Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017
✝ Bjarni SalvarEyvindsson
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík
5. febrúar 1998.
Hann lést í Suður-
Afríku 18. febrúar
2017.
Foreldrar hans
eru Bryndís Fjóla
Ingimarsdóttir og
Eyvindur Svanur
Magnússon. Bryn-
dís giftist Þorsteini Baldurssyni
og eiga þau saman Sigrúnu
Björgu. Eyvindur er kvæntur
Ólafíu Sigurvinsdóttur og eiga
þau saman börnin Söru Dögg,
Sigurvin Helga og
Hugrúnu Birtu.
Fyrir átti Eyvindur
dæturnar Lovísu
Oktavíu og Karen
Hrönn. Karen
Hrönn á dótturina
Elenu Hrönn.
Bjarni Salvar ólst
upp í Hafnarfirði
hjá móður sinni og
uppeldisföður.
Bjarni Salvar var
alla tíð mikið hjá móðurömmu
sinni og afa, Fríðu og Gunna.
Útför Bjarna Salvars fer fram
frá Víðistaðakirkju í dag, 13.
mars 2017, klukkan 15.
Er þú brýst fram gegn bylnum
berðu höfuðið hátt
óttastu ei myrkrið
né ógn þess og mátt
litríkur ljósheimur bíður
og lævirkja söngurinn þíður.
Áfram, stríðum stormi gegn
áfram, strítt þó falli regn
þótt drauma þína skilji ei neinn
þú áfram, áfram ferð aleinn.
Þó aldrei ertu einn
aldrei ertu einn.
Áfram, áfram, með hugprútt hjarta
hugsaðu um framtíð bjarta
þú arkar aldrei einn.
(Bjarki Elíasson þýddi)
Minning um góðan dreng.
Pabbi, Ólafía og systkini.
Elsku litli bróðir.
Við töluðum ekki saman á
hverjum degi. Hver ástæðan var
er okkur ekki skýr, en við hugsum
að allir séu sekir um það í hröðu
nútímasamfélagi að leyfa degin-
um að þjóta hjá án þess að staldra
við og tala við sína nánustu. Það
þýðir þó ekki að við hugsum ekki
til þín. Þú ert litli bróðir okkar og
munt alltaf vera það, sama hvar
við erum stödd. Við munum eftir
því þegar fréttir bárust af komu
þinni. „Lítill bróðir!? Vá, en
spennandi! Ætli við höfum ekki
hlustað á Spice Girls allan þann
dag af ánægju. Svo fæddist þú,
litli strákurinn með stóru eyrun
og forvitnu augun, bræddir okkur
systur alveg. Púkastríðnisbrosið
fylgdi þér líka öll árin. Þú pass-
aðir ekki alveg inn í kassann sem
samfélagið vildi setja þig í, en á
pabbahelgum þar sem við vorum
öll þrjú saman, þar áttirðu skjól.
Við gleymdum oft stað og stund.
Eins og við höfum verið minnt-
ar á þá er eðlilegt að unglingar
minnki samskipti við fjölskyldu-
meðlimi sína, þannig að síðustu ár
hafa verið klassísk á þann hátt.
Lovísa unglingur, Karen ungling-
ur og loks þú. Við vorum öll loks-
ins að verða fullorðin, þrátt fyrir
að húmorinn sem við fengum frá
föðurfjölskyldunni í vöggugjöf sé
kannski enginn sérstakur vitnis-
burður um það. Þú varst orðinn
fullorðinn með stóra drauma og
fyrir það fylltumst við stolti. Þú
ætlaðir ekki að láta neinn stöðva
þig né hafa áhrif á hvað þig lang-
aði að gera. Þig langaði að
ferðast, þú ætlaðir að njóta og
láta gott af þér leiða. Góðmennsk-
an sem einkenndi þig gerði þig að
svo einstökum karakter, ótrúlega
barngóður og ljúfur. Þér þótti svo
vænt um yngri systkini okkar og
hafðir endalausa ást að gefa þeim.
