Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 25
Ingibjörg Hanna sýnir nokkrar nýjar vörur frá IH-ANNA HOME á sýninguinni. Sumar er nýkomnar ámarkað en aðrar rétt ókomnar og eru því frumgerð- irnar til sýnis núna. Home bags eða heimiliskörfur er ný vörulína sem samanstendur af 3 stærðum af fjölnota körf- um í mismunandi útfærslum úr 100% endurunnu plasti og með leðurhandföngum. Home bag er m.a. gagnlegt fyrir leikföng, prjónadót, plöntur, tau, eldivið, handlkæði og margt, margt fleira. BUBBLES mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáan- legt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett. Barnarúmföt er nýjung frá IHANNA HOME og verða fáanleg í 3 út- færslum: Dots mynstrinu í hvítum með svörtum doppum og Mountains mynstrinu í bleikri og blárri útfærslu. Barnarúmfötin eru í sætum „leikfimipokum“. Stærðin er 100x140 cm ásamt koddaveri 45x40 cm. Sængurverunum er lokað með rennilás. SENTIMENT værðarvoð er viðbót við værðarvoðalínuna sem er nú þegar fáanleg frá IH- ANNA HOME. Værðarvoðin er 130 cm x 180 cm að stærð og framleidd úr 88% ull og 12% bómll sem gerir hana hlýja og mjúka í senn. „Homebags vörulínan er samstarfsverk- efni IHANNA HOME og finnska fyrirtækisins Vilikkala,“ útskýrir Ingibjörg og bætir við að eigendur fyrirtækjanna hafi verið vinir síðan á unglingsárum og hafi lengi dreymt um að vinna að sameiginlegu verkefni. Þá segir Ingibjörg innblásturinn að Bubbles mynstrinu vera frá sápukúlumynstri sem myndast við uppvask. „Barnarúmfötin urðu til vegna óska frá viðskiptavinum. Við höfum verið með afskaplega falleg og vönduð rúmföt fyrir fullorðna og erum við að sinna eftirspurn.“ Ingibjörg segir hugmyndina að munstrinu Sentiment sprottna úr því tilfinningasambandi sem fólk myndar við suma hluti sem fylgja því í gegnum lífið. Aðspurð hvað sé framundan svarar Ingibjörg að hjá IH- ANNA HOME hanni hún vörur og setji í framleiðslu allt árið um kring ásamt Iðunni Brynju Sveinsdóttur. „Það er pínu tilviljun hvað er sýnt á HönnunarMars. Það fer eftir því hversu langt í ferlinu hver og ein vara er komin – hvort hún nær inn á HönnunarMars, hvort við erum komnar með frumgerðir, hvort hún sé jafnvel nýkomin í búðir,“ út- skýrir Ingibjörg sem vinnur nú að því að hanna fleiri vörur sem koma á markað í haust. „Svo munum við sýna á hönn- unarsýningunni FORMEX í Stokkhólmi í haust. Við erum komnar með flotta umboðsmenn í Svíþjóð og erum því á fullu ásamt umboðsmönnunum okkar að markaðssetja IH- ANNA HOME þar í landi. Við erum allavega fullar af spennu og gleði enda margt framundan.“ Barnarúmfötin frá IHANNA HOME urðu til vegna óska frá viðskiptavinum. Spennandi tímar Heimiliskörfur eru fjölnota körfur í mismunandi útfærslum úr 100% endurunnu plasti og með leðurhandföngum. 26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Anna Þórunn sýnir þrjár nýjarvörur á sýningunni. Stólinn By 2vann hún í samvinnu við manninn sinn, Gian Franco Pitzalis. „Mig er búið að dreyma um að hanna stól sl. 10 ár en á námsárum mínum Í Listaháskóla Íslands gerði ég nokkra stóla. Að hanna stól og koma honum áfram er heljarinnar verk “ Anna segist þar af leiðandi hafa haldið sig við smáhlutina. Anna ákvað síðan á tíu ára útskriftarafmæli sínu úr Listahá- skóla Íslands að láta drauminn. Hún kaus að nota pappagarn í stólinn en Gian hafði, ásamt föður sínum, í æsku ofið set- ur í stóla með sefgrasi eins og tíðkast hefur í margar aldir á Sardiníu. „Ég vildi hafa stólinn rúmgóðan, þar sem ég hef mikla þörf á að skipta um stellingar þeg- ar ég sit, og lágan til að halda jarðteng- ingu.“ Anna sýnir einnig pólýhúðaða stálvas- ann PROSPER. „Hugmyndin að vasa þar sem blómin væru að koma upp úr mold- inni læddist að mér eins og fræi væri sáð og svo kemur blómið upp. Lok er ofan á vasanum með misstórum götum en frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann, þannig nær blómið að halda styrk sínum eitt og sér. Með því að hafa rörin fest við lokið er hreinsun á vasanum auð- veldari heldur en ef rörin hefðu verið föst við botninn.“ Þá sýnir Anna einnig borð- spegil og skartgripahirslu sem ber heitið Insight, og er einskonar pýramídi úr ítölskum grænum marmara. Næst á dagskrá tekur við þróunarvinna með nýjustu hugfóstrin þrjú. Stólinn By 2 vann Anna í samvinnu við manninn sinn, Gian Franco Pit- zalis, en hana hefur lengi dreymt um að hanna stól. Blómapotturinn Prosper er úr pólýhúðuðu stáli. Borðspegillinn og skart- gripahirslan Insight. MorgunblaðiðKristinn Magnússon Draumur að rætast Nýir litir og aðferðir Þær Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þur-íður Rós Sigurþórsdóttir hjá Vík Prjónsdóttur sýna treflanaVerndarhendur. „Við erum að fagna því að Epal er að taka Vík Prjónsdóttur í einskonar fóstur með því að taka yfir reksturinn án þess að kaupa fyrirtækið,“ útskýrir Guðfinna en á sýningunni kynnir hönnunarfyrirtækið fimm nýja liti af treflunum. Við erum að tilkynna samstarfið formlega og fagna því með að kynna nýja liti. „Við erum mjög spenntar og getum nú einbeitt okkur alfarið að því að hanna.“ Á hverju ári kynnir Vík Prjónsdóttir fimm nýja liti Verndarhanda og detta þá hinir gömlu út. „Við ákváðum að blanda saman tveimur litum að þessu sinni svo treflarnir eru yrjóttir öðrum megin sem er al- veg nýtt og úr verður falleg litasamsetning og myndast skemmtileg lagskipting þegar treflunum er vafið utan um hálsinn." Vík er einnig með verk á frímerkjasýningunni í Epal. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. MORRISON borðstofuborðið er 100 cm breitt, 200 cm langt og hæðin er 73 cm. Það er stækkanlegt í 358 cm með þremur stækkunum sem fylgja. Hægt er að kaupa viðbótar- stækkanir sem gera það mögulegt að stækka borðið í 512 cm. Hvíttuð eða olíuborin eik. AFSLÁTTUR 30% 279.993 kr. 399.990 kr. MORRISON Borðstofuborð úr hvíttaðri olíuborinni eða olíuborinni gegnheilli eik.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.