Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 19
26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 dæmigert fyrir forseta á sínu fyrsta ári.“ Jervis játar að árásir af þessum toga séu ekk- ert nýtt. Obama hafi látið gera fjölda árása í valdatíð sinni, þótt hann hafi ekki látið til skarar skríða í Jemen. „Ég ligg honum ekki á hálsi fyrir að halda að þetta sé vel smurð vél,“ segir hann. „En góður forseti mun tileinka sér að spyrja erfiðra spurn- inga.“ Annað dæmi um misheppnaða hernaðar- aðgerð í upphafi valdatíðar nýs forseta er inn- rásin á Svínaflóa, þegar John F. Kennedy gerði tilraun til að steypa Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, þremur mánuðum eftir að sá fyrrnefndi tók embætti 1961. „Kennedy lærði af reynslunni. Fyrir það fyrsta tók hann fulla ábyrgð, sem Trump hefur ekki gert. Síðan breytti hann samráðsferlinu og rak þá starfsmenn CIA sem lugu að honum, án þess þó að skella skuldinni á þá opinberlega. Þeir fengu að setjast í helgan stein með reisn. Allir forsetar gera mistök fyrsta árið, þeir góðu læra. Ég hef áhyggjur af að Trump geti ekki lært þegar sá lærdómur krefst þess að hann við- urkenni eigin sök.“ Dýrkeypt óbeit á að tapa Jervis talar í bók sinni um ýmislegt sem hafi áhrif á leiðtoga. Þar á meðal eru ótti, óbeitin á að bera skarðan hlut frá borði og hversu erfitt það getur verið að láta staðar numið þegar stað- an er vonlaus. „Ég er ekki með allsherjarkenningu um skilning og ákvarðanatöku,“ segir hann. „Heim- urinn er flókinn og þeir fræðimenn sem ég leita fanga hjá hafa ekki sett fram slíka kenningu. Kannski er til efniviður í hana en hún er enn ófundin. Óbeitin á að tapa er athyglisvert fyr- irbæri. Ég hef nýtt mér sálfræðirannsóknir Amosar Tversky og Daniels Kahneman. Rökin eru sterk og má yfirfæra á flest svið lífsins. Flest okkar – ekki öll – hafa tilhneigingu til að forðast áhættu fyrir ávinning. Fólk er ekki tilbúið að leggja undir og vill helst að meira en helmingslíkur séu á að það hafi betur áður en það tekur áhættu til að bæta hag sinn. Þetta er ekki í samræmi við þá hegðun sem búast mætti við samkvæmt kenningum um „huglægar vænt- ar nytjar“. Sá sem stendur hins vegar frammi fyrir því að þurfa að ná aftur tapi eða mun örugglega tapa nema hann taki áhættu er mun frekar tilbúinn að láta skeika sköpuðu. Fólk hegðar sér mun glannalegar og leggur frekar undir þegar því finnst að annars muni það þurfa að sætta sig við tap. Ástæðan fyrir því að Daniel fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði - Amos var látinn - er að þessi hegðun gengur þvert á grunnhugmyndir um skynsemi.“ Jervis segir að þegar þessi sálfræði sé yfir- færð á alþjóðastjórnmál vakni ýmsar spurn- ingar. Samkvæmt þessari greiningu séu leiðtog- ar líklegir til að taka mikla áhættu þegar hinn kosturinn er að sætta sig við tap eða missi. „Japan er gott dæmi,“ segir hann. „Japanar tóku ótrúlega áhættu í desember 1941 þegar þeir réðust á Pearl Harbor. Það voru ekki mikl- ar líkur á að þeir myndu geta komið að óvörum, þótt það tækist, en líkurnar á að þeir sigruðu Bandaríkin voru varla fyrir hendi og þeir vissu það. Hinn kosturinn var að sætta sig við óhjá- kvæmilegt tap, missi áhrifa sinna í Kína. Skyn- semin hefði átt að segja þeim að það væri betra að tapa Kína en fósturjörðinni, en þeir voru til- búnir að taka þá áhættu. Við Bandaríkjamenn skildum það ekki. Við áttum von á að þeir myndu ráðast á Filippseyjar eða Hollensku Austur-Indíur, en ekki Pearl Harbor og hefja allsherjarstríð. Við skildum ekki að þeir voru í stöðu sem líklegt var að leiddi til að menn tækju óvenju mikla áhættu.