Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 ✝ Ríkarður Más-son, fyrrver- andi sýslumaður og lögreglustjóri á Sauðárkróki, fæddist í Reykjavík 29. janúar 1943. Hann lést 3. apríl 2017. Foreldrar hans voru Ríkarður Már Ríkarðsson arki- tekt, f. 4.12 1915, d. 17.11 1946, sonur Ríkarðs Jóns- sonar myndhöggvara, f. 20.9 1888, d. 17.1. 1977, og Maríu Ólafsdóttur, f. 20.8. 1881, d. 8.12. 1967, og Þórey Bjarnadótt- ir, umboðsmaður Happdrættis Háskóla Íslands, f. 28.2. 1924, d. 10.10. 2011, dóttir Bjarna M. Einarssonar sjómanns, f. 27.9. 1900, d. 25.2. 1971, og Guðrúnar Magneu Jónsdóttur, f. 23.5. 1902, d. 1.2. 1960. Ríkarður var elstur sinna syst8kina, næstur er Björn Þorgeir, f. 15.3. 1944, og yngst er María, f. 8.2. 1946, og óskírð tvíburasystir hennar, f. 8.2. 1946, d. 11.2. 1946. Ríkarður kvæntist 1966 Sig- rúnu Aspelund, f. 11.4. 1946, þau skildu 1991. Foreldrar Sig- rúnar voru Georg P. Aspelund, f. 15.2. 1915, d. 23.3. 1972, og Júlíana Þ. Guðmundsdóttir Aspelund, f. 11.12. 1913, d. 26.12. 2006. Sonur Ríkarðs og Sigrúnar er Ríkarður Már, f. 18.6. 1965. Eiginkona hans er Lilja Þorsteinsdóttir, f. 27.4. 1969. Börn þeirra eru: 1) Ást- dóttir hennar er Ásta Lilja, f. 4.3. 1993, synir hennar eru Rík- arður Magni, f. 29.3. 2011, og Tristan Máni, f. 28.10. 2014. 3) Davíð Þór Óskarsson, f. 9.4. 1979, k.h. Eva Dögg Fjöln- isdóttir, f. 2.6. 1980, synir þeirra eru Óskar Máni, f. 15.4. 2004, og Emil Andri, f. 14.3 2009. Ríkarður lauk stúdentsprófi frá MR 1964, stundaði nám í læknisfræði við HÍ 1964-1966 og lauk embættisprófi í lögfræði 1975. Ríkarður var fulltrúi hjá sýslumanninum í Barðastrand- arsýslu 1975-1976 og hjá sýslu- manninum í Dalasýslu 1975- 1976, hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1976-1977, fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu 1976 og 1977- 1983, settur sýslumað- ur í Stranda8sýslu 1980, settur sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1982, skipaður sýslumaður í Strandasýslu 1983, skipaður sýslumaður á Hólma- vík 1992 og var skipaður sýslu- maður á Sauðárkróki 1996 þar til hann lét af störfum 2013. Einnig gegndi hann setudóm- arastörfum. Hann var formaður Rauða krossdeildar Stranda- sýslu 1984-1992, formaður Sjálf- stæðisfélags Strandasýslu 1986- 1991, sat í stjórn Sýslumanna- félags Íslands 1986-1993, yfir- kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og síðar í yfirkjör- stjórn Norðvesturkjördæmis. Útför Ríkarðs fer fram frá Háteigskirkju í dag, 28. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. hildur Ólöf, f. 2.3. 1991, sambýlis- maður Andri Már Magnússon, f. 26.12. 1987. 2) Ragnar Már, f. 10.2. 2000. Eftirlifandi eig- inkona Ríkarðs er Herdís Þórð- ardóttir f. 3.8. 1948, þau gengu í hjóna- band 21.8. 1993. Foreldrar Herdísar voru Þórður Finnbogi Guðmundsson, f. 27.5. 1919, d. 24.1. 2007, og Ólöf Hagalínsdóttir, f. 27.11. 1921, d. 10.3. 2011. Herdís var áður gift Óskari Kjartanssyni, f. 23.4. 1949, d. 3.3. 1988. Börn þeirra og stjúpbörn Ríkarðs eru: 1) Hilmar Þór Óskarsson, f. 22.1. 1971, k.h. Sigríður Síta Péturs- dóttir, f. 14.12. 1955. Börn henn- ar eru: a) Linda Björk Hafþórs- dóttir, f. 17.9. 