Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Jón Birgir Eiríksson Jón Þórisson Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyr- irtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Ís- lands um gjaldeyrismál sem taka munu gildi á morgun, 14. mars. Þetta kom fram á fundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Bene- dikt Jóhannesson, fjármála- og efna- hagsráðherra, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðuðu til í Ráð- herrabústaðnum í gær. Fjármagnsflæði að og frá landinu verður nú gefið frjálst og einstakling- ar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geta fjár- fest erlendis án takmarkana. Eftir af- nám haftanna standa þó eftir varúðarreglur vegna vaxtamunarvið- skipta og takmarkanir á afleiðuvið- skipti með íslenskar krónur. Samhliða afnámi haftanna á inn- lenda aðila hefur eigendum svo- nefndra aflandskróna verið gert tilboð um að selja krónur sínar fyrir evrur og er miðað við 137,5 krónur fyrir evruna. Er það nær 20% hærra en skráð gengi evru var við lokun banka á föstudag. Tóku boðum um 190 krónur Skemmst er að minnast í þessu samhengi að Seðlabankinn gekkst fyr- ir gjaldeyrisútboði hinn 16. júní síðast- liðinn með það að markmiði að losa um aflandskrónueignir. Niðurstaða þess varð sú að bankinn ákvað að taka til- boðum sem bárust á genginu 190 krón- ur á hverja evru eða lægra, það er til- boðum frá tilboðsgjöfum sem buðust til að borga 190 krónur eða meira fyrir hverja evru. Alls bárust 1.646 tilboð og var 1.619 tilboðum tekið. Fjárhæð samþykktra tilboða þá nam rúmlega 72 milljörðum af tæplega 178 milljörð- um sem boðnar voru í útboðinu. Á blaðamannafundinum í Ráð- herrabústaðnum í gær var upplýst að aflandskrónueignir næmu nú 195 milljörðum króna. Jafnframt kom fram að eigendur um helmings þeirra hefðu þegar gengið að tilboði bankans um 137,5 krónur fyrir hverja evru, sem áður segir. Með öðrum orðum njóta þeir sem nú taka tilboði bankans um- talsvert betri kjara en þeirra sem í boði voru í júní. Á sama hátt er útkoma Seðlabankans í viðskiptunum nú lakari sem því nemur. Á vefsíðu fjármála- og efnahags- ráðuneytis kemur fram í þessu sam- bandi að hafa verði í huga að efnahags- aðstæður hafi breyst mikið frá því útboði. Gengi krónunnar hafi styrkst mikið og Seðlabankinn hafi byggt upp mun stærri gjaldeyrisvaraforða en áð- ur hefur þekkst. Jafnframt verði að hafa í huga að þeir aflands- krónueigendur sem tóku þátt í útboð- inu í fyrra gátu ekki haft réttmætar væntingar til þess að þeir sem eftir sætu fengju verri kjör. Þeir hefðu hins vegar getað haft væntingar til þess að þeir sem eftir stæðu yrðu að bíða þar til búið væri að aflétta höftunum á ein- staklinga og fyrirtæki. Rúmlega átta ára sögu lokið Með afnámi haftanna nú lýkur því rúmlega átta ára sögu þeirra en gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfis- ins haustið 2008. Áður en gjaldeyris- höft tóku gildi hafði Seðlabankinn beint tilmælum til bankanna um að takmarka sölu gjaldeyris við brýn vöru- og þjónustuviðskipti. Í lok nóv- ember 2008 voru settar reglur um gjaldeyrismál. Með setningu þeirra reglna var öllum höftum á gjaldeyr- isviðskipti vegna vöru og þjónustuvið- skipta aflétt, en teknar upp strangari takmarkanir á fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast. Sögu haftanna lýkur því á morgun, þriðjudaginn 14. mars, með afnámi þeirra. Minna gjaldeyriseftirlit Frá og með morgundeginum mun Seðlabankinn nýta heimild í lögum um gjaldeyrismál til að veita undanþágur frá þeim takmörkunum á gjaldeyris- viðskiptum og fjármagnshreyfingum sem nú gilda. Það gerir hann með út- gáfu á nýjum reglum um gjaldeyris- mál. Þær hafa verið birtar á vef bank- ans og taka gildi á morgun. Már Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að afnám haftanna mundi hafa áhrif á starfsemi bankans. „Þegar ekki eru lengur gjaldeyris- höft þarf ekki lengur að framfylgja gjaldeyrisreglum. Þó er ekki þar með sagt að ekki verði gjaldeyriseftirlit, það verður kannski minna, en það á eftir að fara yfir það,“ sagði Már. „Hins vegar þarf að safna miklu betri upplýsingum um gjaldeyrisstrauma og gjaldeyrisstöður en gert var fyrir hrun. En það verður meira hluti af al- mennu fjármálastöðugleikaeftirliti.