Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Svonefnd reikigjöld fyrir símtöl og gagnaflutninga í farsímum í löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins, þ. á m. á Íslandi, falla niður að fullu í júní næstkomandi. Eftir það mun eingöngu gilda gjaldskrá þess lands sem símtal er hafið í án nokkurra viðbótargjalda. „Þetta eru viðamiklar breytingar. Reikigjöldin voru há en hafa farið snarlækkandi innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Þau hafa verið að lækka í þrepum mörg undanfarin ár og síðasta skrefið á að stíga 15. júní næstkomandi innan Evrópusam- bandsins og ég vona og geri fastlega ráð fyrir því að við verðum búin að innleiða þetta líka í íslenskan rétt fyrir þann tíma,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar. „Þá getur venjulegur notandi í venjulegri notkun farið um innan svæðisins án þess að borga hærra verð fyrir farnetsnotkun, þ.m.t. fyrir síma og gagnaflutning miðað við þá áskriftarpakka sem hann er með heima hjá sér,“ bætir hann við. Skilgreina sanngjarna notkun Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra hefur lagt tillögu að þingsályktun fyrir Alþingi um að ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar um þessi mál verði samþykkt og innleidd hér. Um er að ræða bæði breytingar á vettvangi Evrópusambandsins varðandi reiki á almennum farsímanetum, þ.e.a.s. kostnaðinn við símtöl í farsíma á milli landa, og hins vegar á að inn- leiða reglur um opinn netaðgang og svonefnt netfrelsi í Evrópusam- bandslöndum og ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í greinargerð segir að frá árinu 2007 hafi verið í gildi sérstakar regl- ur í þeim tilgangi að stilla reikigjöld- um í hóf innan EES. Með lækkun reikigjalda hafi skapast aðstæður til að afnema reikigjöldin í júní 2017 og fjarskiptanotendur greiði sam- kvæmt gjaldskrá þess ríkis sem sím- tal er hafið í án nokkurra viðbótar- gjalda, að því gefnu að um sann- gjarna notkun sé að ræða. Þá hefur Fjarskiptaeftirlitsstofnun Evrópu verið falið að móta tillögur um hvað teljist sanngjörn notkun. Hrafnkell segir þetta fyrst og fremst snúa að venjulegum notanda og venjulegri notkun en ákveðnar undantekningar séu gerðar. ,,Þetta er að vissu leyti íþyngjandi fyrir fjarskiptafélögin. Ef einhver notandi breytist t.d. skyndilega í stórnot- anda í einhverju þessara landa eru ákveðin þök en venjulegur notandi í venjulegri notkun á ekki að verða var við þau. Ef menn fara umfram venjulega notkun eiga þeir að detta inn á ástandið eins og það er í dag, sem er í raun og veru grunngjaldið auk viðbótargjalds.“ Spurður hversu stórt þetta loka- skref sé varðandi kostnað símnot- enda bendir hann á að far- símanotkun erlendis innan EES-svæðisins sé orðin tiltölulega hóflega verðlögð þannig að fólk hafi að undanförnu treyst sér til að nota síma án þess að hafa miklar áhyggj- ur af kostnaðinum. Þetta hafi sér- staklega átt við um talþjónustuna. Gagnaflutningurinn hafi verið nokk- uð dýr en hafi síðan snarlækkað í verði. „Þetta er pólitísk aðgerð af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins sem þýðir að ef þú ert inni á EES-svæðinu gildir bara ein regla og það er heimareglan,“ segir hann. Hrafnkell segir að afnám reikigjaldanna marki vissulega tímamót og hvergi annars staðar í heiminum hafi náðst sambærilegt samkomulag milli ríkja um kostnað vegna farsímanotkunar. Hafi áfram varann á sér á ferðum utan svæðisins „Þetta eru frábær tíðindi fyrir neytendur, því frá miðju ári greiða þeir sama verð innan Evrópusam- bandsins og hér heima á ferðalagi sínu,“ segir Gunnhildur Arna