Þú hafðir augljóslega meira til að
gefa og þess vegna ákvaðstu að
fara í sjálfboðaliðastarfið. Það
hefði verið yndislegt að fylgjast
með þér áfram í því, okkur grunar
nefnilega að það hefði getað orðið
að ævistarfi þínu. Að hjálpa þeim
sem minna mega sín.
Sama hvert þetta ferðalag sem
þú ert í núna mun taka þig, þá
verður þú alltaf órjúfanlegur hluti
af heildinni og við munum alltaf
sakna þín.
Þínar systur,
Lovísa Oktovía Eyvinds-
dóttir og Karen Hrönn
Eyvindsdóttir.
Elsku Bjarni Salvar.
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt,
það að ungur maður í blóma lífs-
ins sé hrifsaður í burtu finnst mér
sorglegt.
Ég var svo stolt af þér, þú varst
orðinn svo sjálfstæður ungur
maður sem fórst þína eigin leið og
gerðir það sem þér fannst gaman
og gefandi. Það er ekki fyrir
hvern sem er að ferðast erlendis
einn og óstuddur en þér fannst
gaman að ferðast og gerðir það án
nokkurs stuðnings. Að þú skulir
hafa treyst þér í þetta langa
ferðalag alla leið til Suður-Afríku
einn er ekki fyrir hvern sem er,
ég get alveg sagt það að ég myndi
ekki leggja í það sjálf.
Mig langar að kveðja þig með
versi sem lýsir þér svo vel:
Sé ég svo margt er ég minnist þín,
þessi einstöku augu með fallega sýn,
brosið þitt bjart eins og þegar sól skín.
Sé ég svo margt er ég minnist þín.
(Magnús Helgi Magnússon.)
Elsku Bryndís og Steini, Eyvi
og Ólafía, systkini, ömmur og afi,
Guð gefi ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Þín frænka,
Íris.
Fyrir okkur var þetta erfiðasti
og átakanlegasti tími lífs okkar,
en ekkert í samanburði við missi
fjölskyldunnar. Bryndís, Eyvi,
Steini, Fríða, Sigrún og allir að-
standendur, við erum að hugsa til
ykkar í dag og hjörtu okkar og
krakkanna frá munaðarleysingja-
heimilinu eru með ykkur í dag og
alla daga.
Hetjan hann Bjarni, ungi mað-
urinn með ljónshjartað, kom til
Afríku til þess að skipta sköpum í
lífi þeirra sem minna mega sín.
Hann kom með ljós og hugrekki
með sér. Fullur af jákvæðni og
svo sterka nærveru. Það tóku all-
ir við hann ástfóstri um leið. Hann
smitaði út frá sér ást og gleði.
Andi hans var einstakur og við-
horf hans að láta ekkert stoppa
sig, „ég get allt sem ég vil“ við-
horf, er einmitt það sem við reyn-
um að kenna börnunum okkar hér
í fátækrahverfunum sem búa við
miklar takmarkanir daglega.
Bjarni var fyrirmynd þeirra og
allra okkar sem eftir sitjum.
Afríka kennir að þegar það er
vonleysi þá er von, þar sem er
myrkur þar er ljós, þar sem er
barn þar er bros.
Og það er með viðhorf Bjarna
að leiðarljósi „never give up“, gef-
ast aldrei upp, sama hvaða spil líf-
ið gefur okkur, sem við verðum að
halda minningu hans Bjarna lif-
andi í orði og verki. Við munum
láta ljós hans skína áfram í hjálp-
arstarfinu hér í Afríku og hans
byrjun mun ekki taka enda.
Frá börnunum niðri á munó:
„you are our african hero Big
Bee, we love you, we miss you and
we need you“.
Til Tómasar og Ragnars sem
lifðu hverja mínútu af þessum
harmleik hér í Suður-Afríku, við
viljum segja við ykkur: Reynslan
hér mun tengja ykkur um alla
ævi, styrkur ykkar og hugrekki
er aðdáunarvert. Þið komuð hing-
að sem strákar og eftir alla
reynsluna, góða og slæma, erf-
iðasta tíma lífs ykkar en jafn-
framt fullt af góðum minningum,
þá fóruð þið heim frá Afríku sem
menn.