1975, maður hennar Bjarni Eyvindsson, f. 25.7. 1974, börn þeirra Kolbrún Ósk, f. 19.2. 1994, Eyvindur Ern- ir, f. 3.4. 2001, Margrét María, f. 24.3. 2006, og Kristófer Orri, f. 17.2. 2008. b) Pétur Þór Haf- þórsson, f. 15.7. 1977, k.h. Helga Eggertsdóttir, f. 27.11. 1978, börn þeirra eru Embla Ósk, f. 30.8. 1997, og Askur Þór, f. 3.8. 2004. c) Ingi Karl Hafþórsson, f. 17.10. 1982, börn hans eru Telma Líf, f. 26.8. 2003, Sigríður Karen, f. 1.4. 2005, og Guðgeir Rúnar, f. 13.4. 2011. 2) Sólveig Lilja Óskarsdóttir, f. 3.5. 1972, Að skrifa minningar um pabba sinn og besta vin er erfitt, minningarnar eru margar og góðar. Við fórum víða vegna starfa föður míns og ófáar voru veiðiferðirnar, þó aðallega í Hrófá og Selá á Ströndum. Pabbi hafði gaman af stangveiði og var alltaf tilbúinn að leiðbeina yngri kynslóðinni á árbakkanum. Seinni árin færðist þó áhuginn meira yfir í golfið, þar fann hann sig með Herdísi og góðum vinum á golfvellinum og fylgdist vel með Ragnari Má og afrekum hans á golfvellinum. Honum var mjög umhugað um hvað börnin okkar Lilju væru að aðhafast og hvernig gengi í skólanum og þegar Ásthildur Ólöf hóf nám við HÍ hafði hann á orði að þar væri hún á réttri braut, hann vildi að krakkarnir menntuðu sig. Barnabörnin fóru með stórt hlutverk í tilveru afa síns. Pabbi var mjög sanngjarn maður, og má segja að ég hafi gengið svolítið á lagið. Á yngri árum voru uppátækin stundum vel yfir strikið og margt brallað en alltaf kom pabbi og ræddi um hlutina, það voru aldrei skamm- ir. Það var alveg sama hvar hann var við vinnu eða leik alltaf heyrði maður hjá samstarfsfólki og félögum hversu gott væri að umgangast föður minn. Einn af mínum bestu vinum úr æsku hafði orð á því við mig um dag- inn, þegar ég lét hann vita af andláti pabba, að hann hefði haft mikið að segja í sínum uppvexti þegar við vorum unglingar og hans yrði sárt saknað. Pabbi var einnig mikill áhuga- maður um fótbolta þá aðallega enska boltann, hann var alla tíð Arsenal-maður og skráði öll barnabörnin í Arsenal-klúbbinn hvort sem þau héldu með Arsen- al eða ekki. Hann hafði lengi dreymt um að fara til Englands á leik með Arsenal, þegar ég hringdi í hann síðasta haust og spurði hann hvort hann kæmi með á leik Arsenal og Chelsea á Emirates stóð ekki á svari og áttum við Pabbi og Ragnar Már ógleymanlega ferð þó svo að veikindin væru farin að segja til sín og ekki skemmdi fyrir að Arsenal vann 3:0. Þær eru margar og góðar minningarnar um góðan mann og væri hægt að skrifa heila bók, en hans verður sárt saknað og það er mjög erfitt að vera kom- inn með símann í hönd og muna svo allt í einu að það er ekki hægt að hringja í hann. Það var mikil gæfa að alast upp með pabba mínum og ég mun sakna hans meira en orð fá lýst. Þinn sonur, Ríkarður Már Ríkarðsson. Elskulegur tengdafaðir minn, Ríkarður Másson, er látinn langt fyrir aldur fram, eftir sitjum við litla fjölskyldan og söknum og stórt skarð er í okkar hjörtum. Betri tengdapabba var ekki hægt að huga sér, hann var mér mjög kær. Hann var mjög um- hyggjusamur, traustur og afar nærgætinn maður. Ríkarður var mjög stríðinn og glettinn maður og það var gaman að vera í hans