Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Ásýningunni Kvenhetjangetur að líta verk frá ólík-um tíma á ferli lista-mannsins Steingríms Ey- fjörð þar sem konan og kvenímyndir koma við sögu. Um er að ræða sjö verka seríur sem eru unnar með ólíkum miðlum og spanna tímabilið frá 1978 til dagsins í dag. Í gegnum tíðina hefur listamaðurinn leitað fanga úr ólíkum áttum og unnið með í verkum sínum, viðfangsefnin sækir hann til að mynda til þjóðmenning- ar, dægurmenningar og hversdags- lífsins og í þeim skarast oftar en ekki svið vísinda, trúar og heimspeki í bland við flæði undirmeðvitundar. Titilverk sýningarinnar, „Kven- hetjan“ (1992/2016), samanstendur af myndapörum sem unnin eru í samstarfi við Lindu Björgu Árna- dóttur. Hún leggur til úrklippur af kvenhetjum dægurmenningar sem listamaðurinn bregst við með hug- leiðingum sínum sem og með tilvitn- unum í fræðimenn. Steingrímur veltir upp mörkum hins raunveru- lega og ímyndariðnaðarins, og skoð- ar kvenhetjuna og setur í samhengi við kröfur atvinnulífsins í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Til að lúta kröfum atvinnulífsins, sem ger- ir kröfur um ákveðið persónulegt og líkamlegt atgervi til að falla betur að staðalímynd fyrirtækis um fyrir- myndarstarfsmanninn, þarf að til- einka sér og gangast undir ímynd- ina. „Grýla/Venus“ (1998) er annað verk sem tekur á ímyndariðnaði glanstímarita og áhrifa þeirra á sjálfsmynd kvenna. Það er stöðugt hamrað á því hvernig konur eigi að vera og líta út, nefið á að vera svona en ekki hinsegin, ef þú notar „rétta“ augnkremið munu augu þín verða ljósið í myrkrinu, svo dæmi séu tek- in af tímaritaúrklippum sem til- heyra verkinu. Það samanstendur einnig af gifsskúlptúr í líki Grýlu, teikningum og handskrifuðum texta. Hér togast andstæðurnar á, hin full- komna kvenímynd í Venusarlíki glanstímaritanna og Grýla sem er holdgerving ljótleikans. Ádeila á út- litskröfurnar er undirliggjandi en Steingrímur snýr líka upp á ímynd- arsköpunina, hver er hin raunveru- lega Grýla og hver er raunverulega Venus? Annað verk, „Of nam hjá fiðurfé og van“ (2003), hverfist líka um það að láta stjórnast af öðrum en með öðrum formerkjum. Verkið byggist á gömlum læknaskýrslum frá sjötta áratugnum um stúlku sem ólst upp innan um hænsn og stóð í þeirri trú að hún væri fugl. Það eru til þekkt dæmi um börn sem alast upp án at- lætis manna og fá takmarkaða nær- ingu í heimi dýra. Sjálfsbjargar- viðleitnin tekur yfir í aðstæðum sem eru ómanneskjulegar og absúrd. Sjálfsmyndin tekur mið af utanað- komandi áreiti (eða vanrækslu) og óskráðum reglum samfélagsins sem við látum stjórnast af, líkt og lista- maðurinn bendir á í þessum verk- um. Í hliðarsal er innsetningin „Vörp- un“ (2001) en þar heldur Stein- grímur í rannsóknarleiðangur með gömul fundin kvenmannsnærföt sem honum áskotnuðust, og leitar upplýsinga um eiganda og skýringa á atburðum sem þeim tengjast á óhefðbundinn hátt. Hann leitaði til fjögurra miðla sem hver og einn kom með sína sýn á óræða atburða- rás. Viðtöl Steingríms við miðlana er hægt að sjá á sýningunni, og upp úr þeim vinnur hann sögur og karakt- ereinkenni fjögurra ólíkra kvenna. Í samtali listamannsins og miðlanna verður til saga sem enginn veit hvort á sér nokkra stoð í raunveru- leikanum eða ekki. Merkingu hefur verið varpað á efnislega hluti sem listamaðurinn myndgerir í texta og ljósmyndaverkum. Innsetningin er aðeins stúkuð af en fær um leið gott andrými og nýtur sín vel þar. Verkin á sýningunni Kvenhetjan eiga það flest sameiginlegt að fjalla um hlutgervingu konunnar og upp- hafna ímyndarkröfu samfélagsins. En samtalið er líka mikilvægur þátt- ur, verkin bera með sér að díalekt- ískar samræður hafa átt sér stað milli listamannsins og annarra sem hann hefur leitað til við gerð þeirra. Sýningin vekur líka áhugaverðar spurningar um álitamál sem áhorf- andanum gefst kostur á að velta fyr- ir sér og taka þátt í. Morgunblaðið/Einar Falur Grýla Hluti eins verks Steingríms Eyfjörð á sýningunni en í því „togast andstæðurnar á, hin fullkomna kvenímynd í Venusarlíki glanstímaritanna og Grýla sem er holdgerving ljótleikans,“ skrifar rýnir um það. Af grýlum