Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 8

Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 8
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí-rata, berst þessa dagana ákaft fyrir því að laun þingmanna lækki. Hann er afar ósáttur við ákvörðun Kjararáðs um að fylgja lögum við ákvörðun þingfararkaupsins og tel- ur að þingmenn eigi að taka fram fyrir hendur ráðsins og lækka laun sín.    Nú er það svo aðþingmenn leggja mismikið af mörkum og ef til vill væri réttast að þeir ákvörðuðu laun sín í samræmi við það.    Þannig mætti til dæmis hugsa sérað þingmenn sem sinntu starfi sínu til fulls og tækju almennt af- stöðu til mála fengju full laun. Þing- menn sem mættu stopult og sætu þar að auki iðulega hjá við atkvæða- greiðslur fengju skert laun.    Þeir þingmenn sem væru fjarver-andi í meira en tíundu hverri atkvæðagreiðslu eða sætu hjá í 76% þeirra atkvæðagreiðslna þar sem þeir þó mættu, eins og til dæmis Jón Þór þegar hann sat á þingi síðast, fengju um eða innan við fjórðung þingfararkaupsins.    Þetta gæti verið sanngjörn reglaog til þess fallin að draga úr hyskni kjörinna fulltrúa almenn- ings.    Svo mætti jafnvel taka tillit tilþess líka við ákvörðun þingfar- arkaups einstakra þingmanna ef þeir byggju að einhverju leyti við niðurgreiddan kostnað, væru til dæmis í niðurgreiddu húsnæði.    Svona mætti lengi halda áfram, enlíklega er þó best að þingmenn eigi til hnífs og skeiðar og geti verið þokkalega fjárhagslega sjálfstæðir. Jón Þór Ólafsson Ætti að greiða eftir vinnuframlagi? STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2016 63 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is EITT ER VÍST: ALNO eldhús er 90 ára í ár Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk -2 rigning Þórshöfn 4 rigning Ósló 4 alskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 3 þoka Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 7 rigning Dublin 6 skýjað Glasgow 4 léttskýjað London 5 skúrir París 8 rigning Amsterdam 9 skúrir Hamborg 12 skýjað Berlín 12 skýjað Vín 12 heiðskírt Moskva 1 snjóél Algarve 16 skýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 heiðskírt Aþena 14 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal 2 skýjað New York 6 heiðskírt Chicago 4 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:38 18:44 ÍSAFJÖRÐUR 8:48 18:43 SIGLUFJÖRÐUR 8:32 18:26 DJÚPIVOGUR 8:09 18:12 Loðnuhrognavinnsla er við það að hefjast. Hjá Saltveri í Reykjanesbæ fengust þær upplýsingar að hrogna- frysting hefjist á fimmtudaginn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri upp- sjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), átti von á því í gær að frysting loðnuhrogna byrjaði líklega á morgun eða á fimmtudag. Loðnufrysting hefur staðið yfir hjá Vinnslustöðinni og var henni hætt á sunnudaginn var. Þá var hrognafyllingin orðin 21-22%. Sindri sagði þroska loðnuhrognanna ráða því hvenær hrognakreistingin hefst. „Þegar hrognin komast á það stig að verða vinnsluhæf þá fer loðnan að losa hrognasekkinn og að verða klár í hrognatöku,“ sagði Sindri. „Þetta er alveg að bresta á.“ Nokkur loðnu- skip voru í gær að veiðum út af Þor- lákshöfn. Sum þeirra voru vinnslu- skip sem frysta aflann um borð. gudni@mbl.is Frysting loðnu- hrogna að byrja Morgunblaðið/Ómar Loðnuhrogn Hrognavinnsla hjá Saltveri 2014. Mynd úr safni.  Hefst líklega á morgun eða á fimmtudag Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hóf síðastliðinn föstudag að leggja dag- sektir á Útvarp Sögu að upphæð 75 þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður þar til félagið lætur af útsend- ingum á tíðninni 102,1 MHz. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarps- stjóri Útvarps Sögu, segist í samtali við blaðið enga leið sjá til þess að halda útvarpsstöðinni gangandi við þessi skilyrði. „Það er enginn rekst- ur sem þolir þetta, en í mínum huga eru skilaboðin skýr – það er verið að ganga frá okkur endanlega.“ „Látum þá bara drepa okkur“ Seint á seinasta ári hafnaði PFS kröfu stöðvarinnar um að fá varan- lega heimild til notkunar á tíðninni 102,1 til viðbótar við þá tíðni sem fé- lagið hefur nú þegar heimild til að nota á höfuð- borgarsvæðinu. Arnþrúður segir stöðina hins vegar þurfa báðar tíðnir til að þekja allt höfuðborgar- svæðið. „Nei, það kemur ekki til greina,“ segir hún, spurð hvort félagið muni hætta útsendingum á tíðninni 102,1 MHz. „Við látum þá bara drepa okkur.“ Þá segir Arnþrúður félagið hafa kært ákvörðun PFS til úrskurðar- nefndar fjarskipta- og póstmála, en niðurstaða þeirrar nefndar liggur ekki fyrir. khj@mbl.is Dagsektir lagðar á Útvarp Sögu  Munu ekki hætta að senda út á 102,1 Arnþrúður Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.