nærveru. Tengdapabbi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til og ef hann vissi að eitthvað stóð til var hann mættur til að veita að- stoð. Á ferðalögum okkar var hann fróðleikskista og alltaf lærði maður eitthvað nýtt í hverri ferð. Mér er mjög minnisstætt á brúðkaupsdegi okkar hjóna þeg- ar hann birtist með brúðarvönd- inn minn og sagði mér að þetta væri eitt af því sem tengdapabb- ar færðu tilvonandi tengdadótt- ur sinni. Ríkarður var einstakur mað- ur, fjölskyldumaður mikill og var honum umhugað um að allir hefðu það sem best. Börnin okk- ar nutu góðs af fróðleik afa síns og var mjög oft hringt í afa ef verið var að gera verkefni fyrir skólann og varð þeim oft að orði, hvernig getur afi vitað alla hluti. Tíminn sem við eyddum með honum á Hólmavík þar sem hann starfaði sem sýslumaður og svo síðar á Sauðárkróki með hans yndislegu eiginkonu, Her- dísi, og eins stundirnar sem við eyddum með þeim hjónum á heimili okkar í Mosfellsbæ, var ómetanlegur og mjög minnis- stæður. Í veikindum sínum sýndi tengdapabbi mikið æðruleysi og allan tímann var hann staðráð- inn í að sigrast á sjúkdómnum en svo fór því miður ekki. Ég minnist tengdapabba með miklum söknuði en jafnframt miklu þakklæti fyrir góðar minningar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Herdís, megi algóður guð styrkja þig og börnin þín og sefa sorgina. Elsku tengdapabbi, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Þín tengdadóttir, Lilja. Elsku afi minn, ég á svo erfitt með því að trúa því að þú sért farinn og að ég geti aldrei heyrt þig tala aftur. Ég sakna þín svo mikið og hugsa til þín daglega. Þú varst mér svo góður og allar stundirnar sem við áttum saman eru mér svo dýrmætar. Ég er svo þakklát fyrir góðu minning- arnar með þér og ömmu á Sauð- árkrók. Öll ferðalögin í kring um land- ið, veiðiferðirnar okkar og þegar við vöknuðum saman og fengum okkur hafragraut og lýsi á morgnana. Ég passaði alltaf upp á það að þú misstir ekki af frétt- unum og þegar við horfðum á Gettu betur þá vissir þú alltaf svörin við spurningunum. Þau voru ófá skiptin sem ég hringdi í þig þegar ég þurfti hjálp með lærdóm, þú vissir allt og það var svo gott að tala við þig. Þú ert hetjan mín og fyrir- myndin mín elsku afi. Ástar- kveðja frá Ástu Lilju. Elsku afi okkar er nú fallinn frá, hann barðist hetjulega fram á síðasta dag og var staðráðinn í að sigra þennan illvíga sjúkdóm og hitta litlu langafaprinsessuna sína. Það var alltaf hægt að leita til afa, alveg sama hvað það var, þegar við systkinin vorum að læra og okkur vantaði svör við einhverju þá hugsuðum við bæði, best að hringja í afa Dúdda, hann veit pottþétt svarið. Afi var hjartahlýr og góður maður, ánægður með lífið og til- veruna. Þau voru ófá ferðalögin sem við fórum í, bæði innanlands og utan, t.d. til Ameríku og nú síðast í haust þegar við strák- arnir fórum til Englands á Ars- enal-leikinn, þessum ferðum fylgja góðar minningar sem aldrei munu gleymast. Það var alltaf jafn yndislegt að heim- sækja ykkur ömmu Herdísi á Sauðárkrók, þegar við renndum í hlað þá stóð afi út á plani, skæl- brosandi og tilbúinn að taka á móti okkur. Þessar helgar ein- kenndust af gríni, góðum mat, bakaríferðum þar sem keyptir voru lögguhringir eins og afi kallaði þá og ekki má gleyma ferðum á golfvöllinn þar sem afi lék á als oddi. Þegar við fórum svo aftur í bæinn þá stóð afi úti á plani og vinkaði þangað til við sáum hann ekki lengur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku afi okkar. Við biðjum al- góðan Guð að blessa minningu þína og veita ömmu Herdísi styrk í þungri þraut. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vísur Vatnsenda-Rósu) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín afabörn, Ásthildur Ólöf og Ragnar Már. Við fráfall góðs vinar, Ríkarðs Mássonar, streyma minningar fram og við leyfum okkur að hverfa rúm 20 ár aftur í tímann en þá kynntumst við Ríkarði og hans yndislegu konu, Herdísi. Strax þá tókst góður vinskapur með okkur og þeim hjónum, einnig fleiri hjónum, sem mynd- aði sterkan vinahóp. Þessi vina- hópur hefur ferðast mikið saman bæði hér heima og erlendis. Hópurinn hefur farið í útilegur saman eða í sumarbústað og þá hefur verið föst regla að hóp- urinn hefur haldið heimboð á hverju ári og skipst á að halda það. Ríkarður var „hrókur alls fagnaðar“ í þessum „hittingum“. Hann sagði skemmtilegar sögur og hafði gaman af öllu glensi og gríni. Ríkarður var mjög hnytt- inn í tilsvörum og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Það var öllum mikið áfall er Ríkarður greindist með krabba- mein á síðasta ári og urðu sam- verustundir með honum fleiri, þar sem reynt var að hittast nokkuð reglulega. Farið var í útilegu og ferðalag saman og þá var hinn árlegi „hittingur“ eða heimboð ekki látið niður falla. Í síðasta heimboði, sem haldið var heima hjá okkur hjónum, snemma í febrúar á þessu ári var heilsan hjá Ríkarði ekki góð, en hann lét það ekki aftra sér að mæta í hittinginn. Það var okkur öllum mikil ánægja að eiga nota- lega stund saman og þannig lifa góðar minningar um góðan fé- laga. Um leið og við kveðjum góðan félaga viljum við votta elsku Herdísi og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Hermann og Dagbjört. Skólabróðir og kær vinur hef- ur nú kvatt jarðvistina eftir bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Við kynntumst Ríkarði – Dúdda eins og hann var alltaf kallaður – þegar við hófum nám í Mennta- skólanum í Reykjavík haustið 1960. Við vorum bekkjarfélagar í D-bekknum í máladeild og út- skrifuðumst stúdentar vorið 1964. Margar skemmtilegar minningar eigum við frá þeim árum en þær verða ekki tíund- aðar hér. Dúddi lærði síðan lög- fræði í Háskóla Íslands. Að loknu embættisprófi starfaði hann sem fulltrúi hjá nokkrum sýslumannsembættum uns hann var skipaður sýslumaður á Hólmavík og síðar sýslumaður Skagfirðinga með aðsetur á Sauðárkróki. Við, sem þessar línur ritum, höfum lengi verið saman í spila- klúbbi og spilað lomber hálfs- mánaðarlega á hverjum vetri. Það var svo fyrir 18 árum síðan að við fórum að enda hvern spilatíma á því að lesa Íslend- ingasögur. Byrjuðum á Sturl- ungu og ákváðum þá að fara um vorið á slóðir Sturlunga í Skaga- firði. Þá lá beint við að hringja í gamla skólafélagann, sjálfan sýslumanninn, og fá hann til að vera leiðsögumaður um héraðið. Það var Herdís sem kom í sím- ann og þegar hún heyrði hvaða erindi við ættum við sýslumann- inn sagði hún án þess að hika: „Þetta líst mér vel á og þið gistið bara hjá okkur, nóg er plássið í sýslumannsbústaðnum.