og glanstímaritum Hafnarborg Steingrímur Eyfjörð – Kvenhetjan bbbmn Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningunni lýkur á sunnudag, 19. mars. Opið alla daga nema þriðjudaga milli kl. 12 og 17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Danski lista- mannahópurinn Superflex mun takast á við það verkefni að koma fyrir næstu inn- setningu í Túrb- ínusalnum í Tate Modern-safninu í Lundúnum og verður sýningin opnuð í október. Margar innsetn- inganna þar hafa vakið mikla at- hygli og má nefna verk eftir Ólaf Elíasson, Carsten Höller og Ai Wei- wei. Viðamikil verk Superflex eru yfirleitt mjög pólitísk en félagarnir hafa meðal annars tekist á við kap- ítalisma og hlýnun jarðar. Danir taka yfir Túrbínusalinn Weather Project eftir Ólaf Elíasson í Túrbínusalnum. Bandaríski gítarleikarinn Pat Metheny, einn virtasti djassgítarleikari undanfar- inna áratuga, kemur fram ásamt kvartetti sínum í Eld- borgarsal Hörpu 17. nóv- ember næstkomandi. Með honum leika trymbillinn Antonio Sanchez sem er fjórfaldur Grammy- verðlaunahafi, píanóleik- arinn Gwilym Simcock og bassaleikarinn Linda Oh en hún hefur verið valin af gagnrýnendum Downbeat besti bassaleikarinn. Pat Metheny er fyrir löngur orðinn ein af goð- sögnum gítarheimsins. og hefur meðal annars leikið og hljóðritað með Char- lie Haden, Ornette Coleman, Joni Mitchell, Herbie Hancock og David Bowie. Pat Metheny í Eldborg Gítargoðsögn Pat Metheny leikur ásamt kvartetti sínum í Hörpu í nóvember. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Fös 17/3 kl. 20:00 Fors. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Lau 18/3 kl. 20:00 Frums. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Sun 19/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Þri 21/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Fös 19/5 kl. 20:00 aukas. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Sun 21/5 kl. 20:00 aukas. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Fim 1/6 kl. 20:00 aukas. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Fös 2/6 kl. 20:00 aukas. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Frjálst sætaval - Salurinn opnar klukkan 18:30 Úti að aka (Stóra svið) Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Mið 24/5 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 aukas. Mið 19/4 kl. 20:00 Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fös 26/5 kl. 20:00 aukas. Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 aukas. Lau 27/5 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 13:00 aukas. Sun 28/5 kl. 20:00 aukas. Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 19/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Lau 18/3 kl. 20:00 Lau 1/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar Fórn (Allt húsið) Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið - Aðeins þessar fimm sýningar. Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 19/3 kl. 13:00 Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Lau 1/4 kl. 16:00 Sun 23/4 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 23/4 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 5/4 kl. 19:30 8.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 18/3 kl. 18:00 Egilsstaðir Lau 25/3 kl. 20:00 Varmahlíð Sun 23/4 kl. 19:30 Lau 18/3 kl. 20:00 Egilsstaðir Lau 1/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fös 17/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 17/3 kl. 20:30 Fim 23/3 kl. 20:30 Lau 25/3 kl. 22:30 Fös 17/3 kl. 23:00 Fös 24/3 kl. 20:30 Fim 30/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00 Fös 24/3 kl. 23:00 Lau 18/3 kl. 22:30 Lau 25/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 22/3 kl. 20:00 Fim 6/4 kl. 20:00 Festival Mið 12/4 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Fös 7/4 kl. 19:00 Festival Mið 19/4 kl. 20:00 Mið 5/4 kl. 20:00 Festival Lau 8/4 kl. 19:00 Festival Mið 26/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Álfahöllin (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 19:30 Frums Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 Mið 19/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.