Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 45
Daniel Day Lewis sem Abraham Lincoln þykir eitt best heppnaða útlitsgervi kvikmyndanna, þar sem raunverulegar fyrirmyndir eru til staðar. Jamie Fox sló í gegn sem bandaríski píanóleikarinn og söngvarinn Ray Charles í kvikmyndinni Ray árið 2004. Ekki spillti fyrir hversu vel Fox tókst upp í að bregða sér útlitslega í gervi Ray Charles, sem var blindur frá 7 ára aldri. Salma Hayek er í grunninn nokkuð lík mexíkósku listakonunni Fridu Kahlo en í myndinni Frida voru þannig áherslur lagðar á útlitsgervi hennar að lítill sem enginn munur sást á listakonunni heitinni og Hayek. Það heppnaðist afar vel að láta Jennifer Lopez líkjast mexíkósku tónlistarkon- unni Selenu Quintanilla í ævisögulegri mynd um tónlistarkonuna, bæði í útliti og sviðsframkomu. Selena var myrt aðeins 23 ára gömul. FLEIRI SEM LÍKJAST FYRIRMYNDUNUM 26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 TÓNLIST Bob Dylan hefur síðasta árið þurft að horfa á eftir nokkrum af bestu vin- um sínum en hnefaleikarinn Muhammad Ali og tónlististarmennirnir Leonard Co- hen og Leon Russell voru allir hans nán- ustu félagar. Í viðtali sem rithöfundurinn Bill Flanagan tók við Dylan og birtist á heimasíðu tónlistarmannsins í vikunni seg- ist hann upplifa mikinn einmanaleika eftir fráfall félaga sinna sem hafi verið fallegir einstaklingar að utan sem innan. Þá segist hann syrgja Amy Winehouse mikið. „Hún var síðasta alvöru einstaklingshyggju- manneskjan í þessum heimi.“ Dylan einmana Dylan syrgir Muhammad Ali sárt. AFP TÓNLIST Þegar U2 tók upp tónlistarmyndband sitt við eitt sitt frægasta lag, Where The Streets Have No Name, bjuggust þeir ekki við því að lögreglan myndi skerast í leikinn og stöðva upptökurnar. Ástæðan var sú að aðfarir þeirra vöktu svo mikla athygli vegfarenda að umferð stöðvaðist í miðbæ LA en hljómsveitin spil- aði ofan á þaki verslunarmiðstöðvar. Nú um helgina eru 30 ár liðin frá gjörningnum en þetta var ekki í fyrsta sinn sem lögregla skerst í leikinn þegar frægar hljómsveitir spila á þökum húsa. Árið 1969 komu Bítlarnir fram í síðasta sinn opinberlega og höfðu þá ekki spilað saman í tvö ár. Tónleikarnir komu aðdáendum þeirra í opna skjöldu en þeir höfðu leyni- lega skipulagt þá á þaki höfuðstöðva sinna í miðborg Lundúna, Apple-útgáfunnar. Lögreglan stöðvaði þó ekki tónleikana heldur bað Bítlana einfaldlega að lækka í tónlistinni! Að flytja tónlist á húsþökum hefur verið fastur liður síðustu áratugi. Hérlendis hafa nokkrir tónleikar farið fram á húsþökum. SSSól spilaði á þaki Íslandsbanka árið 1999, í gervi bankaræningja, en þar tóku þeir upp myndband við lagið „Þú ert ekkert betri en ég“. Þá hefur Sigur Rós einnig spilað á húsþaki í Lækj- argötu. Margir muna einnig eftir tónleikum Garbage og nokkurra annarra breskra hljómsveita sem áttu að fara fram á þaki Faxaskála árið 1999 en þak bygging- arinnar var vinsælt undir ýmiss konar tjútt, bílasýn- ingar og fleira. Vegna veðurs voru tónleikarnir færðir inn í Laugardalshöll. Faxaskáli var rifinn árið 2006. Hann stóð þar sem Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa stendur nú. Lögreglan skarst í leikinn bæði þegar U2 og Bítlarnir spiluðu á húsþökum. VARLA LOFTHRÆDDIR Frægir þakgjörningar Bítlarnir koma saman í síðasta sinn, á húsþaki í London. Ógurlega svöl SSSól á þaki Íslandsbanka 1999. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar sem blása hita allt í kring. Úrval af hiturum frá Honeywell

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.