Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Þittervalið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FjölbreyttúrvalaFhurðum,Framhliðum, klæðningumogeiningum styrkur - ending - gæði Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is HÁGÆðaÞvOttaHÚSiNNrÉttiNGar FATASKÁPAR& reNNiHUrðir Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15 Íslenskir ráðherrar brutust á dög-unum í gegnum veðurofsann í New York til fundahalda og til að stilla sér upp á myndum með fræg- um leikkonum.    Í frétt á vef vel-ferðarráðu- neytisins segir að á einum fundanna hafi verið „Herhvöt gegn kynbundnum launamun“. Þar kemur einnig fram að „óleiðréttur launamunur kynja á heimsvísu sé um 23%“.    Nú er það svo aðmælingar á kynbundnum launa- mun eru í meira lagi vandasamar og á það hefur verið bent að mæl- ingar sem gerðar hafa verið hér á landi og benda til launamunar á milli kynja upp á nokkur prósent séu svo ónákvæmar að þær segi lít- ið eða ekkert.    Og það eru ekki aðeins karlkynsstærðfræðingar og tölfræð- ingar sem bent hafa á þetta. Í Kast- ljósi var á dögunum rætt við Elsu Þorkelsdóttur, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, um kynbundinn launamun og hvort hann væri til staðar.    Elsa sagði: „Kannanir sem viðhöfum sýna ekki kynbundinn launamun, þær sýna launamun milli kvenna og karla.“ Spurð nánar hvort kannanir sýni kynbundinn launamun ítrekaði hún þetta: „Nei, þær gera það ekki.“    Ætli þessi hlið málsins hafi ver-ið rædd í New York eða get- ur verið að upplýst umræða fari illa saman við herhvöt stjórnmála- manna og leikara? Elsa Þorkelsdóttir Litaði herhvötin umræðuna? STAKSTEINAR Þorsteinn Víglundsson Veður víða um heim 16.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -2 snjókoma Nuuk -20 heiðskírt Þórshöfn 4 skúrir Ósló 6 léttskýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 10 alskýjað London 12 þoka París 18 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 14 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 15 heiðskírt Moskva 3 skýjað Algarve 12 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Barcelona 9 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 6 heiðskírt Winnipeg -1 skýjað Montreal -8 snjókoma New York 0 léttskýjað Chicago -1 heiðskírt Orlando 7 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:38 19:35 ÍSAFJÖRÐUR 7:43 19:40 SIGLUFJÖRÐUR 7:26 19:23 DJÚPIVOGUR 7:08 19:04 Laust fyrir há- degi í gær var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna ungmenna sem áttu í átök- um fyrir utan íþróttahús í Hlíðahverfi í Reykjavík. Einn úr hópnum greip til piparúða í lát- unum og sprautaði úr honum á ann- an mann. Sá var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, að sögn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt laust fyrir klukkan hálftvö um pilt vopnaðan loftbyssu, en drengurinn hafði hleypt af nokkr- um skotum í grennd við verslunar- miðstöð í Háaleitis- og Bústaða- hverfi. Nutu almennir lögreglumenn aðstoðar sérsveitar ríkislögreglu- stjóra, en þrátt fyrir mikla leit fannst pilturinn ekki. Skömmu síðar barst tilkynning um annan pilt, í grennd við Laugar- dal í Reykjavík, og var sá vopnaður hnífi og hafði í hótunum við aðra á skólalóð. Hópurinn var hins vegar farinn er lögreglu bar að. Ungmenni með hin ýmsu vopn  Piparúði, loftbyssa og eggvopn á lofti Lögreglan hafði í nógu að snúast. Í ljósi þess að þekktasti ferðamanna- staður Möltu, hinn fyrrum glæsilegi steinbogi Azure-glugginn, hrundi í sjóinn fyrir skemmstu, hefur þeirri spurningu verið velt upp á vef Um- hverfisstofnunar hvort sömu örlög gætu beðið annars náttúrufyrir- brigðis sem finnst hér á landi, gats- ins í Dyrhólaey. Í Dyrhólaey hefur oft orðið hrun og hefur verið girt fyrir umferð ferðamanna í hlutum hennar í verndar- og varúðarskyni. Í skýrslu sem Veðurstofan vann fyrir Um- hverfisstofnun segir að berghrun og grjótskriður verði með reglulegu millibili á allri sunnanverðri Dyr- hólaey vegna samspils margra þátta. „Hellisskúta má finna víða niðri við fjöruna, þar sem brimið hefur grafið undan klettunum. Margir þættir gera það að verkum að berg- hrun og grjótskriður verða í Dyr- hólaey; lóðréttar sprungumyndanir, áköf úrkoma, frost, undangröftur af völdum sjávar og lamstur brimsins. Hrun í Dyrhólaey gera almennt ekki boð á undan sér og hafa orðið stór hrun í suðurhluta eyjunnar sem erf- itt er að spá fyrir um,“ segir í skýrsl- unni. Búið er að girða af allan suður- hluta bjargbrúnarinnar og loka gönguleið út á Tóna þar sem gengið er yfir dyrnar sem eyjan dregur nafn sitt af. Einnig hafa verið sett upp varúðarskilti. sisi@mbl.is Í Dyrhólaey hefur oft orðið hrun  Azure-glugginn á Möltu hrundi  Getur það sama gerst í Dyrhólaey? Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dyrhólaey Mikið aðdráttarafl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.