Eins og þeir segja í Afríku:
„Gangið reistir eins og hávaxnir
afrískir menn, gangið með prikið
þétt ykkur við hlið og verið stolt-
ir.“ Við erum svo stolt af ykkur.
Megi Guð blessa fallegu hug-
rökku sálina hans Bjarna. Afríka
mun sakna þín.
Ást og þakklæti,
Lilja og Richard.
Mér hlaust því miður ekki sá
heiður að þekkja hann Bjarna
lengi en þrátt fyrir stutt kynni
munu þau skilja eftir sig spor á
sálinni. Ég hef stundum heyrt tal-
að um að þeir einstaklingar sem
koma inn í líf manns séu sendir til
að kenna manni eitthvað og þar er
hann Bjarni engin undantekning.
Hann kenndi mér það að maður á
ekki dæma bókina eftir kápunni
og að maður eigi ekki að láta fötl-
un sína stoppa sig í því sem maður
vill fá út úr lífinu, sama hversu
stór eða smá hún er.
Ég man þegar hann kom fyrst
inn í búðina til mín að sækja um
starf um miðjan september í
fyrra. Ég dáðist að honum fyrir
að sækja um starfið, að láta ekki
lögblinduna stoppa sig í því. Ég
hugsaði með mér að fyrst hann
hefði kjarkinn í þetta gæti ég ekki
annað en veitt honum tækifæri til
að sanna sig. Og það gerði hann
sko aldeilis. Duglegri, samvisku-
samari og kurteisari dreng er erf-
itt að finna. Hann kom mér á
óvart á hverjum degi með dugn-
aði sínum og gekk í öll verk sem
þurfti að gera án þess að kvarta.
Við gerðum reyndar stundum
grín að því að ég vildi ekki leyfa
honum að læra á grillið þar sem
ég vildi ekki vera ábyrg fyrir því
að hann brenndi á sér nefið. Lík-
lega hefði hann tekið það með
trompi eins og allt annað sem
hann tók sér fyrir hendur í
vinnunni. Viðskiptavinir, sem og
aðrir, höfðu stundum orð á því
hvað hann var alltaf kurteis,
hress og jákvæður á vöktunum
sínum. Gladdi hann marga þeirra
er hann kvaddi og þakkaði fyrir
viðskiptin með orðunum „eigðu
svo góðan dag“.
Það kom stundum fyrir að
Bjarni endaði á spjalli með sex
ára syni mínum og fannst mér
svolítið gaman að fylgjast með því
úr fjarska því þeir gátu spjallað
saman um allt milli himins og
jarðar og fóru úr einu í annað, en
einhvern veginn náðu þeir alltaf
að fylgja hvor öðrum í samræð-
unum; þótt ég væri löngu búin að
missa þráðinn héldu þeir honum.
Ég vil votta fjölskyldu og að-
standendum Bjarna samúð á
þessum erfiðu tímum.
F.h. samstarfsfélaga 10-11,
Dagný Kristín.
Bjarni Salvar
Eyvindsson
✝ Elín Árnadóttirfæddist í Hrísey
13. september 1926.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð á Ak-
ureyri 1. mars 2017.
Foreldrar hennar
voru Árni Sigurðs-
son, f. 19. ágúst
1886, d. 5. júlí 1958,
og Guðrún Jón-
asdóttir, f. 18. jan-
úar 1894, d. 13. júní 1961. Systk-
ini Elínar voru: 1) Ragnheiður, f.
1912, d. 2007. 2) Jóhanna Sigríð-
ur, f. 1915, d. 1979. 3) Dýrleif, f.
1916, d. 1994. 4) Jónas Heiðdal, f.
1917, d. 1947. 5) Þuríður Ásta, f.
1918, d. 2008. 6) Sigurður, f.
1920, d. 1986. 7) Árni Ásgrímur,
f. 1922, d. 1939. 8) Ingibjörg
Kristjana, f. 1923, d. 2003. 9) Ís-
leifur, f. 1928, d. 2001. 10) Sig-
urrós Kristín, f. 1931, d. 2015. 11)
Kolbrún Sjöfn, f. 1935. 12) Páll, f.
