Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 32
TÍSKA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hófst formlega á fimmtudag. Laugardagurinn 25. mars er síðasti sýningardagur en sýningarnar eru á milli klukkan 19 og 22 í Hörpu. Þeir hönnuðir sem sýna á laugardaginn eru Another Creation, Inklaw og Aníta Hirlekar. Hægt er að kaupa miða á harpa.is Lokakvöld RFF Fataiðnaðurinn er annar mestmengandi iðnaður í heiminum ídag, á eftir olíuiðnaðinum. Á ári hverju eru framleiddir um 80 milljarðar af flíkum og í Bandaríkj- unum einum saman rata um 13 millj- ónir tonna af textíl í landfyllingar á ári hverju. Þetta eru afleiðingarnar af því flóði af ódýrum fatnaði sem gengið hefur yfir Vesturlönd síðastliðin 30 ár og er hluti af neyslukerfi sem kallast „fast fashion“ eða hraðtíska. Á síðastliðnum 30 árum hafa orðið gífurlegar breytingar á því hvernig framleiðslu og dreifingu á fötum er háttað. Á áttunda áratugnum færðist framleiðsla á fötum að miklu leyti frá Evrópu til Asíu þar sem ódýrt vinnu- afl var að finna. Þetta leiddi til þess að fatnaður varð ódýrari og til urðu fyrirtæki sem í dag eru risar á fata- markaðnum. Þessi fyrirtæki bera mikla ábyrgð á hraðtískunni en ein af afleiðingum hennar er hin svokallaða „buy and throw“-menning sem felur í sér að neytendur kaupa mikið magn af ódýrum og lélegum fatnaði til þess að nota í skamman tíma og henda svo. Stórfyrirtæki eins og H&M, Zara og Primark svo eitthvað sé nefnt hafa spilað stórt hlutverk í að móta þessi nýju neyslumunstur, ásamt okkur neytendum, en þau bera ábyrgð á framleiðslu á ódýrum og lélegum fatnaði í fjarlægum löndum þar sem réttindi og laun verkafólks eru nánast engin og fólk starfar við ómann- úðlegar aðstæður. Hraðtískan hefur aftur á móti einnig haft þveröfug áhrif á fyrirtæki sem leggja metnað í framleiðslu sína og hönnuðir eins og Gaultier og Viktor&Rolf hafa hætt framleiðslu á svokölluðum „ready to wear“ línum og einbeitt sér að há- tískulínum þar sem fatnaður er að- eins sérsaumaður á viðskiptavini með áherslu á vandaða hönnun og hand- verk. Þau vandamál sem fataiðnaðurinn stendur frammi fyrir eru mörg og margþætt og það er útlit fyrir að það verði stórar breytingar á framleiðslu, dreifingu og neyslu á fatnaði í nán- ustu framtíð. Hverjar þessar breyt- ingar verða er ekki vitað en starfandi fagfólk í iðnaðnum er sammála um að núverandi kerfi framleiðslu og neyslu á hinum ódýra hraðtískufatnaði sé komið að þolmörkum sínum og að breytingar á hugmyndafræði tísk- unnar verði að eiga sér stað. Við á fyrsta ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands höfum verið að kynna okkur vandamálin sem ógna tískuiðnaðnum. Við lásum ótal grein- ar, horfðum á viðtöl og heimildar- myndir til að fá hugmyndir að lausn- um. Auk þess ferðuðumst við til Parísar með það fyrir sjónum að leita svara við þeim fjölmörgu spurningum sem tískuiðnaðurinn stendur frammi fyrir. Í París tókum við viðtöl við nokkra hönnuði sem eru starfandi í faginu til þess að reyna að fá svör við spurningum okkar um það hvað er að fara að gerast næst í tísku, og hverjar þessar yfirvofandi breytingar verði. Saga iðnaðarins Tískuiðnaðurinn varð fyrst til í Evr- ópu en hefur í dag orðið að alþjóð- legum iðnaði þar sem fatnaður er oft- ar en ekki hannaður í einu landi, framleiddur annars staðar og síðan dreift um allan heim til verslana. Þessi iðnaður veltir mörgum millj- örðum á ári hverju. Hægt er að gera greinarmun á tveimur mismunandi nálgunum og hugmyndafræði í tísku- heiminum, hátísku og hönnunarvöru annars vegar og hins vegar ódýrari fjöldaframleiddri vöru eða hraðtísku. Hátískan og hönnunarvaran er oftar en ekki framleidd í Evrópu og er mun dýrari vara en sú sem framleidd er í Asíu. Hraðtíska er álitin stærsta og veigamesta vandamál sem tískuiðn- aðurinn stendur frammi fyrir í dag. Hugtakið vísar í það hvernig fram- leiðslu og dreifingu á fatnaði er hátt- að. Þau fyrirtæki sem iðka slíka fram- leiðsluhætti eru þekkt fyrir að stela hugmyndum frá þeim fyrirtækjum sem leggja metnað í framsækna hönnun. Slík hönnun er oft endur- framleidd innan lagalegra marka af fjöldaframleiðslufyrirtækjum sem nota upprunalegu hönnunina með örfáum breytingum og selja í verslunum sínum löngu áður en upprunalega varan fer í sölu. Þessar verslanir hafa það að markmiði að gera al- menningi kleift að kaupa nýjustu tískuna strax á eins lágu verði og hægt er. Þetta lága verð á fjölda- framleiddum hönnunar- vörum hefur haft þær af- leiðingar að fólk vill ekki lengur eyða háum upphæðum í gæðavöru sem endist lengur og