn á illsku Trumps og heimsku. Eftir rækilegar vangaveltur dögum saman var orðið ljóst að frétta- skýrendur bundu allar vonir sín- ar við þetta og voru fyrir löngu hættir að veðja á hvort Ga ga eða La la fengju fleiri verðlaun. Nú er gillið um Óskar gengið yfir. Það má vel vera að Trump hafi fengið á baukinn. Því ekki það. Endilega. En hvað með það? En eftir allan spenninginn um þetta eftirlætisefni sumra fjöl- miðla þá veit enginn hvernig fór. Stórmálið hvarf af því að leik- arar á sviðinu afhentu öðrum leikurum vitlaus umslög. Verð- launahafar voru byrjaðir að gráta af gleði og þakka mömmu þegar mistökin komu í ljós. Þetta virðist vera það eina sem eftir situr af hinni mikilvægu uppá- komu. Maður er engu nær um það hver hafi verið með milljarða króna eyrnalokka frá Tiffany eða drekanælu frá Cartier, sem skiptir verulegu máli. Og það sem verst er: enginn er full- komlega öruggur hvort Trump sé örugglega sá skíthæll og skepna sem skemmtiatriðin voru búin að lofa að gera upp á staðn- um. Á maður að trúa því að Trump hafi horfið á braut með Ósk- arsverðlaunin í heppni? Er Pútín á bak við þetta? Það skyldi ekki vera. Hvað gerir þingið? Hvað skrifar Washington Post? Hvar er Woodward? Enn þá uppi í sveit að elta Watergate? Eini Óskarinn sem óhætt er að taka mark á hér eftir er sá úr Sunnubúðinni} Óvæntur kvikmyndaendir V alentínusarpistillinn minn sem birtist fyrir hálfum mánuði margborgaði sig. Þar skrifaði ég m.a. „ég hlýt að fá blóm frá leynilegum aðdáanda í kvöld“. Viti menn! Síðdegis kom tilkynning frá mót- tökunni um að þar biði mín sending. Þar var í kassa dásamleg frönsk súkkulaðikaka al- sett glansandi jarðarberjum og með því fylgdi kort, hvoru tveggja frá leynilegum aðdáanda. Við blaðamennirnir átum kökuna með bestu lyst og því næst var farið í njósna- leik að finna sendandann. Ekkert nafn var undir og aðdáandinn hefur ekki gefið sig fram. Hann er því enn ófundinn en margar samstarfskonur mínar eru spenntari en ég að finna út úr því. En hver sem þú ert, þá þakka ég fyrir mig. Ég bíð spennt eftir fleiri góðum sendingum. Reyndar ætlaði kollegi minn að leika eftir sama leik og skrifaði pistil daginn eftir um að hann hygðist auka rauðvínsdrykkjuna til muna. Hann beið svo spenntur eftir að einhver aðdáandi myndi senda sér rauðvíns- flösku. Dagurinn leið að kveldi og ekki varð honum að ósk sinni. Hann þurfti því sjálfur að koma við í Heið- rúnu á leiðinni heim. Þannig að þetta virkar greinilega ekki alltaf. Eða fyrir alla. Svo er það blessaði bolludagurinn sem var í gær. Það er af sem áður var að börnin veki foreldra sína með bolluvendi á bossann eins og var í minni tíð. Nú snýst þetta bara um átið. Bollur með súkkulaði, bollur með karamellu, bollur með flórsykri og alls kyns nútímaútgáfur eflaust líka. Þessi dagur er alveg búin að skemma fyrir mér sykur-, hveiti- og mjólkurvörubindindið. (Sem var nú reyndar fokið út í veður og vind fyrir nokkru síðan.) En eins og allir vita end- ist bolludagurinn í marga daga. Ég er til dæmis búin að borða bollur þrjá daga í röð. Og það leynast því miður enn bollur í ískápn- um. Annars er þetta nú umhugsunarefni. Jan- úar mætir og allir taka sig á, hætta allri óhollustu og hamast í ræktinni. Svo kemur febrúar, sem heitir öðru nafni meistaramán- uður og þá eiga allir að setja sér ægileg markmið. Ég var þrjár vikur í svokölluðu „Lífshlaupi“ en stefni nú ótrauð beint í margra daga bollu- og saltkjötsát. Strax í kjölfarið byrj- ar Food & Fun! Það á aldeilis að umbuna sér fyrir allt puðið og allt grasið sem neyddist ofan í mann í upphafi árs. Áður en við vitum af eru svo komnir páskar með til- heyrandi páskaeggjaáti og kræsingum. En í dag er sprengidagur eins og allir vita og auðvit- að þarf maður að smakka saltkjötið og baunirnar. Jafn- vel er hægt að borða það bæði í hádegismat og í kvöld- mat, bara svona til að bjúgurinn nái almennilega að festa sig í sessi í skrokknum. Og þótt ég sé að skrifa um saltkjöt, ekki misskilja mig leynilegi vinur, ég vil alls ekki fá saltkjöt sent upp á Mogga. Sama og þegið. Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Ekki senda saltkjöt, takk! