Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Tillaga að matsáætlun fyrir allt að 10.000 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Eskifirði og Reyðarfirði. Einkahlutafélagið Laxar fiskeldi áformar að byggja upp öflugt áframeldi á laxi í sjókvíum í Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Félagið rekur seiðaeldisstöðar í Ölfusi og verða fyrstu seiði félagsins sett út í kvíar nú í sumar. Með auknu eldismagni skapast meira hagræði í rekstri, betri samkeppnisstaða og traustari grundvöllur fyrir starfsemina. Með tilkomu laxeldis af þessari stærðargráðu munu stoðir atvinnulífs á austurlandi styrkjast með hærra atvinnustigi og fjölbreyttari atvinnu. Laxar fiskeldi ehf tilkynnti um fyrirhugaða framkvæmd í ágústmánuði árið 2016 á grundvelli 6. gr. laga 106/2000 svo og liðs 1.1. í 2. viðauka sömu laga og reglugerðar 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Í aprílmánuði 2017 óskaði félagið eftir því við Skipulagsstofnun að fram- kvæmdin skyldi fara í mat á umhverfisáhrifum og var erindið samþykkt. Af þeirri ástæðu auglýsa Laxar fiskeldi ehf. hér með tillögu að mats- áætlun vegna allt að 10.000 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Eskifirði og Reyðarfirði. Í tillögu að matsáætlun er lýst helstu umhverfisþáttum á svæðinu. Farið er yfir framleiðsluferli á 10.000 tonna eldi, eldisstofni, fóðurnotkun og losun á næringarefnum. Þá er lýst hugsanlegum umhversáhrifum eldisins, þeim rannsóknum sem þarf að gera og mótvægisaðgerðum. Tillögu að matsáætlun má nálgast á heimasíðu félagsins: laxar.is á tímabilinu frá 6. maí 2017 til 21. maí 2017. Opið er fyrir athugasemdir við tillöguna á framangreindum tíma. Laxar fiskeldi ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Áhorfandi féll í yfirlið og þrír aðrir þurftu á aðhlynningu að halda þeg- ar KR og Grindavík kepptu um Ís- landsmeistaratitilinn í körfubolta á sunnudag. Áhorfendamet var sleg- ið í höllinni en talið er að um 2.800 áhorfendur hafi verið á leiknum. „Þegar svona mikill fjöldi kemur saman og allir eru að hamast, klappa og stappa þá auðvitað hitn- ar í húsinu,“ segir Guðrún Krist- mundsdóttir, formaður körfuknatt- leiksdeildar KR. Hún staðfestir að loftleysið og hitinn hafi verið áhorfendum erfiður en illa gekk að lofta út úr húsinu. „Aldrei þessu vant var næstum algjört logn í Vesturbænum meðan á leiknum stóð. Við opnuðum húsið í báða enda en fengum engan gegnumtrekk. Þannig að það varð mjög þungt loft.“ Áhorfendamet slegið í DHL Að undanskildum hitanum í höll- inni gekk afar vel að sjá um fjöldann en Guðrún segir að aldrei hafi verið fleiri í höllinni. „Þetta var stærsti körfuboltaleikur, að landsleikjum undanskildum, sem hefur farið fram á Íslandi. Við tók- um stöðuna á salnum rétt áður en leikurinn byrjaði og það voru um 2.800 manns í húsinu.“ Hún bætir við að öryggisgæslan á leiknum hafi gengið vel fyrir sig. „Þetta gekk mjög vel. Ég fór yfir þetta með öryggisgæslunni eftir leikinn. Þeir voru mjög ánægðir.“ Hún nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði áhorfendum fyrir. „Ég er ótrúlega þakklát öllum þeim sem mættu á leikinn í gær, bæði Grindvíkingum og KR- ingum. Það höguðu sér allir rosa- lega vel þannig að ég er ekkert annað en bara stolt í dag,“ segir Guðrún. Setja þarf reglur um stórleiki Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), var viðstaddur leikinn í fyrradag og segir nauðsynlegt að bæta umgjörð sambandsins fyrir leiki af þessari stærðargráðu. „Það fundu það allir að það var mjög þungt loft þarna inni. Þetta var auðvitað mikill fjöldi,“ segir Hannes. Hann segir að eðlilegt sé að reyna að koma sem flestum í hús enda sé það krafa frá áhorfendum að fá að sjá leikinn. Hann segir jafnframt að KKÍ sé að íhuga að aðlaga reglur Alþjóðlega körfu- knattleikssambandsins (FIBA) að leikjum í úrslitakeppninni hér- lendis. „Það þarf meiri reglur um framkvæmd, sérstaklega varðandi úrslitakeppnina. Við erum með reglur frá FIBA vegna landsleikj- anna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum svipað fyrirkomulag á úrslitakeppninni,“ segir Hannes. Hitinn í DHL-höllinni bar nokkra áhorfendur ofurliði  Einn áhorfandi féll í yfirlið og þrír þurftu aðhlynningu  Áhorfendamet slegið en um 2.800 manns voru í höllinni Morgunblaðið/Ómar Hiti Gríðarlega heitt var í áhorfendastúkunni í fyrradag þegar KR og Grindavík léku um Íslandsmeistaratitilinn. Hannes S. Jónsson Guðrún Kristmundsdóttir Baldur Arnarson Magnús Heimir Jónasson Á fundi Sósíalistaflokks Íslands í gær kom fram við stofnsamþykkt hans að slíkt væri í raun breyting á stofnsam- þykkt þar sem flokkurinn hefði verið stofnaður áður en til fundar kom. „Þetta er svolítið skrýtið, af því að ég þurfti náttúrlega að stofna flokkinn til þess að eiga nafnið svo að einhver Heimdellingur myndi ekki skrá Sósí- alistaflokk Íslands,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður