Morgunblaðið - 28.04.2017, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Vorsnjór Þótt sumardagurinn fyrsti hafi verið í vikunni sem leið hefur vetur konungur ekki alveg sagt skilið við landið. Snjór féll í Reykjavík í gær en var fljótur að hverfa og sumarið er á næsta leiti.
Golli
Eitt sinn sagði
Skáldið að hvenær sem
þú sérð fullkomið sköp-
unarverk verður þú
gripinn sárum trega.
Þetta er sá harmur
sem fylgir listinni.
Fegurð hlutanna er
eins og ólæknandi
sorg.
Vissulega kann ein-
hver að verða uppnum-
inn af lotningu við að
sjá fegurðina, í landslagi á Þingvöll-
um eða þegar Kjarval hefur fært
landslagið á striga í litbrigðum ljóss,
við sólaruppkomu eða sólarlag að
degi eða sumarbjartri nóttu.
Og gleymum ekki að fegurð hlut-
anna er þeim sjálfum æðri, dýrmæt-
ari, flestir hlutir lítilsvirði eða einsk-
is í samanburði við fegurð sína, æðst
af öllu fegurð jökulsins. Annað skáld
gengur lengra og þérar fjöllin og
segir; Ég elska yður þér Íslands
fjöll. En Skáldið vildi vera á pari við
þjóðina og sagði; Má ég bjóða þér
dús mín elskulega þjóð?
Þessar hugleiðingar skálds um
fegurðina eru nauðsynlegar þegar
birtir af dimmum vetri. Það er siður
á Íslandi að nota sumardaginn
fyrsta til afreka. Þannig hleypur
hraustleikafólk á víðavangi þennan
dag. Nokkrar stofnanir samfélags-
ins vígja húsakynni sín þennan dag.
Veröld fyrir tungumál
Sumardaginn fyrsta í ár fékk
þjóðin hús tungumála í Veröld, húsi
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
fyrir erlend mál. Þá minnti rithöf-
undurinn og listfræðingurinn Auður
Ava Ólafsdóttir á að íslenskan er
tæki til að hugsa alþjóðlega. Eins er
með þjóð og þýðingu, samur er orð-
stofninn.
Þessi stofnun við Háskóla Íslands
er um margt merkileg tilraun til ný-
sköpunar í fræðum,
sem hafa ekki verð
meginrannsóknarefni
íslenskra hugvísinda.
Íslensk fræði hafa ver-
ið meginrannsókn-
arefni við Háskóla Ís-
lands en ekki
tungumál almennt.
Ber þar hæst þau
margvíslegu fræði sem
stunduð eru í Stofnun
Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum.
Það kann að vera að
sú ofur áhersla sem
Háskóli Íslands lagði á íslensk fræði
frá öndverðu hafi í raun verið eðli-
leg í framhaldi af þeirri sjálfstæð-
isbaráttu sem stofnun skólans var
hluti af. Hann var stofnaður á
hundrað ára afmæli Jóns Sigurðs-
sonar. Fæðingardagur Jóns varð
síðar þjóðhátíðardagur við stofnun
lýðveldis á Íslandi.
Nú eru íslensk skáld hætt að
yrkja ættjarðarljóð. En þó. Eitt
skáld orti um landið þjóðina og
tunguna. Til þess að orða hugsun
sína notaði skáldið Snorri Hjart-
arson form sonnettunnar:
Land þjóð og tunga, þrenning sönn
og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og
stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig
skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sókn og vaka: eining hörð og
hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd
mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinzta
kvöld.
Ísland, í lyftum heitum höndum
ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri
öld.
Ef til vill var þetta ljóð ort þegar
skáldið var farið að gruna að ís-
lenska gæti lent í gröf með útdauð-
um tungumálum eins og hettetísku
eða tokarísku. Eða jafnvel með lat-
ínu sem fáir tala nema þá helst í
stúdentsveislum á Íslandi og í
kirkjum katólskra um víða veröld,
þar sem söfnuðinn skilur aðeins; in
nomine patris, filii et spiritus sancti.
Þó hefur latína getið af sér mörg lif-
andi mál sem aftur geta af sér lista-
verk um lönd og álfur.
Ný Veröld
Það kann að vera að hús sé aðeins
hið ytri byrði. Hið innra er sálin.
Hreimurinn í rödd hússins segir all-
an skáldskap lífsins. Það hefur um
langt skeið verið mönnum áhyggju-
efni hvernig erlend mál hafa sótt að
íslenskunni. Það hefur einnig verið
áhyggjuefni hvernig enska hefur
sótt að öðrum málum. Enskan er
Linguia franca á fundum og ráð-
stefnum. Í Veröld verður heimurinn
undir. Íslenskan verður ekki
áhyggjuefni ef henni er sinnt sam-
hliða erlendum málum.
Það eru til önnur mál en enskan
og það eru til bókmenntir á öðrum
málum. Enskan nær þó ekki að
draga að sér annarra þjóða bók-
menntir. Einungis 2% af bók-
menntum á ensku eru þýðingar.
Hvað sem mikilvægi eða útbreiðslu
enskunnar líður þá hafa rithöfundar,
sem eiga frönsku að móðurmáli,
hlotið flest bókmenntaverðlaun
Nóbels. Í Þýskalandi er hefð fyrir
þýddum bókmenntum eins og sjá má
af því að 40% af þýskum bókmennt-
um eru þýðingar. Íslensk skáld hafa
lagt fyrir sig bókmenntaþýðingar
þegar ritstol hefur sótt að, ellegar
þörf fyrir að tjá það sem ritað er á
heimstungu á heimatungu.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
hefur gefið út nokkur tvítyngd rit. Í
tvítyngdum ritum er frumtexti sam-
hliða íslenskri þýðingu. Í bók sem
ber nafnið Ljóðsaga eru nokkur
verka Federico Garcia Lorca í ís-
lenskum þýðingum.
Þannig þýða tveir Íslendingar
sama ljóðið, Krossgötur (sjá mynd).
Tungan og bókmenntirnar, það
eru auðæfi sem aðrir ná ekki af okk-
ur og gera þjóðina að þjóð. Þessir
tveir menn Baldur og Hallberg voru
heimsborgarar, annar heima en hinn
úti í heimi.
Það er von og ósk að starfsemi
Stofnunar Vigdísar auki fegurð og
hagsæld með landi og þjóð, og meðal
annarra þjóða. Þegar ég sé og heyri
fegurðina fyrirgef ég allt.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Það er von og ósk að
starfsemi Stofnunar
Vigdísar auki fegurð
og hagsæld með landi
og þjóð, og meðal
annarra þjóða.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Þjóð og þýðingar
VB
Kjarval Skjaldbreiður við sólarupprás.
Encrucijada – Krossgötur
Viento del este
un farol
y el puñal
en el coazon
La calle
tiene un temblor
de cuerda
en tension
un temblor
de enorme moscardoón.
Por todas partes
yo
veo el punal
en el corazón.
Federico Garcia Lorca
Austanvindur
götuljós
og hnífurinn
í hjartanu.
gatan
skelfur
eins og strengur
sem strekkt er á
skjálfta
risakleggja.
Hvarvetna
sé ég hnífinn
í hjartanu.
Hallberg Hallmundsson þýddi
Austræningur
rauðgult lampaljós
og rýtingur í hjarta
Sjá, gatan skelfur
snortinn stríður strengur,
nötrar lengi
náfiðrildið svarta.
Ég sé
rýtinginn
í hverju hjarta.
Baldur Óskarsson þýddi