“ Jervis segir að það sama megi segja um Kúbudeiluna 1962. „Níkíta Krústsjov Sovétleiðtogi setti kjarn- orkuflaugar á Kúbu, sem var mjög hættulegt,“ segir hann. „Hann vanmat hættuna, en hvers vegna? Hann hafði rétt komist að því að fyrsta kynslóð langdrægra kjarnorkuflauga væri mis- heppnuð og ekki yrði hægt að koma þeim fyrir að neinu marki. Hann hafði einnig lagt pólitíska framtíð sína heima fyrir undir með fyrirheiti um að skera heraflann niður. Það krafðist mikils fjölda kjarnorkuflauga sem drifu til Bandaríkj- anna. Hann var því mjög aðþrengdur. Banda- ríkjamenn skildu það ekki. Sennilega höfðum við nægar upplýsingar til að átta okkur, en jafn- vel þótt við hefðum áttað okkur á heildarmynd- inni er ég ekki viss um að við hefðum skynjað hvað það þýddi að Krústsjov hefði á tilfinning- unni að hann væri að missa tökin og yrði að grípa til örþrifaráða. Tilhneigingin til að taka áhættu við svona kringumstæður og sú stað- reynd að aðrir eru ekki líklegir til að átta sig á því geta verið mikilvægir þættir þegar leitað er orsaka stríða.“ Jervis segir að þótt ekki sé grunnkenning séu tveir lykilþættir sem móti skilning á umhverf- inu. Sjáum það sem við eigum von á „Annar er þær kenningar og væntingar sem einstaklingurinn hefur,“ segir hann. „Við sjáum það sem við eigum von á að sjá. Ef ég á von á að þú hegðir þér eins og viðkunnanlegur maður og við eigum hlutlaus samskipti mun mér finnast þú viðkunnanlegur. Ef mér finnst þú vera skít- hæll getum við átt nákvæmlega eins samskipti og ég mun líta svo á að framkoma þín staðfesti þá skoðun mína að þú sért skíthæll.“ Hinn þátturinn er þegar gildismat eða sjónarmið stangast á. „Ef sjónarmiðin helgast af djúpri sannfæringu getur það verið erfitt,“ segir Jervis. „Oft horfa menn framhjá því, líta jafnvel svo á að sjónarmiðin fari saman, þótt það sé óskhyggja. Ég hef notað innrás Bandaríkja- manna í Írak sem dæmi. Við trúðum því að Sadd- am Hussein væri ógnvald- ur, byggi yfir gereyðing- arvopnum og væri í tygjum við hryðjuverka- samtökin al-Qaeda. Við trúðum því einnig að ekki aðeins myndu átökin reynast auðveld, sem var reyndin, heldur að her- námið og uppbyggingin yrðu það líka. Ég hef ekk- ert séð sem bendir til annars en að innst inni hafi þeir trúað því sem þeir sögðu opinberlega, en ég ætla ekki að útiloka að þetta hafi verið sagt til að tryggja pólitískan stuðning. En það kemur annað til. Menn þurfa að lifa með sjálfum sér. Það er hræðileg sálræn byrði að fyrirskipa innrás ef maður trúir að það þýði tíu ára her- nám. Ég held að fólk forðist slíka byrði ef það mögulega getur.“ - Hvað þarf leiðtogi að hafa til brunns að bera eigi honum að farnast vel í ólgusjó alþjóða- stjórnmála? „Leiðtogi þarf að vera tilbúinn að færa fórnir þegar gildismat eða sjónarmið hans fara ekki saman,“ segir hann. „Menn eiga ekki að blekkja sjálfa sig heldur hafa hugrekki til að sofa illa á nóttunni vegna vissunnar um að ákvarðanirnar sem þeir þurfa að taka eru erfiðar, ekki auð- veldar. Allar endurminningabækur leiðtoga fjalla um erfiðar ákvarðanir en þeir hegða sér ekki þannig. Það væri óbærilegt. Þá ættu þeir erfitt með að lifa með sjálfum sér. En sá sem áttar sig á hverju er fórnað fyrir hvað á auðveld- ara með að takast á við það. Svo að við tökum Írak aftur sem dæmi hefði verið hægt að senda fleiri hermenn og vera betur undirbúinn. Það hefði verið hægt að átta sig á að það yrði ágrein- ingur milli sjía og súnnía og lagt á ráðin hvernig mætti í það minnsta slá á vandann. Það er hins vegar aðeins hægt með því að horfast í augu við vandann og það getur kallað á hugrekki.“ Jervis segir að einnig geti verið mikilvægt að átta sig einfaldlega á því hvernig maður hugsar, skilja eigin þankagang. „Þetta á sérstaklega við um tilhneiginguna sem við höfum öll til þess að sjá það sem við bú- umst við að sjá, að laga þær upplýsingar sem við fáum að þeim skoðunum sem fyrir eru,“ segir hann. „Ef maður gerir það hangir maður á trú sem ekki stenst fram yfir þá stund sem skyn- samur maður myndi snúa við blaðinu. Það þýðir ekki að menn eigi að fara í hringi eins og Trump virðist hafa gert í pyntingamálinu. Þetta snýst um að vera vakandi, hvort sem það er persónu- lega eða með því að virkja samstarfsmenn, gagnvart misvísandi upplýsingum, spyrja sjálf- an sig hvað hafi komið fram í heiminum sem gefi til kynna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Einnig að forðast þá gildru að líta á allt sem staðfestingu þess sem maður trúir. Það gæti stuðlað að réttari skilningi á heiminum og auð- veldað mönnum að koma auga á breytingar.