Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 39

Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Hljómsveitin Vök sendir í dag frá sér sína fyrstu breiðskífu, Figure. Record Records gefur plötuna út hér á landi en Nettwerk erlendis. Vök fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum árið 2013 og hefur sent frá sér tvær stuttskífur á fjór- um árum og lögum hljómsveit- arinnar hefur verið streymt yfir 10 milljón sinnum á Spotify. Öll lögin á Figure eru ný og fyrir skömmu kom út tónlistarmyndband við lagið „Show Me“. Það var gefið út aftur í endurhljóðblandaðri út- gáfu á dögunum og er í þeirri út- gáfu á breiðskífunni. Vök er lögð af stað í fjögurra vikna tónleikaferð um Evrópu en heldur útgáfutónleika í Gamla bíói fimmtudagskvöldið 8. júní. Miða- sala á tónleikana hefst í dag á tix.is. Figure Umslag breiðskífunnar Figure sem er sú fyrsta sem Vök sendir frá sér. Vök sendir frá sér breiðskífu Það gengur mikið á í A-salHafnarhúss þar sem tólfmyndbandsverk og takt-fast hljóðverk ber fyrir augu og eyru sýningargesta í inn- setningu Ilmar Stefánsdóttur á sýn- ingunni Panik. Hvert myndbands- verk sýnir líkama konu sem hamast og puðar í ólíkum tækjum í ætt við líkamsræktartæki og viðheldur þannig ákveðinni hringrás með hreyfingu, samhliða verður til taktur í hverju verki. Úr ryþma verkanna verður til önnur hljóðmynd sem er hugarsmíð Sölku Valsdóttur. Hrúg- ur af salti liggja hér og þar á gólfinu og skjánum tólf sem varpa mynd- bandsverkunum hefur verið komið fyrir ofan í stórum iðnaðarpokum, fiskikörum, inni í málmtúðum og í lofti sýningarrýmisins. Á síðastliðnum árum hefur Ilmur vakið athygli fyrir frumlegar leik- myndir í leikhúsum borgarinnar en listsköpun hennar dansar á mörkum myndlistar, sviðslistar og gjörninga- listar og hér hannar hún sviðsmynd innsetningarinnar með rými og hráum arkitektúr Hafnarhússins. Líkaminn, þar sem ekki sést í höfuð konunnar, er í forgrunni mynd- bandsverkanna. Hann er myndaður frá ýmsum sjónarhornum við að knýja áfram hringsnúning í óskil- greindum tilgangi líkt og hamstur á hjóli. Myndatakan, taktföst hreyf- ingin og ryþmi hljóðmyndar skapa femínískt og á stundum munúðar- fullt yfirbragð í salnum. Ilmur um- breytir ásýnd sýningarrýmisins og gefur því líf, það líkamnast, verður áþreifanlegt og tekur á sig mynd í lofttúðum og súlum sem verða að einskonar æðakerfi verksins, rásum þar sem saltbingir á gólfinu mynda útfellingu úr þeim, líkt og vessað hafi úr líkamanum vegna áreynsl- unnar. Þó að leikurinn sé ekki langt und- an hjá Ilmi frekar en endranær, þá er undirtónn sýningarinnar alvar- legri en oft áður. Á fyrri sýningum hennar, fyrir rúmum tíu árum, var áberandi tilraunastarfsemi lista- mannsins með umbreytingu tækja og tóla í margskonar furðuskúlptúra með óljósan tilgang. Þar braut hún allar reglur hvað varðar praktíska notkun hluta en velti um leið upp spurningum um virkni hluta, mörk þess sem talið er eðlilegt, ofgnótt nútímans og auglýsingamennsku á húmorískan hátt. Á sýningunni Out of Office í Norræna húsinu árið 2006 voru til að mynda ýmiss konar vél- vædd heimilistæki í fullum gangi án þess að manneskjan kæmi þar við sögu. Á sýningunni Panik er þessu hins vegar öfugt farið, hér er það einmitt nærvera konunnar sem hamast og puðar í endalausu hring- sóli sem er í forgunni. Hver er til- gangurinn með þessu eilífa eirðar- leysi sem gerir það nauðsynlegt að vera alltaf á hlaupum og hvað er ver- ið að knýja áfram með öllum hama- ganginum? Mun hrikta í kerfinu ef slakað er á? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem listamaðurinn setur fram á frumlegan og heild- stæðan hátt. Útfærsla Ilmar bert vott um frjótt ímyndunarafl og hugmyndaauðgi og er skemmtileg tilbreyting í sýningaflóru borg- arinnar. Ekki má gleyma þætti hljóðmyndar Sölku sem er mik- ilvægur í heildarsamhengi sýning- arinnar, hraður takturinn er líkt og hjartsláttur sem hringrás Panik hverfist um og eykur á sýningarupp- lifun áhorfandans. Það er ekki laust við að stressið nái tökum á áhorfand- anum og einhverjir fara ef til vill út með hraðari púls. Morgunblaðið/Einar Falur Hringrás og hjartsláttur Hafnarhús Panik – Ilmur Stefánsdóttir bbbmn Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Panik, innsetning Ilmar Stefánsdóttur. Sýningarstjóri Ólöf K. Sigurðardóttir. Sýningin stendur til 1. maí 2017. Opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 22 á fimmtudögum. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Kvenlíkami Líkaminn, þar sem ekki sést í höfuð konunnar, er í forgrunni myndbandsverka Ilmar Stefánsdóttur og hér sést stilla úr einu slíku. Panik Ilmur Stefánsdóttir á sýn- ingu sinni Panik í Hafnarhúsi. Bandaríska rokksveitin Dinosaur Jr. heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu 22. júlí nk. Hún var stofnuð árið 1984 og þótti áhrifamikil í bandarísku jaðarrokkssenunni. Upprunalegir liðsmenn hennar eru J Mascis, Lou Barlow og Murph og tóku þeir upp þrjár plötur í fullri lengd áður en mannabreytingar urðu á sveitinni. Eftir að tríóið tók aftur upp þráðinn hefur það gefið út fjórar breiðskífur, þá síðustu í fyrra. 1.200 miðar verða í boði á tónleikana og hefst miðasala 11. maí kl. 10 á harpa.is/dino. Rokksveitin Dino- saur Jr. heldur tón- leika í Silfurbergi Rokkarar Félagarnir í Dinosaur Jr. eru væntanlegir til landsins. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Fös 28/4 kl. 20:00 16. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Sun 30/4 kl. 20:00 18. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Lau 29/4 kl. 20:00 25. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 26. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 28/4 kl. 20:00 165 s. Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Lau 6/5 kl. 20:00 166 s. Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Mið 7/6 kl. 20:00 182 s. Fös 12/5 kl. 20:00 167 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Lau 13/5 kl. 13:00 168 s. Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Sun 14/5 kl. 20:00 169 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Mið 14/6 kl. 20:00 187 s. Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Allra síðustu sýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Lokasýning. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 6. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 30/4 kl. 13:00 Sun 7/5 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 16:00 Lau 13/5 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 6/5 kl. 19:30 Mið 17/5 kl. 19:30 Lau 27/5 kl. 19:30 Fös 12/5 kl. 19:30 Lau 20/5 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 18.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 20.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 30/4 kl. 19:30 Sun 14/5 kl. 19:30 Lau 6/5 kl. 20:00 Edinborgarhúsið Ísafirði Sun 21/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 29/4 kl. 20:00 Fös 5/5 kl. 20:00 Fös 28/4 kl. 22:30 Lau 29/4 kl. 22:30 Lau 6/5 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Álfahöllin (Stóra sviðið) Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 10.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.