Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 16

Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Er allt á HREINU fyrir... Fatahreinsun Dúkaþvottur Dúkaleiga Heimilisþvottur Fjölmiðlasamsteypa Ruperts Mur- doch, 21st Century Fox, á í viðræð- um við fjárfestingarisann Black- stone Group um að félögin taki höndum saman um að gera tilboð í Tribune Media sem m.a. á og rekur 28 sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjun- um. Financial Times greindi frá þessu og segir að fyrir Fox vaki bæði að bæta nýjum sjónvarpsstöðvum við safn sitt og einnig að forða því að keppinauturinn Sinclair Broadcast Group eignist reksturinn. Sinclair er stærsta sjónvarpsfyrirtæki Banda- ríkjanna og á í dag vel á annað hundrað stöðvar. Tekið verður við tilboðum til vikuloka en að sögn FT er markaðsvirði Tribune í dag um 3,2 milljarðar dala. Áhuginn á Tribune Media stafar m.a. af því að Bandaríska fjarskipta- stofnunin (FCC) slakaði á eldri reglum sem kváðu á um að sjón- varpsstöðvar í eigu sama fyrirtæk- isins mættu ekki ná til meira en 40% íbúa landsins. Með breytingunni skapaðist möguleiki á sameiningu stærstu fyrirtækjanna á bandarísk- um sjónvarpsmarkaði og er þess vænst að FCC muni halda áfram að draga úr skorðum á eignarhaldi og samruna fjölmiðla. ai@mbl.is AFP Slagur Rupert Murdoch hefur stýrt 21st Century Fox frá stofnun. Fox og Blackstone skoða kaup á Tribune Stjórnvöldum Púertó Ríkó hefur gengið hægt að leysa úr skulda- vanda eyríkisins og hafa horfurnar versnað nú þegar handhafar rík- isskuldabréfa hafa hafnað skuld- breytingartilboði ríkisstjórans Ric- ardo Roselló. Stjórnvöld buðu handhöfum að halda allt að 77% af virði almennra ríkisskuldabréfa og 58% af virði skuldabréfa sem tryggð eru með tekjum ríkisins af söluskatti. Frestur til að samþykkja tilboðið rann út 1. maí. Skömmu áð- ur hafði Bandaríkjaþing samþykkt fjárveitingu upp á 1.100 milljarða dala sem ætti að duga til að fjár- magna starfsemi hins opinbera á eyjunni fram í september, þar með talið rekstur Medicaid-kerfisins sem sjúkratryggir tekjulágar fjöl- skyldur. Skuldir Púertó Ríkó nema um 69 milljörðum dala og eru íbúarnir 3,4 milljónir talsins. Í kringum 46% eyjarskeggja lifa undir fátæktar- mörkum og er atvinnuleysi nálægt 10%. Fyrir ári síðan var Púertó Ríkó veitt sérstök vernd gegn kröfuhöf- um og rann hún út á mánudags- kvöld. Að sögn FT er þess vænst að strax á þriðjudag muni kröfuhafar höfða mál á hendur stjórnvöldum og mál sem þegar voru komin fyrir dómstóla í San Juan og New York verði tekin upp að nýju. ai@mbl.is AFP Gremja Puertó Ríkó-búar mótmæla í New York í gær. Óvissa er um framtíð þessa skuldsetta eyríkis. Hafna tilboði Púertó Ríkó  Búist við að handhafar ríkisskuldabréfa höfði mál strax í dag  Stjórnvöld vildu að kröfuhafar tækju á sig 23-42% lækkun Hlutabréfaverð Amazon hækkaði töluvert í síðustu viku og voru auðæfi Jeff Bezos, stofnanda netverslunar- risans, á tímabili metin á 80 milljarða dala. Vantar nú aðeins um sjö millj- arða dala upp á að Bezos verði jafn- ríkur og Bill Gates en samkvæmt milljarðamæringalista Bloomberg á Gates eignir fyrir rösklega 87,2 milljarða dala. Hefur Gates verið í efsta sæti listans frá því í maí 2013. Spænski tískukóngurinn Amancio Ortega, sem á og rekur Inditex, er í þriðja sætinu en hann hefur aðeins nokkur hundruð milljóna dala for- skot á Bezos. Warren Buffett situr í fjórða sæti listans en hlutabréfaverð Berkshire Hathaway hefur hækkað hægt á árinu og ekki náð að halda í við fyrirtæki auðjöfranna í þremur efstu sætunum. Sala umfram væntingar Hækkun hlutabréfa Amazon skýr- ist af því að fyrirtækið greindi frá því að salan á þessum fjórðungi gengi betur en spáð hafði verið. Bendir MarketWatch á að árið hafi verið fjarska gott fyrir Bezos og er hann um 14,2 milljörðum dala ríkari í dag en hann var í byrjun árs. Mark Zuckerberg vermir fimmta sæti listans og hafa auðæfi hans auk- ist um 14,6 milljarða dala frá áramót- um. Aðeins einn milljarðamæringur á lista Bloomberg hefur hagnast meira á árinu, en það er Kínverjinn Wang Wei. Hann er eigandi hrað- sendifyrirtækisins S.F. Holding og er 14,9 milljörðum dala ríkari í dag en hann var 1. janúar. ai@mbl.is Stutt í að Bezos verði ríkastur Jeff Bezos Mark Zuckerberg Warren Buffett  Stofnandi Amazon hefur efnast vel Bill Gates Sjóðir, sem bandaríska sjóðastýr- ingarfyrirtækið Wellington Ma- nagement Group LLP hefur í rekstri sínum, ráða 5,26% hlut í N1. Þetta kemur fram í flöggun sem send var á Kauphöll Íslands seint í gærkvöldi í tengslum við að Well- ington fór yfir 5% mörk í félaginu. Í tilkynningu sem fylgdi flögguninni kemur fram að fyrirtækið hafi farið yfir mörkin á föstudaginn síðasta, 28. apríl. Samkvæmt nýjasta lista yfir stærstu hlutahafa N1, sem finna má á heimasíðu félagsins, kemur fram að The Wellington Trust Company ráði 2,71% hlut í félaginu en listinn var síðast uppfærður 27. apríl síð- astliðinn. Sé mið tekið af gengi bréfa N1 í lok dags á föstudag er hlutur sjóð- anna hjá Wellington metinn á ríf- lega 1,5 milljarða króna. Wellington Manage- ment með yfir 5% í N1 Morgunblaðið/Þórður Kaup Erlendir fjárfestar hafa aukið umsvif sín á markaði að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.