Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 ✝ Margrétfæddist 3. október 1929 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 8. mars 2017. Foreldrar hennar voru Kristín Guðný Guðlaugsdóttir og Magnús Péturs- son, héraðslæknir í Reykjavík, þau eru látin. Systkini Margrétar voru fimm, þar af tvö hálf- systkini. Margrét giftist Jó- hanni Gunnari Halldórssyni, d. 2. júní 1996. Saman áttu þau dótturina Evu Maríu Gunnars- dóttur, f. 1. apríl 1949. Maki henn- ar var Gísli Bene- diktsson, d. 12. júlí 2016. Börn þeirra eru tvö: Davíð Benedikt, maki hans er Brynhildur Þor- geirsdóttir og María, maki henn- ar er Einar Kristinn Hjalte- sted. Margrét eignaðist son- inn Pjetur Magnússon Hanna með Howard James Hanna hinn 6. september 1953. Maki hans er Þórbjörg Harðar- dóttir. Eiga þau dæturnar Hjördísi Rögn, maki hennar er Gústaf Bergmann Ís- aksen, og Margréti, maki hennar er Gísli Þór Sigurðs- son. Langömmubörn Mar- grétar eru samtals 13. Mar- grét útskrifaðist úr Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1949. Hún lék mörg hlutverk fyrir Leik- félag Reykjavíkur á fjölum Iðnó. Samhliða því vann hún við afgreiðslustörf í Silf- urbúðinni á Laugavegi 55. Seinna vann hún bæði hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík og Borgarspítalanum í Foss- vogi. Síðustu árin bjó Mar- grét á Skólabraut 5, Sel- tjarnarnesi. Útför Margrétar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 17. mars 2017, kl. 13. Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson) Hinsta kveðja frá tengdadótt- ur, Þórbjörg Harðardóttir. Elsku amma Magga er nú fall- in frá eftir stutt en snörp veik- indi. Það eru forréttindi að hafa haft hana svona lengi hjá okkur og kynnast henni svona vel. Tengingin var sterk og amma gaf mikið af sér til okkar og það var alltaf gott að vera í hennar návist, hvort sem það var sem elsta barnabarn í pössun eða ung kona að hitta ömmu mannsins síns. Það er ekki sjálfgefið að börn þekki langömmu sína langt fram á fullorðinsár, hvað þá að hún sé eins stór þátttakandi í lífi þeirra eins og raun bar vitni. Börnin okkar hafa öll með einhverjum hætti notið góðs af því að amma Magga var aldrei langt undan. Hún passaði sum þeirra um ára- bil fyrir leikskóla og bjó um nokkurn tíma hjá okkur á Forn- uströnd og var því heima við þeg- ar börnin komu heim úr skóla. Það var ómetanlegur tími, þar sem elja hennar og dugnaður létti heldur betur undir ungri barnafjölskyldu þar sem verkefn- in voru ávallt mörg. Seinna bjó hún svo í hjarta bæjarins á milli skólanna og við íþróttahúsið og því aldrei langt undan á ferðum þeirra um Nesið. Það eru hlýjar minningar sem börnin eiga af því að koma við hjá ömmu og fá hjá henni smá hressingu, aðstoð við skólahannyrðir eða að spila á spil. Hún tileinkaði sér ýmislegt í nýj- ustu tækni og var það orðin þægi- leg hefð að fyrsta sms að morgni á hátíðisdögum í fjölskyldunni var frá ömmu Möggu. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem að við áttum saman og munum varð- veita um ókomna tíð þær góðu minningar sem við höfum um ömmu Möggu. Davíð og Brynhildur Tíminn líður og stundum finnst manni hann líða alltof hratt. Við Sólveig kveðjum Mar- gréti í dag með söknuði og hefð- um gjarnan viljað eiga með henni meiri tíma til fróðleiks og ánægju. Sú stund sem við áttum saman var alltof stutt. Kynni okkar hóf- ust þegar ég „kom úr kafi“ eins og ég lít stundum á þau tímamót þegar ég fyrir fáeinum árum ákvað að leita uppi föðurfjöl- skyldu mína og komst að því að ég átti systur og stóran frænd- garð sem ég hafði ekki þekkt og sem vissi ekki af tilvist minni. Þegar ég hringdi í Margréti og sagði deili á mér, varð hún þögul um stund en tók svo fréttinni af mér með opnum huga og gleði. Mér er það minnisstætt þegar við kvöddumst í þessu fyrsta samtali okkar að hún lauk samtalinu með orðunum: „Mikið er gaman að eiga bróður á lífi.