Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Eftir að fjármagnshöftum var aflétt á þriðjudag eru vonir bundnar við að erlendir fjárfestar fjárfesti í ríkara mæli á innlendum hlutabréfamark- aði. Mögulega verður eitt af fyrstu verkum þeirra að bera saman verð- kennitölur ís- lenskra félaga og erlendra keppi- nauta til að fá til- finningu fyrir því hvernig markað- urinn er verðlagð- ur. Miðað við þá einföldu grein- ingu og það sjón- arhorn sem varð fyrir valinu – heildarvirði/EBITDA (útskýrt nánar síðar) – sem IFS hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið, er Eimskip metið á markaði 30% lægra en meðaltal er- lendra keppinauta en HB Grandi 30% hærra en keppinautar að meðaltali. Verkfallið skekkir myndina Ragnar Benediktsson, sérfræðing- ur hjá IFS greiningu, vekur athygli á að nýafstaðið sjómannaverkfall sé til þess fallið að stuðla að lægra verði miðað við margfaldara hjá útgerðinni og hann varpi því ekki ljósi á rekstur útgerðarinnar til framtíðar litið. Að- spurður hvers vegna HB Grandi kunni að vera yfirverðlagður á mark- aði, að minnsta kosti í kennitölusam- anburði, nefnir hann að gengi krónu hafi styrkst umtalsvert og það gæti haft þetta í för með sér. Það merkir að kostnaður félagsins fari vaxandi og að útgerðin eigi erfitt um vik að fleyta auknum kostnaði til neytenda á sam- keppnismarkaði. Athygli vekur að Icelandair Group er um 60% ódýrara en erlendir keppi- nautar. Ragnar segir að óvissa ríki um hve vel rekstur Icelandair Group muni ganga á næstunni og það skýri ef til vill verðmuninn. Þá hafi hluta- bréfavísitölur flugfélaga hækkað aft- ur í verði að undanförnu á sama tíma og Icelandair hefur lækkað, sem hafi aukið á verðbilið. Í þessari yfirferð er horft til verð- kennitölunnar heildarvirði fyrirtæk- isins (virði hlutafjár og nettó skulda lagt saman) á markaði um þessar mundir deilt með EBITDA-hagnaði undanfarna tólf mánaði. Sá mæli- kvarði varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að hann tekur tillit til ólíkrar skuldsetningar fyrirtækja og sneiðir fram hjá mismiklum afskrift- um sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi. Ragnar segir aðspurður um hverju sæti þessi mikli munur á verðkenni- tölum Eimskips og keppinauta þess, að erlend félög hafi „átt í basli und- anfarið“ sem skýri mögulega háan margfaldara, á meðan Eimskip hefur skilað góðri framlegð sem lækki margfaldarann hjá þeim. „Svo spila eflaust væntingar markaðsaðila um að flutningageirinn fari að taka við sér, sem gæti réttlætt hátt verð á samanburðarfélögum Eimskips,“ segir hann. Fjarskiptafyrirtækin hagstæð Athygli vekur að bæði fjarskiptafyr- irtækin á markaði, Síminn og Voda- fone, eru verðmetin nokkru lægra en keppinautar erlendis. Munurinn er 19% í tilviki Símans og 16% í tilviki Vodafone. Ragnar segir að ástæðan kunni að liggja í því að vaxtartækifæri fjarskiptafyrirtækja erlendis séu meiri, meðal annars með samrunum og yfirtökum á keppinautum. Auk þess séu tækifæri fyrir fjarskiptafyrirtækin til að yfirtaka fjölmiðla meiri auk ann- arra þátta. Sú þróun hafi einnig átt sér stað hér á landi en þeirri vegferð sé ef- laust lokið. Síminn yfirtók Skjá Einn á sínum tíma og nýverið sameinuðust Vodafone og fjölmiðlar 365, fyrir utan Fréttablaðið og Glamour. Vandinn við að bera kennitölur fyr- irtækis saman við meðaltal fyrirtækja í sömu grein, er að meðaltalið sneiðir fram hjá mikilvægum mun á einstaka fyrirtækjum eins og arðsemi af rekstri, vaxtarmöguleikum, stærð þeirra og skuldsetningu, svo fátt eitt sé nefnt. Í samanburðarhópnum eru einkum evrópsk félög en einnig banda- rísk félög og asísk. Í samanburði á HB Granda er að mestu horft til útgerða í Noregi, Færeyjum og Nýja-Sjálandi, því IFS taldi þau fyrirtæki standa hvað næst íslensku útgerðinni. Á hinn bóginn, þegar rýnt er í samanburðar- hóp Marel, valdi IFS fyrirtæki sem þeim