Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Þetta staðfestir náttúrlega það
að flestar sólir eða stjörnur sem
við sjáum á himni eru líklega með
einhverjar reikistjörnur í kring-
um sig,“ segir Gunnlaugur
Björnsson, vísindamaður og kenn-
ari við Háskóla Íslands, um upp-
götvun NASA á sjö reikistjörnum
umhverfis Trappist -1. Hann hef-
ur kennt við Háskóla Íslands síðan
1991, meðal annars stjörnuathug-
anir, mælitækni og gagna-
úrvinnslu.
„Þarna er fjarlægð þessara
þriggja pláneta frá sólu þannig að
fljótandi vatn gæti verið að á yf-
irborðinu. Það er sambærilegt
hitastig og hjá okkur, það þýðir
þó ekki endilega að það sé vatn.
Menn eru núna að athuga hvort
það er lofthjúpur og hvort sá loft-
hjúpur inniheldur vatnsgufur.
Menn eru að gera mælingar á
þessu núna með Hubble-
sjónaukanum.“
Grunað möguleikann lengi
„Menn hafa haft þá trú að sól-
kerfi eins og okkar hljóti að
myndast í kringum aðrar sólir
líka. Við teljum okkur þekkja
nægilega vel ferlana sem verða til
þess að sólkerfi myndist til að
geta greint þetta. Þannig að í
raun ættu þau að vera í kringum
allar stjörnur sem við sjáum,“ seg-
ir Gunnlaugur. Hann segir einnig
að uppgötvunum eins og Trapp-
ist-1 fjölgi með bættri tækni. „Það
er erfitt að greina reikistjörnur í
kringum fjarlægar sólir því reiki-
stjörnunar sjálfar senda ekki frá
sér neitt ljós að gagni og það er
svo lítið að það drukknar í ljósinu
frá stjörnunni sjálfri. Nú eru
menn búnir að ná tökum á þessari
tækni sem þarf til.“
Stjörnuskoðun á Íslandi
Aðspurður hvort það sé meiri
áhugi núna á Íslandi á stjörnu-
skoðun en áður segist Gunnlaugur
lítið geta svarað því en ef svo er,
ir okkur? Eru aðstæður í alheim-
inum þar sem hugsanlega getur
kviknað líf af einhverju tagi?“
segir Gunnlaugur. Hann bætir við
að erfitt geti verið að skoða
stjörnur á Íslandi enda bjart hér
hálft árið, en hins vegar eru Ís-
lendingar hluti af norræna sjón-
aukanum sem er á Las Palmas-
eyjunni og hefur hann farið þang-
að í mælingar.
Leita að lífi í geimnum
Aðspurður hvort næsta upp-
götvun í stjörnufræði verði líf á
Mars segir hann að leitað sé að
ummerkjum um líf þar núna. „Að-
stæður þar núna eru frekar óhag-
stæðar, kalt en sleppur yfir dag-
inn. Það er vatn þarna og þá er
spurning hvort það hafi verið líf
þarna. Verið að tala um örverur
eða bakteríur, ekki eitthvað fót-
gangandi,“ segir Gunnlaugur.
Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur um nýfundnar reikistjörnur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjörnur Flestar sólir eru líklega með einhverjar reikistjörnur í kringum sig,“ segir Gunnlaugur Björnsson.
Dýrmætt að vekja athygli á næturhimni
Vertu upplýstur!
blattafram.is
OPIN AUGU OG RAUNSÆTT
VIÐHORF HENTAR MÉR VEL.
ÞESS VEGNA BREGST ÉG VIÐ
ÞEGAR ÉG VEIT UM
KYNFERÐISOFBELDI. ÉG SÉ.
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Nýtt frá Lytos
Mjúk, vatnsheld og hlý kuldastígvél
Sóli: Techno 3 OC system,
innbyggðir broddar
Loðfóður 100% vatnshelt
Verð 16.995
Stærðir 36-47
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxna-
leggings
Verð kr. 6.900
Str. s-xxl
Gunnlaugur Björnsson er
fæddur á Akranesi 1958. Hann
lærði eðlisfræði við Háskóli Ís-
lands og lauk BS gráðu árið
1982. Hann fór síðan í meira-
nám til Bandaríkjana og lauk
MS gráðu frá Háskólanum í Ill-
inois í stjarneðlisfræði 1986 og
annarri gráðu frá sama skóla
1990. Hann hefur kennt við Há-
skóla Íslands síðan 1991.