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Það getur oft reynst erfitt aðfinna ábyrgðaraðila að tjónisem myglusveppur veldur ífasteignum. Margir aðilar geta komið til greina þegar slíkt kem- ur upp. Má þar nefna hönnuði, fram- kvæmdaaðila, efnissala eða eigendr eignar vegna skorts á viðhaldi, svo dæmi séu tekin. Kjartan Hall- geirsson, formað- ur Félags fast- eignasala, segir að löggjöf hér á landi sé ekki sambæri- leg og á Norður- löndum hvað varðar skyldu til ástandsskoðunar á fasteignum. Slíkt ákvæði kom til skoðunar við setningu laga um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Ákveð- ið var hins vegar að taka það úr lög- unum í þinglegri meðferð frumvarps- ins. „Á Norðurlöndunum þarftu að láta sérhæft ástandsskoðunarfyrir- tæki taka út eignina sem hluti af sölu- ferli. Þeir taka þá ábyrgð á því að fasteign sé í lagi. Því miður komst þetta ekki í gegnum þingið hér heima en þetta hefði verið mikil réttarbót fyrir alla, bæði kaupendur og seljend- ur og fasteignasala,“ segir Kjartan. Slíkar ástandskoðanir eru fram- kvæmdar hér á landi, oftast af hálfu kaupanda en engum er skylt að gera slíka skoðun. Aðilar benda hver á annan „Það virðist vera eins og á síðari árum að frekari atvik tengd myglu séu að koma upp, þá sérstaklega í ný- byggingum. Þá virðast allir ætla benda hver á annan. Það virðist vera skýrt hver ber ábyrgð á þessum mál- um. Í nýbyggingum ber byggingar- aðilinn ábyrgð, ef hann er til staðar, en það er kannski ekki alltaf svo ein- falt,“ segir Kjartan. Formaður Hús- eigandafélagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir að flest öll gallamál í fasteignum snúist með einhverjum hætti um raka og vatn en mygla er af- leiðing raka. „Skaðabótaskyldan er fyrst og fremst seljandans ef ekki er upplýst um það sem á að upplýsa hvað varðar ástand eignarinnar, til dæmis ef það hefur lekið,“ segir Sig- urður. Hann segir að engin sérstök skylda sé lögð á seljanda fasteignar um að gera skoðun á því hvort raki eða mygla sé til staðar. „Það er í raun bara upplýsingaskylda hvað varðar það sem þú veist eða hefur grun um,“ segir Sigurður. Engin sérstök trygging til Það er ekki hægt að tryggja sig sérstaklega gegn mygluskemmdum og því þurfa eigendur oft að bera tjónið sjálfir. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjóns hjá Sjóvá, segir að þetta sé vegna þess að orsök myglu geti verið svo margþætt. „Þetta getur verið byggingargalli, getur verið kunnáttuleysi eða um- gengni húseiganda, eða það getur verið einhver bilun í kerfum hússins. Þetta er ekki klippt og skorið, þetta er afleiðing af einhverju og við vitum ekkert alltaf hver frumorsökin er,“ segir Ólafur, þess vegna sé erfitt að tryggja. Það er eðli trygginga að bæta tjón sem verða vegna skyndi- legra atvika t.d. ef vatnslögn springur og mygluvandamál telst ekki til skyndilegs vanda heldur afleiðing sem oft má rekja til langvarandi ástands. Byggingargallasjóður Dana Í Danmörku er byggingargalla- sjóður sem eigendur nýbygginga geta sótt fé í vegna mygluskemmda. Sjóðurinn heitir Byggeskadefonden og er fjármagnaður með eyrna- merktu fé sem frá aðilum í bygging- ariðnaði og fasteignasölu. Flókið ferli að finna ábyrgðaraðila myglu Morgunblaðið/Golli Myglusveppir Rakaskemmdir í einni álmu Landspítalans. Kjartan Hallgeirsson Árið 2015 kom út skýrsla starfs- hóps á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusveppa og tjóns af þeirra völdum. Starfs- hópurinn kom meðal annars með þá tillögu að könnuð yrði nánar dönsk byggingargallatrygging sem veitir neytendum vernd fyrir tjóni af völdum myglusvepps í nýbyggingum. Að sögn Stein- unnar Fjólu Sigurðardóttur, ráðuneytisstjóra umhverfisráðu- neytisins og formanns starf- hópsins, er stefnt á að skoða þann möguleika betur í ár. Umhverfisráðuneytið hefur feng- ið upplýsingar frá trygginga- félögunum um hvað hafi verið greitt úr tryggingum og stöðuna á tryggingamálum varðandi myglu. „Við stefnum að því að vinna betur úr þessum upplýs- ingum á þessu ári og skoða í kjölfarið hvort það sé möguleiki á þessari byggingar- gallatryggingu hér á Íslandi,“ segir Steinunn. Byggingar- gallatrygging TILLÖGUR STARFSHÓPS UMHVERFISRÁÐUNEYTISINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.