Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 37
sakfella hann. Tveimur dögum síðar var Bellingham
tekinn af lífi að viðstöddum fjölda áhorfenda sem fögn-
uðu og stöppuðu eins og nú er gert á útitónleikum.
Lýðurinn fékk svo að bjóða í garma morðingjans til að
eiga til minja.
Samsærisskortur
Þarna var heldur ekkert samsæri á ferð.
Nú kjósa yfirvöldin sennilega samsærin miklu frem-
ur en morð „hinna ráfandi úlfa“. Tæknin, myndavélar á
hverju strái, hleraðir símar og sjónvarpstæki sem
breytt hefur verið í hlustunargræjur og taka mynd af
heimamönnum eftir að þeir halda sig hafa slökkt á
tækjunum. Jafnvel örbylgjuofnar hlera ef marka má
skýrslur frá CIA sem Wikileaks dreifði nýverið. Bréf-
ritari hefur aldrei fjárfest í örbylgjuofni, sem kemur
sér vel núna.
Það felst í orðinu að samsærismenn þurfa að tala
saman. Einhver slíkra kann að tala ógætilega við ein-
hvern eða guggna og kjafta frá til að kaupa sér hlífð
eða vægari refsingu. Enn sem komið er nema hvorki
símarnir né örbylgjuofnarnir hvað fram fer í heilabúi
úlfanna sem ráfa. Sá nýjasti þeirra, Khalid Masood,
fær þau eftirmæli frá hótelhaldaranum sem hýsti hann
síðast að þar hafi farið notalegur og glaðlegur ein-
staklingur, kurteis og gert að gamni sínu. „Ég er á för-
um til London,“ sagði hann glaðlega þegar hann yfir-
gaf hótelið. Hann laug engu um það.
Áður fyrr og nú
Tækniframfarir af margvíslegu tagi hjálpuðu sam-
særismönnum framan af. Þeir gátu lagt á ráðin án þess
að vera hleraðir. Það hringdi ekki bjalla tengd kred-
itkortinu ef keypt var eitthvað sem almennt er notað til
að myrða fólk. Hryðjuverkasamtök viðurkenna þá
staðreynd að með hverri árás verða yfirvöld betur
undirbúin og hafa ríkari heimildir en áður til að fylgj-
ast með athöfnum einstaklinga, hryðjuverkamanna
sem annarra. Eftir Breivik eru áburðarkaup manna
vöktuð og skráð. Áður var horft til venjulegs sprengju-
gerðarefnis, sérstaklega eftir hryðjuverkið í Okla-
homa.
Hinn 19. apríl 1995 myrtu Timothy McVeigh og fé-
lagi hans 168 manneskjur í sprengjutilræði í Oklahoma
og særðu 680 og ollu fjárhagslegu tjóni sem metið var
á 650 milljónir dollara.
Ósköpin 11. september 2001 urðu svo hryðjuverkið
sem breytti allri þessari mynd og hafði afleiðingar sem
enn sér ekki fyrir endann á.
Samsærismenn á vegum Osama bin Laden voru
vopnaðir þotum sem flogið var með farþegum og
áhöfnum á hundrað hæða turna í hjarta kapítalismans.
Masood var vopnaður bílaleigubíl og eldhúshnífi. Það
er uppskriftin sem áróðursmenn Íslamska ríkisins
gefa beinlínis upp. Enda náði Masood með sínum ein-
falda búnaði að deyða að minnsta kosti 4 og særa 40!
Það er ekki líklegt að hryðjuverkamenn komist yfir
farþegaþotur aftur. En hnífar og bílaleigubílar liggja á
lausu. Lögregluyfirvöld viðurkenna að það sé næstum
ómögulegt að hafa hendur í hári allra þeirra sem gætu
hugsað sér að fremja hryðjuverk. Og áhöldin sem nú
eru brúkuð eru innan seilingar og þjóðfélagið getur
ekki án þeirra verið.
Og þeir sem ná að heilaþvo einstaklinga og „senda“
þá sem böðla á nágranna sína eru í þúsunda kílómetra
fjarlægð og „samsærismennirnir“ talast ekki við. Ef
þeir gerðu það ætti lögreglan möguleika. Breska lög-
reglan hefur yfir þrjú þúsund manns undir eftirliti.
Fólk sem talið er líklegt eða að minnsta kosti ekki ólík-
legt til að fremja hryðjuverk.
Masood var í þessum hópi. En eftirliti með honum
var hætt svo einbeita mætti sér að einstaklingum sem
meiri hætta steðjaði frá.
Nálarnar í heystakki hryðjuverka
En það eru margir sem hafa aldrei sýnt á spilin sín.
Þeir eru hættulegastir.
Þýska lögreglan telur sennilegt að um 10 þúsund
hryðjuverkamenn hafi komið með þeim hundruðum
þúsunda sem tekið var fagnandi, þótt úr fagnaðar-
látum hafi dregið.
Stór hópur fólks í lýðræðisríkjum Vesturlanda reyn-
ir af miklum ákafa að koma í veg fyrir það að yfirvof-
andi hætta sé rædd. Og það gerir það í góðri meiningu.
En sú hin góða meining er nær því að vera meinsemd
en meining. Það var aldrei bannað í Bretlandi að segja
að hættan sem stafaði frá Írska lýðveldishernum staf-
aði frá Írska lýðveldishernum. Hræðsluáróður og ýkj-
ur öfgamanna geta svo sannarlega verið skaðleg. Það
er rétt að leitast við að andæfa umræðu sem fellur í
öfgafullan farveg. En það er jafnháskalegt að þagga
niður umræðu sem byggir á staðreyndum. Enn verra
er að neita að upplýsa fólk um slíkar staðreyndir fyrr
en það er orðið um seinan.
Í sumum nágrannalöndum okkar er kvartað meir og
meir yfir afneitun og þöggun. Þöggunin virðist vera að
koma í bakið á mönnum og styrkja stöðu þeirra sem
síst skyldi. Það hlýtur að vera lexía fyrir aðra til að
læra af. Og þá fremur fyrr en síðar.
En er nokkur ástæða til að ætla að við séum á sömu
braut og þeir sem telja sig nú hafa brennt sig svo illa,
og að örðugt sé að snúa óheillaþróun við?
Er ástæða til að ætla að svo sé ekki?
Er það ekki spurningin?
Það skyldi ekki vera.
Morgunblaðið/RAX
26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37