1936. Þann 9. október 1945 giftist
Elín Kristni Frímanni Jakobssyni
skipstjóra, f. 2. nóvember 1921, d.
22. febrúar 1994. Kristinn var
sonur hjónanna Jakobs F. Krist-
eiginmaður hennar Ágúst Björn
Ágústsson, f. 1954, búsett í Kópa-
vogi. Synir þeirra eru Ágúst Þór
og Hrafnkell Freyr. f) Kristinn
Frímann rafvirki, f. 1957, eig-
inkona hans er Elín Guðmunds-
dóttir, f. 1959, búsett í Hafn-
arfirði. Börn þeirra eru: Unnur
Véný, Elín Dagný og Guðmundur
Frímann. g) Svanur rafvirki, f.
1961, eiginkona hans er Hulda
Kristín Hermannsdóttir, f. 1963,
búsett á Akureyri. Synir þeirra
eru: Hafsteinn, Haukur og Hin-
rik. h) Örn mjólkurfræðingur, f.
1964, búsettur á Akureyri. Synir
Arnar og Ragnheiðar Tryggva-
dóttur eru Hafþór Ingi og Andri
Heiðar. Barnabarnabörnin eru
orðin 29 og barnabarnabarna-
börnin tvö. Elín og Kristinn hófu
búskap í Hrísey og bjuggu þar að
mestu til ársins 1972, þá fluttu
þau til Akureyrar og bjó hún þar
til dauðadags. Þegar þau bjuggu
í Hrísey var Elín heimavinnandi
húsmóðir. Eftir að þau fluttu til
Akureyrar hóf hún störf hjá
Sendibílastöðinni á Akureyri við
símsvörun og önnur tilfallandi
skrifstofustörf. Hún starfaði þar
til ársins 1996.
Útför Elínar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 13. mars
2017, klukkan 13.30.
inssonar og Filippíu
G. Valdimarsdóttur.
Elín og Kristinn
eignuðust átta börn.
Þau eru: a) Jakob
vélvirki, f. 1945, d.
2010, eftirlifandi
eiginkona hans er
Jóhanna M. Antons-
dóttir, f. 1946, bú-
sett á Akureyri.
Börn þeirra eru
Ragnheiður, Lilja,
Anna og Kristinn Frímann. b)
Árni skipstjóri, f. 1946, eiginkona
hans er Eygló Ingimarsdóttir, f.
1945, búsett í Hrísey. Börn þeirra
eru Ingimar, Kristinn Frímann,
Elín og Ómar. c) Steinunn Kristj-
ana hjúkrunarfræðingur, f. 1949,
d. 2016, eftirlifandi eiginmaður
hennar er Hrafnkell Guðmunds-
son, f. 1951, búsettur í Kópavogi.
Synir þeirra eru Arnar Már,
Þröstur og Hrafnkell, f. 4. desem-
ber 1984, d. 19. desember 1984.
d) Guðrún sjúkraliði, f. 1951, bú-
sett á Akureyri. Börn hennar og
Gunnars Kristdórssonar eru Elín
Dögg og Kristdór Þór. e ) Þórdís
Björg lífeindafræðingur, f. 1954,
Elskuleg Ella amma lést
þann 1. mars síðastliðinn og ég
mun sakna hennar sárt.
Amma var kraftmikil, dugleg
og sterk kona. Hún hafði mikinn
baráttuvilja og ásamt afa kom
hún átta dugandi börnum á legg
og þau eiga henni margt að
þakka. Hún lét ekki þar við sitja
heldur hefur hún iðulega aðstoð-
að börn og aðra afkomendur
þegar þau hafa þurft á því að
halda.
Ég er í hópi þeirra sem
amma hefur hjálpað í gegnum
tíðina og ég get þakkað henni
margt. Hún var mér mikilvæg
og snerti líf mitt með ýmsum
hætti. Oft var ég í mjög nánu
sambandi við hana, sérstaklega
á þeim tíma sem ég bjó hjá
henni og afa. Ég bjó hjá þeim í
Stekkjargerði á mismunandi
æviskeiðum, en þar á meðal
fyrstu árin mín í menntaskól-
anum. Þau komu fram við mig
af umhyggju og ást, en settu
einnig skýrar reglur. Já, það var
sko ekki í boði að unglingurinn
væri of lengi úti á kvöldin.
