Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Sími 788 2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Allt fyrir ferðaþjónustuna
Við tökum vel á móti þér
Við bjóðum heildarlausnir fyrir
hótel, gistiheimili, dvalarheimili,
veitingahús, veisluþjónustur.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Frönsku forsetaframbjóðendurnir
Emmanuel Macron og Marine Le
Pen skiptust á hörðum skotum á há-
tíðisdegi verkalýðsins í París í gær.
Le Pen sakaði keppinaut sinn um að
vera öfgafullan Evrópusinna, fram-
bjóðanda áframhaldandi stjórnar-
stefnu ríkisstjórnar Francois Hol-
lande og strengjabrúðu fjármála-
kerfisins. Samkvæmt skoðana-
könnunum áforma um 20% fleiri að
kjósa Macron komandi sunnudag en
Le Pen.
Le Pen hefur verið mjög gagnrýn-
in á Evrópusambandið (ESB) í kosn-
ingabaráttunni og þykir Macron
hafa gert tilraun til þess að grafa
undan því baráttumáli hennar með
ákalli um breytingar á ESB. Í sam-
tali við fréttamann BBC í París í gær
sagði hann, að sambandið yrði að
taka breytingum ellegar þyrfti það
að horfast í augu við brottför
Frakka, „Frexit“, úr sambandinu.
Boðar „djúpstæðar umbætur“
Í skeytum sínum til keppinautar-
ins hét Macron því að „berjast til síð-
asta blóðdropa“ gegn hugmyndum
Le Pen. Stefna hennar í veigamestu
málaflokkum yrði einungis til að
veikja Frakkland, sagði hann. Með
úrsögn úr ESB og evrusamstarfinu
myndi hún kippa fótunum undan
samfélaginu.
Macron sagði ESB vera franskri
þjóð afar mikilvægt og sigraði Le
Pen í kjörinu færi Frexit í gang dag-
inn eftir. „Við verðum þó að horfast í
augu við ástandið og hlusta á fólkið.
Heyra þá staðreynd að það er af-
skaplega gramt í dag, óþolinmótt.
Vanvirkni ESB verður ekki viðhald-
ið lengur. Ég lít á það sem umboð
mitt, daginn eftir kosningarnar, að
hefja djúpstæðar umbætur á sam-
bandinu og stefnu þess,“ sagði Mac-
ron. Sagði hann að það yrðu svik við
kjósendur leyfði hann ESB að halda
óbreyttu áfram. Le Pen hefur hagn-
ast á auknum fjandskap almennings
í garð ESB og heitið þjóðaratkvæði
um veruna í sambandinu. Sá stuðn-
ingur er einkum kominn frá dreifbýli
og iðnaðarsvæðum sem orðið hafa
undir af völdum hnattvæðingarinn-
ar. Loforð um að loka landamærum
Frakklands og snarfækka innflytj-
endum hefur átt hljómgrunn þar.
Lögreglumenn brenndust
Fjórir lögreglumenn brenndust
alvarlega er til átaka kom milli lög-
reglu og grímuklæddra vinstri öfga-
manna sem hentu bensínsprengjum
að lögreglusveitum í París í gær.
Svaraði lögreglan með táragasi.
Átökin áttu sér stað nærri Bastillu-
torgi, skammt frá aðalgöngu þriggja
stéttarfélaga. „Það er svona óreiða
sem ég vil ekki lengur sjá á götum
okkar,“ sagði Le Pen um ofbeldið.
Þótt fimm stærstu stéttarfélög
landsins hafi hvatt skjólstæðinga
sína til að kjósa ekki Le Pen á sunnu-
dag hafa einungis tvö þeirra lýst
stuðningi við Macron. Hin þrjú segj-
ast ekki geta það vegna frjálslyndis-
stefnu hans í atvinnumálum. Macron
sagði, að þrátt fyrir áskoranir verka-
lýðssinna myndi hann ekki víkja frá
stefnu sinni í efnahags- og atvinnu-
málum. „Kjósendur hafa í fyrri um-
ferðinni lýst stuðningi við hana og ég
ætla ekki að svíkja þá með því að
víkja af stefnunni. Frakkland þarfn-
ast mikilla endurbóta.“
Rúm 60% styðja Macron
Verði Marine Le Pen kosin forseti
sunnudaginn 7. maí munu Frakkar
að öllum líkindum borga fyrir brauð-
ið fræga, bagettuna, með nýjum
franka í stað evru, sagði varaformað-
ur Þjóðfylkingarinnar, Florian Phil-
ippot, við útvarpsstöðina France Int-
er í París í gær.
Um helgina voru birtar tvær skoð-
anakannanir sem benda báðar til
sigurs Emmanuels Macron í kosn-
ingunum. Áformuðu 61% aðspurðra
að kjósa hann en 39% Le Pen. Yrði
það mikil breyting frá 2002 er faðir
hennar Jean-Marie Le Pen komst í
seinni umferðina gegn Jacques
Chirac. Hlaut hann innan við 20% at-
kvæða.
Krefst umbóta á ESB
Macron spáir „Frexit“ breytist Evrópusambandið ekki Lögreglumenn slas-
ast í átökum í París Macron enn með meiri stuðning en Le Pen í könnunum
AFP
Vilja hvorugt þeirra Algeng sjón á mótmælafundum í Frakklandi og boð-
skapurinn á borðanum endurspeglar viðhorf stórs hluta þjóðarinnar fyrir
kosningarnar. „Hvorki Le Pen né Macron,“ segir á borða námsmannanna.
Að minnsta kosti 27 farþegar í flugi
rússneska flugfélagsins Aeroflot
frá Moskvu til Bangkok í Taílandi
slösuðust er þotan flaug inn í afar
mikla ókyrrð í heiðskíru lofti.
Atvikið átti sér stað um 40 mín-
útum fyrir lendingu Boeing 777-
þotunnar í Bangkok. Af hinum slös-
uðu voru 24 Rússar og Taílend-
ingar þrír. Fimmtán manns voru
fluttir á sjúkrahús og þurftu a.m.k.
þrír að gangast undir skurðaðgerð
vegna beinbrota. Alls voru 313
manns í þotunni.
AEROFLOT-ÞOTA Í VANDA
Tugir slösuðust í
mikilli ókyrrð
AFP
Ókyrrð Flugmenn Aeroflot-þotunnar
gátu ekki varað farþega við ókyrrðinni.
Samningamenn repúblikana og
demókrata á Bandaríkjaþingi náðu
í gær samkomulagi um ríkisútgjöld
sem tryggja eiga að ríkiskerfið
starfi óhindrað a.m.k. til 30. sept-
ember nk. Í frumvarpi sem verður
tekið til afgreiðslu í vikunni eru út-
gjöld til varnarmála aukin veru-
lega. Hins vegar er engum fjár-
munum varið til að borga
fyrirhugaðan múr sem Donald
Trump forseti hyggst reisa með-
fram landamærunum við Mexíkó.
SÁTT UM ÚTGJÖLDIN
Lokun bandaríska
kerfisins afstýrt