“ Ekki þarf að orðlengja það að við átt- um þarna frábæra helgi og í lok hennar voru þau Dúddi og Her- dís gerð að heiðursfélögum í lomber-klúbbnum. Síðan þá höf- um við ásamt eiginkonum farið í söguskoðunarferðir á hverju ári og Dúddi og Herdís alltaf verið með. Þessar ferðir hafa alltaf verið mjög skemmtilegar og eru sannkallaðir gimsteinar í minn- ingunni. Í fyrstu voru söguslóðir Sturlungu kannaðar í Borgar- firði, Dalasýslu, Skagafirði og Eyjafirði og m.a. siglt út í Grímsey. Eitt árið fórum við líka til Rómaborgar þangað sem Sturla Sighvatsson gekk til að fá synda- aflausn hjá páfanum. Seinna fór- um við svo á Njáluslóðir og á slóðir Gísla sögu Súrssonar. Það var afskaplega skemmtileg ferð um Vestfirði og þá sigldum við á víkingabátnum Vésteini frá Bíldudal inn Geirþjófsfjörð og gengum þar á land í fótspor Gísla og Auðar konu hans. Leið- sögumaður okkar þar var Jón Þórðarson sem sagði vel frá helstu þáttum í ævi Gísla við hamarinn þar sem Gísli var loks veginn. Ógleymanleg ferð. Skarð var höggvið í hóp okkar lomberfélaganna fyrir tveimur árum þegar spilafélagi okkar, Einar Ragnarsson, féll frá og nú er heiðursfélaginn farinn líka. Elsku Herdís og fjölskylda, Rík- arður og fjölskylda: Við lomber- félagarnir, eiginkonur okkar og Gerður sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum ykk- ur Guðs blessunar. Minningin um góðan dreng lifir, það voru forréttindi að eiga hann að vini. Brynjólfur, Gísli og Magnús. Þegar ég var á leiðinni út á land til að ná mér í starfsreynslu eftir að hafa nýlokið lagaprófi frá Háskóla Íslands, og hafði um nokkra staði að velja, höfðu margir á orði við mig að ég gæti ekki farið og unnið fyrir betri mann en Ríkarð Másson, sem þá var sýslumaður á Sauðárkróki. Það varð úr að ég fluttist norður á Sauðárkrók og réð mig til starfa sem fulltrúi við sýslu- mannsembættið á Sauðárkróki. Þetta átti eftir að verða ein besta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina enda voru árin á Sauð- árkróki bæði eftirminnilegur og lærdómsríkur tími. Verkefnin við sýslumanns- embættið voru fjölbreytt og áhugaverð og við embættið starfaði afbragðs samstarfsfólk. Yfir öllu vakti síðan Ríkarður sýslumaður og gætti þess að öllu væri vel sinnt. Ríkarður var þannig gerður að hann treysti starfsfólki sínu vel og maður fékk svigrúm til að vinna verkin en alltaf gat nýútskrifaður lög- fræðingurinn samt leitað til Rík- arðs sem með sína áratuga starfsreynslu var óþreytandi við að leiðbeina og gefa góð ráð. Ríkarður reyndist ekki síður vel eins og nær allir aðrir sem mað- ur leitaði til á þessum tíma varð- andi búferlaflutningana norður í land og við það að koma sér fyrir í nýju sveitarfélagi. Á Sauðárkróki var bæði gott að búa og vinna enda frábært samfélag og starfsandinn á skrif- stofu sýslumanns á þessum tíma afar góður. Ríkarður sýslumaður átti svo sannarlega sinn þátt í því með ljúfmennsku sinni og liðlegheitum. Árshátíðarferðir suður yfir heiðar, á Húsavík og sumarferðir eins og