Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Fastus er aðalstyrktaraðili
Bocuse d’Or Ísland
KOLA
GRIL
L
TILBÚ
IÐ Á
3
MÍNÚ
TUM
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Auðvelt að þrífa
• Má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Úrval aukahluta
• TILVALIÐ Í ÚTILEGUNA
STÓRSNIÐUGT GRILL
SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN!
Lotusgrill m/ tösku verð frá 24.500,- m.vsk.
Fyrir nokkru stofnaði GunnarSmári Egilsson Sósíalistaflokk
Íslands og hefur það fengið marga
til að brosa út í annað. Í gær var svo
haldinn stofnfundur þessa þegar
stofnaða flokks, sem er eftir öðru
og mjög viðeigandi.
Á þessum „stofn-fundi“ lagði
flokkseigandinn lín-
urnar og var það
ekki síður viðeig-
andi.
Ef marka máskrif og umræður starfs-
manna flokkseigandans á Frétta-
tímanum, launamanna sem ekki
hafa fengið laun sín greidd, er ekki
við stuðningi að búast úr þeirri átt-
inni við þennan nýjasta og óvænt-
asta talsmann launþega og flokk
hans.
Og vinstri vængur stjórnmál-anna tekur framtakinu ekki
heldur fagnandi, sem ekki var von.
Þessi margklofni vængur sem átthefur undir högg að sækja hér
á landi og víðar þurfti ekki á nýjum
klofningi að halda.
Hann þurfti miklu frekar á betrijarðtengingu að halda, betra
sambandi við hinn almenna mann.
Íslenskir vinstri menn hafa talað
sig út í horn með sérvisku og for-
dómum.
En „stofnfundur“ einkaflokksmun ekki hjálpa við að bjarga
málum á vinstri væng íslenskra
stjórnmála.
Björgunaraðgerðirnar krefjasthugmyndafræðilegrar endur-
skoðunar, ekki afturhvarfs til rang-
hugmynda í því skyni að bjarga
einkahagsmunum eigandans.
Gunnar Smári
Egilsson
Flokkseigandi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 1.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 rigning
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 9 heiðskírt
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 heiðskírt
Stokkhólmur 15 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 14 léttskýjað
Glasgow 12 heiðskírt
London 12 skúrir
París 14 heiðskírt
Amsterdam 12 súld
Hamborg 15 heiðskírt
Berlín 15 heiðskírt
Vín 17 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 7 rigning
New York 13 þoka
Chicago 13 skýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:55 21:55
ÍSAFJÖRÐUR 4:43 22:17
SIGLUFJÖRÐUR 4:26 22:00
DJÚPIVOGUR 4:21 21:29
Erlendir gestir á veitingastaðnum
Þrír frakkar hjá Úlfari sýna áhuga á
rauðmaganum sem þar er á boðstól-
um. Úlfar Eysteinsson veitingamað-
ur segist flaka rauðmagann, snyrta
og sjóða hveljuna og hafa með soðna
lifur og svil. Þeir sem vilji geti einnig
haft með smjör og edik.
Langt er liðið á veiðitímabil
hrognkelsa, aðeins eftir um tíu dag-
ar. Úlfar segist hafa rauðmagann á
boðstólum út veiðitímabilið. Rauð-
maginn er smærri en grásleppan og
er leyft að hefja veiðar á honum fyrr,
þannig að hann er á matseðlinum í
lengri tíma. Úlfar segir þó að vertíð-
in hafi verið léleg og erfitt að fá rauð-
maga á fiskmörkuðum.
Tveir amerískir gestir pöntuðu
rauðmaga á Þremur frökkum á dög-
unum og báðu um að fá að sitja við
borðið sem Bobby Fischer sat við
þegar hann sótti staðinn. Rauðmag-
ann fengu þeir en borðið var ekki
laust. Mennirnir færðu sig síðan á
borð Fischers þegar það losnaði.
Á fimmtudagskvöldið er árlegur
aðalfundur Grásleppufélags Íslands
á Þremur frökkum. Eini tilgangur
félagsins er að borða hrognkelsi.
Auk rauðmagans er boðið upp á
signa og salta grásleppu og fleira
sjávarfang. Sjávarútvegsráðherra er
ávallt boðið á fundinn.
Gestir sýna rauðmaganum áhuga
Aðalfundur Grásleppufélags Íslands
haldinn á Þremur frökkum í vikunni
Morgunblaðið/Þorkell
Hrognkelsi Rauðmagi er mun betri
matfiskur en grásleppan.
Þrír ein-
staklingar hlutu
styrk úr minn-
ingarsjóði Eð-
varðs Sigurðs-
sonar í gær.
Ragnheiður
Pálsdóttir fékk
styrk að fjárhæð 750.000 kr vegna
verkefnisins Ritun sögu Listasafns
ASÍ í bókina Saga listasafna á Ís-
landi. Um er að ræða rannsókn og
skrásetningu á sögu Listasafns
ASÍ.
Anna Sigurjónsdóttir fékk styrk
að fjárhæð 250.000 kr. vegna gagna-
öflunar í tengslum við rannsókn-
arverkefnið Hagsmunir ungs fólks,
þekking á réttindum sínum og
verkalýðshreyfingunni.
Vilhelm Vilhelmsson fékk einnig
styrk að fjárhæð 500.000 kr. vegna
útgáfu bókarinnar Sjálfstætt fólk:
Vistarband og íslenskt samfélag á
19. öld, sem byggir á doktorsritgerð
hans. Minningarsjóður Eðvarðs
Sigurðssonar var stofnaður árið
1983 til minningar um Eðvarð Sig-
urðsson, formann Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er
í umsjá Alþýðusambands Íslands.
mhj@mbl.is
ASÍ veitir
þrjá styrki
Úthlutað úr minn-
ingarsjóði Eðvarðs