“ Byggist á sama lagaramma Sem fyrr segir byggist afnám hafta ekki á nýrri lagasetningu. „Það er al- veg augljóst við þessi tímamót, að komið er tilefni til að fara yfir lögin og skoða sömuleiðis ýmis bráðabirgða- ákvæði í lögum sem tengjast höftunum og leggja til breytingar sem horfa til lengri tíma,“ sagði Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra í samtali við blaðið. Fjármagnshöftunum aflétt  Stærsti hluti snjóhengjuvandans leystur með samkomulagi Seðlabankans við aflandskrónueigendur  Niðurstaðan um 137,5 krónur á hverja evru var fengin með samtölum milli bankans og krónueigenda Morgunblaðið/Golli Aflétting Már Guðmundsson, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson kynntu afnám hafta um miðjan dag í gær. Fram kom að allar aðstæður til afléttingar hafta væru ákjósanlegar nú. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að ekki lægi fyrir hver áhrifin af afnámi haftanna yrðu og að misvísandi upplýsingar hefðu verið veittar. „Í annan stað er þetta sagt hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við gengisþróun, en síðan er sagt að menn hafi ekki neina skýra hugmynd um hvert þetta muni leiða, hvað varðar gengisþróun.“ Hún sagði að ekki væri deilt um að ytri aðstæður væru heppilegar til losunar hafta. „Það vekur þó spurningar að þessir kröfuhafar hagnast mjög á að gera þessa samninga núna í stað þess að taka þátt í útboðinu á síðasta ári,“ sagði Katr- ín. „Ég velti því upp á sínum tíma, þegar ráðist var í útboðið, hvort ekki hefði verið heppilegra að gera þetta á undan nauðasamningum við fjár- málafyrirtækin,“ bætti hún við. Misvísandi skilaboð um áhrif á gengið Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsókn- arflokksins, sagðist almennt hlynntur aðgerðum rík- isstjórnarinnar. „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir í fyrirspurnum í þinginu því aðstæður á Ís- landi eru þær að það er nauðsynlegt að koma þessu í gang öllu saman. Aðstæður eru einstaklega góðar til þess,“ sagði hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi for- maður flokksins, gagnrýndi í gær þau kjör sem erlend- um kröfuhöfum buðust í samningum við Seðlabankann. Sigurður Ingi sagðist sammála gagnrýni forvera síns í formannsstóli. „Það má setja spurningarmerki við að það sé gerður samningur við hluta af eigendum aflandskrónanna þar sem þeim er boðið að fara út á mun hagstæðara gengi en þeir sættu sig við í fyrra,“ sagði Sigurður Ingi. Gagnrýna betri kjör aflandskrónueigenda „Þetta hefur verið spennandi dagur, maður átti ekki von á þessu þegar maður vaknaði í morgun. Það er kannski hluti af vandanum, það gleymist oft að tala við okkur í stjórnarandstöðunni,“ sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, í gær. Hann sagðist skilja að um einhverja hluta aðgerðarinnar hefði þurft að ríkja trúnaður, en hefði þó t.a.m. viljað fá upplýsingar um nýjar reglur um bindiskyldu og áhrif sem aðgerðin gæti haft á gengi krónunnar og vexti. „Mér sýnist þetta vera gert með sæmilega skyn- samlegum hætti, en ég á erfitt með að treysta þessu vegna leynd- arinnar kringum þetta,“ sagði hann. „Ég vona að þeir séu búnir að vinna heimavinnuna sína, en á blaðamannafundinum hljómaði þetta eins og um tilraunastarfsemi væri að ræða, einhvers konar rúllettu með hagkerfið.“ Samskiptaleysi og lélegt flæði upplýsinga „Þetta setur nú fókusinn á gjaldmiðilinn sem við er- um með. Hann sveiflast alltof mikið upp og niður og nú er gjaldmiðillinn t.d. farinn að há útflutningi og grunnatvinnuvegum. Ég held að við ættum nota tæki- færið til að huga að peningamálum þjóðarinnar,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með nýja nefnd sem mun endurskoða peningastefnuna. „Svo má spyrja sig hvort menn ættu ekki að vera aðeins opnari og hvort krónan sé sá gjaldmiðill sem hentar almenningi í landinu best. Það efast ég um,“ sagði hann. Að mati Loga eru efna- hagsaðstæður til haftalosunar almennt góðar. Þó verði að hugsa til þess að aðgerðin gæti komið misjafnlega við almenning ef krónan veikist mikið. Setur fókusinn á flöktandi gjaldmiðil Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir að tilboð um 137,5 krónur fyrir evruna hafi verið leitt fram eftir samtöl bankans við krónueigendurna. „Í fyrra hleyptum við mönnum út á 190 krónum, þá vildu krónueigendur 175 krónur fyrir evruna.“ Hann segir að nýlega hafi verið reiknað út að með- altal þessara tveggja talna sé nálægt því sem í boði er nú, sé tekið tillit til styrkingar krón- unnar. Samtöl réðu MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.