Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 17
Eftir 1-2% fólksfækkun á ári um nokkurt skeið fjölgaði íbúum í Norðurþingi um 140 á síð- asta ári sem skilar sér í 13-14% hærra útsvari til sveitarfélagsins. Í þessu sambandi segir Kristján Þór það gríðarlegt hagsmunamál fyrir sveitarfélög að allir sem þar búa og starfa, til lengri eða skemmri tíma, skrái lögheimili sitt þar og fyrir því hefur Norðurþing beitt sér. Kristján Þór segir skort á húsnæði geta stefnt í töluverð vandræði á meðan beðið er eftir byggingu fleiri íbúða en vandræðin gætu aukist á komandi mánuðum, sérstaklega ef íbúum fjölgi mjög hratt. „Það er að koma hérna 120 manna vinnustaður og því fylgja alltaf einhver ruðningsáhrif. Þannig að við verðum að byggja meira og það eru fuglar komnir í skóginn, ekki síst í ljósi hækkandi fasteignaverðs á svæðinu.“ Hann fagnar þeirri þróun enda sé það ekki sjálfbær staða fyrir sveitarfélag til lengri tíma litið ef hægt er að lokka fólk þangað á þeim forsendum að húsnæði fáist á spottprís. Framboð minna en eftirspurn „Það er óhætt að segja að framboðið sé minna en eftirspurnin,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Hann segir sérstaklega þörf fyrir leiguhúsnæði í sveitarfé- laginu en leigumarkaðurinn hafi ekki verið nægilega traustur eystra. Allt húsnæði sem sé auglýst fari með það sama og gildir það bæði um húsnæði til sölu og leigu. „Við höfum rætt það meðal sveitarfélaganna hér fyrir austan hvort menn þurfi ekki að snúa saman bökum til að auka þetta framboð. Það er alveg ljóst að eftirspurnin er fyrir hendi,“ segir Björn en í þessu sambandi á hann ekki við félagslegt húsnæði, heldur virkan leigu- markað. Að sögn Björns hefur bæði sölu- og leiguverð verið að hækka síðasta árið eða svo. Björn telur ekki að Fljótsdalshérað sé að missa af fólki af þessum sökum en ekki sé langt í að sú staða gæti komið upp. „Það er aðkallandi verkefni að bregðast við þessari þróun.“ Jákvæð teikn eru þó á lofti og segir Björn ánægjulegt að byggingaraðilar séu komnir af stað í sveitarfélaginu í fyrsta skipti í nokkurn tíma. „Það er verið að reisa hérna fjögur rað- hús í augnablinu og við höfum orðið vör við aukna eftirspurn eftir lóðum,“ segir hann. Allt fer undir eins Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarfé- lagsins Hornafjarðar, segir skort á íbúðar- húsnæði í sveitarfélaginu, bæði til kaups og leigu; allt fari undir eins og það er auglýst. „Þannig hefur það verið undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir hann. Björn Ingi segir leigumiðlanir á borð við Airbnb hafa tekið talsvert til sín af húsnæði í sveitarfélaginu hafi farið undir gistingu í ferðaþjónustu undanfarin misseri og þar með fækkað möguleikunum. „Nú er bara að bíða og sjá hvaða áhrif nýju lögin koma til með að hafa í því sambandi. Mögulega opnar þessi níutíu daga regla á meiri útleigu enda þarf fólk ekki lengur að búa í húsnæðinu,“ segir hann. Björn Ingi segir sveitarfélagið þegar hafa gert ráðstafanir til að bregðast við skorti á íbúðarhúsnæði. „Við höfum greint þörfina og fyrir tveimur árum hættum við að innheimta byggingarleyfisgjöld; bjóðum lóðirnar sem sagt fríar. Þegar eru hafnar fram- kvæmdir við tvö hús af þeim sökum og við höfum vænt- ingar til þess að fleiri komi í kjölfarið. Það er auðvitað fyrsti kostur að hvetja ein- staklinga til að byggja.“ Þess utan stofnaði sveitarfélagið húsnæðisfélag, sjálfeign- arstofnun, á grunni nýrra laga um almennar leiguíbúðir, og fékk styrk til að byggja fimm íbúðir. Björn Ingi segir viðræður standa yfir að verktaka til að sinna því verki. „Vonandi náum við einhverjum af sterkari fyrirtækjunum á svæðinu með okkur í þessa uppbyggingu enda vantar þau húsnæði fyrir sitt starfsfólk. Þetta yrði þá samfélagslegt samstarfsverkefni.