Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 Einn dagur eftir Það þekkja allir hveralykt,brennisteinslyktina semberst stundum yfir borgina og er þá uppsprettan oftast Hellis- heiðarvirkjun. Margir eru næmir á þessa lykt, ekki síst útlendingar, sem finna þessa „fúleggjalykt“ meira að segja af baðvatninu. Fyrr í þessum mánuði fylgdi þessari lykt brennisteinsmengun sem fór yfir heilsuverndarmörk brennisteins- vetnis sem eru 50 μg/m3 að meðaltali á sólarhring. Umdeild mörk Árið 2010 voru í fyrsta skipti sett mörk í íslenskar reglugerðir um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. „Þessi mörk eru um- deild en við settum heilsuvernd- armörkin við 50 μg/m3 en Alþjóða- heilbrigðismálstofnunin er með 150 μg/m3,“ segir Þorsteinn Jóhanns- son, sérfræðingur hjá Umhverf- isstofnun. Mörkin eru mjög breyti- leg milli landa, frá því að liggja lágt og yfir í 150 μg/m3 eins og sést á meðfylgjandi töflu. Hann segir að stofnunin fái að heyra frá jarðhitageiranum að þetta séu of lág mörk en fái aftur á móti kvartanir frá almenningi um að fólk fái höfuðverk eða verði óglatt. „Næmustu einstaklingarnir finna lyktina af brennisteinsvetni við 7-10 μg/m3. Þegar þú ert kominn yfir mengunarmörkin þá eru flestir farn- ir að finna lykt,“ segir hann. Þorsteinn segir að mál sem varði lykt séu jafnan mjög flókin. „Ólykt er hreinlega skilgreind sem mengun en svo er mjög persónubundið hvað er lykt og hvað ólykt.“ Engin undanþága Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gefur út starfsleyfi fyrir Hellisheið- arvirkjun. Stella Hrönn Jóhanns- dóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá HSL, fylgist með virkjuninni. Hún segir að misskilnings gæti um að virkj- unin starfi á undanþágu en það sé aðeins verið að fara eftir reglugerð en reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti var breytt með reglugerð nr. 715/ 2014. „Klukkustundarmeðaltalið þarf að hafa verið yfir 150 μg/m3 í þrjár klukkustundir samfellt áður en að send er út tilkynning. Heilbrigð- iseftirlitið þarf að sjá til þess að það sé send út tilkynning en það er Orka náttúrunnar sem sér um fram- kvæmdina. Það sem gerðist núna síðast er að brennisteinsvetnið fór yfir 24 stunda meðaltalið sem er 50 μg/m3 en ekki yfir tilkynning- armörkin. Hæsta klukkustund- armeðaltalið var 140 μg/m3, háir toppar sem stóðu yfir í stuttan tíma í stuttan tíma sem telja í þetta hlaup- andi sólarhringsmeðaltal,“ segir Stella. „Heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að framkvæmdaaðilar sjái til þess að loftmengun frá starfsemi virkjunarinnar sé innan marka reglugerðar og svo hefur verið hing- að til. Loftmengun frá virkjuninni hefur ekki farið yfir þessi sólar- hringsmörk þrisvar sinnum á þessu ári eins og er. Við erum ekki komin með yfirfarin gögn fyrir fyrsta árs- fjórðunginn en í byrjum apríl fáum við skýrslu frá óháðum aðila sem fer yfir gögnin en það er ekki fyrr en þá sem við getum sagt það með vissu hvort þetta var einn eða tveir við- burðir þar sem var farið yfir mörkin. Ef loftmengun frá virkjuninni fer yf- ir sólarhringsmörkin í þrjú skipti á innan við ári þá fær fyrirtækið við- vörun.“ Hvaða ferli tekur við? „Við byrjum á áminningu og kröf- um um úrbætur. Og svo verður ferl- ið þyngra og þyngra eftir því sem á líður samkvæmt þvingunarúrræðum samkvæmt reglugerðum um meng- unarvarnareftirlit,“ segir hún. Starfsleyfi Hellisheiðarvirkjunar var endurútgefið 19. október sl. til 12 ára og er endurskoðað á fjögurra ára fresti. Lofthreinsunin tvöfölduð Bjarni Már Júlíusson hefur verið framkvæmdastjóri Orku náttúrunn- ar (ON) frá haustinu 2016 en hann hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur 2012. ON hefur náð góðum árangri síðustu ár með nýrri aðferð til að draga úr styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti af völdum jarð- gufuvirkjana. Lofthreinsistöðin gengur út á það að þær jarðhitalofttegundir sem fóru áður út í andrúmsloftið eru að- skildar frá