Morgunblaðið - 17.03.2017, Side 10

Morgunblaðið - 17.03.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er framhjóladrifinn með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn en er einnig í boði með fjórhjóladrifi og sjö þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen Transporter kostar frá 4.140.000 kr. (3.338.710 kr. án vsk) BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Volkswagen Transporter Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áætlað er að árið 2016 hafi um 960 þúsund erlendir ferðamenn nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi (56% gest- anna), samanborið við um 480 þús- und árið 2014 (48%) og 166 þúsund árið 2009 (33%). Þá er áætlað að 16 þúsund bíla- leigubílar hafi verið í útleigu til er- lendra ferðamanna í ágúst í fyrra, 14 til 15 þúsund í júlí, um 12 þúsund í júní, litlu færri í september en færri aðra mánuði ársins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerðinni „Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016“ sem unnin var af fyrirtækinu Rann- sóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf með stuðningi rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar. Spurningalistar í Leifsstöð Spurningar voru lagðar fyrir ferðamenn þegar þeir yfirgáfu land- ið í Leifsstöð. Hlutfall karla og kvenna í könnuninni var nær jafnt. Um 51% svarenda var á aldrinum 16-35 ára, 32% voru 36-55 ára og 17% yfir 55 ára. Meðalaldur var 40 ár. Flestir voru búsettir í Norður- Ameríku (35%), en síðan í Mið- Evrópu (16%), á Bretlandseyjum (16%) og í Suður-Evrópu (11%). Samkvæmt því sem að framan greinir nýttu 5,8 sinnum fleiri ferða- menn sér bílaleigubíla á Íslandi árið 2016 en árið 2009 og tvöfalt fleiri ár- ið 2016 en árið 2014. Áætlað er að 12 sinnum fleiri erlendir ferðamenn hafi nýtt sér bílaleigubíl yfir helstu vetrarmánuðina árið 2016 (janúar, febrúar, nóvember, desember) en árið 2009 eða um 166 þúsund manns á móti 13-14 þúsund. Fjölgun á jaðarmánuðum Kannanir RRF benda einnig til þess að um átta sinnum fleiri ferða- menn á jaðartímunum árið 2016 (mars, apríl, maí, september og október ) hafi nýtt sér bílaleigubíl en ferðamenn sömu mánuði 2009, eða nær 400 þúsund á móti um 50 þús- und. Hins vegar var fjölgunin aðeins 3,8 föld yfir helstu sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst), um 400 þúsund sumarið 2016 á móti 103 þúsund árið 2009. Þau 56% erlendra gesta sem nýttu sér bílaleigubíla árið 2016 óku þeim að meðaltali um 1.700 km, eða um 230 km á dag þá að jafnaði 7,5 daga sem dvalið var á Íslandi. Meðalakstur var tæplega 1.100 kílómetrar yfir helstu vetrarmán- uðina, um 1.600 km í jaðarmánuð- unum og 2.150 km yfir sumarmán- uðina þrjá. Heildarakstur á hvern leigusamning var lengstur í júlí og ágúst, um 2.200 km, en stystur í des- ember, um 900 km. Áætlað er að erlendir ferðamenn hafi ekið bíleigubílum alls um 540 milljónir km á Íslandi árið 2016 (miðað við þrjá í bíl að jafnaði). Það samsvarar meðalakstri um 45 þús- und heimilisbíla á Íslandi miðað við 12 þúsund km akstur á ári. Árið 2016 voru nálægt 220 þúsund einkabílar á Íslandi eða um 0,67 bíll á hvern íbúa. Því má áætla akstur erlendra ferða- manna á bílaleigubílum árið 2016 um 20% af öllum akstri Íslendinga á einkabílum, að því er fram kemur í könnuninni. Til samanburðar má nefna að áætlað er að árið 2014 hafi erlendir ferðamenn ekið bílaleigubílum á Ís- landi um 270 milljónir km og um 90 milljónir km árið 2009. Samkvæmt því var álag bílaleigubíla á vegakerf- ið, þar sem erlendir ferðamenn voru við stýrið, nær sex sinnum meira ár- ið 2016 en árið 2009 og tvöfalt meira árið 2016 en 2014. Stóraukin notkun bílaleigubíla  Áætlað er að árið 2016 hafi um 960 þúsund erlendir ferðamenn nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi  Voru 480 þúsund árið 2014  Ferðamennirnir óku bílunum 540 milljónir km á Íslandi í fyrra Áætlað er að um 4.800 ferðamenn hafi að jafnaði komið á um 1.600 bílaleigubílum að Geysi hvern dag í júlí og ágúst 2016 en að jafnaði 1.200 manns á dag í janúar á um 400 bílum, en þá var minnst umleikis. Sambæri- legar tölur fyrir Þingvöll eru áætlaðar um 1.300 bílar á dag í júlí og ágúst en um 320 bílar hvern dag janúar- mánuðar. Að Jökulslárlóni komu um 1.100 bílar í júlí og ágúst en 90 bílar á dag í janúar. Morgunblaðið/Ómar 4.800 ferðamenn að Geysi dag hvern  Ef miðað er við 8 lítra meðal- eyðslu bílaleigubílanna á hverja 100 kílómetra og eldsneytis- verð að jafnaði 200 krónur á lítra má lauslega slá á að elds- neytisútgjöld erlendra ferða- manna vegna aksturs á bíla- leigubílum á Íslandi árið 2016 hafi numið 8,6 milljörðum króna.  Áætlað er að heildarakstur erlendra ferðamanna á bíla- leigubílum árið 2016 hefi verið lengstur í júlí og ágúst, rúmlega 100 milljónir kílómetra hvorn mánuð, eða um 3,5 milljónir km á dag. Sá daglegi akstur samsvarar um 2.500 hringjum um landið eftir þjóðvegi 1, eða fimm ferð- um fram og til baka til tungls- ins. Hins vegar er heildarakstur- inn áætlaður minnstur í janúar og febrúar, 9-10 milljónir kíló- metra hvorn mánuð.  Áætlað er að gestir frá Norð- ur-Ameríku hafi ekið mest á bílaleigubílunum árið 2016 eða um 128 milljónir km, 24% af heildinni. Síðan komu ferðamenn frá Suð- ur-Evrópu, utan helstu mark- aðssvæða og Mið-Evrópubúar með 79-87 milljónir km eða 15- 16% hlutfall hver hópur. Þá komu ferðamenn frá Asíu og Bretlandi með 45-49 milljónir km og 8-9% hlutfall hvor hópur. Ferðamenn frá Norðurlönd- unum og BeNeLux löndunum óku styst eða um 33 miljónir km alls og um 2% hvor hópur.  Áætlað er að 53% af öllum akstri erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi átt sér stað yfir sumarmánuðina þrjá, 37% í jaðarmánuðunum en 10% yfir fjóra dimmustu vetrarmánuð- ina.  Að jafnaði voru mun fleiri bílar í útleigu erlendra gesta í október 2016, um 7,2 þúsund, en í maí, 5,5 þúsund. Eyddu 8,6 millj- örðum í eldsneyt- iskaup í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.