“ Björn Ingi segir þróunina um margt vera farna að minna á árið 2007; uppgangur sé mik- ill og sífellt erfiðara verði til dæmis að fá iðn- aðarmenn til starfa; þeir séu störfum hlaðnir út um allt land. Spurður hvort hann sé uggandi yfir þessu svarar Björn Ingi neitandi en mik- ilvægt sé þó að ganga hægt um gleðinnar dyr. Spurður hvort Hornafjörður sé jafnvel að missa af fólki vegna stöðunnar í húsnæðismálum svarar Björn Ingi: „Við erum alla vega ekki að fá þá fjölgun sem við nauðsynlega þurfum á að halda en það er fullt af lausum störfum á Horna- firði, bæði hjá sveitarfélaginu sjálfu, í sjávar- útvegi, ferðaþjónustu og svo framvegis. Ætli þetta séu ekki tuttugu störf, hið minnsta. Það eina sem stoppar það er húsnæði,“ segir Björn Ingi en bætir við að íbúum sveitarfélagsins hafi eigi að síður fjölgað á síðasta ári um 1,1%. Framboðið að aukast Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir vanta meira húsnæði inn á svæðið. Sitthvað sé þó í pípunum, til dæmis er verið að gera upp margar íbúðir og herbergi fyrir einstaklinga á Ásbrú, sem verið hafa óuppgerð eftir að herinn yfirgaf landið. „Þetta húsnæði er í eigu nokkurra félaga og þau eru á fleygiferð að koma því í stand,“ segir Kjartan Már. Hann bendir líka á, að Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, BYGG, hafi keypt heilt hverfi af dótturfélagi Landsbankans, sem var innan varnarsvæðis og gekk undir nafninu Nikel en nefnist nú Hlíðahverfi. „Þeir eru að hefja framkvæmdir. Þannig að framboðið er klár- lega að aukast.“ Enn fremur segir Kjartan Már búið að láta út allar lóðir sem voru lausar í sveitarfélaginu og mun það hafa verið talsvert. „Þannig að hér er allt á fleygiferð og ástæða til bjartsýni.“ Hann segir bæði kaup- og leiguverð fara hækkandi í Reykjanesbæ. Þróunin sé kannski ekki alveg jafnbrött og í Reykjavík en slagi þó upp í það. „Hækkunin er hröð og mikil og maður sér næstum því mun frá mánuði til mánaðar sem aftur veldur því að bygging- araðilar treysta sér til að fara af stað og byggja. Mér heyrist á þeim að söluverðið sé orðið nógu hátt til þess að það borgi sig,“ seg- ir Kjartan Már. Hann vonar að ástandið í húsnæðismálum sé ekki að fæla fólk frá svæðinu enda sé uppbygg- ingin í atvinnulífinu með þeim hætti, aðallega í kringum Leifsstöð, að mikil þörf sé fyrir nýtt fólk. Kjartan Már segir muna mikið um aukin umsvif í Leifsstöð og fyrirtækin þar þurfi í auknum mæli að leita út fyrir landsteinana til að mæta vaxandi þörf fyrir starfsfólk. „Hingað fluttu rúmlega 1.100 manns í fyrra sem er 7,4% íbúafjölgun sem er nánast for- dæmalaust.“ Staða húsnæðismála á landsbyggðinni Snæfellsbær Talsverður skortur á húsnæði og lítið sem losnar. Margt ungt fólk að flytja á svæðið enda auðveldara að spara fé úti á landi. Ísafjarðarbær Eiginlega skortur á húsnæði en fasteignaverð ekki nógu hátt. Fer þó hækkandi. Mikil fólksfjölgun framundan vegna vaxtar í fiskeldi. Fljótsdalshérað Framboð á húsnæði minna en eftir- spurn. Sveitarfélagið ekki að missa fólk af þeim sökum en sú staða gæti komið upp. Reykjanesbær Vantar meira húsnæði. Þó margt í gangi, einkum á Ásbrú. Mikil atvinnuuppbygging, ekki síst kringum Leifsstöð, og fólki fjölgar ört. Sveitarfélagið Hornafjörður Skortur á íbúðarhúsnæði. Hugað að framkvæmdum. Fullt af lausum störfum og fólksfjölgun mætti vera meiri. Sveitarfélagið Skagafjörður Of lítið framboð á húsnæði og sveitarfélagið að missa fólk af þeim sökum. Nýbyggingar að komast í gang eftir hlé. Norðurþing Of lítið framboð á húsnæði. Ekki enn til vandræða en það gæti breyst fljótlega enda 120 manna vinnustaður á leiðinni. ’Okkar verkefni hjásveitarfélaginunúna er að endurskoðaskipulag, finna heppi- legar lóðir og örva verk- taka til húsbygginga. 26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.