Þá hefur hann einnig starfað
við rannsóknir sem vís-
indamaður um árabil meðal
annars Nordita, norrænu rann-
sóknarsetri í eðlisfræði og ver-
ið við mælingar í Norræna
sjónaaukanum á eynni La
Palma.
Hver er hann?
beri í rauninni einn maður ábyrgð
á því og það er Sævar Helgi
Bragason. „Hann hefur verið
mjög duglegur að kynna stjörnu-
fræðina fyrir almenningi. Við höf-
um verið heppin með t.d sól-
myrkvann fyrir tveimur árum og
honum hefur tekist nota svoleiðis
viðburði til að vekja athygli á næt-
urhimninum sem er náttúrlega
mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Þeg-
ar uppgötvanir eins og Trapp-
irst-1 eiga sér stað segir Gunn-
laugur að nemendur sínir við
Háskóla Íslands vilji gjarna ræða
um slíkar uppgötvanir. „Þetta
gerðist auðvitað bara í síðustu
viku en þetta verður örugglega
tekið fyrir bara strax í næsta
tíma. Það er alltaf áhugi hjá nem-
endum á þessum fjarlægu reiki-
stjörnum. Þau vilja læra meira um
þær og velta fyrir sér þessu stóra
samnehengi. Hvað þýðir þetta fyr-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ríkisskattstjóri mun opna rafrænt
framtal einstaklinga gjaldárið 2017 á
morgun, miðvikudaginn 1. mars.
Fjöldi framteljenda á grunnskrá er nú
284.922. Fjölgun milli ára er 2,61%.
„Stefnt er að því að dagsetningin 1.
mars verði í framtíðinni föst dagsetn-
ing er markar upphaf skattskila ein-
staklinga ár hvert,“ segir Skúli Egg-
ert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Framtalið í ár hefur tekið litlum
breytingum, að sögn Skúla Eggerts.
Fjöldi þeirra framteljenda sem ekki
þurfa annað að gera en að staðfesta
framtalið er nú talinn vera í kringum
170 þúsund eða um 60% af fjölda
framteljenda.
Skúli Eggert vill minna alla fram-
teljendur á að kynna sér áritaðar upp-
lýsingar vel og gera breytingar ef eitt-
hvað vantar þar inn á eða
fjárhagsupplýsingar eru ekki með
þeim hætti sem vera ber. Slík yfirferð
geti sparað mikið umstang síðar meir
ef upplýsingar reynast ekki vera rétt-
ar. Að sögn Skúla Eggerts eru breyt-
ingar annars vegar nýr hlutabréfafrá-
dráttur vegna kaupa á hlutafé í
félögum sem eru í nýsköpun og hins
vegar vegna kaupa á hlutabréfum á
undirverði. Varðar þetta tæplega 200
framteljendur.
Hátt í 40% framteljenda nota svo-
kallað einfalt framtal en slíkt framtal
þykir sérlega þægilegt við yfirferð,
segir Skúli Eggert.
Álagningu lýkur 30. júní
Síðasti dagur til að staðfesta fram-
tal eða skila skattframtali er 15. mars
nk. en þeir sem sækja um frest geta
fengið 4-5 daga viðbótarfrest. Endur-
skoðendur og aðrir fagaðilar hafa
lengri frest til að standa skil á fram-
tölum, til 7. apríl vegna einstaklinga
utan atvinnurekstrar en fyrir rekstr-
araðila er fresturinn til 18. apríl þetta
árið.
Álagningu einstaklinga lýkur 30.
júní og er niðurstaðan kynnt í fram-
haldinu. Unnt er að kæra til breytinga
niðurstöður álagningarinnar og er
kærufrestur til 31. ágúst nk.
170 þúsund fram-
teljendur þurfa
bara að staðfesta
Ríkisskattstjóri mun opna rafrænt
framtal frá og með morgundeginum
mbl.is