Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 6

Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur uppfært pödduvef Náttúrufræði- stofnunar á netinu í nýjan búning og bætt meðal annars við rottumítli. „Það er búið að vinna mikið í vefn- um núna í byrjun árs. Ég þurfti að læra heilmikið sjálfur í vefmálum sem ég ekki kunni fyrir,“ segir Er- ling. Hann segir að pödduvefurinn sé einn mest heimsótti vefurinn hjá stofnuninni. „Pödduvefurinn er ákaflega vinsæll, með vinsælasta efni vefjarins. Á eftir pödduvefnum koma frjókornamælingarnar, þetta tvennt skarar fram úr,“ segir Er- ling. Myndar pöddurnar í stúdíói Erling vinnur bæði kynningar- og myndefnið fyrir vefinn sjálfur og finnur pöddurnar oftast í sínu nær- umhverfi. „Mest af þessum dýrum er hérna nálægt okkur. Stundum þarf ég að taka kvikindin með mér inn í stúdíó, til að hemja þau þannig að þau séu ekki að fljúga burt. Ég vil hafa þau lifandi ef ég hef þess kost,“ segir Erling en ekki er hægt að mynda öll smádýrin í umhverfinu. „Stundum þarf hins vegar að taka myndir í gegnum smásjá, eins og nýjasta kvikindið, rottumítilinn, það er ör-agnarsmátt kvikindi. Það var myndað gegnum smásjá.“ Hann segir að rottumítillinn sé ekki nýr á Íslandi þrátt fyrir að hann hafi fengið aukna athygli nýlega en mítillinn leggst á ýmsar tegundir spendýra.„Rottumítillinn er á alls- konar dýrum, en uppáhaldið eru lítil nagdýr. Það geta verið mýs eða bara lítil nagdýr almennt. Þetta er kennt við rottuna því hann fylgir oft rottu- gangi og þessum nagdýrum sem eru að koma inn til okkar.“ Rottumítillinn er ekki smitberi að sögn Erlings en hann getur bitið og ert húðina „Hann leggst á okkur, bítur og ertir húð en hann er ekki að sýkja okkur neitt. Þetta eru bara óþægindi og leiðindi.“ Heimi smádýranna haldið við Erling rekur einnig fésbókarsíð- una Heim smádýrana. Þegar hann tilkynnti á síðasta ári að hann ætlaði að hætta með síðuna hvöttu fylgj- endur síðunnar hann eindregið til að halda áfram og ákvað Erling því að halda áfram enn um sinn. „Ég hef dregið tímabundið saman seglin á fésbókarsíðunni. Einfald- lega vegna þess að ég var að upp- færa pödduvefinn. Ég þurfti að skrifa töluvert mikið af nýju efni inn á pödduvefinn og á meðan hvíldi ég fésbókarsíðuna. Þegar ég er í ákveðnum verkefnum, þá er ég í þeim og loka á önnur verkefni,“ seg- ir Erling og bætir við að aðdáendur fésbókarsíðunnar þurfi ekki að ör- vænta. „Það stendur til að koma lífi aftur í Heim smádýranna. Ég setti einmitt rottumítilinn þar inn í vik- unni og veggjamítilinn í gær.“ Rottumítillinn er kominn á pödduvefinn  Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar Íslands er gríðarlega vinsæll Ljósmynd/Erling Ólafsson Rottumítill Mynda þarf mítilinn í gegnum smásjá svo hann sjáist. Rottumítill (Ornithonyssus bacoti) » Uppgötvaðist fyrst í Ástralíu árið 1913. » Er agnarsmár, oftast undir 1 mm. » Er þekkt blóðsuga á mörg- um tegundum spendýra. » Finnst einkum þar sem loftslag er temprað. » Á Íslandi eru eintök til frá Reykjavík, Hafnarfirði og Stykkishólmi. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Almennt er búist við því að sam- keppni í verslun hér á landi muni aukast eftir að Costco og H&M opna verslanir hér á landi, sem gæti þýtt lægra vöruverð. Nú eru einungis rúmar þrjár vikur í að Costco opni verslun sína við Kauptún í Garðabæ. Ekki fengust upplýsingar um það hjá Costco í gær, hversu margir Ís- lendingar hafa gerst félagar í Costco. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafa Hagar keypt Olís og höfðu fyrr í vetur keypt Lyfju. Talið er að með kaupunum hafi Hag- ar verið að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni á markaði, eftir að Costco hefur verslunarrekstur hér á landi. Jón Björnsson, forstjóri Festi hf., sem m.a. á Krónuna og ELKO, telur að menn séu að oftúlka áhrifin af einni verslun, sem til standi að opna í Garðabæ í næsta mánuði. „Menn eru að tala um mjög breyttar aðstæður með tilkomu Costco. Þetta er nú bara ein búð, þótt hún verði að vísu stór. Við höfum vitað af áformum Costco um að koma hingað í þrjú eða fjögur ár og ekki verið neitt