Það var svo gott að vera hjá
ömmu og afa og það ríkti ávallt
gleði og friðsæld á heimilinu.
Amma þreyttist aldrei á að
halda heimilinu hreinu og fínu
og hafa ávallt góðgæti á boð-
stólum. Í boði var morgunmatur
eða morgunkaffi, hádegismatur,
síðdegiskaffi, kvöldmatur og svo
kvöldkaffi. Já, ég fór aldrei
svöng að sofa á meðan ég bjó
hjá ömmu og afa.
Hún amma var ráðagóð og
hún var klettur í lífsins ólgusjó,
hjá henni fann ég og lærði stað-
festu. Hún kenndi mér einnig að
sparsemi, dugnaður og reglu-
semi geta komið manni langt í
lífinu. Hún lagði ávallt áherslu á
að menntun væri ómetanleg og
hún sagði mér að það væri aldr-
ei í boði að gefast upp fyrir
neinu í lífinu.
Elsku amma; ég, Kristín
Lind, Kristdór og fjölskylda
sendum þér knús og kærleika
og munum varðveita þig í hug-
um okkar og hjörtum um aldur
og ævi.
Elín (Ella) Dögg.
Ella amma kvaddi þessa jarð-
vist 1. mars síðastliðinn. Hún
var ein af hvunndagshetjum síð-
ustu aldar. Saltaði síld á síld-
arplönum, ól átta börn og kom
þeim vel til vits og ára, sjó-
mannskona, húsmóðir sem sá til
þess að allir hefðu nóg að bíta
og brenna. Þvottur þveginn án
sjálfvirkrar þvottavélar, prjónað
og saumað á börnin. Við munum
sérstaklega eftir bleiku og gulu
gammosíunum sem voru prjón-
aðar úr draloni í prjónavélinni.
Kona sem kvartaði ekki tók því
sem að höndum bar. Amma var
einstök.
Við systkinin erum heppin að
hafa alist upp með ömmu og afa
í sama bæjarfélagi og nú alveg
fram á fullorðinsár.
Amma og afi Kiddi fluttu frá
Hrísey til Akureyrar árið 1972 í
Stekkjargerði 4 og frá þeim degi
voru þau aldrei kölluð annað en
amma og afi í Stekkjargerði.
Þó svo að amma hafi verið
flutt úr Stekkjargerði hélt hún
viðurnefni sínu.
Á okkar yngri árum fórum
við flesta sunnudaga í kaffi til
ömmu og afa, þar svignaði borð-
ið undan heimagerðum tertum
og öðru góðgæti, peruterta,
döðluterta og svo má ekki
gleyma smurbrauðstertunni með
bleika salatinu, það var ömmu
„special“. Jóladagur í Stekkjar-
gerði var líka fastur liður,
stundum dansað og sungið í
kringum jólatréð, spilað og
borðað og borðað. Sviðin, hangi-
kjötið, harðfiskurinn og heima-
tilbúni ísinn með niðursoðnum
ávöxtum.
Amma var mjög heimakær,
henni fannst gott að fá okkur í
heimsókn og alltaf var notalegt
að setjast við eldhúsborðið og
spjalla um alla heima og geima.
Það var hægt að ræða allt við
Ellu ömmu, um pólitíkina,
barnauppeldið, bæjarlífið, veðr-
ið, vinnuna, handboltann, fót-
boltann, fiskiríið og allt þar á
milli, við komum aldrei að tóm-
um kofunum hjá ömmu. Hún
fylgdist vel með öllum afkom-
endum og var mjög umhugað
um hvort allt gengi ekki vel og
hvort allir væru nú ekki frískir
og glaðir.
Það er sárt að horfa á eftir
þeim sem sem hafa verið hluti af
tilverunni allt lífið en minning-
arnar ylja um hjartaræturnar.
Við vitum að afi, pabbi og Steina
frænka taka á móti henni opn-
um örmum í Sumarlandinu.
Hvíl í friði.
