Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn
Fastus er aðalstyrktaraðili
Bocuse d’Or Iceland
fastus.is
Fastus býður upp á vandað lín s.s. handklæði, þvottastykki og baðmottur, vönduð
250 þráða sængur- og koddaver fyrir hótel, ferðaþjónustur og heilbrigðisstofnanir
á sanngjörnu verði.
Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is
MJÚKT OG VANDAÐ LÍN
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA GESTI
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að leggja þitt af mörkum til
samstarfs á vinnustað og gæta þess að verða
ekki of stjórnsamur. Samstarfsmenn þínir
kunna vel að meta þennan hæfileika sem og
yfirmenn þínir.
20. apríl - 20. maí
Naut Fólk kemur með lausnir fyrir þig – fólk
sem veit nánast ekkert um vandamálið.
Sýndu samkennd ef þú vilt en mundu að sér-
hver verður að leysa sín mál sjálfur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu ekki of fljótur til að slá hug-
myndir annarra af því ýmislegt gæti leynst í
þeim þér í hag. Dagbókin fyllist af stefnumót-
um – vonandi við steingeit og fisk.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að huga að því hvernig þú
getur bætt fjárhagsstöðu þína og allar að-
stæður þínar. Láttu það ekki á þig fá heldur
bíddu eftir betra tækifæri.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að hafa það á hreinu hvað til
þíns friðar heyrir. Þú hefur leitað lengi en ekki
hefur mikið borið til tíðinda. Vertu staðfastur
og þá ber leitin árangur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Taktu höndum saman við aðra til þess
að ná markmiðum þínum. Samtöl um drauga
og dularfull atvik höfða til þín.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú stekkur fram á við fjárhagslega með
því að gera það sem þér finnst skemmtilegt.
Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með
þig í gönur. Leggðu þig fram um að koma til
móts við aðra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Líf þitt verður mun meira spenn-
andi þegar þú ert nálægt ákveðinni mann-
eskju. Ekki stimpla þig misheppnaðan –
heppnin snýr aftur eftir þrjá daga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ættir að líta vandlega í eigin
barm áður en þú kemur sökinni á aðra. Nú er
törn á enda og komið að því að þú njótir næð-
is um stund.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Viðskipti, verslun og innkaupa-
ferðir ættu að ganga vel í dag. Málið er að
skilja kjarnann frá hisminu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ferðalög og ný námstækifæri
auka lífsfyllinguna. Hins vegar skaltu láta í
þér heyra sé fólk með yfirgang.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur skipt sköpum að beita rétt-
um aðferðum til þess að ná árangri. Mundu
það áður en þú byrjar að stríða eða stendur
andspænis einhverjum í dag.
Páll Imsland heilsaði leirliði „íyfirvofandi ófærðinni“:
Það snjóar oft hnífum á heiðinni
og þá harðsótt er færið á leiðinni.
Það gerist í frosti
og þú fáa átt kosti.
Í stansleysu strekkir á neyðinni.
Magnús Geir Guðmundsson orti á
Boðnarmiði á sunnudag: „Þegar
menn vita ekki hvaðan á sig stendur
veðrið“. (Niðurstaða eftir morg-
uninn):
Þegar veturinn kom allt í einu,
Ekki það virtist á hreinu
hjá borgarbúum
barnseðlistrúum.
Þeir skildu ekki neitt í neinu!
Bjarni Sigtryggsson veit sínu viti:
Brátt mun fannar fargið léttast
þótt fagur virðist snjórinn hreinn.
Í sólbráðinni síga og þéttast
sentimetrar 51.
Það er skemmtilegt að fylgjast
með veðrinu á Leirnum. Á hádegi á
föstudag skrifaði Sigmundur Bene-
diktsson: „Jæja, þar fór Góa á lím-
ingonum“:
Hvefsin Góa forn og flá,
fjötrar ró og yndi.
Ýfir sjóa, ygglir brá,
etur snjó og vindi.
Seinnihluta sama dags sagði Ing-
ólfur Ómar: „Nú er farið að rigna
og þá leysir snjóinn fljótt“:
Leysir snjóa foldin fríð
fýld þó blásið getur.
Krenkir móa holt og hlíð
hrellið góutetur.
Hálftíu um kvöldið barst
kveðja úr Mývatnssveit. Friðrik
Steingrímsson skrifaði: „Hér
fyrir norðan gengur ýmislegt
á“:
Þetta er glórulaus Góa
geysist um hlíðar og móa.
