Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 6

Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Alþjóðlegur baráttudagur verka- lýðsins var haldinn hátíðlegur í fleiri en 30 sveitarfélögum á land- inu í gær. Veðráttan var þó misjöfn eftir landshlutum. Í Reykjavík var skýjað og úrkoma framan af degi meðan Akureyringar gengu í sól og blíðu. Hátíðarhöldin í Reykjavík hóf- ust um eittleytið á Hlemmi þar sem þúsundir manna söfnuðust saman og var síðan gengið undir lúðraþyt á Ingólfstorg. Þar var útifundurinn settur og tók til máls Lilja Sæ- mundsdóttir, formaður Félags hár- snyrtisveina. Hún sagði að þrátt fyrir frið á vinnumarkaði kraum- aði undirliggjandi ólga. Launa- menn væru þreyttir á að heyra að launahækkanir ógnuðu stöðugleika þegar þingmenn tækju sér stærri skerf en aðrir. Stóru stéttarfélögin í Reykjavík buðu öll í vegleg kaffi- samsæti víðsvegar um borgina eft- ir að útifundum í miðborginni lauk. Á Akureyri safnaðist fólk sam- an við Alþýðuhúsið og gekk fylktu liði að menningarhúsinu Hofi. Að- alræðu dagsins flutti Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, og eftir ræðuhöld steig Eyþór Ingi Gunn- laugsson á svið og skemmti. Ójafn leikur Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, tók til máls að lokinni kröfugöngunni á Akranesi. Hann sagði þjóðar- skömm að launataxtar á íslenskum vinnumarkaði dygðu ekki fyrir lágmarksframfærslu, það væri lýð- heilsumál að launin dygðu. Sagði Vilhjálmur leikinn á milli atvinnu- rekenda og launamanna vera ójafnan þegar upp komi ágrein- ingur um kaup og kjör. „Því er gríðarlega mikilvægt að launafólk sé aðilar að öflugum stéttar- félögum sem hafa kjark og þor til að standa uppi í hárinu á sterkum atvinnurekendum sem oft á tíðum hafa lífsviðurværi heilu byggðar- laganna í hendi sér.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, óskaði launafólki um allt land til hamingju með baráttudag verkafólks í ávarpi sem hann sendi frá sér. Hann gerði húsnæðis- málum sérstök skil. „Við viljum byggja upp réttlátt samfélag þar sem gott og öruggt húsnæði þykir sjálfsögð mannréttindi – ekki for- réttindi,“ sagði Gylfi í ávarpinu. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga sendi frá sér tilkynningu í tilefni dagsins og voru skilaboðin skýr. „Hið hagræna samhengi er úr lagi gengið, fjöldinn þarf að taka hönd- um saman, búa til nýjar reglur fyr- ir sig en ekki fyrir hina fáu,“ segir meðal annars í tilkynningunni frá alþjóðasambandinu. Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga 1. maí á Íslandi en dagurinn varð lögskip- aður frídagur hérlendis árið 1972. Mikill fjöldi hélt upp á 1. maí í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Skúrir Þúsundir á höfuðborgarsvæðinu létu veðrið ekki stöðva sig í því að sýna samtakamátt og setja fram kröfur um bætt kjör. Maístjarnan og Nallinn voru sungin að loknum ræðuhöldum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skilti Í blíðunni á Akureyri mátti sjá ýmiss konar skilti með skilaboðum sem göngufólk vildi koma á framfæri. Barátta í skini og skúrum  Fyrsti maí haldinn hátíðlegur um allt land  Veðurskilyrðin misgóð Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa farið fram á það við ASÍ að hann fengi að halda ræðu á útifundi sambandsins á Ingólfstorgi en ekki haft erindi sem erfiði. Þess í stað hélt Ragnar Þór ræðu á öðrum kröfufundi sem haldinn var á Aust- urvelli af þeim sem eru ósáttir við núverandi verkalýðsforystu. Stjórn VR fylgdi honum ekki þangað. Í stöðufærslu á samfélagsmiðlum segist Ragnar hafa farið fram á að flytja ræðu á Ingólfstorgi en hafði ekki erindi sem erfiði. Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, varaforseti ASÍ og stjórnar- maður í VR, segir að búið hafi verið að ákveða fyrir- fram að kona héldi ræðuna. „Þetta kom til tals á stjórnar- fundi. Hann segir að hann geti haldið ræðuna en ég segi að það sé ekki hægt, það sé búið að ákveða að kona haldi hana. Það kom aldrei nein beiðni af hans hálfu,“ segir Ingibjörg í samtali við Morgun- blaðið. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins fór Ragnar einn á Aust- urvöll en stjórn VR varð eftir á Ingólfstorgi. Hann fór síðan aftur á Ingólfstorg eftir að hafa lokið ræðu sinni. Möntrur ráðamanna Ragnar Þór sagði í ræðu sinni að enn ein góðærisaldan virtist ríða yf- ir landið. „Möntrur eins og að við höfum aldrei haft það eins gott, aldrei verið settir meiri peningar í grunnþjónustuna, kaupmáttur launa sé fordæmalaus eru viðhafðar af ráðamönnum við hvert tækifæri,“ sagði Ragnar á Austurvelli. Stjórnin fylgdi ekki for- manninum á Austurvöll  Formaður VR fékk ekki að halda ræðu á útifundi ASÍ Ingibjörg Ósk Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.