“ Okkur Sól- veigu var síðan afar vel tekið af fjölskyldunni og erum við þakklát fyrir þær viðtökur og þau kynni sem síðan hafa orðið. Margrét veitti okkur svo fúslega og á sinn beinskeytta hátt innsýn í tilveru og sögu þessarar fjölskyldu minnar og ævi og starf föður okk- ar, sem ég hafði aldrei tækifæri til að kynnast. Tíminn er því mið- ur aldrei nægur til alls sem hug- urinn óskar og við Sólveig hefð- um viljað eiga mörg ár í viðbót með þessari kjarnorkukonu. Við sendum ykkur, Eva María, Pét- ur, og fjölskyldum ykkar, innileg- ar samúðarkveðjur. Dýrmæt minning um Margréti mun lifa með okkur. Hans og Sólveig. Margrét Magnúsdóttir ✝ Ingvi RafnFlosason fædd- ist í Oddeyrargötu 24 á Akureyri 31. janúar 1934, og lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 4. mars 2017. Ingvi var sonur hjónanna Flosa Péturssonar, f. 2. júlí 1902, d. 3. jan- úar 1987, og Kar- línu Friðbjargar Jóhannsdóttur, f. 8. apríl 1901, d. 14. apríl 1987. Bróðir Ingva er Skúli Henning, f. 1. mars 1931, kona hans er Þóra Sveinsdóttir, f. 18. janúar 1936, og eiga þau þrjár dætur, Kristínu Heiðu, Eyrúnu og Nönnu Hlín. Þann 30. desember 1976 kvæntist Ingvi Sigríði Árnínu Árnadóttur. Sigríður var dóttir hjónanna Sigurðar Árna Árnasonar, f. 23. janúar 1908, d. 19. ágúst 1990, og Guð- rúnar Jakobsdóttur, f. 8. októ- ber 1909, d. 16. ágúst 1992. Dóttir Ingva og Sigríðar er Karlína Sigríður, f. 14. ágúst 1973, maki Marinó Marinósson, iði Jóhannsson, f. 5. september 1958, börn: a) Sigríður Rut, f. 28. desember 1984, maki Ólafur Jafet Bachmann, barn: Ísold Ósk. b) Indriði Már, f. 17. mars 1989, unnusta Marta Kjartans- dóttir. Fyrir átti Indriði soninn Jóhann, f. 17. mars 1978. 4) Jó- hannes Rafn, f. 21. apríl 1967, barn: Bryndís Ósk, f. 3. nóv- ember 1991. Ingvi nam hár- skeraiðn á Akureyri og var meistari hans Jón Eðvarð Jóns- son. Hann lauk sveinsprófi 1953 og fékk meistarabréf í iðninni 27. desember 1956. Hann starf- aði fyrst á Siglufirði og síðar í Reykjavík frá 1954 til 1957. Í nóvember 1957 stofnaði hann ásamt Haraldi Ólafssyni litla rakarastofu við Ráðhústorg. Í maí 1960 fluttu þeir sig að Hafnarstræti 105 og ráku þar rakarastofu ásamt Sigvalda Sigurðssyni. Síðustu árin rak Ingvi rakarastofuna einn og flutti sig svo að Geislagötu 10 þegar Hafnarstræti 105 var rif- ið og að lokum að Gránufélags- götu 6. Ingvi var lengi í sveinsprófsnefnd rakara og heiðursfélagi í félagi hár- greiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi. Útför Ingva fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 17. mars 2017, og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 24. nóvember 1967. Börn þeirra: a) Ingvi Þór, f. 2. febrúar 1994, b) Sævar Óli, f. 25. júlí 2004, c) Eva María, f. 27. nóvember 2008. Börn Sigríð- ar frá fyrra hjóna- bandi eru: 1) Guð- bjartur Árni, f. 13. september 1954, maki Amalía Guðnason, barn: Anna Vigdís. 2) Anna Guðrún, f. 29. maí 1956. Fyrrverandi maki er Brynjólfur Óskarsson, f. 22. júlí 1950. Börn þeirra: a) Thelma Björk, f. 13. júní 1974, maki Said Lakhlifi, börn: Mickael Ómar og Nadía Karen Aziza. b) Óskar, f. 10. júlí 1977, maki Stella Ósk Sigurð- ardóttir, börn: Sigurður Dan, Díana Ósk og Brynjólfur Dan. c) Guðni Karl, f. 14. ágúst 1979, maki Stefanía Ellý Baldursdótt- ir, börn: Kristófer Karl og Júlía Marin, Anna Guðrún er í sam- búð með Rúnari Egilssyni, f. 22. ágúst 1950. 