Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 ✝ Sigríður UnnurBjarnadóttir fæddist í Borg- arnesi 27. desem- ber 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 16. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Hallsdóttir frá Stóra-Fljóti í Bisk- upstungum, f. 10. júní 1892, d. 13. janúar 1976 og Bjarni Jónsson, f. á Kletti í Reykholtsdal 13. desember 1893, d. 23. maí 1966. Systkini Sigríðar eru Ágúst Hallur, f. 20. ágúst 1929, maki Guðrún Vil- hjálmsdóttir og Knútur Arnberg Bjarnason, f. 9. júní 1932, d. 6. júní 2006, maki Þorgerður Sveinsdóttir. Eiginmaður Sigríðar var Ein- ar Árnason málarameistari, f. 23. desember 1921, d. 8. nóv- ember 2000. Þau giftust þann 14. júlí 1945. Börn Sigríðar og Einars eru: Þóra, launafulltrúi, f. 24. júlí 1946, var gift Jóni Ara- syni, verktaka. Börn þeirra eru: a) Einar, tónlistarkennari, f. 2. janúar 1970, kvæntur Halldóru hennar eru Emil Þór og Tinna María. 3) Sigurður Már, fiski- fræðingur, f. 28. desember 1955, kvæntur Önnu Steinsen, við- skiptafræðingi. Synir þeirra eru a) Flosi Hrafn, lögfræðingur, f. 27. júní 1985, sambýliskona Þór- unn Kjartansdóttir. Börn þeirra eru Einar Jósef og Anna Diljá. b) Eggert Örn, háskólanemi, f. 5. desember 1991. Synir Önnu eru a) Ragnar Már, hugbún- aðarfræðingur, f. 4. maí 1975, kvæntur Ceciliu Steinsen. Synir þeirra eru Nói, Leó og Max. b) Friðrik Rafn, rafmagnsverk- fræðingur, f. 6. janúar 1978, kvæntur Hrund Logadóttur. Dóttir þeirra er Edda. 4) Flosi, aðstoðarskólastjóri, f. 29. apríl 1961, kvæntur Kötlu Halls- dóttur, hárgreiðslumeistara. Börn þeirra eru: a) Ylfa, inn- heimtufulltrúi, f. 4. september 1989. Dóttir hennar er Árný Lea. b) Hallur, háskólanemi, f. 1. maí 1993. Sigríður var húsmóðir þar til börnin uxu úr grasi, en vann eft- ir það margvísleg störf. Hún vann m.a. í verslun, nokkur ár í Fatagerðinni hf. á Akranesi, en lengst af vann Sigríður við ræst- ingar á Sjúkrahúsi Akraness. Sigríður tók einnig virkan þátt í kiyrkjustarfi og söng með kór Akraneskirkju um 20 ára skeið. Útför Sigríðar Unnar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 28. febrúar 2017, klukkan 13. Jónsdóttur. Börn þeirra eru Ásgrím- ur Ari, Jón Arnar, Unnur Vala og Baldur Hrafn. b) Sigríður Unnur, þjónustufulltrúi, f. 27. mars 1976, gift Ágústi Þór Jóhannssyni. Börn þeirra eru Ásdís Þóra, Lilja og Jó- hann. Núverandi eiginmaður Þóru er Ingjaldur Ásvaldsson, fv. bifvélavirkja- meistari. 2) Jóhanna, húsfreyja, f. 30. mars 1949, gift Páli Skúla- syni, pípulagningameistara. Börn þeirra eru: a) Helga, fast- eignasali, f. 15. janúar 1970, gift Vali Þór Einarssyni. Börn þeirra eru Darri Már, Breki, Aníta Malín og Rökkvi. Sonur Vals er Máni Þór. b) Einar Árni, sjómaður, f. 17. júní 1972. Sam- býliskona hans Sigrún Sveins- dóttir. Synir Einars eru Páll Sindri og Hákon Ingi, börn Ein- ars og Sigrúnar eru Bjartur Daði og Jóhann Orri. Dóttir Sig- rúnar er Heiðrún Una. c) El- ísabet Ösp, hjúkrunarfræðing- ur, f. 28. ágúst 1981. Börn Mamma var alltaf til staðar fyrir okkur. Öll okkar skólaár var hún það sem kallað er í dag „heimavinnandi húsmóðir“. Við vorum ekki nestaðar í skólann heldur komum við heim til mömmu