Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ottó Magnússon matreiðslumaður vann til bronsverðlauna með liði sínu, sem útbjó „íslenskt“ verk á heimsmeistaramótinu í ísskurði sem fram fór í Fairbanks í Alaska í liðinni viku. Þetta var í 28. sinn sem keppnin er haldin. Keppt er í tveimur flokk- um, tveggja manna og fjögurra manna, og eru tvær greinar í hvor- um flokki. Í fyrri keppninni, sem tók þrjá daga, meiddist félagi Ottós en þeir luku samt verkinu með sóma. Í þeirri seinni var Ottó í liði með þremur Bandaríkjamönnum á móti sjö öðrum liðum. Þeir fengu um 10 tveggja tonna þunga ís- klumpa til þess að vinna úr og höfðu sex daga til þess að ljúka listaverkinu. Ottó segir að hann hafi fengið leyfi hjá dætrum Jóns Gunnars Árnasonar, höfundi Sólfarsins, til þess að gera eftirmynd af því og því hafi hópurinn verið með ís- lenskt þema. „Við vorum í keppni við margfalda heimsmeistara en þetta heppnaðist svona rosalega vel,“ segir hann og bætir við að ís- skúlptúrinn hafi verið um 80-90% af stærð listaverksins við Sæbraut í Reykjavík. Um 40 stiga frost Kuldinn setti strik í reikninginn og fór niður í um 40 stiga frost. „Ég hef aldrei upplifað annað eins frost,“ segir Ottó, en menn unnu allt að 18 tíma á sólarhring. Lyft- arar voru til taks til þess að koma blokkunum fyrir á réttum stað. „Það er mjög erfitt að eiga við klakann í svona miklu frosti,“ segir Ottó. Þetta er í þriðja sinn sem Ottó tekur þátt í keppninni, fyrst 2013 og síðan í fyrra. Hann hefur lengi haft að áhugamáli að búa til minni verk úr ís og heldur úti síðu um klakastyttur á Facebook. Hann segir að fáir séu í þessu hérlendis og því skipti miklu máli að fara út í keppni við menn sem hafi ísskurð að atvinnu og læra af þeim. „Maður reynir alltaf að bæta sig og árangurinn gerði það að verkum að ég fékk boð frá nokkrum um að keppa með þeim og það er mikill heiður,“ segir hann. Sólfarið skorið út í ís í Alaska  Ottó Magnússon matreiðslumaður og bandarískir liðsfélagar hans unnu til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í ísskurði í frostinu í Fairbanks Verðlaunaverk Ottó Magnússon og félagar hans unnu að gerð Sólfarsins í sex daga og fengu bronsverðaun. Ísskurðarmeistari Ottó Magnússon sker út listaverk í ís. Morgunblaðið/Kristinn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikill músagangur hefur verið víða upp á síðkastið. Meðal annars hefur borið á músunum á svæði í Keflavík þar sem margir bílaleigubílar eru geymdir yfir veturinn. Morgunblaðið fékk staðfest að hagamýs hefðu kom- ist inn í bíla og meindýraeyðir verið kallaður til að fjarlægja þær. „Það hefur verið aðeins meira af hagamús en venjulega, veðráttan er svo góð. Hún er úti um allt. Síðasta ár var gott hjá músinni og það stefnir aftur í gott músaár,“ sagði Ragnar Guðlaugsson meindýraeyðir. Hann býr á Suðurnesjum og vinnur þar og á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar sagði að alltaf hefði verið talsvert um mýs í kringum hesthúsahverfið vestast í Keflavík. Það væri ekki óeðlilegt enda eftir ýmsu að slægjast fyrir mýs á því svæði. Komast inn með ýmsu móti Ragnar var í gær að störfum í iðn- aðarhverfi í Reykjavík og þar var mikið af músum. „Það hafa verið rigningar og bleyta. Í svoleiðis tíðar- fari fyllast músarholurnar af vatni og þá sækja mýsnar í skjól þar sem er þurrt. Þær eru með feld og vilja ekki bleytu. Músin vill vera þar sem er þurrt og eitthvað til að naga.