t.d. út í Drangey á Skagafirði voru eft- irminnilegar, svo ég tali nú ekki um Parísarferðina sem ég var svo heppinn að fá að fara í með þáverandi samstarfsfólki mínu. Síðar þegar kom að því að ég fluttist yfir til Siglufjarðar og tók þar við embætti sýslumanns þá gat ungur sýslumaðurinn haldið áfram að leita ráða hjá Ríkarði ef þörf var á og fyrir það er ég þakklátur. Þá var líka allt- af gaman þegar þau Herdís heimsóttu okkur til Siglufjarðar og ógleymanlegur er dagurinn þegar við sigldum öll saman út á Siglunes með Silla og Hönnu undir öruggri fararstjórn Önnu Marie Jónsdóttur. Eftir að við fluttum suður aft- ur höfum við haldið góðu sam- bandi norður og það hefur alltaf verið sérstaklega gaman að heimsækja þau Ríkarð og Her- dísi, fyrst í Ártúnið og síðar á fallegt heimili þeirra sem þau hafa á undanförnum árum verið að byggja sér upp við Iðutún á Sauðárkróki. Nú síðast heimsóttum við þau sl. haust en þá var Ríkarður bæði bjartsýnn og baráttuglaður þrátt fyrir að framundan væri harður slagur við illvígan vágest. Það voru svo sannarlega góð ráð sem ég fékk hér um árið þegar mér var ráðlagt að fara norður á Sauðárkrók til að vinna fyrir Ríkarð Másson sýslumann, því vandaðri og betri manni hef ég varla kynnst um ævina. Fyrir samstarfið, vináttuna og sam- fylgdina við hann er ég mjög þakklátur. Elsku Herdís, við Rósa Dögg biðjum góðan Guð að vera með þér á erfiðum tímum. Við sendum að lokum fjöl- skyldu Ríkarðs Mássonar og vin- um innilegar samúðarkveðjur. Ingvar Þór Sigurðsson. Fallinn er nú frá eftir skamm- vinn veikindi Ríkarður Másson, fyrrverandi sýslumaður, 74 ára að aldri. Hann lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands 1975 og hélt þegar til starfa við embætti sýslumanna sem hann sinnti af kostgæfni og heilindum og helgaði þeim starfsævi sína. Eftir að hafa verið löglærður fulltrúi og settur sýslumaður við nokkur embætti sýslumanna, var hann skipaður sýslumaður í Strandasýslu frá 1. júlí 1983 og síðar sýslumaður á Hólmavík frá 1. júlí 1992. Þann 1. apríl 1996 var hann loks skipaður sýslu- maður á Sauðárkróki sem hann gegndi allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 31. janúar 2013. Hann var félagslyndur og áhugasamur um málefni og hag embætta sýslumanna. Hann sat í stjórn Sýslumannafélags Íslands um árabil og gegndi af kost- gæfni ýmsum trúnaðarstörfum á vegum þess. Ríkarður var útivistarmaður og hélt sér í góðu líkamlegu formi og stundaði reglulega sund og naut þess að leika golf og ferðast um landið. Ríkarður var hlýlegur í við- móti og lagði sig fram við að leysa öll þau mál sem hann kom að og naut trausts íbúa embætt- anna sem og annarra við störf sín. Að leiðarlokum þakkar Sýslu- mannafélag Íslands Ríkarði Mássyni, fyrrverandi sýslu- manni, fyrir áratugalangt sam- starf og árangursrík samskipti og vottar Herdísi Þórðardóttur, eiginkonu hans, sem staðið hefur við hlið eiginmanns síns í erf- iðum veikindum hans, sem og fjölskyldu og aðstandendum hin- ar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Ríkarðs Mássonar. Bjarni Stefánsson, formaður Sýslumannafélags Íslands. Ríkarður Másson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.