“ Í lok bókar segir Jervis að við lok kalda stríðsins hafi leiðtogar heims haft „vissu og vilja til að reyna að lifa í sameiginlegum heimi“. Það er við hæfi að spyrja hvort hann telji að sá tími sé liðinn; að nú megi frekar segja að við lifum í heimi misvísandi skilaboða, tortryggni og fjand- skapar. „Það er nokkuð til í því en þó má ekki gleyma að heimurinn er mun öruggari en hann var í kalda stríðinu,“ segir hann. „Þeir sem segja að heimurinn sé hræðilegur hafa annaðhvort gleymt eða eru of ungir til að muna hvernig kalda stríðið var. Ég hafði ágætlega upp úr því í 20 ár eða lengur að rannsaka kjarnorkuvopn. Á hverjum degi hafði ég áhyggjur. Ég var ekki með þetta á heilanum en sú hugsun að við myndum deyja, ekki þann daginn, en í framtíð- inni, var alltaf til staðar.“ Jervis telur að þótt fæstir hafi áttað sighefði átt að vera erfitt að láta merkin um endalok kalda stríðsins fram hjá sér fara, sérstaklega vegna þess að breytingarnar, sem Míkhaíl Gor- batsjov stóð fyrir, hafi verið svo umfangsmiklar. „Ronald Reagan verður að njóta sannmælis, þótt ég hafi ekki stutt hann og telji að hæfileikar hans hafi verið ofmetnir,“ segir hann. „Eins og stjórnmálafræðingurinn Keith Shimko kom auga á, hafði Reagan öfugt við nánustu samstarfsmenn sína trú á að breyt- ingar gætu átt sér stað í Sovétríkjunum. Af ein- hverjum ástæðum var hann opinn fyrir þeim möguleika að Sovétríkin gætu breyst. Caspar Weinberger varn- armálaráðherra og hinir voru það ekki. George Shultz utanríkisráðherra leit held ég frekar svo á að Sovétmenn væru tilbúnir til málamiðlana, en skiln- ingur Reagans virðist hafa verið dýpri. Það er frægt þegar Reagan stóð á Rauða torginu í Moskvu 1988 og var minntur á ummæli sín um heimsveldi hins illa og spurður hvort hann liti enn svo á. Hann svaraði að þá hefði verið aðrir tímar. Þessi hæfileiki til að skynja þetta svig- rúm til grundvallarbreytinga skipti máli og gerði að verkum að leiðtogarnir höfðu kannski ekki sömu sýn á stöðuna, en svipaða.“ Hver í sínum heimi Jervis segir að ýmsar líkingar hafi verið notaðar til að lýsa alþjóðastjórnmálum og þær séu mis- góðar. „Algerir viðvaningar líkja þeim oftast við skák,“ segir hann. „Það er fráleitt vegna allrar leyndarinnar og blekkinganna. Fólk sem er bet- ur að sér notar póker. Það gengur ekki heldur, því að við skiljum póker. Hjartadrottningin hef- ur sama vægi í þínum augum og mínum. Besta samlíkingin er japanska kvikmyndin og smá- sagan Rashomon. Þar er grundvallarmunur á því hvernig persónur og leikendur sjá heiminn. Ástæðan er ekki bara árekstur hagsmuna, þeir eru hver í sínum heimi þegar kemur að skiln- ingi. Það er mjög algengt. Við höfum haldið upprifjunarráðstefnur eftir kalda stríðið þar sem háttsettir þátttakendur hafa sest niður með gögnin. Oftar en ekki er viðkvæðið: hélduð þið þetta virkilega um það sem við vorum að gera? Hvernig gátuð þið verið svona vitlausir? Þeir eru gáttaðir hver á öðrum. Alþjóðastjórnmál eru oft eins og Rashomon og það er mjög erfitt við að eiga. Ég vona að bókin mín geti orðið til þess að draga úr þessum vanda, ekki leysa hann, vegna þess að hann verður aldrei leystur, en draga úr honum.“ Orrustuskipinu USS Arizona sökkt í árásinni á Pearl Harbor 1941. Ekki hvarflaði að bandarískum stjórnvöldum að árásin yrði gerð því að það myndi kosta stríð, sem Japanar gætu ekki unnið. AP Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov á leiðtogafundinum í Reykjavík 1986. Reagan hafði dýpri skilning á þeim breytingum, sem áttu sér stað í Sovétríkjunum, en helstu samstarfsmenn hans. Morgunblaðið/RAX ’Það er nokkuð til í þvíen þó má ekki gleyma aðheimurinn er mun öruggarien hann var í kalda stríð- inu. Þeir sem segja að heim- urinn sé hræðilegur hafa annaðhvort gleymt eða eru of ungir til að muna hvernig kalda stríðið var.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.