Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 VETTVANGUR Í vikunni seldi einkafyrirtæki29% hlut í Arion banka tilnokkurra erlendra fjármálafyr- irtækja. Seljandinn er einnig að verulegu leyti í eigu sömu erlendu aðila. Kaupendurnir hyggjast sækja um leyfi Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Íslenska ríkið átti enga aðkomu að þessum viðskiptum, var hvorki kaupandi né seljandi enda ekki eig- andi að þessum hlut í Arionbanka og hefur vonandi engan sérstakan áhuga á að bæta fjórða ríkisbank- anum í safn sitt. Fyrir á íslenska ríkið Landsbankann, Íbúðalánasjóð og Íslandsbanka. Það óvenjulega við þessi við- skipti einkaaðila með hlut í banka er að söluandvirðið, tæpir 50 millj- arðar króna, rennur allt í ríkissjóð Íslands. Ríkissjóður hefur að mér sýnist fljótt á litið aldrei fengið svo háa fjárhæð í sinn hlut við banka- sölu, jafnvel ekki þegar seldir voru hlutir í bönkum sem voru þó í eigu hans sjálfs! En svo gaus reiðin upp. Og hverjir urðu svona reið- ir? Kannski er- lendu seljendurnir sem fengu ekki krónu fyrir hlutinn sem þeir seldu? Nei, það voru ýmsir landar mínir sem áttu enga aðild að þessum við- skiptum en töldu sig og aðra Ís- lendinga hlunnfarna með ein- hverjum hætti, og það þótt allir fjármunirnir sem skiptu um hend- ur í þessum viðskiptum muni renna í ríkissjóð Íslendinga. Og það þótt enginn sé skyldaður í viðskipti við þennan banka. Þeir sem kunna að vera ósáttir við eignarhaldið geta einfaldlega leitað annað. Meðal hinna reiðu voru nokkrir þingmenn sem höfðu þó komið að og samþykkt þau lög sem um þessi mál gilda, bæði almenn lög sem gilda um eignarhald banda og eft- irlit með þeim og sérstök lög sem lögðu grunn að því að hægt væri að aflétta höftunum að mestu leyti og vörðuðu því leiðina í þessum viðskiptum með hlutinn í Arion banka. Mesta undrun mína vakti að sjá fyrrverandi ráðherra Framsókn- arflokksins lýsa efasemdum um þessi mál sem þeir áttu sjálfir svo ríkan þátt í með lagasetningu á síðasta kjörtímabili. En ef til villl höfðu hinir ágætu Framsókn- armenn vænt- ingar um að engir kaupendur fyndust að bankanum, hann endaði þar með á einhvern hátt í fangi ríkisins og yrði síðar meir liður í „end- urskipulagningu“ Framsókn- arflokksins á fjármálakerfinu. Þrátt fyrir þá óvenjulegu stöðu að beina aðkomu Framsókn- arflokksins skorti við þessa banka- sölu mun umræddur banki vonandi lifa áfram eigendum sínum, starfs- mönnum og viðskiptavinum til gagns. En auðvitað er ekki á vísan að róa í bankarekstri, alveg sama hver eigandinn er, eins og und- anfarinn áratugur hefur kennt mönnum á nokkuð sársaukafullan hátt á Vesturlöndum. Hjálp, hlutur í banka seldur án aðkomu Framsóknarflokksins ’ Hverjir urðu svonareiðir? Kannski er-lendu seljendurnir semfengu ekki krónu fyrir hlutinn sem þeir seldu? Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@althingi.is Morgunblaðið/Golli Tónlistarmað- urinn Stefán Hilmarsson skrifaði á Fa- cebook í vikunni: „Í gær og aftur áðan heyrði ég í útvarpinu lagið góða sem Daði flutti í Söngva- keppninni, en á ensku. Lagið er til á íslensku, sló þannig í gegn á dögunum og það er mér óskilj- anlegt að útvarpsstöðvarnar spili ekki þá útgáfu. Hvaða heimótti er þetta? Lagið er flott á ís- lensku, við erum íslensk, íslenska er móðurmál langflestra sem á hlýða og leiðin að hjartanu er greiðari og styttri á móðurmál- inu. Upp með sokkana!“ Brynjar Níelsson þing- maður hefur gantast með út- litsumræðu um sjálfan sig á Fa- cebook og skrifaði: „Þegar ég gekk inn í þingsalinn áðan sagði myndatökumaður RUV við mig að brosa nú einu sinni. Þetta er mikil vanvirðing við okkur fýlda fólkið? Ætlar hann kannski að segja mér að borða þegar lík- amsræktarátaki mínu lýkur?“ Þá hafði hann stuttu áður sagt að honum fyndist með ólíkindum að hann kæmist ekki á lista stjórnmálamanna með fallegasta hárið á Smartlandi. „Ætla þau á Smartlandi næst að halda mér fyrir utan lista yfir kynþokka- fyllstu stjórnmálamennina? Þá verða þau fullkomlega ómark- tæk.“ Uppistandarinn með meiru, Bylgja Bab- ýlons, tísti um launakröfur: „Var að senda póst vegna launa-umsemjunar. Setti 3 broskalla svo enginn haldi að ég sé reið. Godforbid að fólk haldi að ég sé frek.“ Hún benti líka á það á Twitter að sér fyndist „móðgandi þegar fólk móðgast yfir því hvað ég er móðguð og þá verð ég móðguðust.“ Og Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borg- arfulltrúi, tísti í gær: „Hvað er málið með aflit- aða hárið á forsprökkum ras- istaflokka? Halda þau að kjós- endur trúi því að þetta sé þeirra náttúrulegi lit- ur?“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður Akker- is, samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna tók und- ir og skrifaði: „ Hugsaði þetta þegar hann þarna hollenski nas- istinn með pissugula hárið birtist á skjánum um daginn. Langar líka að vita.“ AF NETINU Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.icecare.is Heilbrigð melting Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.