tauga- veiklaðir vegna þeirra áforma,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón segir að enn liggi ekki fyrir, a.m.k. ekki opinberlega, á hvað verði Costco ætlar að selja vörur sínar hér. „Við vitum ekki hvort Costco sé með lægra innkaupsverð en við. Við vitum hver álagningin þeirra er og ég veit að Krónan og ELKO eru með svipaða álagningu og Costco. Ef Costco er með svipað innkaupsverð og við, þá er ekkert mál að keppa við þá, þannig að við erum alveg róleg- ir,“ sagði Jón. Jón bendir á að þeir sem reka Krónuna og ELKO þekki íslenska neytendur miklu betur en Costco geri. „Íslenskir neytendur skipta okkur miklu meira máli, heldur en þeir munu nokkurn tíma skipta Costco. Við eigum allt undir því að íslenskum neytendum geðjist að okkur. Það höfum við alltaf vitað,“ sagði Jón. Jón bendir á að íslenski smásölu- markaðurinn velti um 400 milljörð- um króna á ári. Bestu verslanir Costco, samkvæmt ársreikningi fyr- irtækisins, velti 10 til 12 milljörðum króna á ári. „Segjum að þessi búð í Garðabæ verði ein af bestu verslun- um Costco, þá myndi hún velta um 2,5% af íslenska smásölumarkaðn- um. Er það einhver heimsendir? Nei. 2,5% er eðlilegur ársvöxtur í smásöl- unni.Vissulega verða breytingar á markaðinum, þegar Costco kemur, en eigum við ekki að leyfa þeim að opna, áður en við förum á taugum?“ segir Jón. Costco Menn eru sammála um að smásölumarkaður á Íslandi muni breytast með opnun verslunar Costco. Segir 2,5% hlutdeild ekki vera heimsendi  Forstjóri Festi segist alveg rólegur vegna komu Costco Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ), segir að fyrirtæki innan SVÞ séu mörg að undirbúa sig fyrir þá auknu samkeppni í verslun sem blasi við, þegar tvö stórfyrir- tæki, Costco og H&M, hefja verslanarekstur hér á landi. „Þetta verður í fyrsta sinn sem tveir alþjóðlegir smásölu- risar hefja verslanarekstur hér á landi, á þessum litla markaði. Það leiðir af eðli máls, að koma risanna á þennan markað mun hafa áhrif á öll viðskipti í land- inu. Við höfum skynjað það und- anfarið ár, að fyrirtækin eru með einum eða öðrum hætti að búa sig undir þetta gjörbreytta umhverfi,“ sagði Andrés í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Andrés segist sannfærður um að viðskiptaumhverfi hér á landi muni taka miklum breyt- ingum, eftir að Costco og H&M hefja rekstur hér á landi. Búa sig undir samkeppni SVÞ Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis ætlar að hefja á ný rannsókn á gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Ís- lands, en hlé hafði verið gert á rann- sókninni. Banka- ráð Seðlabanka Íslands hóf eigin rannsókn með að- stoð Lagastofnun- ar Háskóla Ís- lands og málið er nú komið aftur til stjórnskipunar- nefndar. „Þetta var hjá okkur en við ákváðum að setja þetta aðeins á ís þar til bankaráð kláraði sína skoðun. Þegar álit Lagastofnun- ar var birt var löngu ákveðið að skoða málið aftur út frá því,“ sagði Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is í gær. „Það var ákveðið í morgun að halda áfram þar sem frá var horfið. Þetta var viðbót sem er komin og nú teljum við að það sé hægt að ljúka málinu einhvern tím- ann á þessu ári,“ bætir Brynjar við. Ógagnsæ framkvæmd Bankaráð og Lagastofnun komust að þeirri niðurstöðu að þótt reglur hefðu orðið skýrari hefði framkvæmd Seðlabanka verið ógagnsæ og breytt framkvæmd ekki birt. Brynjar segir að Samherjadómur- inn svokallaði verði ekkert sérstak- lega ræddur innan nefndarinnar. „Hann er hluti af gögnum í málinu. Við erum að fara yfir stjórnsýsluna sem hluti af eftirliti með henni og það hefur komið gagnrýni á hana.“ Hér- aðsdómur Reykjavíkur felldi í vikunni úr gildi 15 milljóna króna stjórnvalds- sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislög- um. „Við erum að leggja sjálfstætt mat á það hvernig hefur farnast hjá gjald- eyriseftirlitinu, með hliðsjón af þeim gögnum sem liggja fyrir,“ segir Brynjar. johann@mbl.is Hefja á ný rannsókn á gjaldeyriseftirliti SÍ  Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vinnur sjálfstætt mat Brynjar Níelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.