3) Berglind Sigur- laug, f. 21. maí 1959, maki Indr- Tengdafaðir minn Ingvi Rafn Flosason lést laugardaginn 4. mars síðastliðinn á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri, eftir stutt veikindi. Ég tók eftir Ingva löngu áður er ég kynntist honum. Þegar ég var að koma í heimsókn til afa og ömmu, sem bjuggu á Ráðhústogi 1, skáhallt á móti rakarastofunni hans, lék ég mér oft í gilinu fyrir ofan og sá honum oft bregða fyrir. Ég veit ekki af hverju ég man eft- ir honum en ekki meðeigendum hans. Kannski var það klippingin, fasið eða glaðlegt og létt yfir- bragð. Seinna þegar ég fluttist til Akureyrar og hóf störf hjá Út- vegsbankanum, sem var við hlið- ina á rakarastofunni, var stutt að skjótast í klippingu og fá fréttir úr bæjarlífinu. Rakarar vita jú allt um alla. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una veitti ég því strax athygli hvað Ingvi hafði góða og þægilega nærveru. Það var gott að setjast niður og spjalla um t.d. fótbolta, en hann var mikill Liverpool- aðdáandi, sem mér fannst enginn kostur, en við fylgdum heldur ekki sömu félögum á Akureyri, hann var Þórsari en ég KA. Um- ræður um stjórnmál eða nærum- hverfið voru einnig fyrirferðar- miklar. Ingvi var einstök barnagæla og var gaman að fylgjast með honum þegar hann gekk með dóttur mína í fanginu, þegar hún var óróleg, talaði rólega við hana, bankaði í eða skellti laust aftur skápahurð- um til að fanga athygli hennar – og athyglina fékk hann. Ég nota þessa sömu aðferð gagnvart mínu barnabarni, þetta klikkar ekki. Ingvi hugsaði vel um hlutina, þar var allt 100%. Sérstaklega bíl- arnir hans, alltaf stífbónaðir og í toppstandi. Aldrei mátti skulda neinum, allt staðgreitt, eitthvað sem yngra fólkið ætti að huga að. Heimili þeirra hjónanna sem ein- staklega glæsilegt og snyrtilegt. Gaman var að heimsækja tengdó og fá kaffi í glasi, rækjusalat, jafn- vel lambalæri eða hrygg, þar sem kjötið datt af beinunum, svona upp á gamla móðinn. Ingvi var ekki að fara mikið út fyrir Akureyri, vildi hvergi ann- ars staðar vera. Ef hann þurfti að leita sér lækninga suður, vildi hann helst komast með fyrstu vél norður aftur. Í einni slíkri ferð áttum við mjög ánægjulega stund saman er við fengum okkur rúnt um borgina og hann fræddi mig um þá staði sem hann hafði unnið á og fannst honum ekki mikið til koma um alla þessa uppbyggingu í borginni. Ég vil að lokum votta aðstand- endum hans samúð mína, þó sér- staklega Köllu og fjölskyldu hennar. Guð blessi minningu Ingva Rafns Flosasonar. Indriði Jóhannsson. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður, þol- inmóður og ljúfur. Við systkinin vorum svo heppin að fá margar góðar stundir með þér, með ömmu Siggu og þér einum. Þú náðir í okkur upp í Keilusíðu, bauðst okkur á rúntinn, og oftar en ekki enduðum við í kaffitíma eða kvöldmat í Skarðshlíðinni. Við heimsóttum þig líka á rakarastof- una, ýmist til að fá okkur nammi úr nammiskúffunni eða þú snoð- aðir Óskar og Guðna. Takk fyrir allt, elsku afi. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals.) Thelma Björk, Óskar og Guðni Karl. Sæll Ingvi minn. Þá ertu farinn að takast á við önnur verkefni, ég veit að það verður tekið vel á móti þér þarna uppi. Þú varst nú alltaf frekar hógvær maður og ég man t.d. þegar ég seldi þér penna sem á stóð, „sá besti í bænum, Rakara- stofa Ingva“. Þér fannst þetta nú einum of, en færri fengu en vildu. Um leið og ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Sjáumst síðar á ein- hverjum góðum stað. Jóhannes Rafn Guðnason. Ingvi Rafn Flosason ✝ Árni Jón Kon-ráðsson var fæddur 16. sept- ember 1926 að Móum Grindavík. Hann lést á Hrafn- istu 7. mars 2017. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir, f. 1 september 1895 að Hrauni Grindavík, d. 27. júní 1957, og Konráð Árnason, f. 22. febr- úar 1902, Hrauni Grindavík, d. 22. desember 1975. Árni var þriðji í röðinni af átta systk- inum og þau eru 1) Guðbjörg, f. 1922, d. 1923. 2) Ásta Hall- dóra, f. 1924, d. 1944. 3) Sig- ríður Þóra, f. 1925, d. 1982. 4) Jóhanna, f. 1930, d. 2011. 5) Eggert, f. 1934. 6) Ásdís, f. 1936. 7) Rafn, f. 1937. Árni kvæntist Helgu Helga- dóttur, f. 16. janúar 1932 að Skótjörn Álftanesi, d. 18. júní 2012, hinn 1. september 1954. Þau eignuðust sjö börn: 1) Pálína Kristín, f. 1953, maki Guðbrandur Ingimund- arson og eiga þau 3 börn og 6 barna- börn. 2) Sigríður, f. 1955, sambýlis- maður Kristmar Höskuldsson og á hún 2 börn og 5 barnabörn. 3) Ásta, f. 1956, maki Sigurjón Jónsson og eiga þau 3 börn. 4) Valgerður, f. 1959, maki Baldvin Skúlason og eiga þau 2 börn. 5) Konráð, f. 1960, maki Svandís Þóra Ölversdóttir og eiga þau 5 börn og 3 barna- börn. 6) Hafliði Ingibergur, f. 1970, maki Lúvísa Sigurð- ardóttir og eiga þau 3 börn. 7) Árni, f. 1972, sambýliskona Lilja Helgadóttir og á hann 3 börn. Árni starfaði lengst af til sjós eða tæp 50 ár sem háseti og netamaður á togurum. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 17. mars 2017, klukkan 13. Í dag kveð ég Árna afa. Afi minn var eitthvert mesta valmenni sem ég þekkti. Hann stundaði sjóinn í 46 ár. Hann lenti í sjóskaða á Fylki 1956 þar sem togarinn sökk. Tveimur dögum eftir að hann kom heim var hann farinn út með öðrum togara. Ekkert raus, það þurfti að fæða og klæða krakkaskarann. Sem barn furðaði ég mig á því að afi spurði alltaf hvort ég væri ekki búin að vera óþekk og frek. Að sjálfsögðu svaraði ég „nei“ og setti upp geislabauginn en hann trúði mér ekki og var ánægður með það. Ég skildi það ekki þá en þegar hann fór að spyrja mín börn að þessu sama skildi ég að hann trúði því að ef við vorum hæfilega óþekk og frek þá myndi okkur farnast vel í lífinu. Jú, afi, ég var oft óþekk og frek og hef komið mér ágætlega áfram í lífinu. Afi var ekki þessi týpíski sjó- maður, hann notaði aldrei tóbak eða áfengi, fékk sér ekki tattó og ekki tók hann bílpróf, enda ekki nokkur þörf á því þar sem hann var alltaf úti á sjó og konan með bílpróf. Ég man hvað það var spenn- andi að koma í til ömmu og afa þegar hann var nýlega kominn heim úr siglingum. Þá var til alls konar gúmmelaði í þvottahúsinu, gosdósir og nammi sem fékkst ekki hér heima. Þegar ég var 12 ára lá ég á spítala, meira og minna í þrjá mánuði, alltaf þegar afi var í landi kom hann með strætó til mín, með malt í gleri og vínber í bréfi, „allra meina bót,“ sagði hann og lagði á borðið hjá mér. Sagt var um hann afa minn í gömlu sjómannadagsblaði að hann væri þvargari sleipur, það finnst mér réttmæli og læt ég það vera síðustu orðin. Minning um löngu liðna daga lifir í huga mér. Þótt heimurinn væri helmingi stærri, skyldi hugur minn fylgja þér. Ég finn þegar okkar fundum lýkur verða fátækleg orðin mín. Fólgin í nokkrum fallandi tárum verður fegursta kveðjan til þín. (Þorbjörn Kristinsson.) Takk, afi. Þín, Anna María. Árni Jón Konráðsson Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samhug, hlýhug og sendu fallegar kveðjur við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR A. FINSEN, Vesturgötu 50A, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða og heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Guðrún Finsen Bjarne Wessel Jensen Aðalsteinn Finsen Hulda Hrönn Finsen Sigríður Finsen Magnús Soffaníasson barnabörn og fjölskyldur Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.