“ Ragnar kvaðst hafa verið fenginn til að leita að músum í bílaleigubílum bæði á Suðurnesjum og á höfuð- borgarsvæðinu. „Mýsnar komast inn í bílana með ýmsu móti. Þær geta komist inn með farangri, ekki síst ef fólk er úti á landi. Músin reynir líka að komast inn í bílinn um hvalbakinn. Svo lokast hún inni og reynir að kom- ast út aftur. Þær eru aldrei lengi í bíl- unum. Það er eðli músa að naga og þær naga allt sem þær geta, hvort sem er í bíl eða húsi. Ég veit þó ekki til þess að bílar hafi orðið ógangfærir vegna músa,“ sagði Ragnar. Hann sagði menn setja músagildrur í bíla, sem er lagt um lengri tíma, til öryggis ef ske kynni að mús kæmist inn í þá. Mýsnar skjótast líka inn í hús ef þær geta. Ragnar sagði mikilvægt að fólk væri á verði gagnvart músa- gangi, hvort sem er í bílskúrum, sumarbústöðum, iðnaðarhúsnæði eða íbúðarhúsnæði. Mýsnar yllu óþrifum og gætu valdið skemmdum. Músagildrur voru settar í bílaleigubíla í vetur  Mýsnar flýja bleytuna í músarholunum og sækja í skjól Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hagamús Bílaleigur hafa þurft að kalla á meindýraeyði vegna músagangs. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann í haldi ofbeldi. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari í samtali við Morgun- blaðið í gær. Lögreglumaðurinn starfar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu síðasta sumar þegar leiða átti manninn fyrir dómara. Áður en lagt var af stað mun lög- reglumaðurinn hafa ráðist á mann- inn. Myndbandsupptökur úr eftir- litsmyndavélum sýna atvikið og eru þær meðal gagna málsins. Manninum var ekki vikið úr starfi vegna málsins, en í lok síð- asta árs kom það til álita. Þá þóttu ekki lögfræðilegar forsendur til þess, þar sem of langur tími var þá liðinn frá atvikinu. Vegna ákær- unnar verður sú ákvörðun endur- skoðuð í dag. jbe@mbl.is Lögreglumaður í Reykjavík ákærður fyrir að hafa beitt mann í haldi ofbeldi Betur fór en á horfðist eftir hádegi í gær þegar leki kom að bátnum Sæ- ljósi GK um tvær sjómílur norðvest- ur af Rifi. Einn maður var um borð og sakaði hann ekki. Björgunarskipið Björg á Rifi og þyrla Landhelgisgæslu Íslands voru kölluð til eftir að neyðarkallið barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 13.05. Þrír bátar komu Sæ- ljósi til aðstoðar, þeir Saxhamar SH, Sveinbjörn Jakobsson SH 10 og björgunarskipið Björg, sem búið var sérstökum dælum til að dæla sjó upp úr skipinu. Þegar björgunarskipið kom á vettvang var hins vegar ákveðið að reyna ekki dælingu, held- ur sigla fremur bátnum strax í land. Var beiðni um aðstoð þyrlu Gæsl- unnar því afturkölluð. Skipverjinn fór frá borði skömmu eftir að hjálp barst, en Saxhamar SH tók Sæljós í tog og var stefnan sett á höfnina í Rifi. Þegar komið var inn í höfnina var Sæljós við það að sökkva, en dæling hófst um klukkan 14 þegar báturinn var kominn að hafnarbakkanum. Vel gekk að dæla úr bátnum. jbe@mbl.is Bjargað úr lekum bát við Rif  Saxhamar SH kom bátnum til hafnar Morgunblaðið/Alfons Finnsson Rif Björgunarskipið Björg í for- grunni og Sæljós GK í höfninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.