í hádegismat. Okkar fyrstu minningar eru frá Suðurgötu 102 Akranesi þar sem við fæddumst. Amma Jó- hanna og afi Bjarni foreldrar mömmu bjuggu á neðri hæðinni og mamma og pabbi ásamt okk- ur á efri hæðinni. Strákarnir voru ekki fæddir og þarna á Suðurgötunni nutum við syst- urnar mikilla forréttinda þar sem dekrað var við okkur á báð- um hæðum. Í huga okkar systranna var alltaf sól og gott veður á þess- um árum. Mamma, sem var flink saumakona, klæddi okkur ýmist í dýrindis kjóla eða pils og blússur sem hún hafði saum- að. Hún brýndi ávallt fyrir okk- ur að passa að óhreinka okkur ekki, en það var stundum erfitt að fylgja þeim fyrirmælum eftir. Mamma saumaði á okkur, nær hverja einustu flík, og vor- um við alltaf eins klæddar, en það fór nú reyndar að riðlast þegar við stækkuðum. En myndarskapur hennar og dugn- aður einskorðaðist ekki bara við saumavélina. Heimili okkar byggðu þau pabbi upp þannig að til fyrirmyndar var. Og ekki var sóðaskapnum fyrir að fara hjá húsfreyjunni. Oft rifjum við börnin hennar upp strangar þrifnaðarkröfur jólaundirbún- ingsins, þegar við og pabbi þurftum dögum saman að þræða bylgjupappann sem lagð- ur hafði verið eftir ákveðnum gönguleiðum yfir nýhreinsuð teppin. Mamma var skarpgreind og mundi alla skapaða hluti alveg fram í andlátið. Það var gott að hringja í hana til að fletta upp í henni og sagði hún þá gjarnan: „Hverslags er þetta, munið þið ekki neitt?“ Í æsku höfðu for- eldrar hennar synjað henni skólagöngu eftir barnaskóla. Sárindin sem sú synjun olli voru sem ör á huga hennar. Síðar fór hún í Námsflokkana og lærði ensku með góðum árangri. Einnig keypti hún, ásamt nokkrum vinkonum sínum, dönsku blöðin sem gengu svo milli húsa þangað til þau voru upplesin. Henni var mjög um- hugað um að við legðum okkur fram í námi og menntuðum okk- ur. Það kom líka eins og af sjálfu sér að báðar leituðum við heim í skjól hennar þegar við eignuð- umst frumburði okkar, með að- eins 13 daga millibili, árið 1970. Þá var gott að njóta leiðsagnar hennar og kærleika, bæði við undirbúninginn fyrir fæðingu og ekki síður eftir. Hin síðari ár hefur stoðkerfi líkamans og sjónin gefið eftir. Þó að henni þætti erfitt að þurfa að yfirgefa heimili sitt fyrir þremur árum og flytjast á Höfða, voru vistaskiptin henni ákveðinn léttir. Öryggið sem hún fann þar og einstaklega umhyggjusamt starfsfólkið gerði henni síðustu æviárin ánægjuleg. Starfsfólki og lækn- um dvalarheimilisins færum við okkar innilegustu þakkir. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þínar dætur, Þóra og Jóhanna. Með fáeinum orðum vil ég kveðja tengdamóður mína. Það má segja að okkar kynni hafi verið óþarflega síðbúin því þau spanna aðeins rúma tvo áratugi. En það er ekki lengd samskipta sem skiptir máli heldur tengsl einstaklinganna. Þau tengsl urðu mér mikils virði því Sigríð- ur var fjölfróð, vel greind og fylgdist vel með þjóðfélagi og fjölskyldu allt til hins síðasta. Það kom fljótt fram við okkar kynni hve trú hún var uppruna sínum því þó hún hafi til sjö áratuga átt heimili sitt á Akra- nesi lýstist andlit hennar af Borgarnesljómanum ef æsku- minningarnar voru rifjaðar upp. Skallagrímsgarðurinn var öllum öðrum görðum fegri og auð- heyrð var ánægja með hvað vel Sigurður sonur hennar tengdist byggðinni þar. Sigga og Einar voru flutt á Höfðagrundina og bæði hætt að vinna þegar ég kom inn í fjöl- skyldu þeirra. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og bar öll merki myndarskapar hús- freyjunnar. Síðar, þegar ég ætl- aði að koma sterkur inn og hengja upp fyrir hana fjöldann allan af Bing og Gröndal-plött- um, komst ég að því að natni og nákvæmni fara oftast saman. Auðfundinn var óróleiki hennar yfir því hve lítið hún þekkti til minna verka því margendur- teknar athugasemdir um að Palli, sem var annar og ná- kvæmari tengdasonur hennar, mundi nú alveg geta gert þetta, gerðu mig fjölskyldunýliðann svo óstyrkan að aldrei fyrr né síðar hef ég mælt jafn vandlega fyrir nokkrum nöglum. Það var ánægjulegt að heim- sækja hana. Kaffiveitingar voru með eldra sniði, borð hlaðin kökum og tertum og spjallað um alla skapaða hluti, frá fjöl- skyldu til þjóðmála. Í pólitíkinni spiluðum við sinn kantinn hvort en vorum bæði meðvituð um mikilvægi þess að styrkja miðj- una, og ræddum lítt hvort ann- ars kant. Hún var að mestu sjálfmenntuð, náði góðu valdi á erlendum tungum og var kröfu- hörð við börn sín um rétta notk- un íslenskunnar. Svo vel hafði henni gengið á sinni stuttu skólagöngu að skólastjórinn í Borgarnesi bauð foreldrum hennar að styrkja hana til áframhaldandi náms. En utan- aðkomandi fjáraðstoð var stolt- um og efnalitlum foreldrum hennar sú raun að stuðningur- inn var afþakkaður, enda ekki vanalegt á þeim tíma að alþýðustúlkur gengju mennta- veginn. Söknuður vegna þess- arar ákvörðunar fylgdi tengda- móður minni út lífið. Hún var mikil hannyrðakona. Eftir hana liggja margir fallegir hlutir, bæði í saumaskap, hekli, postulínsmálningu og leirkera- gerð. Þessir hlutir eiga eftir að verða afkomendum hennar minn- ing um góða móður eða ömmu. Þó líkamleg heilsa gæfi eftir hin síðari misserin hélt hún minni sínu og viðræðulist óskertu til hins síðasta. Guð blessi minningu Sigríðar Unnar Bjarnadóttur. Ingjaldur Ásvaldsson. Elsku amma. Ég á enn erfitt með að trúa því að þú sért farin. Ég trúði því að ég myndi hafa þig hjá mér að eilífu. Ég er afar þakk- lát fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. Ég hoppaði hæð mína í hvert skipti sem foreldrar mínir til- kynntu mér að okkur hefði verið boðið í kjötsúpu til ömmu og afa. Ég hef ekki tölu á því hversu oft við horfðum saman á Emil og Skunda. Stundirnar sem ég varði í sólstofunni að spila á gítarinn og syngja og fjöruferðirnar á Höfðagrundinni eru einnig eftirminnilegar. Það sem stendur þó upp úr er að- fangadagskvöld. Við vorum svo lánsöm að fá að deila mörgum aðfangadagskvöldum með þér og Einari afa þar sem við borð- uðum góðan mat, sungum jóla- lögin sem voru spiluð í útvarp- inu og fylgdumst með þér rífa upp pakkana á mettíma. Við átt- um yndislegar stundir saman og sá tími mun lifa í minningunni ævilangt. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Þó svo þú sért farin, þá lifir minning um frábæra og fallega konu. Elska þig, amma Sigga. Ylfa Flosadóttir. Sólin skein og sjórinn var úf- inn. Hann var meira og minna alltaf úfinn í minningunni, alla vega varð ég alltaf sjóveik í Akraborginni, hvernig sem viðr- aði. En ég lét það nú ekki stoppa mig í því að heimsækja Siggu ömmu og Einar afa á Skagann. Skiptin sem ég fór til þeirra voru óteljandi og alltaf var ég velkomin í styttri eða lengri heimsóknir. Og alltaf var amma brosandi sæl þegar Sigga litla kom á Háholtið og hún tók vel á móti mér með hlýju faðmlagi og góðum veitingum; ýmist nýbök- uðu frá henni sjálfri, hrærðu skyri með sykri og brauðsneið eða bara snúð úr Bakaríinu. Við amma kunnum svo sann- arlega að hafa það gott saman og ég naut þess að koma í heim- sókn á Háholtið. Oftast sváfum við saman í gestaherberginu, hún í gestarúminu og ég á sam- anbrjótanlegum sólbekk sem amma var búin að búa svo huggulega um. Okkur fannst afi hrjóta svo hátt og vakna það snemma að eina vitið var að við tvær svæfum bara í gestaher- berginu. Saman fórum við í göngutúra, í heimsóknir til vin- kvenna ömmu eða hlustuðum á „Dýrin í Hálsaskógi“ eða „Kardimommubæinn“ og var amma farin að kunna leikritin og söngvana jafn vel og ég. Yndislegast þótti mér að sitja með ömmu inni í stofu og spjalla og ósköpin sem við gát- um alltaf hlegið saman. Einar afi var líka duglegur að snúast í kringum mig, fara í sundferðir, bíltúra og að spila og þegar vel lá á ömmu þá var hún til í spila við okkur „manna“. Amma var hin dæmigerða amma, alltaf fín og vel tilhöfð. Heimili hennar var óaðfinnan- legt og hún var iðulega með tuskuna á lofti og eyrnapinna út um öll horn. Hún var ýmist nýbúin að skúra og taka til eða á leið í þau verkefni. Hún var einstaklega myndarleg í eldhús- inu og kræsingarnar voru alltaf til. Kleinurnar og pönnukökurn- ar hennar þóttu mér bestar. Ég man vel eftir henni heklandi eða saumandi og var hún enn að dunda í handvinnu þegar hún flutti sig yfir á dvalarheimilið Höfða. Þorláksmessa hefur alltaf skipað stórt hlutverk í jólahaldi mínu og fjölskyldu minnar en jólin hafa ekki komið fyrr en við höfum farið í bíltúr til ömmu þann dag með jólapakkana og fengið smákökur og jólaknús frá henni. Síðustu jól voru því held- ur skrýtin þegar við ekki kom- umst til hennar vegna veikinda og verða enn skrýtnari næst þegar ömmu er ekki lengur hægt að heimsækja. Með sorg í hjarta þakka ég henni fyrir ynd- isleg ár og góða tíma í gegnum tíðina. Ég veit að þau Einar afi vaka yfir okkur. Hvíl þú í friði elsku yndislega amma mín Þín Sigríður Unnur og fjölskylda. Elsku amma Sigga. Ég kveð þig með miklum söknuði, en samt einnig með gleði í hjarta yfir öllum ynd- islegu minningunum okkar. Síð- ustu vikurnar voru búnar að vera þér erfiðar og þú varst far- in að þrá hvíldina sem þú fékkst að lokum umvafin ástvinum þín- um. Það sem þú varst elskuð, enda ekki annað hægt því ynd- islegri konu er erfitt að finna. Það var mér mjög mikilvæg stund þegar ég fékk að búa þig undir þína hinstu ferð, en jafn- framt það erfiðasta sem ég hef gert. En ég gerði það fyrir þig, elsku amma, því ég veit þú hefð- ir viljað það. Þú varst svo frið- sæl eftir erfitt stríð. Þú varst besta amman, svo gaman að sjá hvað þú ljómaðir öll við að heyra sögur af afkom- endum þínum. Þú varst svo stolt af mér