Rafmagnið klikkar,
kemur, fer, blikkar,
en hann er þó hættur að snjóa.
Laust fyrir hádegi á sunnu-
dag skrifaði Ingólfur Ómar:
„Rigningin stóð stutt yfir í
fyrradag þó var farið að sjást í
dökka díla en svo fór að snjóa
aftur og nú er allt orðið hvítt
en bjart og stillt veður engu að
síður þessa stundina.
Bljúgur heilsa björtum degi
baðar eygló snækrýnd fjöll.
Hljótt er yfir lygnum legi
landið hjúpað vetrarmjöll.“
Skömmu síðar lét Ágúst Mar-
inósson í sér heyra:
Á Króknum allt er autt sem fyrr
og engin gára á sjónum.
En höfuðborgarbúarnir
brölta um í snjónum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góuskot og hann snjóar og snjóar
Í klípu
„AFSAKAÐU BIÐINA. VÍNIÐ
SEM ÞÚ PANTAÐIR ÞARF TÍMA
TIL ÞESS AÐ GERJAST.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ HORFA Á GÆTI
GERT ÞIG AÐ MJÖG AUÐUGUM MANNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að velja hring
sem þú heldur að
hann hafi efni á.
ÉG ER MJÖG
SÆTUR, VANDA
EINS OG LÍTIÐ
SKÓGARDÝR
VANDA FER EKKI
ÚT MEÐ MÖRÐUM
VANDA ER
SNJÖLL
ÞEGAR ÉG
VAR SÖLU-
MAÐUR…
ÞAÐ ER ALLT
Í FORTÍÐ-
INNI!
…ÞURFTI ÉG AÐ
BERJA Á MARGAR
DYR BARA TIL ÞESS
AÐ LIFA AF!
NÚ ÞARFTU BARA
AÐ BERJA Á
EINAR DYR…
…OG ÞÚ
FÆRÐ
GLÁS AF
PENINGUM!
Skartgripir
Víkverji mætti vansvefta til vinnu ígærmorgun og með strengi í
flestum vöðvum. Hjartað var þó í
réttum takti en þannig var það víst
ekki hjá nokkrum íbúum höfuðborg-
arsvæðisins á sunnudaginn þegar
snjó kyngdi niður í slíkum mæli að
met féllu. Ekki höfðu allir heilsu í
snjómoksturinn og fengu brjóst-
verki og önnur óþægindi frá hjarta í
hamaganginum.
x x x
Næg voru verkefnin í fannferginuog moksturstæki sveitarfélaga
og fyrirtækja höfðu ekki undan. Vík-
verji fékk reyndar aðeins að kenna á
þessu því svefninn var rofinn í fyrri-
nótt þegar heyrðist í moksturstæki á
bílaplani í næsta nágrenni. Um stórt
plan er að ræða, sem tók sinn tíma
að hreinsa. Víkverji festi ekki blund
á meðan og blótaði bílstjóra tækisins
hástöfum, í huganum að vísu, en
loksins var hægt að halda áfram í
draumalandinu.
x x x
Á sunnudeginum fékk Víkverjidygga aðstoð frá nágranna sín-
um við mokstur í innkeyrslunni og
tröppunum, reyndar svo mjög að
maðurinn fór hamförum með skófl-
una, líkt og snjóblásari væri á ferð.
Víkverji lagði sig þó fram og náði í
leiðinni að gera góðverk, með því að
hjálpa öðrum bíl- og húseigendum í
vanda. Allir með bros á vör og léttir í
lund.
x x x
Eftir allan moksturinn gekk Vík-verji aðeins um hverfið og alls
staðar var fólk komið út á götur að
hreinsa snjó og losa bíla sína. Allt í
einu sást líf á götunum og íbúarnir
hjálpuðu hverjir öðrum. Skyndilega
voru nágrannar farnir að tala saman
og spjalla, sem annars talast ekki
við. Sumir sáu fólk koma út úr íbúð-
unum sem þeir höfðu aldrei séð áður.
x x x
Það gengu nefnilega sögur um aðhjásvæfur hefðu orðið innlyksa
hjá rekkjunauti sínum eftir einnar
nætur gaman, og ekki komist heim
til sín fyrr en líða tók á daginn.
Þannig hafði fannfergið ýmis áhrif.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut.
(Sálm. 143:10)