Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 15
26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Já, stemningin hefur verið góð,“ segir Unnar. „Ef við höfum eitthvað að segja, þá segjum við það bara af virðingu og hógværð,“ segir Ólafur, sem er líka kvæntur en barnlaus. Staðalmyndinni af rokklíferni er því ekki fyrir að fara hjá þeim. „Á síðasta túr voru allir nema einn einstaklingur í sam- bandi. Menn eru rosalegir rólegir,“ segir Unnar. Dagskráin er líka stíf. „Við spilum, göngum frá, förum í rút- una og beint á nýjan stað,“ segir Guðmundur. „Maður er bara þreyttur,“ segir Ólafur. Unnar segir að ef einhver spyrji þá hvort þeir vilji koma í partý neiti þeir því nú oftast. „Síðan sitjum við í sófanum aftast að spila FIFA og hugs- um, vá hvað við sluppum vel,“ segir Ólafur. Þeir segja að ef einhver sé í stuði sé hægt að staupa sig í eldhúsinu í rútunni. „Ég smakka alveg bjór, ég er ekki mikið að drekka en ég er ekki með neina fordóma fyrir drykkju. Ef þú höndlar drykkj- una þá er það allt í lagi en ef þetta er byrjað að skaða sjálfan þig og aðra í kringum þig þá er þetta ekkert voðalega snið- ugt,“ segir Unnar. Þannig að það eru engin fyrirmæli frá þeim um lítravís af Jack Daniels baksviðs. „Það er samt alltaf bjór,“ segir Unnar en magnið af honum hefur frekar farið minnkandi og vatns- flöskunum fjölgað. „Vatnið klárast alltaf rosalega hratt.“ Þeir búa allir í bænum en eru mikið í Eyjum og Guðmundur segir að fiskilyktin úti á Granda minni hann á æskuslóðirnar. „Alltaf þegar það er stórviðburður í Eyjum þá bræða þeir versta skítinn. En við tökum ekki eftir neinu, löngu búnir að brenna nasaholurnar,“ segir Unnar og bætir við að hann myndi búa í Eyjum ef samgöngurnar væru betri og traustari. Hræðslan við að festast í Eyjum þegar tónlistargyðjan kall- ar er til staðar enda ekki gott að vera veðurteppur þar þegar tónleikar eru á döfinni. Gítar umfram fótbolta „Við öll systkinin eigum það sameiginlegt að hafa eiginlega ekkert verið í fótbolta, sem er óvenjulegt í Eyjum. Strax og þú ert ekki að æfa fótbolta ertu kominn í minnihlutahóp í Eyj- um,“ segir Guðmundur enda er það forláta gítar sem gengur á milli bræðranna þriggja í sófanum á meðan á viðtalinu stend- ur, en ekki bolti. Auk þess að vera tónlistarmenn eru bræðurnir þrír allir myndlistarmenn. „Að teikna var það eina sem ég vildi gera. Og að vera á hjólabretti,“ segir Unnar en málverk eftir hann prýðir einmitt plötuumslag Floating Harmonies. „Ég kláraði Myndlistarskóla Reykjavíkur og fór í Listahá- skólann en hætti í honum út af tónlistinni,“ segir Guðmundur en Ólafur kláraði teikningu í Myndlistarskólanum í Reykjavík. „Við erum með mjög mismunandi stíl. Svo er systir okkar góða að teikna og er í textílhönnun núna,“ segir Guðmundur, sem sjálfur hætti í vélstjórnarnámi til að fara í myndlist- arnám, sem hann segir að hafi þótt frekar skrýtið í Vest- mannaeyjum. Talið berst að pólitík. „Það halda alltaf allir að allir Eyja- menn séu Sjálfstæðismenn, sem er næstum því rétt,“ segir Unnar, sem kann að hrista upp í hlutunum. „Ég hef ákveðið að alltaf þegar ég spila í Eyjum byrji ég tónleikana á því að segja: Áfram KR, burt með kvótann, kjós- um Vinstri græna,“ segir Unnar en honum finnst gaman að segja þetta til að „fá blóðið til að renna aðeins hjá fólki“. „Við erum mjög stríðnir,“ segir Guðmundur. „Það er gaman að stríða einhverjum sem tekur sig of hátíð- lega, hann býður dálítið upp á það,“ segir Unnar. Morgunblaðið/Golli Þetta málverk er verk Unnars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.