Gunn- arsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Hún segir ástæðu til að fagna þessu með viðskiptavinum félagsins en ástæða sé til að benda þeim á að þótt þetta sé að verða veruleikinn innan Evrópusambandsins sé vert að hafa varann á utan þess, því þar geti verðið verið hátt. Því sé um að gera að kynna sér Ferðapakka og aðra kosti sem í boði séu. „Þessi reikigjöld í Evrópu hafa lækkað í þrepum síðustu ár. Staðan nú er krefjandi fyrir mörg fjar- skiptafélög í Evrópu, því þau fá ekki lengur tekjur á móti kostnaði sem viðskiptavinir þeirra stofna til þegar þeir ferðast. Þess vegna er unnið að því að setja reglur um hvað teljist sanngjörn notkun í samræmi við leiðbeiningar Evrópusambandsins til að forðast misnotkun,“ segir Gunnhildur Arna. Reikigjöld síma falla niður á EES  Viðamiklar breytingar og ákveðin tímamót að sögn forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar  Neytendur greiða sama verð innan Evrópusambandsins og hér heima á ferðalagi sínu Morgunblaðið/Ómar Farsímanotkun Reikigjöld vegna farsímanotkunar hafa farið ört lækkandi að undanförnu í Evrópu og falla svo niður í löndum ESB og EES 15. júní. Með reglugerð ESB um nethlutleysi sem innleiða á hér á landi er fjar- skiptafyrirtækjum gert skylt að virða tæknilegt hlutleysi og bannað að mismuna, nema að uppfylltum þeim kröfum að mismununin sé málefnaleg og nauðsynleg undir til- teknum kringumstæðum. Í þingsályktunartillögu utanrík- isráðherra segir að skilyrðin sem sett eru fyrir slíkri mismunun séu ströng „og verður venjubundin um- ferðarstýring ekki sjálfgefin lengur, svo sem takmarkanir á gagnaflutn- ingshraða og gagnamagni, sem al- mennt hefur verið notast við til að stjórna álagi á netinu. Þá kveður gerðin á um að einungis skuli beita umferðarstýringu í hófi og í tak- markaðan tíma.“ Hrafnkell V. Gíslason segir að gagnvart neytendum snúi megin- reglur um nethlutleysið að því að notendur geti sótt og sent allt efni án hindrana með búnaði að eigin vali, óháð staðsetningu. Fjarskipta- fyrirtæki sem veita aðgang að int- ernetþjónustu eiga að meðhöndla alla fjarskiptaumferð með jöfnum hætti án mismununar, takmörkunar eða truflunar. Þessar þjónustur verða þannig að meðhöndla allt efni jafnt og mega ekki hindra að- gang að efni á netinu. Nýju reglurnar munu skipta neyt- endur taslvert miklu máli. Fjar- skiptafyrirtækin eiga að gera gagnsæisráðstafanir og þurfa að veita ítarlegar og greinargóðar upp- lýsingar um gagnaflutningshraða, bæði upphal og niðurhal, þ.e.a.s. um lágmarkshraða, venjulegan að- gengilegan hraða og hámarkshraða í fastanetunum, að sögn hans. Í far- netunum þarf að upplýsa um áætl- aðan hraða. „Félögin þurfa núna að vinna miklu markvissar að því að skilgreina hvaða þjónustu þau eru raunverulega að bjóða og veita neytendum greinargóðar upplýs- ingar um það,“ segir hann. Gunnhildur Arna segir að al- mennt séu ekki miklar umferðar- stýringar í gangi hér á landi utan þess að tíðkast hefur að flokka um- ferð eftir uppruna; í erlenda og inn- lenda. „Þá má til að mynda nefna að streymi tónlistarveitunnar Spotify er innifalið hjá Símanum. Misjafnar reglur eru um slíkt milli landa og það bannað í Svíþjóð, en leyft í Belgíu. Það verður því áhuga- vert að sjá hvaða afstöðu yfirvöld taka og hvaða áhrif hún hefur.“ Sækja og senda án hindrana REGLUR UM NETHLUTLEYSI LÖGFESTAR HÉR Á LANDI Morgunblaðið/Heiddi Nethlutleysi Meðhöndla á alla umferð um netið á jafnræðisgrundvelli. e ð . 8.900 Str. S-XXL Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Stakir jakkar V r kr Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.