gufunni og dælt aftur nið- ur í jarðhitageyminn þaðan sem þær komu. „Þessi nýja aðferð hefur verið í þróun allt frá árinu 2007 og í notkun síðustu þrjú ár og reynst vel. Við er- um að dæla niður um 60% af öllu brennisteinsvetni sem kemur upp með gufunni. Við tvöfölduðum loft- hreinsunina í sumar. Af sjö vélum virkjunarinnar erum við að dæla nið- ur brennisteinsvetni frá fimm. Hinar tvær eru í nýjasta stöðvarhúsinu sem er aðeins fjær eldra húsinu og þær eru ekki tengdar þessu kerfi,“ segir Bjarni. Verkefnisáætlunin miðaði við að hreinsa um tvo þriðju brennisteins- vetnisins og athuga hvort það væri nægjanlegt til að vera innan marka starfsleyfis, sem kveður á um að meðaltalsstyrkur á sólahring fari ekki oftar en þrisvar á ári yfir 50 μg/ m3. „Það kom okkur á óvart að við þær sérstöku veðuraðstæður sem urðu í byrjun mars, að styrkurinn fór tvisv- ar yfir sólahringsmörkin. Nú vitum við að þetta getur gerst við þessar sérstöku veðurfarsaðstæður og ætl- um því að tengja síðustu tvær vél- arnar við lofthreinsistöðina og auka þannig afköstin. Þetta mun gerast fyrir næsta vetur ef þarf,“ segir hann. Kröfurnar hafa breyst Þegar fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkj- unar var byggður árið 2006 voru eng- ar reglur í gildi á Íslandi um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. „Í dag gerir almenningur eðlilega meiri kröfur til loftgæða. ON mætir þess- um kröfum. Við erum ákaflega stolt af þessari grænu orkuvinnslu og vilj- um gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að gera enn betur og stefnum á sporlausa vinnslu,“ segir hann. Heilsuverndarmörk í ýmsum löndum * Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin Heimild: Sigurður Björnsson og Þröstur Þorsteinsson 2014 St yr ku r br en ni st ei ns ve tn is (μ g/ m 3 ) Br et la nd (2 4 kls t.) Ba nd ar ík in m eð al ta l Ka na da m eð al ta l Ás tr al ía (2 4 kls t.) N ýj a- Sj ál an d (1 kls t.) In dl an d (2 4 kls t.) Rú ss la nd (2 4 kls t.) Ú rú gv æ (2 4 kls t.) 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt bendir til þess að brennisteinsvetnismengunin frá Hellisheiðarvirkjun hafi farið tvisvar yfir sólarhrings viðmiðunarmörk á þessu ári. Aðeins er leyfi til þess að fara þrisvar yfir mörkin á ári. Orka náttúrunnar bregst við með því að hreinsa meira. ’ Lífeðlisfræðileg skýring er fyrir því að brennisteinsvetnislykt getur valdið ógleði en það getur verið smá brennisteinsvetn- islykt af skemmdum mat. Sú lykt er að segja okkur að borða ekki matinn og þó að enginn matur sé til staðar framkallast ógleðin. INNLENT INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR ingarun@mbl.is Núverandi vefsíða Umhverfisstofnunar sem sýnir loftgæðamælingar er orðin gömul og þarfnast uppfærslu. Sem stendur er aðeins hægt að skoða tíu mínútna meðaltöl fyrir mælana við Grensásveg og Norðlingaholt á ust.is. Seinna á árinu verður opnuð ný síða Umhverf- isstofnunar þar sem hægt verður að sjá tíu mínútna-, klukkutíma- og sólarhringsmeðaltöl á magni brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Þá mun síðan líka telja sjálfvirkt hversu oft hefur verið farið yfir mörkin. Svokallað dreifilíkan verður einnig á væntanlegri síðu. Þá verður hægt að sjá hvernig mengunin breiðir úr sér þegar svo stendur á. „Þá geturðu séð að strókurinn úr Hellisheiðarvirkjun liggur núna í Kópa- vog og Hafnarfjörð en ekki í Reykjavík, eða það að hann liggur í Mos- fellsbæ. Þetta eru þá reiknuð gildi. Öll upplýsingamiðlun verður miklu betri,“ segir Þorsteinn. „Í dag getum við aðeins sýnt hvernig styrkurinn er á hverri mælistöð en með dreifilíkani getum við séð hvernig mengun dreifir úr sér, til dæmis út frá stórum umferð- argötum eða verksmiðjum,“ segir hann. Unnið er að uppsetningu hugbúnaðarins en einhverja mánuði tek- ur að láta hann virka enda þarf að setja gríðarlega mikið gagnamagn inn í líkanið svo það virki rétt. Bylting með nýrri síðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.