og einn stofnenda flokksins, á fundinum. Hann sagði jafnframt að stofnaður hefði verið flokkur með einföldustu stofnsamþykkt sem möguleiki var á í slíku félagi en samþykkt var að tveir myndu sitja í stjórn fram til dagsins í gær. „Í stofnsamþykktum var sam- þykkt að það væru bara tveir í stjórn þangað til fyrsta maí og þessi fundur yrði haldinn og þá yrðu kannski fimm og einhverjir til vara en það bara at- vikaðist að það voru eiginlega níu sem völdust í þetta og þess vegna erum við að leggja til þessa breytingu,“ sagði Gunnar Smári. Vill ýta undir stéttastríð Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Smári að Sósíalistaflokkur Íslands muni beita sér fyrir því að auka stéttarvitund Íslendinga og ýta undir stéttastríð. „Við munum byrja á að beita okkur fyrir því að efla stéttarvitund hjá fólki og ýta undir stéttastríð. Þannig að almenningur beiti öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til að auka völd sín,“ segir Gunnar Smári. „Fyrstu 6 mánuðirnir verða notaðir til að hefja starf meðal þeirra hópa sem óréttlátt þjóðskipulag hefur keyrt harðast niður. Fátækt fólk, ör- yrkjar, leigjendur, ómenntað lág- launafólk og annað láglaunafólk, inn- flytjendur og fólk sem er leigt hér á milli atvinnurekenda til að brjóta nið- ur launakjör almennings. Við munum hefja starf milli þessara hópa.“ Útilokar ekki byltingu Gunnar Smári segir sig ekki vera rúinn trausti launamanna, spurður um deilur blaðamanna við fyrirtæki hans, útgáfufélag Fréttatímans, vegna vangoldinna launa. „Ég veit ekki hverjar deilurnar eru, en fyrir- tækið fór á hausinn. Þegar fyrirtæki fer á hausinn þá eignast launamenn- irnir allt í búinu. Það er hins vegar þannig að við slíkt getur orðið töf á greiðslum og því miður varð það þannig.“ Hann segir að Sósíalistaflokkur Ís- lands sé með róttækari sósíalíska stefnu en aðrir vinstri flokkar hér- lendis og sakar aðra vinstri sinnaða flokka um að vera í stöðugu samtali við auðvaldið. Hann segir aflið vera hjá almenningi og hann þurfi að taka vald sitt aftur frá auðmönnum. Spurð- ur um hvort slíkt feli í sér byltingu útilokar hann ekki slíkt. „Það er farið að bylta ýmsu í samfélaginu. Það gengur ekki að hinir auðugu fái allt sitt með einhverri trúarsetningu um það að einhvern tímann muni auður þeirra leka niður til hinna.“ Spurður um hvort breyta þurfi eignarréttar- ákvæðum gildandi laga svo frekari dreifing auðs verði möguleg, segir Gunnar að almenningur þurfi að byrja á að taka sínar eignir fyrst, eins og kvótann. „Almenningur á kvótann, sem meta má á þúsund milljarða en stjórnvöld leigja út á 4 milljarða.“ Stofnaði flokk- inn fyrir fundinn  Vildi koma í veg fyrir grín Heimdellinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Á annað hundrað manns mætti á stofnfund Sósíalistaflokksins. Ekki hefur verið skipað í þing- mannanefnd til að vinna að end- urskoðun stjórn- arskrárinnar, eins og boðað er í samtarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar. Fram kemur í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin muni bjóða öllum þingflokkum að skipa fulltrúa í nefnd þingmanna sem muni starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur um breytingar sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Stjórnarskrárnefnd sem starfaði undir forystu Páls Þórhallssonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneyt- inu, skilaði af sér tillögum um af- markaðar breytingar á síðasta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáver- andi forsætisráðherra, lagði fram frumvarp um breytingar, byggt á niðurstöðu nefndarinnar, en það varð ekki útrætt á þingi. Nú er liðinn sá tími sem Alþingi hefur til að breyta stjórnarskrá samkvæmt sér- stökum ákvæðum. Kosningalöggjöf yfirfarin Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er sérstaklega tekið fram að hugað verði að breytingum á kjör- dæmaskipan og kosningalöggjöf yfirfarin í þeim tilgangi að einfalda hana og jafna betur atkvæðavægi. helgi@mbl.is Ný endurskoðun enn ekki hafin  Ríkisstjórnin hefur ekki skipað þingmenn í nýja stjórnarskrárnefnd Bjarni Benediktsson Svala Björgvinsdóttir, keppandi Ís- lands í Eurovision í ár, steig á svið í Kænugarði í gær á sinni fyrstu æf- ingu fyrir keppnina sem fram fer 9. maí næstkomandi. Í viðtali við Eurovision.tv í gær, áður en kom að æfingunni, sagðist hún vilja fara á sviðið til að fá til- finningu fyrir því. „Það er alltaf gott að fara á sviðið og finna hversu stórt það er og bara að fá tilfinn- inguna. Ég hlakka bara til að standa þar og taka það allt inn.“ Á æfingunni klæddist Svala hvít- um vængjum sem hún sagði tákna styrk og óttaleysi. Viftur á sviðinu bærðu svo vængi söngkonunnar meðan á æfingunni stóð. Morgunblaðið/Eggert Spenna Undankeppnin fer fram 9. og 11. maí en Svala keppir fyrrnefnda kvöldið. Fyrstu æfingunni lokið í Kænugarði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.