Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 30
HEILSA Skíðaganga er góð fyrir hugann ekki síður en líkamann. Á göngu eru vöðvar um allanlíkama virkjaðir og hún því meinholl. Fjallaloftið bætir líka miklu við og gerir það að verkum að skíðagöngufólk bætir eigið geð meðfram því að byggja upp vöðva og þol. Gengið fyrir geðið 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 Streita, kvíði og vanlíðan hjá börnum getur undið uppá sig og fylgt þeim fram á fullorðinsár og því getur skipt miklu að gripið sé inní snemma. Á undanförnum ár- um hefur íþróttahreyfingin hér á landi lagt sífellt meiri áherslu á að fræða um andlega hlið íþróttanna ekki síður en lík- amlega uppbyggingu. Sem dæmi um þetta má nefna verkefnið Sýnum karakter sem fræðast má um á vefnum www.synumkarakter.is. Hugmyndafræði verkefnisins byggist á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda íþrótta rétt eins og líkamlega færni, að því er segir á vefsvæðinu. Þar má finna gagnlegar upplýsingar sem helst eru hugsaðar fyrir þjálfara og þá sem leiðbeina börnum í íþrótt- um en nýtast einnig foreldrum og öðrum sem koma að íþrótta- starfi með einhverjum hætti. SÝNUM KARAKTER Sálrænir þættir ekki síður mikilvægir í íþróttum Það að börnum líði vel á æfingum skiptir miklu máli. Getty Images/Thinkstock Það er vel þekkt að hvatninggóðs þjálfara hefur mikið aðsegja, ekki síst þegar iðk- endur eru börn og unglingar. En hversu miklu máli skiptir þetta í raun? Rannsakendum við íþróttafræðideild Kansas-háskóla í Bandaríkjunum lék forvitni á að vita það og settu því upp rannsókn þar sem tveir hópar krakka á aldrinum 10-14 ára voru látnir mæta á bolta- æfingu en þjálfarar sköpuðu ólíkt umhverfi fyrir hópana tvo í því skyni að bera saman áhrif af því umhverfi sem þjálfarar skapa. Hjá öðrum hópnum fengu þjálf- arar ströng fyrirmæli um að hvetja hvern einstakling innan hópsins jafnt, tala við alla og hvetja hvern og einn iðkanda til að miða árangur sinn á æfingunni við sjálfan sig en ekki aðra. Þjálfarar hins hópsins fengu hins vegar fyrirmæli um að hvetja til samkeppni innan hópsins, veita þeim börnum sem þóttu leiknari með bolt- ann meiri athygli en hinum og al- mennt hvetja til samanburðar frekar en samvinnu. Meðan á æfingunum stóð hjá hvorum hópi fyrir sig var magn streituhormónsins kortísól í munn- vatni mælt og það var einnig mælt fyrir og eftir æfingu, fjórar mæl- ingar alls hjá hverjum þátttak- anda. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að streita var mun meiri hjá hópnum sem æfði í umhverfi sam- keppni og samanburðar heldur en hjá hópnum sem hafði hvetjandi þjálfara sem studdi alla jafnt. Framleiðsla á hormóninu jókst verulega meðan á æfingunni stóð hjá hópnum þar sem hvatt var til samkeppni milli iðkenda. Hjá hinum hópnum lækkuðu gildi streituhorm- ónsins hins vegar meðan á æfingu stóð. Lögðu sig meira fram í hvetjandi umhverfi Annað sem rannsakendur skoðuðu var líðan þátttakenda fyrir og eftir æfinguna. Niðurstöður sýndu enn- fremur að í umhverfi samkeppni fundu þátttakendur frekar fyrir skömm, voru kvíðnari og óöruggari með sig. Á æfingunni þar sem þjálf- arar voru hvetjandi var meiri gleði, iðkendur fundu síður fyrir kvíða og óöryggi og það sem meira er þá voru þeir tilbúnir að leggja sig meira fram. Rannsakendurnir, Candace M. Hogure, Mary D. Fry og Andrew C. Fray, sem starfa við deild heilsu- og þjálfunarvísinda við Kansas- háskóla, telja niðurstöðurnar í takt við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði. „Nið- urstöður benda til þess að leiðbein- endur og þjálfarar sem skapa hvetj- andi og verkefnamiðað umhverfi, þar sem ungmenni horfa á eigin framfarir og eiga í uppbyggjandi samskiptum við jafnaldra sína, eru mikilvægir fyrir þroska þeirra. Þátttakendur í þessari rannsókn sem upplifðu jákvætt umhverfi reyndust fá meira út úr æfingunni, þeim leið betur og upplifðu síður streitu. Þeir sem voru í hópnum þar sem áhersla var lögð á að gera betur en næsti maður sýndu mun meiri streituviðbrögð og upplifðu nei- kvæðar tilfinningar. Þessar niðurstöður gefa sterkar vísbendingar um að hvetjandi um- hverfi í íþróttum leikur lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og draga úr streitu hjá börnum og unglingum,“ segja þau í niðurlagi rannsókn- arinnar. Niðurstöður rannsóknar sem birt var í tímaritinu Psychology of Sport and Exercise benda til þess að þjálfarar sem skapa hvetjandi umhverfi á æfingum barna og unglinga geti hjálpað til við að draga úr streitu. Getty Images/Thinkstock Samkeppni eykur streitu Umhverfi sem er hvetjandi og miðar að framför einstaklings er líklegra til að stuðla að velgengni í íþróttum en umhverfi þar sem samkeppni og samanburður ríkir. Ný rannsókn sýnir að sam- keppnisumhverfi ýtir undir framleiðslu á streitu- hormóni hjá börnum á meðan hvetjandi æfinga- umhverfi er líklegt til að minnka hana. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Sundkrogsgade 30 2150 Nordhavn, Kbh. Tel +45 8818 1111 Søren Frichs Vej 34 D 8230 Åbyhøj, Aarhus Tel +45 8818 1100 Sj á ná na r á br uu n- ra sm us se n. dk Hittið sérfræðinga Bruun Rasmussen Verið velkomin á Grand Hótel, Gullteig B, Sigtúni 38, Reykjavík miðvikudaginn 29. mars kl. 15-19 Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar gefa góð ráð og verðmeta frímerki, gömul umslög og póstkort svo og mynt, minnispeninga og gamla peningaseðla. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga – með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Dagana 28. – 30. mars er boðið uppá heimsóknir í heimahús, eftir því sem tími leyfir. Nánari upplýsingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991 og Torben Ringtved 45 40324711 / e-mail tr@bruun-rasmussen.dk Fáið mat á verðmætin ykkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.