Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Velkomin í Ferðafélag Íslands Skráðu þig inn – drífðu þig út FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Borgarbörnin fylgust með af mikl- um áhuga þegar ærnar í Hús- dýragarðinum Laugardal í Reykja- vík voru snoðaðar í gær. Það var Jón Eiríkur Einarsson, bóndi í Mó- fellsstaðakoti í Andakíl í Borg- arfirði, sem rúði féð og notaði til þess klippur sem hann handlék af miklu öryggi. Með honum í föru- neyti var handverksfólk frá Ullar- selinu á Hvanneyri sem vann úr ullinni um leið og hún kom af fénu. Að koma ull í fat er slíkt stundum nefnt og vakti það kúnstverk mikla athygli krakkanna, enda eru þessir verkhættir þeim mörgum framandi og sveitalífið afar fjarlægt. Það má hins vegar komast í ákveðna snertingu við það með heimsókn í garðinn góða, sem er einn vinsælasti staðurinn í Reykja- vík. Þangað er fjölmennt flesta daga, þá ekki síst um helgar, enda er margt að sjá og skoða sem er frábær dægradvöl fyrir börn sem fullorðna. Með vorinu verður dag- skráin þar enn fjölbreyttari með til dæmis ýmsum fjölskylduhátíðum – og þá hafa leiktækin á svæðinu alltaf mikið aðdráttarafl. sbs@mbl.is Jón bóndi í Mófellsstaðakoti rúði ærnar í Húsdýragarðinum í gær Morgunblaðið/Golli Sveitalífið til sýnis fyrir börnin Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hertar öryggisráðstafanir vegna köfunar í Silfru á Þingvöllum eru meðal annars þær að hver leiðsögu- maður sem í gjárnar fer má aðeins hafa með sér þrjá kafara í stað fjögurra áð- ur og í yfirborðs- köfun mega nú sex í stað átta fylgja þeim sem leiðsögn annast. Auk þess verða þeir sem í Silfru fara spurðir um heilsufar sitt, svo sem hættu á yf- irliði og um hugsanlega hjarta- og öndunarfærasjúkdóma. Einnig þurfa þeir að framvísa pappírum um köfunarreynslu sína og að hafa kafað í þurrbúningi að minnsta kosti tíu sinnum. Ef fólk stenst þetta ekki verður því vísað frá. „Við fögnum því að þessar reglur hafi verið settar og samráðið við stjórnendur þjóðgarðsins í þessu máli hefur verið með ágætum,“ segir Jón Þór Gunnarsson framkvæmda- stjóri Arctic Adventures, eins þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Tilgangurinn að auka öryggi Sem kunnugt er varð banaslys í Silfru á föstudag þegar Bandaríkja- maður á sjötugsaldri sem var þar við köfun lést. Þetta var annað banaslys- ið þar á þessu ári, en þau eru orðin alls fimm á sjö árum – og önnur al- varleg atvik eru nokkur. Strax í kjöl- farið funduðu þjóðgarðsvörður, um- hverfisráðherra og fleiri vegna málsins og seint á föstudagskvöld var ákveðið að loka gjánni fyrir köf- un. Helgin var nýtt í að móta nýjar reglur fyrir svæðið og eru þær sem að framan greinir. Silfra verður opn- uð aftur í dag eftir stopp helgarinn- ar. „Hjá mínu fyrirtæki höfum við síðustu árin breytt skipulagi hjá okk- ur og aukið kröfurnar. Reglurnar nýju falla alveg að því,“ nefnir Jón sem segir samstöðu meðal ferða- þjóna sem selja ferðir í Silfru um að herða þurfi reglur. „Þetta byggist á að auka öryggi viðskiptavina,“ segir Jón Þór. Aðgangsstýring „Silfra er hættulegur staður, það er ekkert flóknara,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Til viðbótar við framangreindar reglur nefnir hann að koma eigi upp aðgangsstýringu við Silfru og tak- marka fjölda þeirra sem þar svamla og synda á hverjum tíma. Nýjar reglur og reynslu krafist  Silfra er hættulegur staður  Lokað og hart var brugðist við banaslysi á föstudag  Reglur settar um helgina  Opnað verður að nýju í dag  Samstaða er hjá ferðaþjónustunni um ráðstafanirnar Morgunblaðið/ Kristinn Magnús Silfra Bæði svamlað og synt. Ólafur Örn Haraldsson Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Rúmlega hundrað mótmælendur lok- uðu þjóðvegi 1 við Hornafjarðarfljót síðdegis í gær og var lokað í tvær klukkustundir. Þetta var gert til þess að mótmæla ákvörðun samgönguráð- herra um að fresta vegaframkvæmd- um á svæðinu. Mótmælendur lokuðu brúnni, sem af heimamönnum er kölluð Hossu- brúin vegna þess hversu ójöfn hún er. Brúin var byggð árið 1961 og var þá sú næstlengsta á Íslandi en hún þykir í dag vera barn síns tíma, enda er hún einbreið og það á fjölförnum vegi. Morgunblaðið ræddi við Marie-Lo- uise Mathiasson, einn skipuleggjenda mótmælanna, rétt fyrir klukkan sjö í gær þegar mótmælum var við það að ljúka og fara átti að hleypa umferð aft- ur yfir brúna. Hún sagði mikla sam- stöðu vera meðal Hornfirðinga vegna málsins og að allir sem hefðu verið stöðvaðir vegna lokunarinnar í gær hefðu sýnt málinu mikinn skilning. Brúin lokuð í tvo tíma  Mótmæltu ákvörðun sam- gönguráðherra Ljósmynd/Loftur Jónsson Mótmæli Mótmælendur lokuðu fyrir umferð um þjóðveg 1 yfir „Hossubrú“ í gær. Lokað var í tvo klukkutíma og ákvörðun samgönguráðherra mótmælt. Alls eru það átta fyrirtæki sem selja í Silfru og er talið að 50 þúsund manns – hið minnsta – fari í gjána á ári. Fleiri vin- sælir köfunarstaðir eru á svæðinu, svo sem Davíðsgjá við Þingvallavatn austanvert. Reglurnar nýju ná einnig til þess svæðis. „Við teygjum okkur jafn langt í öryggismálum og hægt er, en vitum samt að aldrei er hægt að fyrirbyggja öll slys,“ segir Ólafur Örn. Allt svæðið 50 ÞÚSUND KAFARAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.