Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 26. MARS 2017 „Ég lít alltaf meira á mig sem tónlistarmann, eða í rauninni tón- skáld, frekar heldur en söngvara,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Kaleo, en hann er fyrsti viðmælandi Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur í nýrri fimm þátta syrpu af viðtalsþættinum Ísþjóðinni sem hefur göngu sína á ný eftir hlé í Ríkissjónvarpinu í kvöld, sunnudag, klukkan 20:20. Í Ísþjóðinni er sem fyrr skyggnst inn í líf ungra Íslendinga sem takast á við spennandi og krefjandi viðfangsefni. Meðal við- mælenda í komandi þáttaröð eru, auk Jökuls, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur, Heiðar Logi Elíasson atvinnu- brimbrettakappi og tónlistarkonan Glowie. Dagskrárgerð er í höndum Eiríks Inga Böðvarssonar og Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og ef að líkum lætur bíður þjóðin eftir því með önd- ina í hálsinum að sjá hverju sú síðarnefnda klæðist í þáttunum. Jökull Júlíusson, lagahöfundur, gítarleikari og söngvari Kaleo, er stoltur Mosfellingur. Morgunblaðið/Hilmar Gunnarsson Jökulköld Ísþjóð Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur umsjón með Ísþjóðinni og ræðir við ungt og upprennandi fólk. Morgunblaðið/Frikki Viðtalsþátturinn Ísþjóðin hefur göngu sína á ný í Ríkissjónvarpinu í kvöld. „Nei, ég er ekkert að hugsa um að hætta kappakstri þrátt fyrir þetta alvarlega slys sem ég lenti í á s.l. ári,“ sagði ein frægasta kappaksturshetja allra tíma, Austurríkismaðurinn Niki Lauda, í spjalli við Morgunblaðið á Loftleiðahótelinu fyrir réttum fjörutíu árum. Eftir slysið var Lauda vart hug- að líf því hann slasaðist illa á höfði, brenndist og brotnaði. Lauda sleppti þó aðeins einni keppni úr vegna slyssins en tap- aði þó heimsmeistaratitlinum til Bretans James Hunt – með einu stigi. „Ég tel mig eiga mikið eftir á kappakstursbrautinni,“ hélt Lauda áfram, „og ég hef lýst því yfir að ég ætla að verða heims- meistari í kappakstri nokkrum sinnum. Við það ætla ég að standa. Þegar maður hættir að keppa getur maður flutzt til lands eins og Íslands og tekið því rólega,“ sagði Lauda og hló við. Spurður um hræðslu eftir slys- ið svaraði Lauda: „Þegar maður hefur tekið ákvörðun um að keppa, þá sezt maður upp í kappakstursbílinn og hugsar um það eitt að keyra og keyra hratt, þá er enginn tími til þess að hugsa um annað.“ Lauda endurheimti heims- meistaratitilinn árið 1977 og vann svo í þriðja sinn 1984. GAMLA FRÉTTIN Lauda á Íslandi Niki Lauda ásamt eiginkonu sinni, Marlene, á Loftleiðahótelinu í mars 1977. Lauda millilenti hér á landi á leið sinni í kappaksturskeppni í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Friðþjófur ÞRÍFARAR VIKUNNAR Scarlett Johansson kvikmyndaleikkona Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur og fyrirlesari Amber Heard kvikmyndaleikkonaSkeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | Kartell CINDY lampi Verð 34.900,- Lukkutröll Hönnuð af Thomas Dam Verð frá 4.290.- Kay Bojesen Söngfugl Verð 11.950,- Kay Bojesen Tréfígúrur Verð frá 6.990,- MENU Skartgripatré Verð 10.350,- Kartell COMPONIBILI Hönnun: Anna Castelli Ferrieri Verð frá 13.900,- SILVIA CARMI Ljós Verð frá 19.900.- Tímalaus hönnun í fermingarpakkann Kartell TAKE lampi Verð 12.900,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.