Ragnheiður, Lilja, Anna
og Kristinn Frímann.
Í dag kveðjum við okkar
elskulegu ömmu, langömmu og
langalangömmu Elínu Árnadótt-
ur. Ella amma eins við kölluðum
hana var svona ekta amma og
vildi allt fyrir okkur gera og
hafði mikið fyrir öllum þeim sem
heimsóttu hana.
Alltaf var klárt smurt brauð í
ísskápnum eða nýbakað í
Stekkjargerði 4, en þar bjuggu
amma og afi mest allan tímann
frá því að þau fluttu frá Hrísey
1972 til Akureyrar. Ferðirnar til
ömmu og afa í Stekkjargerði
voru ógleymanlegar. Jólaboðin
og allar aðrar veislur sem haldn-
ar voru í Stekkjargerði voru
alltaf eins og hjá stórhöfðingj-
um. Veisluborðin svignuðu und-
an krásunum og fóru ávallt allir
vel saddir heim. Fjölskyldan er
stór og var oft margt um mann-
inn í Stekkjargerði og mikið líf,
pólitík var þar rædd, rætt um
sjávarútveginn og gamlir tímar
rifjaðir upp. Amma var alltaf
klár með allt fyrir alla, hvort
sem það var matarkyns eða
bara að setjast niður og spjalla,
alltaf var hægt að fá gistingu,
við bjuggum oft í lengri tíma hjá
þeim, t.d. meðan við vorum í
framhaldsskóla á Akureyri.
Við krakkarnir bjuggum og
ólumst upp í Hrísey og var oft
farið í heimsókn til Akureyrar
og ávallt gist hjá ömmu og afa í
Stekkjargerði. Þessar heimsókn-
ir eru mjög sterkar í minning-
unni. Það var reiðarslag fyrir
alla og sérstaklega fyrir ömmu
þegar afi dó 22. febrúar 1994, 72
ára að aldri. Þau voru mjög
samrýnd og stóðu vel að sínu
uppeldi á þeim átta börnum sem
þau áttu saman, fimm strákar
og þrjár dætur.
Öll komust þau til vits og ára,
sem hvert foreldri getur verið
stolt af. Ella amma átti svo líka
eftir að sjá á eftir tveimur börn-
um sínum, elsta syni sínum Jak-
obi, Kobba frænda eins og við
kölluðum hann, sem lést árið
2010 og elstu dóttur sinni Stein-
unni, eða Steinu frænku, sem dó
2016.
Amma flutti svo úr Stekkjar-
gerði 4 2004 og í Bjarkarlund 1
þar sem hún dvaldi alveg þang-
að til hún fékk herbergi í Lög-
mannshlíð í fyrra. Um miðjan
febrúar síðastliðinn varð svo
amma fyrir því óláni að detta
illa og lærbrotna, hún náði sér
ekki upp úr því og lést 1. mars.
Það er gott til þessa að hugsa
að nú eru elsku Ella amma og
Kiddi afi sameinuð á ný eftir 23
ára fjarveru ásamt Kobba
frænda og Steinu frænku. Þau
eiga öll sérstakan stað í hjörtum
okkar og við erum rík af þeim
minningum sem við eigum um
þau.
Ég stend á strönd og horfi á skip
sigla í morgunblænum út hafið.
Það er falleg smíði og ég stend þar
og horfi á það unz það hverfur sjón-
um mínum út við sjóndeildarhring.
Það er farið!“
Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn.
Það er allt og sumt.
Það er þó enn jafnstórt í möstrum,
bol og siglutrjám og þegar ég
sá það.
Og getur flutt jafnmikinn farm og
mannfjölda á ákvörðunarstað.
Minnkandi stærð og hvarf þess úr
minni augsýn er í huga mér en ekki
í því.
Og einmitt þegar einhver nálægur
segir:
„Það er farið!“
Þá eru aðrir, sem horfa á það koma
og aðrar raddir heyrast kalla:
„Þarna kemur það!“
Og þannig er að deyja.
(Brent biskup)
Ingimar, Kristinn,
Elín og Ómar Árnabörn
og fjölskyldur.
Elín Árnadóttir