þykir hvað líkust íslenska fyrir- tækinu, þeirra á meðal eru Middleby, John Bean Technology og GEA Gro- up. Rétt er að geta þess að IFS hefur ekki aðlagað verðkennitölurnar að öðrum þáttum sem hafa áhrif á verð- mat eins og ólíkum stýrivöxtum, verð- bólgu og ólíkum uppgjörsaðferðum. Tækifæri hérlendis fyrir erlenda fjárfesta Verðkennitölur Íslenski hlutabréfamarkaðurinn borinn saman við meðaltal erlendis Heildarvirði/ EBITDA 12M Meðaltal Munur Eik 19,2 20,8 8% Eimskip 9,6 12,6 31% Fjarskipti 6,9 8,0 16% Hagar 9,2 8,7 -5% HB Grandi 13,8 9,2 -33% Icelandair Group 3,7 6,0 62% Marel 13,7 14,9 9% N1 9,8 7,8 -20% Reginn 21,4 20,8 -3% Reitir 20,2 20,8 3% Síminn 6,7 8,0 19% Skeljungur 6,9 7,8 13% Össur 17,6 17,3 -2% Heimild: IFS greining, Thomson Reuters  Icelandair Group er 60% ódýrari en sambærileg flugfélög Ragnar Benediktsson 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | s. 577 7740 | carat.is Gull, hvítagull, rauðagull, rósagull, platína, með eða án demanta. HANNAÐU ÞÍNA EIGIN GIFTINGAR- OG/EÐA TRÚLOFUNARHRINGI sjá nánar á carat.is – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringa rríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Aðalfundur VÍS samþykkti liðlega eins milljarðs króna arðgreiðslu til hluthafa og að lækka hlutafé fé- lagsins um tæp- lega 73 milljónir hluta, sem að markaðvirði nemur um 780 milljónum króna. Þá var veitt heimild til kaupa á eigin bréfum á næstu 18 mánuðum sem nemur allt að 10% af hlutafé félagsins. Tillaga um að stjórn fengi heimild til hlutafjárhækk- unar til að styðja vöxt félagsins fékk ekki brautargengi á aðalfundinum. Á stjórnarfundi í kjölfar aðalfundar var Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir kjör- in formaður, en aðrir stjórnarmenn eru Herdís Dröfn Fjeldsted fráfarandi for- maður, Gestur Breiðfjörð Gestsson, Helga Hlín Hákonardóttir og Valdimar Svavarsson. Aðalfundur samþykkt 382 þúsund króna mánaðarlaun fyrir almennan stjórnarmann og 655 þúsund krónur fyrir stjórnarformann. Formannsskipti hjá VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir 17. mars 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.42 109.94 109.68 Sterlingspund 133.33 133.97 133.65 Kanadadalur 81.23 81.71 81.47 Dönsk króna 15.621 15.713 15.667 Norsk króna 12.699 12.773 12.736 Sænsk króna 12.16 12.232 12.196 Svissn. franki 108.36 108.96 108.66 Japanskt jen 0.9536 0.9592 0.9564 SDR 147.5 148.38 147.94 Evra 116.15 116.79 116.47 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 143.9866 Hrávöruverð Gull 1225.6 ($/únsa) Ál 1862.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.5 ($/fatið) Brent Tómas Kristjáns- son er nýr stjórnarformaður fasteignafélagsins Regins, en stjórn félagsins var sjálf- kjörin á aðalfundi í gær. Fráfarandi stjórnarformaður, Benedikt Krist- jánsson, sóttist ekki eftir áfram- haldandi formennsku, en hann mun verða varaformaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru Albert Þór Jóns- son, Bryndís Hrafnkelsdóttir og Sig- ríður Hrefna Hrafnkelsdóttir. Aðalfundur samþykkti að greiða ekki arð á árinu 2017 og ekki var lögð fram tillaga um kaup á eigin bréfum. Stjórnarlaun verða 300 þúsund krón- ur á mánuði og formannslaun 600 þúsund krónur. Tómas nýr formaður Regins Tómas Kristjánsson ● Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands gaf nokkuð eftir í viðskiptum í gær. Nam lækkun hennar 0,56% eftir að hafa hækkað um ríflega 1% á miðvikudag. Heildarviðskipti á aðalmarkaði námu aðeins rúmum milljarði króna. Mest voru viðskipti með bréf fasteigna- félagsins Reita, eða þriðjungur velt- unnar, og lækkaði félagið um 1%. Mest varð lækkunin á bréfum Nýherja í afar takmörkuðum viðskiptum, 1,82%. Þá lækkuðu bréf Icelandair Group um 1,75% í ríflega 48 milljóna viðskiptum. Kauphöllin rauð í frem- ur litlum viðskiptum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.