er framleidd við tískublöðunum við hliðina á auglýs- ingum eins og Louis Vuitton og YSL og að mörgu leyti hefur hugmyndin um hvað gæði séu og af hverju við ættum að borga fyrir þau, skolast til og orðið óskýr. Um þessar mundir auglýsir Pri- mark kjól sem líkist hönnun Vogue. Primark-kjóllinn kostar 10 pund og lítur út á mynd ekki ósvipað og kjólar frá fyrirtækjum sem búa til metn- aðarfulla gæðahönnun. En hvernig getur kjóll kostað 10 pund? Hvernig er hægt að búa til hráefni, spinna þráð, vefa efni, hanna, sníða og sauma kjól fyrir þetta verð? Það er augljóst mál að það eru einhverjir þarna sem ekki fá greitt fyrir sína vinnu. Þetta lága verð er aðeins tilkomið vegna þess að hraðtíska er framleidd af þrælum í lönd- um þar sem vinnulöggjöf er nánast ekki til. Föt verða rusl Lágt verð á fatnaði hefur haft þau áhrif að fólk ber ekki lengur virð- ingu fyrir fötum. Ónefndur blaða- maður sem fjallar mikið um þessi mál varð vitni að því þegar ung stúlka gekk út úr stórri fata- verslun með þó- nokkra pappírspoka fulla af fötum. Það var grenjandi rigning á meðan hún beið eftir strætó og einn pokinn rifnaði. Stelpan skildi flíkurnar og rifna pokann eftir á jörðinni þegar strætó kom. Flíkur sem hún var nýbúin að kaupa voru strax orðnar að rusli. Magnið af nýjum fötum sem almenningur kaupir og hendir á hverju ári hefur aukist gífurlega. Í Bandaríkjunum einum saman hefur árlegt magn af rusli farið úr sjö millj- ón tonnum upp í 20 milljón tonn á síð- ustu 20 árum. Það eru 36 kíló á mann á ári af textílúrgangi! Fyrir 60 árum keypti fólk um það bil 25 flíkur á ári hverju. Það má ætla að fólk hafi leitt hugann frekar að þeim fötum sem það keypti á þessum tíma en nú enda hafa fatakaup al- mennings þrefaldast síðan þá. 7.500 krónur í mánaðarlaun Í kringum 80% af fataframleiðslu dagsins í dag fara fram í verk- smiðjum í Bangladesh, en þar starfa fjórar milljónir manna við fataiðnað sem er helsta útflutningsvara lands- ins. Fólksfjöldinn er mikill og tæki- færin fá svo margir sækjast eftir vinnu í verksmiðjunum. En starfs- menn verksmiðjanna þurfa að sætta sig við töluvert langa vinnudaga, slæman aðbúnað og neyðast til að vinna yfirvinnu við skert starfs- öryggi. Lágmarkslaunin í Bangla- desh eru í kringum 13.700 krónur á mánuði en almennt verkafólk í verk- smiðjunum þénar mun minna, eða um 7.500 krónur á mánuði. Rana Plaza var verksmiðja sem framleiddi fatnað fyrir fyrirtæki á borð við Primark, Benetton, Walmart og fleiri. Þar unnu um 3.700 manns og meirihluti starfsmanna var ungar konur á aldrinum 18-25 ára. Árið 2013 höfðu margir þessara starfsmanna reynt að benda verkstjórum og yf- irmönnum á sprungur í hrörlegri byggingunni en enginn hlustaði. Hinn 24. apríl sama ár hrundi byggingin með þeim afleiðingum að 1.130 manns dóu og 2.500 manns slösuðust. Þessar ódýru og óvönduðu flíkur sem við teljum okkur þurfa kosta raunveru- leg mannslíf. Hver einasta gerviefnaflík er enn til Textílframleiðsla í heiminum hefur gífurleg áhrif á umhverfið og náttúr- una. Framleiðsluferlið sem felst í því að rækta bómullina, uppskera, spinna og vefa getur verið mjög mengandi ferli. En það er ekki bara mengunin í andrúmsloftinu heldur þarf í kringum 11.000 lítra af vatni til þess að vinna bómull í eitt par af gallabuxum. Yfir 8.000 efni eru notuð til þess að breyta þessari hráu auðlind í fatnað, með eit- urefnum við ræktun, litunarefnum og öðrum efnablöndum sem notaðar eru til þess að fullgera áferð á flíkinni. Hættur hrað- tískunnar Við höfum öll gengið inn í margar ólíkar fata- verslanir og séð fjöldann allan af flíkum sem bíða þess að vera keyptar. En hvaðan kom allur þessi fatnaður? Hver bjó hann til? Hvaða leið hefur þessi varningur ferðast? Hvað verður svo um hann eftir að hann hefur þjónað tilgangi okkar? Lágt verð á tísku- fatnaði er tilkomið vegna þess að hrað- tíska er framleidd af þrælum í löndum þar sem vinnulöggjöf er nánast ekki til. AFP góðar aðstæður. Fatnaðurinn er orð- inn svo óraunverulega ódýr að öll grunngildi tísku, gæði í efnum og gott handverk, hafa verið gengisfelld. Föt- in eiga ekki að endast lengi, heldur aðeins rétt á meðan þau eru í tísku. Þetta mikla framboð af ódýrum tísku- fatnaði hefur haft þau áhrif að fólk er hætt að átta sig á því hvar gæðin í fatnaði liggja og gildi hönnunar og vandaðs handverks er hætt að skipta máli. Fjöldaframleiðslufyrirtækin auglýsa svo fatnað sinn í fínustu Verkafólk við fatasaum í verksmiðju í Bangladesh. Aðbúnaður er oftar en ekki skammarlegur og launin lág.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.