Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 22
Sigrún Halla Unnarsdóttir
segir að út frá góðu samtali
kvikni bestu hugmyndirnar
og verkefnin.
Morgunblaðið/Golli
Austurland* Make it happen again er liður í dagskrá Hönn-
unarmars 2017. Sigrún Halla Unnarsdóttir er sýningarstjóri
sýningarinnar. Hún segir megináherslur sýningarinnar
snúa að því að kynna Austurland, þar sem austfirsk
hönnun, tónlist, ilmur og matur verða í forgrunni.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Upplifun fyrir
öll skynfærin
ALVARA er hönnunarteymi stofnað af þeim Ágústu Sveinsdóttur vöruhönnuði, og Elísabetu Karls-
dóttur fatahönnuði. Þær kynna línuna USELESS á sýningunni. ALVARA var jafnframt kosin kosin
vörulína ársins á hönnunarverðlaunum Reykjavík Grapevine fyrir skartgripalínuna Silfru.
Ljósmynd/Anna Maggý
Handgerða dýnan Ró frá hönnunarþríeykinu
RoShamBo á Seyðisfirði.
Verk frá Or Type, hönnunarfyrirtæki Guð-
mundar Úlfarssonar og Mads Freund Brunse.
Sýningin Austurland* Make it happenagain er einskonar frjósemishátíð aust-firskra fjöllistamanna og hönnuða.
„Fjölbreytt hönnunarverkefni verða til sýnis,
tónleikar frá austfirskum tónlistarmönnum og
Pecha Kucha-örfyrirlestrar svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir sýn-
ingarstjóri. Hún segir sýninguna einkennast af
upplifun fyrir öll skynfærin, austfirsk hönnun,
tónlist, ilmur og matur. Þá býður Kex Hostel
upp á hádegis- og kvöldverðarmatseðil inn-
blásinn af austfirsku hráefni undir styrkri
stjórn Austfirðingsins Ólafs Ágústssonar mat-
reiðslumanns sem hlaut á dögunum Michelin-
stjörnu ásamt félögum sínum hjá Dill Restaur-
ant. Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland
verður einnig kynnt en þar hefur hönn-
unarhugsun mótað verkferlið frá upphafi.
Hvetja og efna til nýrra verkefna
Sýningin er einskonar endurfundir Make it
happen, hönnunarráðstefnu sem haldin var
fyrir austan árið 2012 af MAKE, sem er regn-
hlíf fyrir skapandi verkefni á Austurlandi.
„Fræjum var sáð á ráðstefnunni og hafa fjöl-
mörg íslensk og alþjóðleg verkefni sprottið úr
frjórri moldinni víða um heim. Á sýningunni
Austurland* Make it happen again ætlum við
að kortleggja á myndrænan hátt tengslanetið,
sýna brot af því sem er að gerjast og hvetja og
efna til nýrra verkefna,“ útskýrir Sigrún og
bætir við að á bak við MAKE standa félaga-
samtök sem heita Sam-félagið og eru það
raddir fyrir framgang skapandi greina á svæð-
inu. Hún segir eitt aðalmarkmið félagsins vera
að vinna að því að skapa fleiri atvinnutækifæri
fyrir listamenn og hönnuði. „MAKE og Sam-
félagið vilja líkja vekja athygli á hversu öflugt
skapandi ferli getur verið, til nýsköpunar í
starfandi fyrirtækjum, sveitarfélögum og
stofnunum hvers konar. Hægt er að sækja um
aðild að félaginu í gegnum heimasíðu þeirra
www.sam-felagid.is. Út frá MAKE spratt til að
mynda verkefnið Designs From Nowhere sem
hlaut fyrstu hönnunarverðlaun Íslands. Svo er
hönnunarteymið mitt, IIIF, líka afsprengi
Austurlands, en við stofnuðum teymið fyrir
austan þegar að við unnum að okkar fyrstu
vörulínu sem var alfarið úr austfirskum hrá-
efnum.“
Rík hefð fyrir handverki
á Austurlandi
Undanfarin ár hefur mikil gróska verið í hönn-
unarsamfélaginu á Austfjörðum. Aðspurð seg-
ir Sigrún sína tilfinningu vera að það sé
ákveðnum kjarnakonum sem búa fyrir austan
að þakka. „Þær hafa barist ötullega við það að
Austurland móti sér stefnu í hvernig samfélag
það vilji vera og fyrir hvað það vilji standa
bæði fyrir heimamenn og gesti.“
Sigrún segir alltaf hafa verið ríka hefð fyrir
handverki á Austurlandi og að það hafi aldrei
verið hallærislegt að búa eitthvað til og stund-
um beinlínis nauðsynlegt. „Við erum til dæmis
fjórar systurnar og gengum ósjaldan um í
heimasaumuðum krumpugöllum því það
fékkst ekki mikið í kaupfélaginu. Á okkur var
allt saumað nema stígvélin. Svo er náttúrlega
rík bændamenning, en þeir hafa í gegnum tíð-
ina skapað sér sín tækifæri sjálfir og velja sér
bóndastarfið vegna þess að það veitir þeim
næringu,“ útskýrir Sigrún og bætir við að upp
frá þessum kynslóðum hafa síðan sprottið kyn-
slóðir sem taka skrefið lengra og hafa menntað
sig innan sinnar listgreinar og það hefur svo
skilað sér í hönnunar- og listasenuna.
„Mig langar að hvetja fólk til að koma til að
spjalla og stækka tengslanetið sitt. Það er eitt
af því mikilvægasta sem við viljum gera með
þessari sýningu. Út frá góðu samtali kvikna
bestu hugmyndirnar og verkefnin.“
Þá segir Sigrún uppbygginguna halda áfram
og nú sé unnið að þróun á mismunandi farveg-
um fyrir skapandi verkefni. „En við viljum frá
fleira skapandi fólk austur því tækifærin eru
til staðar og MAKE og Sam-félagið geta lagt
til tengslanet og stuðning. Ég mun alltaf vera
eitthvað með puttana í austfirska suðupott-
inum, hvernig sem það verður. Ég er fædd og
uppalin þar og mun alltaf tengjast þangað
sterkum böndum.“
’ Á sýningunni ætlum við kortleggja á myndrænan hátt tengslanetið,sýna brot af því sem er að gerjast og hvetja og efna til nýrra verkefna.
HÖNNUN Dagana 23.-26. mars er hönnunarhátíðin HönnunarMars haldin hátíðlegvíðs vegar um Reykjavík. Gríðarlegur fjöldi hönnuða tekur þátt í hátíð-inni og er öllum velkomið að kynna sér það nýjasta í íslenskri hönnun.
Dagskrá hátíðarinnar má kynna sér frekar á vefsíðunni honnunarmars.is.
HönnunarMars í Reykjavík
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017