Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 20

Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga Með einföldum aðgerðum er hægt að breyta stærð og lögun sköfunnar • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • Vinnuvistvænt Skínandi hreinir gluggar Komið í verslun okkar eða fáið upplýsingar í síma 555 1515. Einnig mögulegt að fá ráðgjafa heim. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is „Hollenska þjóðin hefur hafnað rangri tegund af lýðhyggju,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, eftir þingkosningar í fyrradag þegar flokkur hans hélt velli sem stærsti flokkurinn á þingi landsins. Leiðtogar grannríkja Hollands fögn- uðu úrslitunum og einn þeirra, Francois Hollande Frakklands- forseti, sagði að niðurstaða kosning- anna væri „skýr sigur á öfgastefnu“. Mark Rutte er leiðtogi Frelsis- og lýðræðisflokksins, VVD, sem er frjálslyndur mið- og hægriflokkur. Hann hefur verið forsætisráðherra frá 2010, þegar VVD fékk 31 þingsæti af 150, og myndaði nýja stjórn tveim- ur árum síðar þegar flokkur hans fékk 41 sæti, fleiri en nokkru sinni fyrr. Flokkurinn missti átta sæti í kosningunum í fyrradag, samkvæmt síðustu kjörtölum í gær. Flokknum var spáð meira fylgis- tapi í könnunum fyrir nokkrum vik- um þegar þær bentu til þess að Frelsisflokkurinn, PVV, yrði stærst- ur á þinginu. PVV er flokkur þjóð- ernissinnans Geert Wilders sem hafði verið spáð sigri í kosningunum mán- uðum saman þar til fylgi hans tók að minnka. Svo fór að flokkurinn fékk 20 sæti, bætti við sig fimm sætum frá síðustu kosningum en fékk fjórum sætum minna en árið 2010. Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir fjölda þingsæta flokkanna samkvæmt síðustu tölum, miðað við þingstyrk þeirra í lok síðasta kjörtímabils. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórn með flokki Rutte, galt mikið af- hroð í kosningunum, fékk aðeins níu sæti og missti 29 frá síðustu kosn- ingum. Græni vinstriflokkurinn GL jók hins vegar fylgi sitt, fékk 14 sæti og bætti við sig tíu. Tveir miðflokkar juku einnig fylgi sitt; D66 bætti við sig sjö þingsætum og Kristilegir demókratar (CDA) sex sætum. Harðari tónn Margir stjórnmálaskýrendur telja að framganga forsætisráðherrans í deilu við tyrknesk stjórnvöld síðustu daga hafi styrkt stöðu hans í kosn- ingabaráttunni. Gagnrýni Rutte á Recep Tayyip Erdogan Tyrklands- forseta mæltist vel fyrir meðal margra kjósenda. Rutte hefur hafnað stjórnarsam- starfi við flokk Wilders vegna stefnu hans í innflytjendamálum. Wilders vill m.a. banna sölu á Kóraninum, loka moskum og íslömskum skólum, taka upp landamæraeftirlit og banna múslímum að setjast að í landinu. Tónn Rutte í innflytjendamálum harðnaði þó í kosningabaráttunni. Hann sagði að Hollendingar ættu að halda áfram að taka á móti flótta- mönnum, en ekki of mörgum. Inn- flytjendur þyrftu að laga sig að sam- félaginu og „hollenskum gildum“. Gerðu þeir það ekki ættu þeir að fara frá Hollandi. Þessi harðari tónn virðist hafa stuðlað að auknu fylgi flokks Rutte í lok kosningabaráttunnar. Tónbreyt- inguna má meðal annars rekja til fylgisaukningar flokks Wilders síð- ustu mánuði. Hún endurspeglar einn- ig þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í málefnum innflytjenda víða í Evrópu vegna flóttamannavandans, m.a. í Skandinavíu og Þýskalandi, jafnt meðal vinstri- sem hægriflokka. Talið er að Rutte reyni að mynda nýja samsteypustjórn með Kristi- legum demókrötum og frjálslynda miðflokknum D66. Samanlagt fengu flokkarnir þrír 71 sæti, samkvæmt síðustu kjörtölum, en stjórnin þarf a.m.k 76 sæti til að hafa meirihluta á þinginu. Til þess þarf Rutte að leita eftir stuðningi fjórða flokksins, t.a.m. Kristilega sambandsins sem fékk fimm sæti. Líklegt er að slík stjórn yrði veik, að mati stjórnmálaskýr- enda. Búist er við löngum og ströngum stjórnarmyndunarviðræðum eins og algengt er eftir þingkosningar í Hol- landi. Síðasta stjórnarmyndun, árið 2012, tók 54 daga og viðræðurnar gengu tiltölulega fljótt fyrir sig, enda tóku aðeins tveir flokkar þátt í þeim. Líklegt er að lengri tíma taki að mynda fjögurra flokka stjórn. Lýðhyggju hafnað í Hollandi  Talið að mið- og hægriflokkur forsætisráðherrans myndi stjórn með miðflokkum sem juku fylgi sitt  Skýr sigur á öfgastefnu, segir Frakklandsforseti  Flokkur Wilders bætti við sig fimm sætum Síð asta kjörtímabil35 40 150 PVV PvdD: Dýravinafl. 50+: Flokkur lífeyrisþega SP GL D66 CDA PvdA VVD 12 12 9 4 3 2 5 13 1514 14 9 19 19 33 5 3 20 5 4 5 Kjörsókn: 80,2% Skipting þingsæta, samkvæmt bráðabirgðatölum, miðað við skiptinguna í lok síðasta kjörtímabils Nýja þingið í Hollandi sæti CU: Kristilega sambandið Heimildir: ANP, þing Hollands PvdA: Verkamannafl. SP: Sósíalistaflokkurinn D66: Frjálslyndur miðfl. CDA: Kristilegir demókratar VVD: Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (frjálslyndur mið- og hægriflokkur) GL: Græni vinstrifl. PVV: Frelsisflokkurinn (hægriflokkur) SGP: Kalvinistaflokkur Aðrir AFP Forsætisráðherra Mark Rutte, leið- togi mið- og hægriflokksins VVD. Óvenjugóð kjörsókn » Kjörsóknin í þingkosning- unum var 80,2%, sú mesta í Hollandi í 30 ár. » Stjórnmálaskýrendur segja að frjálslyndir flokkar, sem styðja aðild landsins að Evr- ópusambandinu, hafi hagnast á þessari auknu kjörsókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.