og börnunum mín- um að vera flutt í okkar eigin íbúð og hlakkaðir til að koma í heimsókn, en því miður varð aldrei af því. Ég heiti Elísabet í höfuðið á vinkonu mömmu þinn- ar, sem þig dreymdi rétt fyrir skírnina mína, þú sagðir þessa konu hafa verið mikla sómakonu og ég vona ég nái að standa undir nafni. Takk fyrir að vera börnunum mínum alltaf góð. Það var svo gott að koma til þín í heimsókn, stundum töl- uðum við út í eitt og stundum þögðum við bara. Oftar en ekki fékk ég mér smá kríu í sófanum þínum, svo þegar ég vaknaði þá varstu alltaf búin að vefja mig inn í teppi. Það var svo gott að tala við þig um allt og ekkert, þú fannst á þér ef manni leið eitthvað illa og þá var öxlin allt- af tilbúin, þú skildir mig svo vel og dæmdir aldrei. Svo áttum við líka svo skemmtilegt sameiginlegt áhugamál, en það var sápuóper- an Leiðarljós. Við horfðum oft saman, svo ræddum við þáttinn vel á eftir. Þú varst alltaf tilbúin með spólu í tækinu til að taka hann upp ef einhver skyldi trufla þig. Þú varst alltaf svo fín og flott, svo falleg. Og húmorinn var svo sannarlega í lagi, oft komst þú mér mikið á óvart með heldur grófum húmor, já hlátursköstin voru mörg. Dillandi hláturinn þinn var svo smitandi, þú varst svo skemmtileg, elsku amma mín. Ég var svo heppin að þú bjóst á mínum vinnustað síðustu árin og þar af leiðandi sá ég þig nánast daglega. Þú grínaðist oft með að þú værir búin að sinna mér mikið í gegnum árin og nú væri komið að mér að sinna þér. Það var sko meira en sjálfsagt, og í rauninni gaf það mér mikið. Eins áður en þú fluttir á Höfða þegar ég fór fyrir þig í búðina, pakkaði inn jólagjöfunum þín- um, fór með þig til augnlæknis og fleira, það var ekki bara greiði heldur gaf það okkur svo ótrúlega mikilvægar samveru- stundir. Þú varst ótrúleg, með þitt stálminni nánast til síðasta dags. Ég sagði þér það oft en þú bara hlóst, svo hógvær. En líkaminn var heldur mikið að stríða þér, það fylgist víst ekki alltaf að hugur og hönd. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim vil ég trúa því að núna líði þér vel bæði á líkama og sál með 100% sjón. Elsku amma, hvað ég og börnin mín söknum þín mikið. Ég veit þú munt fylgjast með og vaka yfir okkur. Ég veit þú veist hvað ég elska þig óend- anlega mikið, takk fyrir að vera besta amma sem hugsast getur. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Elísabet. Sigríður Unnur Bjarnadóttir Kristinn Siggeirsson ✝ KristinnSiggeirsson fæddist 6. mars 1939 á Kirkjubæjar- klaustri. Hann lést á Hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Klausturhólum 19. febrúar 2017. Útför Kristins fór fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu 25. febrúar 2017. Minningar á mbl.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALLY ALDÍS LÁRUSDÓTTIR, Brekkugötu 36, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast Allyar er beint á líknarfélög. Anna Richardsdóttir Wolfgang Frosti Sahr Sæbjörg Richardsdóttir Ólafur Magnússon Áki Sebastian Frostason Sahr, Triin Kukk Urður Steinunn Önnudóttir Sahr, Ernesto Camilo A. Valdés Magnús Addi Ólafsson Laura-Ann Murphy Richard Helgi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.